Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum
Parallel form(s) of name
- Þórunn I. Baldvinsdóttir
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
28.09. 1879 - 30. 07. 1911
History
Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, Hún. 1901.
Þórunn Ingibjörg var fædd á Bollastöðum í Blöndudal, Au.-Húnavatnssýslu, 28. sept. 1879. — Foreldrar hennar voru hjónin Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, stjúpdóttir Guðmundar Gíslasonar, bónda á Bollastöðum. — Baldvin var hálfbróðir frú Guðlaugar, fyrri konu síra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, og voru þau því systkinabörn Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Þórunn. — Systur átti Þórunn tvær, og voru þær eldri, þær hjetu María og Guðlaug. — Allar voru þessar stúlkur gáfaðar og glæsilegar. — Baldvin fór til Ameríku, þegar hann skildi við konu sína, og báðar eldri dæturnar með honum. — Ingibjörg varð eftir á Bollastöðum með Þórunni, og þar ólst hún upp.
Um og eftir 1880 gengu harðindi mikil um Norðurland, og var þá erfitt að halda hita á smábörnum, þar sem hvergi var yl að fá nema við hlóðirnar í eldhúsunum. Gripu þá mæðurnar til ýmsra ráða til þess að halda lífinu í börnunum. Sumar ljetu einhverja vinnukonuna liggja í rúminu með börnin, aðrar flúðu í fjósið með þau og það gerði Ingibjörg, móðir Þórunnar, hún fór með hana í fjósið. — Þá var þessi vísa gerð: „Altaf gerast undur stór, alt frýs nema ijósið. Bollastaðabrúður fór barnið með í fjósið."
Snemma bar á óvenjulegum gáfum hjá Þórunni, hún var fluglæs 6 ára gömul og las þá húslestur. — Stuttu eftir að hún var fermd naut hún mikiliar mentunar, eftir því sem þá gerðist um stúlkur, lærði t. d. að spila á orgel um fermingaraldur heima á Bollastöðum hjá Pjetri Pjeturssyni, föðurbróður Pálma Hannessonar rektors, sem þar bjó, og giftur var Sigurbjörgu móðursystur Þórunnar. — Eftir það var hún við nám á Sauðárkróki hjá Herdísi, systur Pjeturs, er síðar giftist síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubiskup, og svo var hún í Kvennaskólanum á Ytriey og lauk þar prófi með hárri einkunn. — Veturinn 1899- 1900 var Þórunn húskennari hjá Jóhanni Möller, kaupmanni á Blönduósi. — Foreldrar mínir í Mjóadal fengu svo Þórunni fyrri hluta vetrar 1900 í tvo mánuði til að kenna okkur systrunum. — Við vorum þrjár, og þótti hagkvæmara að fá kennara heim á heimilið, en að koma okkur öllum í burtu. — Kennarakaupið var ekki hátt í þá daga. Þórunn tók 2 krónur á viku. — Hún var afburða góður kennari. — Hún hagaði kenslunni til eins og á Ytriey var gert, hafði bóklegu tímana á morgnana, en ljet okkur svo sauma frá kl. 12—4 á daginn. — Meðan við vorum að sauma, kendi hún okkur sönglög. — Við vorum allar sönghneigðar, og höfðum mikinn hug á að læra lög, en ekkert hljóðfæri var til á heimilinu, svo eina leiðin til þess að læra var sú, ef sá sem kunni lagið, vildi leggja það á sig að syngja það þangað til við lærðum það, og þetta gerði Þórunn, hún söng altaf meðan við vorum að sauma, og þegar við vorum búnar að læra lögin, þá söng hún milliröddina, til þess að vita, hve sterkar við vorum í laginu. — Þessa tvo mánuði, sem hún var, lærðum við 50 lög af henni.
Veturinn eftir var svo Þórunn aftur tvo mánuði eftir áramótin, og alt gekk til eins og fyrri veturinn, við lærðum hjá henni hannyrðir, hvítan og mislitan útsaum, eins og þá gerðist, og bókleg fög þau sömu og veturinn áður. — Á þessum tíma lærðum við önnur 50 lög, og svo vel kendi hún okkur öll þessi lög, að það var eins og hún hefði nóturnar fyrir framan sig, enda sá hún þær í sínum hugarheimi, meðan hún var að syngja þau. — Jeg hygg að þetta sje dæmafátt, ef ekki dæmalaust, að kennari leggi svona lagað á sig.
Þórunn fór til Danmerkur vorið 1902, og var ferðinni heitið til þess að fullkomna sig í orgelspili. — Ingibjörg, móðir Þórunnar, skrifaði Guðmundi Hannessyni, sem þá var læknir á Akureyri, og bað hann að skrifa einhverjum í Danmörku, sem hann þekti, og biðja þann hinn sama að leiðbeina Þórunni og aðstoða hana, ef hún þyrfti með — Guðmundur skrifaði Stefáni Stefánssyni, lækni í Aars á Jótlandi, syni Stefáns Daníelssonar í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur, sýslumanns Thorsteinssonar. — Stefán læknir bauð Þórunni til sín, þegar hún var í sumarfríi 1903, og hún þáði það góða boð, en það varð til þess að Þórunn trúlofaðist Stefáni og þau giftust 16. júní 1904. — Veturinn áður lærði Þórunn matreiðslu í Odense á Fjóni, og varð mjög fullkomin í því eins og í öllu öðru, sem hún lagði fyrir sig.
Þorbjörg systir mín fór til Danmerkur haustið 1907, til þess að leita sjer lækninga við brjóstveiki, sem hún fjekk upp úr kíghósta, þegar hún var 20 vikna gömul. — Systir mín fór fyrst til læknishjónanna í Aars og var hjá þeim fyrstu tvö árin. — Hjá Þórunni lærði hún matreiðslu og alt sem að húshaldi laut. Fjekk mikla æfingu í þeim störfum og gat tekið að sjer húshald fyrir fjölskyldu í Kaupmannahöfn í tvö ár, og hafði gott af því. Þetta var ágætt fólk, sem hjelt vináttu við systur mína meðan hún lifði. — Þórunn útvegaði systur minni kenslu í vefnaði hjá norskri konu, sem var mjög vel að sjer í þeirri grein. Ennfremur lærði hún að knipla, og gerði mikið að því eftir að hún kom heim, því það var eftirsótt vara og mikið keypt. — Systir mín sagði, að Þórunn hefði borið af öllum konum í Aars, bæði að glæsimensku og gáfum, hún var sjerstaklega vel gefin á öllum sviðum.
Ingibjörg, móðir Þórunnar, fór fljótlega til hennar eftir að hún giftist og dvaldi í Aars til æfiloka. — Á æskuárum Ingibjargar voru lögð fyrir hana spil, og henni var sagt, að hún mundi fara til útlanda. — Sagði þá einhver, sem viðstaddur var, að hún færi líklega til Ameríku. — „Nei, ekki fer hún þangað,“ sagði sá sem spilin lagði, enda kom það á daginn.
Þegar Sigurður bróðir minn var í háskólanum í Höfn, buðu læknishjónin í Aars honum að dvelja hjá sjer um tíma, þegar hann var í sumarfríi. Hann þáði það ágæta boð, og var mjög hrifinn, bæði af gáfum mæðgnanna, glæsimennsku Þórunnar og heimilinu yfir höfuð. — Þórunn var trygg og vinföst, skrifaðist á við vini sína hjer heima meðan hún lifði, og sendi okkur í Mjóadal oft smágjafir. — Hún var mjög hamingjusöm í sínu hjónabandi. — Einu sinni sagði hún í brjefi til móður minnar: „Mjer datt aldrei í hug, að jeg yrði eins hamingjusöm í mínu hjónabandi og jeg er, vegna harðlyndis míns og kaldlyndis." — Jeg held að þarna hafi hún ekki sagt satt um sjálfa sig, eða að hún hafi þá falið þessar lyndiseinkunnir sínar vel, og haft fullkomið vald yfir þeim, og lýsir það best gáfum hennar. — Aldrei urðum við systurnar varar við annað hjá henni en góðvild og mildi, hún var altaf glöð og góð við okkur, og eins var það meðan systir mín var hjá henni í Aars.
Börn læknishjónanna voru 3, sem upp komust: Ingibjörg er læknir, Guðrún skólakennari og Árni læknir. — Fjórða barn þeirra var stúlka, sem fæddist berklaveik, og dó fljótlega eftir að hún sá dagsins ljós. — Þórunn var þá búin að vera berklaveik um lengri tíma, bæði meðan hún gekk með barnið og áður. — Þegar hún sá, að hverju stefndi með heilsu sína, sagði hún: „Verði Guðs vilji, í blíðu og stríðu.“
Hún andaðist 30. júlí 1911. — Börn læknishjónanna voru öll ung, þegar móðir þeirra dó og Ingibjörg amma þeirra háöldruð. Þar var líka Stefán, faðir læknisins, svo það var mikið áfall fyrir fjölskylduna.
Þegar Þórunn var ung, dreymdi móður hennar, að hún sæi hana andaða liggja á líkfjölunum. — Þá hafði hún yfir þessar Ijóðlínur frá eigin brjósti í draumnum: „Nú ertu föl á fjalir kaldar lögð, fjólan mín skæra og heimilisins gleði." Ingibjörg var mjög vel greind kona. — „Ágætisgáfum gædd,“ sagði Sigurður bróðir minn um hana ,eftir að hann var í Aars. „En hefur ekki hugmynd um það sjálf, hve gáfuð hún er. “Stefán læknir skrifaði minningarorð um konu sína á dönsku og sendi Þorbjörgu systur minni þau. — Mjer þótti þau svo falleg, að mig langaði til að koma þeim á prent — ekki síst vegna þess, að nú fækkar þeim óðum, sem muna eftir Þórunni á Bollastöðum, sem var ein af glæsilegustu heimasætum í Húnavatnssýslu á þeim árum. — Jeg bað því frú Huldu Á. Stefánsdóttur að þýða þessar minningar fyrir mig, sem hún góðfúslega gerði, og kann jeg henni hinar bestu þakkir fyrir, og fylgja þær hjer með. Oft hefur mjer dottið í hug Ijóð síra Matthíasar, þegar jeg hugsa um þær minningar, sem jeg á um Þórunni: „Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drotning hefur bónda fæðst.“
Blönduósi 3. febrúar 1959.
Elísabet Guðmundsdóttir frá Mjóadal.
Places
Bollastaðir í Blöndudal;
Jótland í Danmörk
Legal status
Functions, occupations and activities
Kennari
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the child of
Þórunn Ingibjörg Baldvinsdóttir (1879-1911) Jótlandi frá Bollastöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Föðurtún bls 135
Hlín - 1. Tölublað (01.01.1959) - Tímarit.is (timarit.is)
Maintenance notes
MÞ 21.02.2024 viðbót