Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Valdimar Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Valdimar Stefán Sigurgeirsson (1889-1967) Gunnfríðarstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.9.1889 - 15.1.1967
Saga
Bóndi á Brekku í Seyluhreppi, Selhaga á Skörðum og lengst á Gunnfríðarstöðum í Langadal. Var í Hamrakoti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
Valdimar Stefán Sigurgeirsson var fæddur að Miðsitju í Blönduhlíð í Skagafirði, 24. sept 1889. Valdimar var vinsæll maður, lundléttur og glaðvær, greiðasamur og góðlyndur. Hann var mikill skepnuvinur, einkum hafði hann yndi af hestum og þótti sérlega laginn tamningamaður. Hann var bókhneigður, minnugur og fróður um margt, sönghneigður og hafði lært að spila á orgel og mun hafa verið kirkjuorganisti í Skagafirði um skeið. Hann andaðist á héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Voru foreldrar hans hjónin Sigurgeir Jónsson og Ólína Jónsdóttir, bæði skagfirðingar aðætt. Slitu þau samvistum og ólst Valdimar upp með móðursinni í Skagafirði.
Árið 1923 kvæntist hann Jóhönnu Magnúsdóttur, hinni mestu merkiskonu ættaðri úr Eyjafirði. Voru þau fyrstu árin í Skagafirði, en fluttust síðan í Austur-Húnavatnssýslu, fyrst að Selhaga síðan að Gunnfríðarstöðum, þar sem þau bjuggu í 15 ár og því næst að Smyrlabergi. Keypti hann jörðina Hamrakot og átti þar lögheimili um allmörg ár, enda þótt hann dsveldi þar ekki að staðaldri og væri mest á Blönduósi, þar sem hannátti síðan heima til æviloka.
Konu sína missti hann 1962 og höfðu þau eignast 3 börn. Misstu þau eina dóttur uppkomna, en hin sem lifa eru: Hólmsteinn, verkamaður á Blönduósi og Herdís, húsfreyja í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
MÞ 15.2.2022
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 17.11.2022
Íslendingabók
Húnavaka 8.árg. 1968 grein: Mannalát árið 1967