Þorsteinn Elías Kristinsson (1928-2017) kennari Keflavík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorsteinn Elías Kristinsson (1928-2017) kennari Keflavík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

20.9.1928 - 5.2.2017

History

Þorsteinn fæddist í Gerðum III, Gerðahreppi, 20. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017.
Útför Þorsteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 14. febrúar 2017, kl. 11.

Places

Legal status

Að loknu grunnskólanámi stundaði hann nám í Reykjaskóla.
Hann tók minna stýrimannaprófið og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1955. Síðar bætti hann við sig auknum skipstjórnarréttindum.

Functions, occupations and activities

Kennari í Keflavík og stundaði jafnframt sjómennsku.
Hann kenndi við Barnaskólann í Keflavík til ársins 1973 þegar hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Hann kenndi þar samfellt til ársins 1997 að undanskildum vetrinum 1978-1979 þegar hann stundaði nám í Kaupmannahöfn.
Þorsteinn stundaði sjómennsku á sumrin meðfram kennslunni um árabil og sjómennskan átti alltaf sterk ítök í honum.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Kristinn Ársæll Árnason, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 7.4. 1905, d. 9.8. 1987, og Kristín Eyjólfsdóttir, húsfreyja, f. 8.7. 1900, d. 6.3. 1966.

Systkini Þorsteins eru;
1) Eyjólfur Árni Kristinsson, f. 30.1. 1927, d. 8.2. 2014. Var í Gerðum III, Útskálasókn, Gull. 1930. Skipstjóri og síðar vörubílstjóri í Keflavík, síðast bús. í Hafnarfirði.
2) Guðrún Alda Kristinsdóttir, f. 6.1. 1937.

Kona hans 1953; Helga Guðbjörg Þorkelsdóttir, f. 31.10. 1929 - 26.4.2018. Húsfreyja og fiskverkakona í Keflavík. Síðast bús. í Reykjanesbæ.
Þau eignuðust þrjú börn, þau eru:
1) Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, f. 12.11. 1956, hann er kvæntur Þorfinnu Lydiu Jósafatsdóttur, börn þeirra eru: a) Helga Elísa Þorkelsdóttir, f. 8.4. 1983, gift Bjarna Þór Bjarnasyni. Þau eiga þrjú börn, þau Alexander Aron, f. 29.11. 2010, Elenóru Ósk f. 18.8. 2012, og Auðun Eðvald, f. 17.6. 2016. b) Margrét Silja Þorkelsdóttir, gift Ragnari Níels Steinssyni. Þau eiga þrjú börn, þau Dag Vilhelm, f. 12.6. 2008, Arnór Val, f. 21.12. 2009, og Lydiu Björk, f. 5.3. 2012. c) Ingvi Aron Þorkelsson, f. 22.4. 1990, búsettur í Svíþjóð, í sambúð með Anetu Kiankovu.
2) Kristinn Ársæll Þorsteinsson, f. 2.12. 1957, ókvæntur og barnlaus.
3) Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 29.12. 1961, gift Gísla Willardssyni. Þau eiga tvo syni, þá Davíð Þór, f. 29.6. 1988, og Elías Orra, f. 6.8. 1995.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07559

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 7.3.2021

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places