Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

Parallel form(s) of name

  • Valdimar Stefán Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.9.1889 - 15.1.1967

History

Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Voru foreldrar hans hjónin Sigurgeir Jónsson og Ólína Jónsdóttir, bæði skagfirðingar aðætt. Slitu þau samvistum og ólst Valdimar upp með móðursinni í Skagafirði.
Árið 1923 kvæntist hann Jóhönnu Magnúsdóttur, hinni mestu merkiskonu ættaðri úr Eyjafirði. Voru þau fyrstu árin í Skagafirði, en fluttust síðan í Austur-Húnavatnssýslu, fyrst að Selhaga síðan að Gunnfríðarstöðum, þar sem þau bjuggu í 15 ár og því næst að Smyrlabergi. Keypti hann jörðina Hamrakot og átti þar lögheimili um allmörg ár, enda þótt hann dsveldi þar ekki að staðaldri og væri mest á Blönduósi, þar sem hannátti síðan heima til æviloka.

Konu sína missti hann 1962 og höfðu þau eignast 3 börn. Misstu þau eina dóttur uppkomna, en hin sem lifa eru: Hólmsteinn, verkamaður á Blönduósi og Herdís, húsfreyja í Reykjavík.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH8844

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

MÞ 15.2.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði 17.11.2022
Íslendingabók
Húnavaka 8.árg. 1968 grein: Mannalát árið 1967

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places