Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

22.8.1863 - 10.2.1927

History

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir 22. ágúst 1863 [18.8.1894] - 1924 [10.2.1927 skv minningagrein]. Var á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870 og 1880. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fluttust þau vestur um haf árið 1900, til Hamilton N. D., þar sem þau bjuggu eitt ár. Þaðan fluttust þau til Point Roberts, Wash.; þar námu þau land, hvar þau bjuggu út allan sinn samvistartíma. Húsfreyja í Point Roberts, Bandaríkjunum. Átti að auki tvo syni: Guðmund Ingibjart og Agnar Braga. Báðir fæddir í Vesturheimi.

Var Ögn uppalin hjá foreldrum sínum þangað til hún missti móður sína að Sauðanesi árið 1890. Tók hún þá við húsfreyjustöðu heimilisins fyrír föður sinn, þá' 25 ára gömul, sem var vanda söm og ábyrgðarmikil staða, þar sem sex börn voru í heimili, fyrir utan fleira og færra vinnufólk. Á heimilinu voru það 4 alsystkini hennar, ein hálfsystir og ein fóst ursystir. Og þar sem ögn var ekki sterk að heilsu, þótti alveg dásamlegt hversu vel henni tókst að leysa starf sitt af hendi, og engum hefði betur getað tekist að ganga barnahópnum í móðurstað, því meiri umhyggju og betri stjórn hefði engin móðir gétað sýnt sínum eigin börnum; einlæg ást hennar og umhyggja var því alveg jöfn til litlu hálfsysturinnar og föðurlausu litlu stúlkunnar, sem til hennar eigin alsystkina.
Hún lést í Seattle 10.2.1927 og jarðsett þann 15.

Places

Legal status

Ögn var kona einkennileg að mörgu leyti. Var hún að upplagi gáfuð, en naut lítillar menntunar; hafði hún mjög gott vit á Ijóða gerð, og kunni afarmikið af ljóðum, og mátti heita stálminnug á þau. Að skapferli var hún hreinlynd og einlæg, oft gamansöm í orðum, hafði til að vera ofurlítið hæðin og meinfyndin, og orðhnittin í sinn hóp. — Hún var afarhjálpsöm og gjöful og brjóstgóð við allt og alla, sem hún hélt að eitthvað ættu bágt, og langaði helzt til allra böl að bæta; nutu því oft menn og málleysingjar hennar umönnunar. Þarf því varla að taka það fram, að hún var framúrskarandi umhyggjusöm ög indæl móðir. Ögn var lítil kona vexti; þótti fríð að andlitsfalli, með blá, stór og skær augu, stórt, hátt og höfðinglegt enni, frekar stórt nef en smáfen munn og netta höku; með afarmikið gulbjart hár, áður en hinn hærri aldur setti sitt fjármark á það. Alla æfi sína var hún heilsutæp, en bar sín veikindi oftmeð undra þolinmæði. Ögn var ákveðin trúkona, og sýna Ijóð hennar það glöggt. Samt gat hún ekki fylgst með hinni úreltu orþódoxtrú. Hún hafði sterka guðstrú og skoðaði drottinn svo góð an og fullkominn, að henni var ekki mögulegt að samþýðast útsknfunar- og helvítiskenningunni; trúði hún á meiri kærleik guðs til mannanna en útskúfunarkenningin leyfir að gera. Ekki mun hún hafa tilheyrt neinum söfnuði í þessu landi; taldi sig of vantrúaða til þess, þar sem hún hafði þá aldrei tækifæri að geta tilheyrt Únítarakirkjufélagsskap. Eftir því sem eg bezt vissi, mun það hafa verið næst hennar sann færingu, eins og afarmargra Islendinga, er láta skynsemi og einlægni við sjálfa sig og aðra ráða fyrir fortölum eða blindu fylgi annara.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Mín sárþreytta móðir, ef sé ég þig gráta
særist minn hugur af hrygð djúpt úr máta ,
Ég geti þá ei annað en grátið sárt með þér
gefið þér armana - vafið þig að mér.
Ó, höfðina þínu að hjarta þíns Munda
hallaðu ljúft, og svo láttu þig blunda.

Og láttu þig dreyma um drengina þína,
sem dáðir og trygð alla vilja þér sýna.
Alt fyrir þig gjöra er gleðja þig megi,
þín glaðbirta kjörin á lífstíðar vegi.
Elskaða mamma huggi þitt hjarta
himneska náðin með lífgeisla bjarta.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Guðmundur Frímann Gunnarsson 1. ágúst 1839 - 12. mars 1912 Var í Tungu í Tjarnarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Bóndi á Refsteinsstöðum og síðar á Hnjúkum. Bóndi á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1873 og 1880. Húsbóndi á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Húsbóndi í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Skv. Æ.A-Hún. var Guðmundur af sumum talinn launsonur Guðmundar Ketilsonar, f.1792, d.24.6.1859, bónda og skálds á Illugastöðum á Vatnsnesi og kona hans 5.10.1862; Ingibjörg Árnadóttir 4. júní 1838 - 20. okt. 1890. Var í Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn 1873 og 1880
M2 3.7.1896; Björg Jónsdóttir 21. júlí 1844 Húsfreyja á Hnjúkum, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bróðir hennar var Kr1stófer (1857-1942) í Köldukinn.
Barnsmóðir Guðmundar Frímanns 23.7.1879; Mildiríður Jónsdóttir 14. jan. 1846. Var á Sauðdalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1860. Vinnukona á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnukona á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Vinnukona á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Hjú í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901.

Systkini hennar;
1) Sigurður Tryggvi Guðmundsson 27. jan. 1868. Búsettur í San Fransisco, fór til Vesturheims 1887 frá Refsteinsstöðum, Þorkelshólshreppi, Hún. Það sorglega slys vildi til tveim dögum fyrir jarðarfarardag Gunnars, að Sigurður var lagður á stað til þess að vera við jarðarför bróður síns, varð fyrir bílslysi er hann beið bana af tvemur dögum síðar.
2) Gunnar Júlíus Guðmundsson 25. júlí 1869 -20.9.1928. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Sauðanesi. Fór til Vesturheims 1894 frá Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, Hún. Los Angeles Kaliforníu. Kona Gunnars; Ingibjörg Guðmundsdóttir 20. júní 1868 Var í Kollugerði, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Tökustúlka á Gafli, Auðkúlusókn, Hún. 1880. Ljósmóðir. Fór til Vesturheims 1894 frá Hæl, Torfalækjarhreppi, Hún.
3) Ingimundur Leví Guðmundsson 15. sept. 1870 - 30. des. 1905. Var á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fluttist til Vesturheims.
4) Agnar Bragi Guðmundsson 10. október 1875 - 2. desember 1953 Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Var í Hnjúkum, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Hnjúkum á Ásum, A-Hún. Bóndi á Fremstagili skv. Æ.A-Hún. Kona hans 25.1.1898; Guðrún Sigurðardóttir 18. maí 1878 - 23. febrúar 1947 Húsfreyja á Hnjúkum á Ásum, A-Hún. Húsfreyja á Fremstagili skv. Æ.A-Hún. Húsfreyja á Blöndubakka, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930.
5) Magdalena Guðmundsdóttir 1. sept. 1878 - 16. nóv. 1883. Hjá foreldrum á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880.
6) Kristín Árný Guðmundsdóttir 31. des. 1879. Var á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún.
Samfeðra:
7) Jónína Guðmundsdóttir 23. júlí 1879. Var á Refsteinsstöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Var á Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Fór til Vesturheims 1900 frá Mársstöðum, Sveinsstaðahreppi, Hún.

Maður hennar 1897; Magnús Magnússon 15.10.1875. Fór til Vesturheims 1900 frá Sauðárkróki í Sauðárhr., Skag. Bóndi í Point Roberts, Bandaríkjunum.

Synir þeirra;
1) Sigurður Tryggvi Magnússon 5.10.1897 um 1975, tannlæknir í Seattle, Fór til Vesturheims 1899 frá Sauðárkróki í Sauðárhr., Skag. Hermaður í bandaríska hernum í fyrri heimsstyrjöld. Læknir í Portland, Oregon, Bandaríkjunum.
2) Guðmundur Frímann Magnússon, bifreiðakaupmaður í Seattle,
3) Agnar Magnússon, stúdent á háskólanum í Seattle, Wash 1927.

General context

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd að Sauðadalsá á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, dóttir Guðmundar Frímanns Gunnarssonar og konu hans Ingibjargar Árnadóttur; bjuggu þau hjón lengst af búskapar tíð sinni á Refsteinsstöðum í Víðidal í sömu sýslu. Var Guðmundur sá sonur Gunnars og Magdalenu á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi, missti hann föður sinn á unga aldri, en móðir hans giftist aftur; hét seinni maður hennar Sigurður. Eignuðust þau mörg börn. Meðal þeirra var skáldkonan fræga Ólöf frá Hlöðum. Af þeim systkinum fluttust til Vesturheims: Job, að Upham, og Jóhann, að Eyford, N. D., og Kristín Johnson, móðir Skúla Johnson prófessors í Winnipeg. — En foreldrar Ingibjargar konu Guðmundar voru Árni og Ingibjörg, ættuð af Vatnsnesi og bjuggu þar. Sem fyr segir, bjuggu þau Guðmundur og Ingibjörg lengst af á Refsteinsstöðum, þó síðar á Brekku í Húnaþingi og seinast á Sauðanesi í sömu sýslu. Var Ögn uppalin hjá foreldrum sínum þangað til hún missti móður sína að Sauðanesi árið 1890. Tók hún þá við húsfreyjustöðu heimilisins fyrír föður sinn, þá' 25 ára gömul, sem var vanda söm og ábyrgðarmikil staða, þar sem sex börn voru í heimili, fyrir utan fleira og færra vinnufólk. Á heimilinu voru það 4 alsystkini hennar, ein hálfsystir og ein fóst ursystir. Og þar sem ögn var ekki sterk að heilsu, þótti alveg dásamlegt hversu vel henni tókst að leysa starf sitt af hendi, og engum hefði betur getað tekist að ganga barnahópnum í móðurstað, því meiri umhyggju og betri stjórn hefði engin móðir gétað sýnt sínum eigin börnum; einlæg ást hennar og umhyggja var því alveg jöfn til litlu hálfsysturinnar og föðurlausu litlu stúlkunnar, sem til hennar eigin alsystkina.
Snemma varð Ögn foreldrum sínum samtaka að rausn og höfðingsskap við gesti og gangandi. Varð því engin breyting á því á Sauðanesi, þá er Ögn tók við húsmóðurstörfum. Þangað komu margir; bæði var bærinn í þjóðbraut, og allir voru velkomnir og öllum veittur hinn bezti beini. Tókst þeim feðginum líka mörgum betur að gera vetrarkvöldin skemtileg fyrir gesti sína, því bæði voru þau Ijóðmælt og mætum gáfum gædd. Systkini Agnar, sem til fullorðins ára lifðu, voru (talin eftir aldri): Sigurður Tryggvi, ógiftur, býr í San Francisco; Gunn ar Júlíus, giftur, býr í Los Angeles;-Ingimundur Leví, giftur og dó að Akra, N. D., fyrir kringum 20 árum síðan; Agnar Bragi, giftur á íslandi; Jónína, gift og dó fyrir ári síðan í Chicago; Kristín Árný, gift kona í Chicago; fóstursystir Oddrún, gift kona í Seattle, kona Ólafs Bjarnasonar þar. Sem fyr segir, var Ögn fædd að Sauðadalsá 18. ágúst 1864.

Giftist hún á íslandi árið 1897, Magnúsi Magnússyni ættuðum úr Árnessýslu. Fluttust þau vestur um haf árið 1900, til Hamilton N. D., , þar sem þau bjuggu eitt ár. Þaðan fluttust þau til Point Roberts, Wash.; þar námu þau land, hvar þau bjuggu út allan sinn samvistartíma'. — Eignuðust þau hjón þrjá sonu, sem allir lifa og syrgja sína heitt elskuðu móður. Þeir eru: Sigurður Tryggvi, tannlæknir í Seattle; Guðmundur Frímann, bifreiðakaupmaður í Seattle, og Agnar, stúdent á háskólanum í Seattle, Wash.; allt myndarmenn og gervilegir.
Ögn var kona einkennileg að mörgu leyti. Var hún að upplagi gáfuð, en naut lítillar menntunar; hafði hún mjög gott vit á Ijóða gerð, og kunni afarmikið af ljóðum, og mátti heita stálminnug á þau. Að skapferli var hún hreinlynd og einlæg, oft gamansöm í orðum, hafði til að vera ofurlítið hæðin og meinfyndin, og orðhnittin í sinn hóp. — Hún var afarhjálpsöm og gjöful og brjóstgóð við allt og alla, sem hún hélt að eitthvað ættu bágt, og langaði helzt til allra böl að bæta; nutu því oft menn og málleysingjar hennar umönnunar. Þarf því varla að taka það fram, að hún var framúrskarandi umhyggjusöm ög indæl móðir. Ögn var lítil kona vexti; þótti fríð að andlitsfalli, með blá, stór og skær augu, stórt, hátt og höfðinglegt enni, frekar stórt nef en smáfen munn og netta höku; með afarmikið gulbjart hár, áður en hinn hærri aldur setti sitt fjármark á það. Alla æfi sína var hún heilsutæp, en bar sín veikindi oftmeð undra þolinmæði. Ögn var ákveðin trúkona, og sýna Ijóð hennar það glöggt. Samt gat hún ekki fylgst með hinni úreltu orþódoxtrú. Hún hafði sterka guðstrú og skoðaði drottinn svo góð an og fullkominn, að henni var ekki mögulegt að samþýðast útsknfunar- og helvítiskenningunni; trúði hún á meiri kærleik guðs til mannanna en útskúfunarkenningin leyfir að gera. Ekki mun hún hafa tilheyrt neinum söfnuði í þessu landi; taldi sig of vantrúaða til þess, þar sem hún hafði þá aldrei tækifæri að geta tilheyrt Únítarakirkjufélagsskap. Eftir því sem eg bezt vissi, mun það hafa verið næst hennar sann færingu, eins og afarmargra Islendinga, er láta skynsemi og einlægni við sjálfa sig og aðra ráða fyrir fortölum eða blindu fylgi annara.

Þann 16. janúar 1927 fluttist Ögn frá Point Roberts til Seattle. Skömmu síðar veiktist yngsti sonur hennar, og stundaði hún hann og hjúkraði honum, þar til hún sjálf veikfist af samskonar veiki, "flú". Var hún sjálf veik í 9 daga, þar til hún fékk sína síðustu hvíld þann 10. febr. 1927 og var jarðsungin í Seattle 5 dögum síðar. Ögn var orðin þreytt að lifa; voru veikindi og önnur óhöpp eðlileg orsök þess. Hefir hvíldin orðið henni dýrmæt stund og breytin."in henni velkomin. Mun hennar hreina og einlæga minning íifa lengi hjá þeim, sem þekktu hana bezt.

Relationships area

Related entity

Point Roberts, Whatcom, Washington, USA (15.6.1846 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1901-1927

Description of relationship

húsfreyja og landnemi þar

Related entity

Sauðadalsá - Sauðá á Vatnsnesi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00594

Category of relationship

associative

Dates of relationship

18.8.1894

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Refsteinsstaðir í Víðidal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00903

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

barn þar 1870 og 1880

Related entity

Guðmundur Frímann Gunnarsson (1839-1912) Hnjúkum ov (1.8.1839 - 12.3.1912)

Identifier of related entity

HAH04011

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Frímann Gunnarsson (1839-1912) Hnjúkum ov

is the parent of

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Dates of relationship

18.8.1894

Description of relationship

Related entity

Agnar Bragi Guðmundsson (1875-1953) Fremstagili ov (10.10.1875 - 2.12.1953)

Identifier of related entity

HAH02250

Category of relationship

family

Type of relationship

Agnar Bragi Guðmundsson (1875-1953) Fremstagili ov

is the sibling of

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Dates of relationship

10.10.1875

Description of relationship

Related entity

Gunnar Guðmundsson (1869-1928) Sauðanesi (25.7.1869 - 20.9.1928)

Identifier of related entity

HAH04525

Category of relationship

family

Type of relationship

Gunnar Guðmundsson (1869-1928) Sauðanesi

is the sibling of

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Dates of relationship

25.7.1869

Description of relationship

Related entity

Sauðanes á Ásum ((1450))

Identifier of related entity

HAH00563

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sauðanes á Ásum

is controlled by

Ögn Ingibjörg Guðmundsdóttir (1863-1927) Point Roberts USA frá Sauðanesi

Dates of relationship

1890-1900

Description of relationship

Ráðskona hjá föður sínum frá 1890 - 1900

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07539

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsinga er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 31.1.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places