Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Parallel form(s) of name
- Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
2.4.1882 - 11.12.1956
History
Þorsteinn Einarsson 2.4.1882 - 11.12.1956. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði 1920. Tannstaðabakka 1910
Th Einarsson ljósmyndari Tannstaðabakka.
ÞANN 20. desember 1956., var jarðsettur að Stað í Hrútafirði. merkisbóndinn Þorsteinn Einarsson, fyrrum bóndi að Reykjum. Hann lézt í sjúkrahúsí í Reykjavík, eftir langa vanheilsu.
Þorsteinn var fæddur að Tannstaðabakka í Hrútafirði 2. apríl 1882, sonur Einars Skúlasonar gullsmiðs og bónda þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi og gerðu garðinn frægan. Hann ólst upp á Tannstaðabakka í fjölmennum systkinahópi, og naut í æsku betri menntunar í heimahúsum en almennt gerðist á þeim tíma.
Places
Legal status
Um aldamótin síðustu fer hann að heiman og lærir ljósmyndasmíði á Akureyri, og mun á þeim árum hafa notað tímann til að afla sér meiri almennrar menntunar. Ekki stundaði Þorsteinn lengi ljósmyndagerð, því árið 1907, byrjar hann búskap á Tannstaða bakka á hálfri jörðinni, á móti Jóni bróður sínum.
Functions, occupations and activities
Ljósmyndari Tannstaðabakka um 1902 - 1907
Mandates/sources of authority
Þorsteinn var prýðilega greindur og mjög vel starfhæfur, enda kom það sér vel, því fljótt tók hann mikinn þátt í opinberum málum fyrir sveit sína og sýslu.
Árið 1916 var hann kosinn í hreppsnefnd Staðarhrepps og átti þar sæti til 1937, nema árin 1922 —25, var hann jafnan oddviti nefndarinnar, sýslunefndarmaður nokkurt skeið, skattanefndarmaður frá 1921, þar til heilsa hans bilaði. Öll störf, sem honum voru falin, vann hann að með alúð, og frágangur á öllu frá hans hendi, var með hinni mestu prýði.
Þorsteinn var einn af hvatamónnum þess, að héraðsskólinn var reistur að Reykjum. Átti hann á þeim árum sæti í sýslunefnd V.-Hún., var hann kjörinn í fyrstu skólanefnd Reykjaskóla og átti þar sæti meðan kraftar leyfðu, vann margt skólanum í hag, m. a. gáfu þau hjón skólanum landspildu, sem fyrirhugað var að nota til að rækta þar skóg, þótt lítið hafi orðið um framkvæmdir á því sviði ennþá. Ég hef stiklað á stóru um líf og störf vinar míns Þorsteins á Reykjum, margt fleira hefði mátt taka með. Aðalmarkmiðið með línum þessum er að færa honum þakkir fyrir margra ára samstarf að ýmsum málum, og þeim hjónum báðum þakka ég órofatryggð veitta mér og mínum. í guðs friði. Þ. B.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Einar Skúlason 21. október 1834 - 20. ágúst 1917. Gullsmiður. Bóndi á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Var á sama stað 1880 og kona hans; 1.10.1866; Guðrún Jónsdóttir 7. febrúar 1843 - 6. ágúst 1908 Var í Gjótu, Staðastaðarsókn, Snæf. 1845. Húsfreyja á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Var á sama stað 1880. Húsfreyja í Tannastaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1901.
Systkini hans;
1) Ingibjörg Einarsdóttir 1867 - 25. september 1936 Var á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Gullsmiður á Ísafirði. „Tók ekki próf en hún er fyrsta konan sem vitað er um að hafa lært og unnið við gullsmíði“ segir í Gullsm.
2) Magðalena Guðrún Einarsdóttir 10. ágúst 1868 - 11. október 1929 Var á Tannastaðarbakka, Staðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Svertingsstöðum og Hvammstanga. Maður hennar 20.7.1898; Guðmundur Sigurðsson 26. mars 1875 - 14. janúar 1923 Bóndi á Svertingsstöðum í Miðfirði, V-Hún. og síðar kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Giftingarár hans er rangt í ÍÆ. Sonur þeirra Skúli Guðmundsson (1900-1969) alþm, ráðherra og kfstj Hvammstanga.
3) Ketilríður Einarsdóttir 1. nóvember 1869 - 20. júní 1961 Veitingamaður á Hvammstanga 1930. Ketilríður og Ásgeir skildu þegar hann fór vestur um haf en hún varð eftir.
4) Valgerður Einarsdóttir 6. apríl 1873 - 16. júní 1948 Húsfreyja á Túngötu 12, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Hafnarfirði. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
5) Skúli Einarsson 10. ágúst 1875 - 13. júní 1913 Barn á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1880. Var á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1890. Bóndi á Reykjum, Staðarsókn í Hrútafirði, V-Hún. 1910.
6) Ólavía Einarsdóttir 1877 Var á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1880 og 1890.
7) Jón Einarsson 15. janúar 1879 - 6. október 1961 Var á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1910. Sennilega sá sem var á Tannstaðabakka, Staðarhr., V-Hún. 1957. Bóndi á Tannstaðabakka frá 1905 til æviloka. Söðlasmiður og gildur bóndi. Kona hans; Jóhanna Þórdís Jónsdóttir 3. maí 1881 - 5. ágúst 1957 Húsfreyja á Tannstaðabakka, Staðarsókn, Hún. 1910 og 1930.
Kona hans 27.8.1910; Guðrún Elínbjörg Jónsdóttir 30. mars 1886 - 21. apríl 1971. Var á Reykjum, Staðarhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Staðarhreppi.
Börn þeirra;
1) Jóhanna Petrea Þorsteinsdóttir 14.4.1911 - 8.9.1973. Síðast bús. í Reykjavík. Talsímastúlka á Blönduósi um1930. Maður hennar 5.8.1933; Helgi Konráðsson 24.11.1902 - 30.6.1959. Prestur í Otradal í Arnarfirði, Barð. 1828-1932. Prestur í Bíldudal 1930. Prestur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1932-1934. Prestur á Sauðárkróki. Kjörbarn: Ragnhildur, f.11.12.1937
2) Einar Gunnar Þorsteinsson 31.8.1915 - 5.1.1977. Var á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Reykjum í Hrútafirði, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. Síðast bús. í Staðarhreppi.
Kona hans; Ósk Ágústsdóttur frá Gröf á Vatnsnesi,
3) Guðbjörg Þorsteinsdóttir 12.9.1918 - 21.2.1968. Var á Reykjum í Staðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar Björn Jóhannesson
4) Sigurjón Þorsteinsson 31.7.1928 - 12.11.1983. Var á Reykjum, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Bílstjóri, síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Sigurbjörg Ágústsdóttir frá Gröf, systir konu Einars,
General context
Árið 1910, 27. ágúst, giftist Þorsteinn eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Skagafirði. Er Guðrún systir Sigurjóns forstjóra á Helgafelli, Seltjarnarnesi, fyrrum bankastjóra og alþingismanns á Ísafirði, er hún hin mesta rausnar kona og var manni sínum styrk stoð á lífsleiðinni. Vorið 1911 flytja þau hjón að Reykjúm og bjuggu þar meðan heilsa Þorsteins leyfði.
Reykir voru þá þjóðjörð, undanfarið höfðu verið tíð ábúenda skipti á jörðinni og henni því lítill sómi sýndur. Varð hann á fyrstu árum að endurbyggja bæinn, sem kominn var að falli, nokkru síðar fékk hann jörðina keypta og eftir það beitti hann allri orku sinni til að bæta hana og fegra. Árið 1926 byggði hann stórt og vandað íbúðarhús, auk þess byggði hann nokkuð af útihúsum, sléttaði tún og stækkaði, var það að sjálfsögðu miklu meiri erfiðleikum bundið heldur en nú er, á tímum hinna stórvirku véla.
Eins og þeir vita, sem kunnugir eru hér í Hrútafirði, eru Reykir í þjóðbraut, var þar því oft gestkvæmt, enda gott þar að koma, bæði hjónin samtaka um að taka vel á móti gestum. Minnist ég margra ánægjustunda er ég naut á heimili þeirra.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Þorsteinn Einarsson (1882-1956) ljósmyndari Tannstaðabakka
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 27.10.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði https://timarit.is/files/15798644