Árni Hannesson 6. nóvember 1844 - 22. janúar 1933 Var í Marbæli, Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Bóndi á Kagaðarhóli og víðar í Hún. Fór til Vesturheims 1888.
11 ára fluttist hann til systur sinnar á Auðunnarstöðum í Húnavatnssýslu og var hjá henni í 5 ár. Þar næst réðist hann til Jóns Ólafssonar söðlasmiðs er lengst bjó í Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu. Var hann þar vinnumaður í 10 ár. Frá Sveinsstöðum fluttist hann svo til séra Eiríks Briem, á Steinnesi í Húnavatnssýslu, og var þar ráðsmaður í 8 ár. Svo vel gegndi hann þessari stöðu, að séra Eiríki fórust svo orð, að trúrri né ráðvandari ráðsmann væri ekki unt að fá. Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheiði í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík.
Árið 1881 giftist Árni sál. Guðrúnu, dóttur Hallgríms Erlendssonar og Margrétar Magnúsdóttur, er bjuggu á Meðalheimi í Húnavatnssýslu. Margrét móðir Guðrúnar var systurdóttir Jóns Þorsteinssonar landlæknis, en systir Guðmundar Magnússonar 'prófessors á læknaskólanum í Reykjavík. Vorið 1882 fluttu þau hjón Árni og Guðrún að Kagarhóli í sömu sýslu og bjuggu þar í eitt ár. Þaðan fóru þau að Þorbrandsstöðum í Langadal. Bjuggu þar 3 ár. Þarnæst að Björnúlfsstöðum, einnig í sömu sýslu, og bjuggu þar 2 ár. Sumarið 1888 íluttust þau hjón til Ameríku. Verður það ár minnistætt mörgum, en ekki sízt þeim er ætluðu til Ameríku, því það vor lá hafís fastur við land fram eftir sumri, lengi. Varð að bíða 7 vikur, þar til loks að skip komst út.