Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni
Parallel form(s) of name
- Þórir Hólm Sigvaldason (1925-1992)
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
- jan. 1925 - 11. júní 1992
History
Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir
Places
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
MÞ 26.09.2023