Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Þorsteinn Elías Kristinsson (1928-2017) kennari Keflavík
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.9.1928 - 5.2.2017
Saga
Þorsteinn fæddist í Gerðum III, Gerðahreppi, 20. september 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017.
Útför Þorsteins fór fram frá Keflavíkurkirkju 14. febrúar 2017, kl. 11.
Staðir
Réttindi
Að loknu grunnskólanámi stundaði hann nám í Reykjaskóla.
Hann tók minna stýrimannaprófið og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1955. Síðar bætti hann við sig auknum skipstjórnarréttindum.
Starfssvið
Kennari í Keflavík og stundaði jafnframt sjómennsku.
Hann kenndi við Barnaskólann í Keflavík til ársins 1973 þegar hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Hann kenndi þar samfellt til ársins 1997 að undanskildum vetrinum 1978-1979 þegar hann stundaði nám í Kaupmannahöfn.
Þorsteinn stundaði sjómennsku á sumrin meðfram kennslunni um árabil og sjómennskan átti alltaf sterk ítök í honum.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Kristinn Ársæll Árnason, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 7.4. 1905, d. 9.8. 1987, og Kristín Eyjólfsdóttir, húsfreyja, f. 8.7. 1900, d. 6.3. 1966.
Systkini Þorsteins eru;
1) Eyjólfur Árni Kristinsson, f. 30.1. 1927, d. 8.2. 2014. Var í Gerðum III, Útskálasókn, Gull. 1930. Skipstjóri og síðar vörubílstjóri í Keflavík, síðast bús. í Hafnarfirði.
2) Guðrún Alda Kristinsdóttir, f. 6.1. 1937.
Kona hans 1953; Helga Guðbjörg Þorkelsdóttir, f. 31.10. 1929 - 26.4.2018. Húsfreyja og fiskverkakona í Keflavík. Síðast bús. í Reykjanesbæ.
Þau eignuðust þrjú börn, þau eru:
1) Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, f. 12.11. 1956, hann er kvæntur Þorfinnu Lydiu Jósafatsdóttur, börn þeirra eru: a) Helga Elísa Þorkelsdóttir, f. 8.4. 1983, gift Bjarna Þór Bjarnasyni. Þau eiga þrjú börn, þau Alexander Aron, f. 29.11. 2010, Elenóru Ósk f. 18.8. 2012, og Auðun Eðvald, f. 17.6. 2016. b) Margrét Silja Þorkelsdóttir, gift Ragnari Níels Steinssyni. Þau eiga þrjú börn, þau Dag Vilhelm, f. 12.6. 2008, Arnór Val, f. 21.12. 2009, og Lydiu Björk, f. 5.3. 2012. c) Ingvi Aron Þorkelsson, f. 22.4. 1990, búsettur í Svíþjóð, í sambúð með Anetu Kiankovu.
2) Kristinn Ársæll Þorsteinsson, f. 2.12. 1957, ókvæntur og barnlaus.
3) Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 29.12. 1961, gift Gísla Willardssyni. Þau eiga tvo syni, þá Davíð Þór, f. 29.6. 1988, og Elías Orra, f. 6.8. 1995.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 7.3.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 7.3.2021
Mbl 14.2.2017. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1629005/?item_num=1&searchid=b729b8334bcb3f5e796f973939cbc0918b20d46b