Baldur Pétursson (1915-1987) Hjalteyri

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Baldur Pétursson (1915-1987) Hjalteyri

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

16.7.1915 - 7.5.1987

History

Baldur fæddist á Akureyri 16.7.1915 - 7.5.1987. Var á Akureyri 1930. Systursonur Reimars Leonharðs Þórðarsonar. Verkstjóri á Hjalteyri við Eyjafjörð, síðast bús. í Reykjavík. F. 16. júní 1915 skv. kb.
Foreldrar hans voru þau Valrós Baldvinsdóttir og Pétur Jónasson framkvæmdastjóri á Hjalteyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadóttur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturssonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ættaður úr Skagafirði, sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Ábæ í Austurdal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Foreldrar Baldurs fluttust til Hjalteyrar árið 1918 og gerðist Pétur Jónasson framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf. sem hafði þá mikil umsvif á staðnum. Pétur var annálaður fyrir dugnað og sína frábæru verkstjórn. Þarna ólst Baldur upp á sjávarbakkanum, ásamt fjórum systkinum sínum í litlu húsi semkallað var Péturshús. Þetta hús stendur enn og er í eigu systkinanna.
Hann lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík 7. maí 1987, fór bálför hans fram í kyrrþey að eigin ósk 15. maí. Hann hafði þá átt við vanheilsu að stríða í mörg ár.

Places

Legal status

Baldur gekk í Laugaskóla 1933-1935, en þar var þá skólastjóri Leifur Ásgeirsson, síðar prófessor, sá mikli stærðfræðingur og skólamaður. Talaði Baldur jafnan um Leif með mikilli hlýju og virðingu og taldi hann hafa haft á sig mikil áhrif.

Functions, occupations and activities

Baldur kvæntist sumarið 1942 sinni ágætu eiginkonu, Sveinbjörgu Hansdóttur Wíum frá Sandgerði. Hún lifir mann sinn. Bjuggu þau fallegu heimili á Hjalteyri meðan þar var við eitthvað að vera. En 1968 fluttust þau alfarin tilReykjavíkur. Þá var öll síld horfin úr sjónum, verksmiðjan verkefnalaus og vart útlit fyrir annað en Hjalteyri legðist í eyði. Raunar hafði þá marga undanfarna vetur verið þar atvinnuleysi því að Eyjafjörður innan Hríseyjar var einnig orðinn hálftæmdur að fiski. Baldur varð því að leita sér vinnu annaðað vetrinum, var stundum á togara en stundum í fiskvinnslu á suðvesturhorninu. Taldi hann slíkt ekki eftir sér því að maðurinn var harðduglegur og kunni ekki að hlífa sér, en hugði víst minna að eigin heilsufari, og tók það að hefna sín illa um þær mundir sem þau fluttu suður. Baldur neyddist því til að velja sér léttari vinnu og fékkst við bensínafgreiðslu og lagerstörf fyrstu árin í Reykjavík.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans: Pétur Jónasson 6. mars 1880 - 31. maí 1943. Með foreldrum á Halldórsstöðum í fyrstu. Fluttist til Akureyrar um 1910 og gerðist þar verslunarmaður. Framkvæmdastjóri á Hjalteyri lengst af 1915-43. Verkstjóri í Péturshúsi á Hjalteyri, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930 og Valrós Baldvinsdóttir 22.8.1887 - 20.12.1958. Ólst upp með móður sinn og að talsverðu leyti á Akureyri. Var þar með henni 1901. Húsfreyja á Hjalteyri um árabil. Húsfreyja í Péturshúsi á Hjalteyri, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Ásgarði, Hjalteyri. Valrós var Þingeyingur í báðar ættir, dóttir Jóhönnu Finnbogadóttur, sem síðar bjó á Akureyri, og Baldvins Bergvinssonar Bárðdals kennara. Pétur var sonur Þuríðar Pétursdóttur frá Oddsstöðum á Sléttu, sonardóttur Jakobs Péturssonar umboðsmanns á Breiðamýri, og Jónasar Jónssonar sem var ættaður úr Skagafirði, sonarsonur Eiríks Eiríkssonar á Ábæ í Austurdal. Þau Þuríður og Jónas bjuggu á Halldórsstöðum í Reykjadal.

Baldur kvæntist sumarið 1942 sinni ágætu eiginkonu, Sveinbjörgu Hansdóttur Wíum frá Sandgerði. Bjuggu þau fallegu heimili á Hjalteyri meðan þar var við eitthvað að vera. En 1968 fluttust þau alfarin til Reykjavíkur. Þá var öll síld horfin úr sjónum, verksmiðjan verkefnalaus og vart útlit fyrir annað en Hjalteyri legðist í eyði. Raunar hafði þá marga undanfarna vetur verið þar atvinnuleysi því að Eyjafjörður innan Hríseyjar var einnig orðinn hálftæmdur að fiski. Baldur varð því að leita sér vinnu annað að vetrinum, var stundum á togara en stundum í fiskvinnslu á suðvesturhorninu. Taldi hann slíkt ekki eftir sér því að maðurinn var harðduglegur og kunni ekki að hlífa sér, en hugði víst minna að eigin heilsufari, og tók það að hefna sín illa um þær mundir sem þau fluttu suður. Baldur neyddist því til að velja sér léttari vinnu og fékkst við bensínafgreiðslu og lagerstörf fyrstu árin í Reykjavík.

Þau Sveinbjörg og Baldur eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Þau eru:
1) Petra Baldursdóttir 12.1.1943. húsfreyja, Reykjavík, gift Jóni R. Ragnarssyni forstjóra
Vantar neðan á minningargrein

General context

Relationships area

Related entity

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1933-1935

Description of relationship

nemandi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH08758

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.8.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places