Páll jökull Pálsson (1848-1912) Brunnum í Suðursveit ov

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Páll jökull Pálsson (1848-1912) Brunnum í Suðursveit ov

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

17.8.1848 - 21.7.1912

History

Páll „jökull“ Pálsson 17.8.1848 - 21.7.1912. Var á Keldunúpi, Kirkjubæjarklaustursókn, V-Skaft. 1850. Var í Kálfafelli, Kálfafellssókn, V-Skaft. 1860. Ekkill í Hlíð, Austur-Eyjafjallahr., Rang. 1910, skráður til heimilis að Vík í Mýrdal. Bóndi á Brunnum í Suðursveit, Hraunkoti í Lónum og á Skálafelli í Borgarhafnarhr., A-Skaft. 1880, síðar á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Barnakennari Vestmannaeyjum 1873-1874. Fyrstur íslendinga að ganga yfir Vatnajökul 1875.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Pálsfell í Vatnajökli, hánorður frá bænum Kálfafelli 1.335 m hátt er kennt við hann

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Páll Pálsson 1. ágúst 1824 - 28. feb. 1895. Snikkaralærlingur í Reykjavík 1845. Bóndi og snikkari í Hörgsdal. Snikkari á Prestbakka, Prestbakkasókn, V-Skaft. 1880 og kona hans 29.7.1848; Guðrún Guðjónsdóttir 16.2.1816 - 8.10.1902. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja í Hörgsdal á Síðu um 1855-59. Húskona í Kristjánsbæ, Reykjavík 2, Gull. 1870. Var í Péturs Sigurðss. húsi, Reykjavíkursókn, Gull. 1901. Ekkja 1895. Alsystir Péturs Guðjónsens tónlistarmanns, söngkennara og svo organleikara við dómkirkjuna í Reykjavík
Barnsmóðir Páls 9.6.1867; Ingibjörg Ingimundardóttir 29.4.1842 - 6.2.1885. Var í Staðarholti, Langholtssókn, V-Skaft. 1845. Húskona og vinnukona víða í V-Skaft. Vinnukona í Efri-Ey í Meðallandi, V-Skaft. 1881-82. Í vetrardvöl í Hrólfsskála.

Systir hans;
1) Guðlaug Pálsdóttir 15.9.1849 - 10.3.1933. Húsfreyja í Hrólfsskála , Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi.
Bróðir samfeðra;
2) Páll Pálsson 9.6.1867 - 31.10.1912. Húsbóndi í Hlíð, Eyvindarhólasókn, Rang. 1901. Var í Hlíð, Austur-Eyjafjallahr., Rang. 1910. Bóndi í Hlíð, A-Eyjafjallahr., Rang. Kona hans 26.10.1891; Geirlaug Jónsdóttir 7.10.1851 - 25.6.1934. Var í Hlíð, Steinasókn, Rang. 1860, 1901 og 1910.

Kona hans 18.9.1876; Anna Ingibjörg Sigbjörnsdóttir 29.12.1856 - 25.11.1897. Var í Sandfelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1860. Húsfreyja á Brunnum í Suðrusveit, í Hraunkoti í Lóni og á Skálafelli í Borgarhafnarhr., A-Skaft.

Börn þeirra;

  1. Guðrún Friðrikka, sem giftist Sigmundi Jónssyni Long trésmið í Vestmannaeyjum. Þau skildu. Eftir það dvaldist Guðrún Pálsdóttir um árabil austur á Nesi í Norðfirði og mun hafa andast þar 13. maí 1916.
    2) Sigbjörn Pálsson 15.12.1878. Var í Skálafelli, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1880.
    3) Einar Árni Páll Pálsson 9.4.1880 -9.7.1899. Var á Brunnahjáleigu, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1880.
    4) Guðlaug Sigríður, fædd 19. október 1885. Húsfreyja í Reykjavík. Lézt 1945.
    5) Júlíus, fæddur 29. nóvember 1886, búfræðingur að menntun og bóndi á Karlsstöðum í Arnarfirði og síðar í Austmannsdal í sömu sveit, að mér er tjáð.
  2. Lára Magnea, fædd 2. nóvember 1892, húsfreyja í Reykjavík, giftist Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara.
    Tvö börn hjónanna létust kornbörn.
    Árið 1902 eignaðist Páll jökulfari son með Guðlaugu Ólafsdóttur vinnukonu á Heiði í Mýrdal. Það var;
    7) Páll Pálsson hinn kunni myndar- og merkisbóndi að Litlu-Heiði í Mýrdal.

General context

Frú Ingunn Jónsdóttir (1855-1947) frá Kornsá sat brúðkaup þetta og fer nokkrum orðum um það í bók sinni Gömul kynni. „Gleðskapur var þar mikill og óspart veitt áfengi. En hvernig sem reynt var að skemmta sér, fannst mér og sumum öðrum þetta vera átakanlegur sorgarleikur. Brúðurin var tæplega komin af barnsaldri og var þó enn meira barn að lífsreynslu og grunaði minna en marga aðra, hvaða kjör biðu hennar. Auðséð var, að hún bar ótakmarkaða ást og traust til bóndans, en það datt víst engum öðrum í hug, að hann yrði nokkru sinni nákvæmur eða umhyggjusamur heimilisfaðir, enda var síðar sagt, að hún hefði orðið fullsödd lífdaganna í sambúðinni við hann.“ Þetta voru orð frú Ingunnar eftir bók hennar, er ég nefndi. Forleikur harmleiks settur á svið! Og ástæðan? - Páll barnakennari hafði þegar leyft snáki ógæfunnar að hringa sig á botni lífsbikarsins: Hann var þegar orðinn áfengisneytandi, þræll áfengisnautnarinnar, þessi dugmikli og gáfaði maður. Þetta vissu og skildu brúðkaupsgestirnir, og þess vegna bauð þeim í grun.

Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá skrifar einnig: ,,Hann kom ævinlega á nótt eða degi eins og hvirfilvindur. Maður vissi varla af honum fyrr en hann var kominn inn í baðstofu, hlæjandi og syngjandi, - masandi. Frá mörgu kunni hann að segja, því að víða hafði hann farið og þekkti fólk um land allt og sagði oft fjörlega frá, en eins og fleiri ættmönnum hans hafði honum hlotnazt meira af gervileik en gæfu.“ Frú Ingunn dvaldist á ungum árum í Suðursveit og þar kynntist hún þessum háttum Páls jökulfara.

Relationships area

Related entity

Svíagígur í Vatnajökli (1919 -)

Identifier of related entity

HAH00516

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1874-1875

Description of relationship

Var einn af fyrstu Íslendingum að fara yfir jökulinn 1874-1875

Related entity

Ingunn Jónsdóttir (1855-1947) Kornsá, frá Melum í Hrútafirði (30.7.1855 - 7.8.1947)

Identifier of related entity

HAH06527

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ingunn Jónsdóttir (1855-1947) Kornsá, frá Melum í Hrútafirði

is the friend of

Páll jökull Pálsson (1848-1912) Brunnum í Suðursveit ov

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH06171

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.2.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places