Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Gunnsteinsstaðir í Langadal

  • HAH00164
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 890

Gunnsteinsstaðir. Landnámsjörð og löngum stórbýli. Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólrana við rætur Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibba og hefur löngum verið hætt viðskriðuföllum og snjóflóðum. Norðurlandsvegur liggur Gunnsteinastaðahólminn.
Íbúðarhús byggt árið 1925 684 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 530 m3. Lóð 25 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Guðmundur Guðnason (1923-1988) Skagaströnd

  • HAH04090
  • Einstaklingur
  • 11.3.1923 - 21.11.1988

Guðmundur Kristinn Guðnason 11. mars 1923 - 21. nóvember 1988 Var á Vesturá, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Höfðakaupstað , Höfðahr., A-Hún. 1957. Póstmaður og organisti á Skagaströnd. Ókv bl.

Markús Bjarnason (1848-1900) skipstjóri

  • HAH09024
  • Einstaklingur
  • 23.11.1848 - 28.6.1900

Markús Finnbogi Bjarnason 23. nóv. 1848 - 28. júní 1900. Fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans. Var á Helgastöðum, Reykjavík, Gull. 1870.

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Einstaklingur
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Sigurjón Markússon (1879-1959) sýslumaður Eskifirði

  • HAH06620
  • Einstaklingur
  • 27.8.1879 - 8.11.1959

Sigurjón Markússon 27.8.1879 - 8.11.1959. Sýslumaður á Eskifirði 1920 og síðar stjórnarráðsfulltrúi. Húsbóndi Doktorshúsi í Reykjavík 1910. Stjórnarráðsfulltrúi á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Fulltrúi í Reykjavík 1945. Einkabarn.

Jóhannes Jónsson (1923-1995) Kennari frá Geitabergi

  • HAH09554
  • Einstaklingur
  • 2. jan. 1923 - 19. maí 1995

Jóhannes Jónsson frá Geitabergi var fæddur í Klettstíu í Norðurárdal I Mýrasýslu þann 2.1. 1923. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Jóhannesson bóndi í Klettstíu, f. 7.12. 1984, d. 26.10.
1973, og Sæunn E. Klemensdóttir f. 5.2. 1890, d. 7.4. 1985.

Jóhannes átti þrjá bræður, sem allir eru á lífi, en þeir eru:

  1. Karl, fyrverandi bóndi í Klettstíu og síðar starfsmaður vegagerðarinnar í Borgamesi, f. 19.2. 1918. Kona hans er Lára Benediktsdóttir;
  2. Klemenz, leikari, búsettur í Reykjavík, f. 29.2. 1920, kæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur;
  3. Elis, f. 3.4. 1931, umdæmissljóri Vegagerðar ríkisins á Suðvesturlandi, búsettur í Borgarnesi. Kona Elisar er Brynhildur Benediktsdóttir.

Jóhannes stundaði nám í gamla Ingimarsskólanum í Reykjavik á árunum 1940-1943. Þá var hann einn vetur í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1945. Eftir það starfaði hann við kennslu næstu árin og var kennari í Norðurárdal
í Borgarfirði á árunum 1945-1947 og síðar í Strandahreppi á Hvalfjarðarströnd 1948-1957. Það ár kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ernu Jónsdóttur frá Geitabergi í Svínadal og
hófu þau hjónin búskap á Geitabergi það sama ár og hafa búið þar miklu rausnarbúi allt til þessa, en hin síðari ár í sambýli við son sinn Pálma. Foreldrar Ernu voru Steinunn Bjarnadóttir og Jón Pétursson, sem lengi bjuggu á Geitabergi í Svínadal. Eftir að Jóhannes hóf bússkap á Geitabergi
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Sat m.a. í hreppsnefnd í fjölda ára og í skólanefnd Leirárskóla á áranum 1966-1974. Jóhannes og Erna eignuðust fjögur böm.
Elst þeirra er Sigríður, f. 23.5. 1958 og á hún einn son, Kára Eyþórsson að nafni.
Næst barna þeirra er Pálmi, f. 2.10. 1959. Kona hans er Asgerður G. Ásgeirsdóttir og eiga þau tvo syni: Jóhannes Om og Jón Hauk. Fyrir hjónaband eignaðist Pálmi Erlu Björk og Ásgerður Katrínu Ingu.
Þriðja barn Jóhannesar og Ernu er Jón, f. 6.9. 1960, skrifstofustjóri hjá Búseta í Reykjavík kvæntur Kristínu Sif Jónínudóttur og eiga þau einn son, Bjart Örn.
Yngstur er Einar Stefán, f. 23.3. 1962, trésmíðameistari, kvæntur Fjólu Ágústu Ágústsdóttur. Bam þeirra er Steinunn Marín.

Ólafur Jóhannsson (1919-1958) kennari og skólastjóri

  • HAH09553
  • Einstaklingur
  • 5. feb. 1919 - 21. sept. 1958

Ólafur Jóhannsson var fæddur að Austurey í Laugardal hinn 5. febr. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir (1886-1935) frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og Jóhann Kr. Ólafsson (1883-1976) frá Helli í Ölfusi. Fluttust þau fáum árum síðar frá Austurey að Kjóastöðum í Biskupstungum og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur árið 1930. Stundaði Ólafur þar nám sitt. Fyrst í barnaskóla, en seinna í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk þaðan prófi 1937. Kennaraprófi lauk hann svo 1940. Á sumardaginn fyrsta 1932 varð Ólafur fyrir þeirri raun að fá lömunarveiki, og bar hann þess ætíð menjar síðan. Sem barn var hann afar fjörugur og sást vart úti við öðruvísi en hlaupandi. Að loknu námi í Kennaraskólanum lá leiðin til starfsins. Kenndi Ólafur fyrst tvo vetur í Húnaþingi, en því næst í Eyjafirði nokkur ár. Síðustu árin var hann skólastjóri við barnaskólann í Reykholtsdalsskólahverfi. Mun á ýmsu hafa oltið með starfsskilyrðin á þessum stöðum eins og gengur. En einmitt á þessu hausti var ætlunin að hefja vetrarstarfið við bættar aðstæður. Ólafur hugðist flytja í nýtt húsnæði ásamt unnustu sinni, Ástríði Ingibjörgu Jónsdóttur, (1919-2007) frá Kaðalstöðum í Stafholtstungum og ungum syni þeirra er fæddist í sumar. En þá kom reiðarslagið.

Systkin Ólafs:

Gróa Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1912. Býr i Galtarholti i Borgarhreppi i Mýrasýslu og var maður hennar, Guðmundur Stefánsson Jónsson, f. 1902. Börn þeirra eru: Sigríður, Jón Ómar, Jóhann Birgir og Svanhildur, en maður hennar er Grétar Óskarsson frá Brú.

Rannveig Jóhannsdóttir, f. i Austurey 1913. Maður hennar var Ólafur Sigurður Guðjónsson, f. 1897, og bjuggu þau á Litla-Skarði i Stafholtstungum i Mýrasýslu. Rannveig hefur oft dvalið á Spóastöðum hin síðari ár.

Þórarinn Jóhannsson, f. á Kjóastöðum 1929.

Gunnar Árnason (1883-1969) Æsustöðum

  • HAH04505
  • Einstaklingur
  • 24.10.1883 - 22.3.1969

Gunnar Árnason 24. okt. 1883 - 22. mars 1969. Bóndi í Garði í Fnjóskadal, Skáldstöðum í Eyjafirði, Refsstöðum í Laxárdal, Hún., og Æsustöðum í Langadal en lengst í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi. Bóndi í Þverárdal 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Erla Jóhannsdóttir (1930-2012) hjúkrunarfræðingur Reykjavík

  • HAH07344
  • Einstaklingur
  • 13.11.1930 - 23.6.2012

Erla Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fæddist á Heiði á Langanesi 13. nóvember 1930. Erla ólst upp á Þórshöfn á Langanesi.
Hún flutti með fjölskyldu sinni til Egilsstaða árið 1962 og bjó þar næstu fimm árin. Þaðan fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar 1968 og bjó hún þar næstu tvö árin.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júní 2012. Útför Erlu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík 3. júlí 2012, og hófst athöfnin klukkan 13.

Birgir Gunnarsson (1927-1975) frá Þverárdal

  • HAH07339
  • Einstaklingur
  • 22.4.1927 - 13.12.1975

Birgir Gunnarsson 22. apríl 1927 - 13. desember 1975. Var í Þverárdal, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Lögregluþjónn í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1947.

Rósa Ívarsdóttir (1891-1982) Hvammi og Marðarnúpi

  • HAH06492
  • Einstaklingur
  • 26.8.1891 - 11.9.1982

Húsfreyja á Marðarnúpi í Vatnsdal. Húsfreyja í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Marðarnúpi, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Þórormstunga í Vatnsdal

  • HAH00059
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Bærinn Þórormstunga [Þóroddstunga í mt 1801] stendur á þurru sléttlendi norður af Tungumúla sem klífur dalinn að nokkru, klettalaus bungulaga fjallshryggur. Allt undirlendið má heita þurrt og gott til ræktunar. Austan undir Múlanum gegnt Kárdalstungu stóð hjáleigan Hólkot við Hólkotskvísl. Þar var búið fram undir 1920. Þórormstunga er ættaróðal frá 1784. Heimagrafreitur er í túninu . Fagurt umhverfi og jörðin góð. Tungukot var í túnfæti og Jökulsstaðir allhátt í norðaustan Múlanum. Í Þórormstungu 1835 bjó Jón Bjarnason stjarnfróði. Íbúðarhús byggt 1964-1967, 417 m3. Fjárhús yfir 475 fjár. Hlöður 1440 m3. Votheysgryfjur 72 m3. Geymslur. Tún 50 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Tunguá. Eigandi jarðarinnar 1975; Hannes Jónsson (1893).

Ásta Bjarnadóttir (1864-1952) frá Þórormstungu

  • HAH03676
  • Einstaklingur
  • 12.6.1864 - 22.1.1952

Ásta Margrét Bjarnadóttir 12. júní 1864 - 22. janúar 1952 Húsfreyja í Þórormstungu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Þórormstungu. Skv. Vesturfaraskrá fór hún til Vesturheims 1884 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún.

Hannes Jónsson (1893-1977) Þórormstungu

  • HAH04780
  • Einstaklingur
  • 17.11.1893 - 17.11.1977

Hannes Jónsson 17. nóvember 1893 - 17. nóvember 1977. Kaupfélagsstjóri og alþingismaður á Hvammstanga 1930. Alþingismaður og kaupfélagsstjóri. Síðast bús. í Áshreppi

Guðrún Jónsdóttir (1895-1980) frá Undirfelli

  • HAH04361
  • Einstaklingur
  • 10.5.1895 - jan. 1980

Guðrún Jónsdóttir Einarsson 10. maí 1895 - í jan. 1980. Var í Þórormstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Seljabrekku I við Vesturgötu, Reykjavík 1920. Saumakona í Chicago, Cook, Illinois, Bandaríkjunum 1930 og 1940.

Eggert Guðjónsson (1927-1953) frá Marðarnúpi

  • HAH7342
  • Einstaklingur
  • 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953

Eggert Guðjónsson 15. nóvember 1927 - 10. maí 1953. Vinnumaður á Marðarnúpi. Var í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur.
Drukknaði í Vatnsdalsá

Gunnar Guðmundsson (1938-2018) framkvæmdastjóri Reykjavík

  • HAH07959
  • Einstaklingur
  • 14.12.1938 - 29.9.2018

Gunnar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, fæddist í Reykjavík 14. desember 1938. Bifreiðastjóri, bifvélavirki og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Hann lést á heimili sínu 29. september 2018. Útför Gunnars fór fram frá Hallgrímskirkju 10. október 2018, klukkan 13.

Svanlaug Daníelsdóttir (1916-1996) Litla-Hvammi Efri-Núpsókn

  • HAH07210
  • Einstaklingur
  • 30.4.1916 - 27.12.1996

Svanlaug Daníelsdóttir fæddist á Dalgeirsstöðum í Miðfirði í Húnavatnssýslu, 30. apríl 1916.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. desember 1996. Útför Svanlaugar fór fram frá Fossvogskirkju 3.1.1997 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Hlíf Böðvarsdóttir (1909-2015) kennari

  • HAH07316
  • Einstaklingur
  • 11.4.1909 - 12.11.2015

Hlíf Böðvarsdóttir fæddist á Laugarvatni 11. apríl 1909. Húsfreyja á Reykjum í Hrútafirði, starfaði síðar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík. Reykjaskóla 1945-1947.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 12. nóvember 2015. Útför Hlífar fór fram frá Háteigskirkju 20. nóvember 2015, klukkan 13.

Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir

  • HAH01856
  • Einstaklingur
  • 12.7.1929 - 23.11.1997

Ragnar Arinbjarnar var fæddur á Blönduósi 12. júlí 1929, en Kristján faðir hans (f. 1892) gegndi þar læknisstörfum árin 1922­-1931. Kristján þjónaði síðan Ísafjarðarlæknishéraði til ársins 1942, en Hafnarfjarðarhéraði frá 1942 til æviloka árið 1947. Uppeldisbróðir Ragnars, Halldór Arinbjarnar (f. 1926), var um árabil þekktur heimilislæknir í Reykjavík, en lést um aldur fram árið 1982. Ævistarf Kristjáns Arinbjarnar hefur greinilega haft sín áhrif á þá bræður, Halldór og Ragnar, sem báðir gerðu heimilislækningar að starfsvettvangi sínum.. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn.

Þorsteinn Þorsteinsson (1854) Deildarhóli í Víðidal

  • HAH07588
  • Einstaklingur
  • 4.10.1854 -

Þorsteinn Þorsteinsson 4.10.1854. Tökubarn á Rófu, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Léttadrengur í Rófu, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Húsbóndi á Deildarhóli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Var á Miðhópi, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Borðeyri

  • HAH00144
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.12.1846 -

Borðeyri er fyrrum kauptún sem stendur við Hrútafjörð á Ströndum og er eitt fámennasta þorp landsins með 16 íbúa 15. júlí 2018. Fyrr á öldum var Borðeyri í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna. Nafn eyrarinnar er dregið af því að þegar Ingimundur gamli fór í landaleit, sumarið eftir að hann kom til Íslands, fann hann þar nýrekið viðarborð og nefndi eyrina Borðeyri eftir því. Frá þeim atburðum segir í Vatnsdælasögu:

„Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóru með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið að þessi fjörður heiti Hrútafjörður.“ Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri“.
— Vatnsdæla saga

Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður 23. desember 1846. Með fyrstu kaupmönnum sem ráku verslun þar var Richard P. Riis sem reisti þar verslunarhús. 7. maí 1934 kom þar upp Borðeyrardeilan sem snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag Hrútfirðinga en síðar var þar útibú frá Kaupfélaginu á Hvammstanga. Seinast var þar verslunin Lækjargarður sem ekki er starfrækt lengur. Í dag er bifreiðaverkstæði, gistiheimili og tjaldsvæði. Verið er að vinna að endurbótum á elsta húsi staðarins, Riis-húsi, en það eitt elsta hús við Húnaflóa.

Meðalheimur Torfalækjarhreppi

  • HAH00559
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Meðalheimur er mikil jörð og liggur nær miðju sveitarinnar, má ætla að nafnið sé þar af dregið. Bærinn stendur vestan í Miðás og Meðalheimshólar eru þurrlendir, en annarsstaðar votlent. Meðalheimur á að landi Orrastaða og eru mörkin þar á milli Deildartjarnar og Torfavatns. Íbúðarhús byggt 1954, 399 m3. Fjós 1954 fyrir 26 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlaða 650 m3. Votheysturn 80 m3. Tún 45,1 ha.

Hróðný Stefánsdóttir (1892-1966) Möðruvöllum á Fjöllum

  • HAH07609
  • Einstaklingur
  • 2.12.1892 - 18.8.1966

Hróðný Sigríður Stefánsdóttir 2. des. 1892 - 18. ágúst 1966. Húsfreyja á Möðrudal 1920 og Rangárlóni 1922-1923, síðar á Akureyri 1930. Húsfreyja á Rangárlóni, Stuðlafossi og Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Kvsk Blönduósi 1915-1916.

Eiríkur Árnason Anderson (1866-1952) frá Sigríðarstöðum

  • HAH03138
  • Einstaklingur
  • 5.7.1866 - 7.9.1952

Eiríkur Árnason 5. júlí 1866 - 7. september 1952 Bóndi á Sigríðarstöðum í Hún. Fluttist til Vesturheims 1890. Bjó fyrst í Winnipeg, en síðar í Victoria, B.C. 1891; Point Roberts, Washington 1894 og tók sér þar land.
Eiríkur missti föður sinn þegar hann var 14 ára gamall og fluttist hann þá til systur sinnar Guðrúnar og manns hennar Sigfúsar Guðmundssonar í Kotadal og dvaldi hjá þeim í þrjú ár, þaðan fór hann að Böðvarshólum og var þar í 7 ár.

Ingunn Þorsteinsdóttir (1897-1998) Broddanesi

  • HAH07611
  • Einstaklingur
  • 28.7.1897 - 30.9.1998

Ingunn var fædd í Hrafnadal í Hrútafirði 23. júlí 1897. Ingunn var ung tekin í fóstur, ásamt Helga bróður sínum, af hjónunum í Broddanesi, Ingunni Jónsdóttur og Sigurði Magnússyni hreppstjóra. Ingunn og Guðbrandur bjuggu í Garpsdal, en lengst í Broddanesi, þar sem hún átti lögheimili í tæp hundrað ár. Eftir að þau hjón hættu búskap dvöldu þau í Kópavogi.
Hún lést á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala 30. september 1998. Útför Ingunnar fór fram frá Hólmavíkurkirkju 17.10.1998 og hófst athöfnin klukkan 14. Jarðsett var að Kollafjarðarnesi.

Ólafur Sigurjónsson (1920-2014) Tungu

  • HAH02320
  • Einstaklingur
  • 26.6.1920 - 11.12.2014

Ólafur Gunnar Sigurjónsson 26. júní 1920 - 11. desember 2014 Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Tungu, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Kári Sigurjónsson (1923-2018) Rútsstöðum

  • HAH08944
  • Einstaklingur
  • 17.8.1923 - 11.7.2018

Kári Sigurjónsson fæddist á Rútsstöðum í Svínadal, A-Hún., 17. ágúst 1923. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Leigubílstjóri. Kári fór snemma að heiman og var á ýmsum bæjum í vinnumennsku. 23 ára fór hann suður til Reykjavíkur og gerðist bílstjóri hjá Alþýðubrauðgerðinni, síðan bílstjóri hjá Steindóri og framhaldi á því á eigin bíl á BSR og starfaði við akstur til starfsloka 70 ára. Eftir starfslokin byrjaði hann að stunda hestamennsku af mikilli ástríðu. Hann fór í margar hestaferðir og var oft fararstjóri.
Bridsspilamennska var mikið áhugamál hjá honum og einnig lomberspil.
Síðustu árin bjó Kári á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Kára.

Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. júlí 2018.

Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988) prófessor

  • HAH02139
  • Einstaklingur
  • 19.6.1917 - 24.3.1988

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30 verður Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, jarðsunginn frá Fossvogskirkju, en hann lést í Landsspítalanum 24. mars. Þorbjörn fæddist 19. júní 1917 að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Þegar Þorbjörn hafði lokið námi stundaði hann um hríð rannsóknir við Eðlisfræðistofnun Niels Bohrs og síðan í tæpt ár í Svíþjóð. 1945 fór hann til Bandaríkjanna og vann við Princeton-stofnunina við rannsóknir á geimgeislum. Þorbjörn sýndi í senn dirfsku og metnað þegar hann valdi þetta viðfangsefni, en með því tók hann sér stöðu við hlið þekktustu eðlisfræðinga heims. Niðurstöður þessara rannsókna voru mikilvægt framlag til skilnings á eðli fiseinda. Eftir svo frábæran árangur hafa vafalítið beðið hans freistandi möguleikar í Bandaríkjunum, sem um þessar mundir voru að taka ótvíræða forustu í ýmsum greinum raunvísinda. Þá kom fram, eins og einnig síðar, að í huga hans var ekki nema um einn starfsvettvang að ræða, endaþótt hér heima biði ekkert nema aðstöðuleysið.
Eftir að Þorbjörn lét af störfum sem prófessor gat hann sinnt öðrum hugðarefnum sínum af enn meiri atorku en áður. Undanfarin 35-40 ár vann hann mikið að skógrækt. Það eru ekki fáeinar ferðirnar sem Þorbjörn, Þórdís og bræðurnir og fjölskyldur þeirra fóru í gróðursetningarferðir. Fyrst suður í Straums hraun, en þar hefur fjölskyldan gróðursett tré allt frá árinu 1950 og ætíð síðan, enda er þar nú yndislegur skógarreitur og merkilegur minnisvarði um eljusemi Þorbjörns, Þórdísar og sona þeirra. Nú njóta barnabörnin eljusemi afa og ömmu og fá lifandi "jólatré" úr þeirra eigin gróðurreit á hverjum jólum. En eftir að fjölskyldan var búin að fylla Straumshraunið, þ.e. að ekki var pláss fyrir fleiri plöntur þar, útvegaði Þorbjörn fjölskyldunni nýtt gróðursetningarland. Það var austur í Skarfanesi í Landsveit. Þar hafa nú verið gróðursettar tugirþúsunda plantna á þeirra vegum. Ætti það framtak að vera öðrum landsmönnum til hvatningar, um að klæða landið skógi.

Guðrún Jóhannsdóttir (1898-1966) Rútsstöðum

  • HAH04348
  • Einstaklingur
  • 23.7.1898 - 12.5.1966

Guðrún Jóhannsdóttir 23. júlí 1898 - 12. maí 1966. Var á Litlu-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1910. Húsfreyja á Rútsstöðum 1930. Var þar 1957. Síðast bús. í Svínavatnshreppi.

Steinunn Sigurjónsdóttir (1929-1973) Rútsstöðum

  • HAH08011
  • Einstaklingur
  • 5.1.1929 - 12.12.1973.

Steinunn Arna Sigurjónsdóttir 5. janúar 1929 - 12. desember 1973. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Guðrún Sigurbjörg Bjarnadóttir (1930-2009) Sólvöllum Hvammstanga

  • HAH01338
  • Einstaklingur
  • 20.10.1930 - 24.8.2009

Guðrún Sigurbjörg Bjarnadóttir fæddist á Hvammstanga 20.10. 1930. Hún lést á Landspítalanum 24.8. 2009. Eftir barnaskólann og Alþýðuskólann á Hvammstanga starfaði Guðrún Sigurbjörg (Didda) sem aðstoðarráðskona í vegavinnuflokk í nokkur sumur. Didda nam við Húsmæðraskólann á Blönduósi veturinn 1947-1948, um það leyti lágu leiðir þeirra Guðmundar saman.

Húsmæðraskólamenntun hennar nýttist vel á búskaparárum þeirra hjóna. Eftir stofnun heimilis sinnti hún mest heimilisstörfum. Þegar elstu synirnir voru uppkomnir hóf Didda störf á saumastofunni Drífu. Henni líkaði vel við þau störf, enda átti hún vinsældum þar að fagna. Didda var glaðlynd og spaugsöm og undi sér vel með samstarfsfólki sínu, hún vann á sumastofunni þar til hún fór á eftirlaun. .
Guðrún Sigurbjörg var jarðsungin frá Hvammstangakirkju 4.9.2009, kl. 15.

Bjarni Snæbjörnsson (1829-1894) Þórormstungu

  • HAH02702
  • Einstaklingur
  • 2.7.1829 - 14.5.1894

Bjarni Snæbjörnsson 2. júlí 1829 - 14. maí 1894 Var í Forsæludal, Grímstungusókn, Húnavatnssýslu 1845. Bóndi í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Bóndi í Þórormstungu í Vatnsdal.

Björn Magnússon (1876-1949) Cand.phil. bóndi á Hnausum

  • HAH06394
  • Einstaklingur
  • 12.8.1876 - 25.10.1949

Cand.phil., bóndi á Hnausum, á Þingeyrum og Bjarnastöðum í Þingi, A-Hún. til 1912 og síðar á Hofi, Kjalarneshr., Kjós. Húsbóndi á Spítalastíg 4 b, Reykjavík 1930. . Síðast bús. í Reykjavík.

Helgi Helgason (1914-2005) Helgafelli Blönduósi

  • HAH01423
  • Einstaklingur
  • 18.10.1914 - 8.10.2005

Helgi Breiðfjörð Helgason fæddist að Kveingrjóti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 18. október 1914. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. október síðastliðinn.
Helgi var í Gautsdal fram um tvítugt og starfaði að búinu með föður sínum og bræðrum. Hann stundaði ýmis störf á Blönduósi, fyrir vestan og sunnan, en sá um lyfjaafgreiðslu héraðslæknis á Blönduósi frá 1942 til 1974 og var jafnan kallaður Helgi apótekari. Eftir það rak hann verslun á staðnum í nokkur ár. Helgi var lengi í stjórn Garðfélagsins í Selvík og var formaður þess í mörg ár.
Útför Helga fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Kristín Gísladóttir (1898-1933) Gilá

  • HAH04189
  • Einstaklingur
  • 22.1.1898 - 2.3.1933

Kristín Gísladóttir 22. janúar 1898 - 2. mars 1933. Húsfreyja á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. og var þar 1930.

Hannes Gunnlaugsson Blöndal Stephensen (1863-1952) / H Blöndal, ljósmyndari Reykjavík.

  • HAH06639
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 25.10.1863 - 9.9.1932
  1. okt. 1863 - 9. sept. 1932. Skáld og bankaritari. Verslunarmaður á Akureyri til 1893, svo á Ísafirði, Hjörsey og Borgarfirði.
    Fór til Vesturheims 1900 frá Hjörsey, Hraunhreppi, Mýr. Blaðamaður og ritstjóri í Winnipeg 1899-1907.
    Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bankaritari á Njálsgötu 10 a, Reykjavík 1930.

Guðlaugur Sveinsson (1891-1977) Þverá

  • HAH03940
  • Einstaklingur
  • 27.20.1891 - 13.10.1977

Guðlaugur Sveinsson 27. febrúar 1891 - 13. október 1977 Bóndi á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Þorlákshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Bóndi á Þverá í Norðurárdal, Vindhælishr., A-Hún.

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal

  • HAH00045
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Bærinn stendur syðst á undirlendi því sem er á milli Vatnsdalsfjalls og Tunguár niður við æana, en var áður upp við fjallsrætur. Undirlendi er frekar lítið, en vel ræktanlegt enda að mestu orðið tún. Landið hækkar ört hér fyrir innan og er hlíðin vel gróin, var fyrrum slægnaland. Hér klofnar dalurinn um Tungumúla og eru Guðrúnarstaðir neðst í austurdalnum. Guðrúnarstaðagerði stóð á árbakkanum sunnan við núverandi bæjarhús. Íbúðarhús byggt 1962, 250 m3 og nýtt 1976. Fjárhús yfir 600 fjár. Votheysgryfja 50 m3. Verkfærageymsla 185 m3. Gamall bær og braggi. Hlaða 1000 m3. Tún 31,7 ha. Veiðiréttur í Tunguá.

Rut Ingibjörg Magnúsdóttir (1844-1929) vesturheimi frá Steiná

  • HAH09130
  • Einstaklingur
  • 5.9.1844 - 1929

Rut Ingibjörg Magnúsdóttir 5.9.1844 - 1929. Var með foreldrum sínum í Kolgröf í Reykjasókn, Skag. 1845. Var á Steiná, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Blönduósi og Hóli í Svartárdal. Fór þaðan til Vesturheims 1883. Fór til Vesturheims 1912 frá Blönduósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1921.

Jón Finnbogason (1884-1931) Klyppstað Loðmundarfirði

  • HAH05542
  • Einstaklingur
  • 12.3.1884 - 26.1.1931

Jón Finnbogason 12. mars 1884 - 26. jan. 1931. Tökubarn Arndísarstöðum 1890. Verslunarþjónn á Akureyri, Eyj. 1901. Kennari og verslunarmaður á Klyppstað í Loðmundarfirði, Seyðisfirði og í Reykjavík 1920.

Beinakelda Torfalækjarhreppi

  • HAH00550
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Landið er mestallt grösugir flóar, en holt of ásar á milli. Bærinn stendur vestan á hálsi eða brekku skammt frá Reykjabraut og er þaðan víðsýnt út og vestur. Efst í túninu er Beinakeldurétt, þar er réttað féð af Sauðdal. Á Beinakeldu var tvíbýli 1957 - 1972 og er jörðinni skipt. Eigandi Beinakeldu I bjó þar 1957-1972. Flutti þá en nytjar jörðina áfram. Íbúðarhús byggt 1913 kjallari hæð og ris 552 m3. Fjós byggt 1957 yfir 12 kýr. Beinakelda I; Fjárhús yfir 320 fjár og hlöður 1245 m3. Beinakelda II; Fjárhús yfir 180 fjár, hlaða 400 m3 og votheysturn 48 m3. Bílskúr og geymslur 102 m3. Tún 33,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Guðmundur Frímannsson (1892-1918) Hvammi og Stóru-Giljá

  • HAH04012
  • Einstaklingur
  • 28.5.1892 - 30.11.1918

Guðmundur Frímannsson 28. maí 1892 - 30. nóvember 1918 Var í Hvammi, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Bóndi og kennari í Hvammi í Langadal og á Stóru-Giljá í Torfalækjarhr., A-Hún.

Guðný Sigurðardóttir (1943-2021) Reykjavík

  • HAH08344
  • Einstaklingur
  • 23.9.1943 - 22.1.2021

Guðný Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 23. september 1943. Guðný ólst upp í foreldrahúsum í húsinu Sólbakka, sem stóð við Laugalæk í Reykjavík.

Félagsliði og fékkst við ýmis störf. Kvennaskólinn á Blönduósi 1960-1961.
Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 22. janúar 2021. Guðný var jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins 5.2.2021, klukkan 15.

Svava Guðjónsdóttir (1928-2020) Sauðárkróki

  • HAH08013
  • Einstaklingur
  • 13.6.1928 - 29.6.2020

Svava Guðjónsdóttir fæddist á Sauðárkróki 13. júní 1928. Svava var fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún var oft í sveit hjá afa sínum og ömmu, þeim Jónatani Sigtrygg og Ingibjörgu Kristínu á Hóli á Skaga.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 29. júní 2020. Útför Svövu fór fram frá Hjallakirkju 9. júlí 2020, og hefst athöfnin klukkan 11.

Björg á Skaga ytri og syðri

  • HAH00070
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1920 -

Syðri Björg. Bærinn stendur í sama túni og Ytri-Björg, landslag svipað, en fjörbeit er ekki nýtt. Björg urðu ekki til fyrr en skömmu eftir 1920.
Tún 537 ha. Íbúðarhús byggt 1952, fjós 1955 úr asbesti yfir 3 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti byggt 1940 fyrir 80 fjár. Hesthús 1940 fyrir 10 hross úr torfi og grjóti. Hlaða byggð 1963 245 m3.

Ytri-Björg; Bærinn stendur skammt fyrir vestan Bjargartögl, nokkurn spöl frá sjó. Þar eru klettar með sjó fram og lítinn spöl frá landi er sérkennilegur gatklettur; Bjargastapi. Þar á veiðbjallan varpland. Íbúðarhús 157 m3 byggt 1957, hlaða byggð 1975 stálgrindarhús 1130m3, fjárhús steypt 1945 yfir 70 fjár. Geymsla úr ásbesti 136 m3. Hlaðabyggð 1950 200 m3 járnklædd. Geymslabyggð 1960 úr timbri 21 m3.

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

  • HAH00115
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1901 - 1974

Byggður fyrst 1901 (eldra húsið). Vísast í afmælisrit skólans um byggingasögu þess. Yngra húsið er teiknað af Einar Ingiberg Erlendssyni 15. okt. 1883 - 24. maí 1968. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Byggingameistari í Skólastræti 5 b, Reykjavík 1930. Fyrsta steinsteypta húsið sem hann teiknar.

Björg Helgadóttir (1875-1929) Sauðárkróki

  • HAH02724
  • Einstaklingur
  • 14.5.1875 - 26.5.1929

Björg Helgadóttir 14. maí 1875 - 26. maí 1929 Húsfreyja á Sauðárkróki. Var hjá foreldrum sínum í Hafurstaðabúð í Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880.

Jóhanna Björnsdóttir (1906-1981) frá Núpsdalstungu

  • HAH03223
  • Einstaklingur
  • 28.11.1906 - 7.8.1981

Elínborg Jóhanna Björnsdóttir 28. nóvember 1906 - 7. ágúst 1981. Vinnukona í Núpdalstungu, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Bjargi á Seltjarnarnesi.

Baldvin & Blöndal Winnipeg 207, 6th Avenue, ljósmyndastofa

  • HAH09379
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1891-1894

Margar myndir Jóns Blöndals ljósmyndara frá 1891 eru merktar „Best & Co.“ Eftir að hafa keypt Best & Co. vinnustofuna í McWilliam Street W. 1 árið 1891 notaði Jón hins vegar nafnið Baldwin & Blondal. Frá 1891 til 1894 var heimilisfang vinnustofunnar 207 - 6th Ave. N., en seint á árinu 1894 breyttist þetta í 207 Pacific Ave.
Baldwin & Blöndal vinnustofan varð síðan Bell Studio árið 1901.
Með þessum upplýsingum er hægt að skipta ljósmyndum Jóns Blöndals í fyrir 1891, 1891 – 1894 og 1894 – 1900. Annað mál er að ákveða staðsetningu. Jón Blöndal ferðaðist mikið og því voru margar ljósmyndir með Winnipeg heimilisfangi hans teknar á staðnum í hinum ýmsu byggðum Íslendinga.

Guðrún Vigfúsdóttir (1866-1944) frá Melstað, Vesturheimi

  • HAH04410
  • Einstaklingur
  • 21.10.1866 - 4.8.1944

Guðrún Oddný Vigfúsdóttir Melsteð 21. okt. 1866 - 4. ágúst 1944. Var á Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Systurdóttir konunnar á Breiðabólstað, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Skarði í Sauðárhr., Skag.

Vigfús Melsted Guðmundsson (1842-1914) söðlasmiður Sauðárkróki

  • HAH09383
  • Einstaklingur
  • 7.7.1842 - 24.11.1914

Vigfús Melsted Guðmundsson 7. júlí 1842 - 24. nóv. 1914. Bóndi og söðlasmiður á Sauðarkróki. Fór til Vesturheims 1900. Var á Stóranúpi, Stóranúpssókn, Árn. 1845. Var á Melstað, Melstaðasókn, Hún. 1860. Söðlasmiður í Melstað, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi, söðlasmiður á Ytri-Völlum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Hreppstjóri og söðlasmiður á Sauðárkróki, Sjávarborgarsókn, Skag. 1890.

Guðfinna Þorsteinsdóttir (1877-1933) Kárdalstungu

  • HAH03880
  • Einstaklingur
  • 14.4.1877 - 30.10.1933

Guðfinna Kristín Þorsteinsdóttir Kárdal 14. apríl 1877 - 30. október 1933 Húsfreyja á Kárdalstungu í Vatnsdal. Guðrúnarhúsi á Blönduósi [Blíðheimar] 1908-1923. Fluttist til Vesturheims 1923. Síðast bús. á Gimli, Manitoba, Kanada.

Ólafur Norðfjörð Jónsson Kárdal (1910-1988) Gimli

  • HAH09004
  • Einstaklingur
  • 25.8.1910 - 3.11.1988

Ólafur Norðfjörð Jónsson Kárdal 25. ágúst 1910 - 3. nóvember 1988. Fluttist vestur um haf með foreldrum sínum 1923. Bjó í St. Paul, Minnesota og síðar í Reykjavík

Finnbogi Jónsson Kárdal (1912 - 1983)

  • HAH03416
  • Einstaklingur
  • 20.3.1912 - 1983

Finnbogi Jónsson Kárdal f. 20.3.1911 á Blönduósi. Fór til Am. 1923, Blönduósi 1920. Finnst ekki í íslendingabók. Gimli Manitoba.

Benedikt Frímannsson (1853-1917)

  • HAH02567
  • Einstaklingur
  • 9.6.1853 - 1.11.1917

Benedikt Frímannsson 9. júní 1853 - 1. nóvember 1917 Formaður í Höfðakaupstað. Fór til Vesturheims 1888, óvíst hvaðan.
Benedikt Frímannsson dó að heimili sínu á Gimli fyrsta nóvember 1917. Sjúkdóm þann, sem leiddi hann til bana, varð hann fyrst var við fyrir tveimur og hálfu ári síðan, en gegndi þó hinum vanalegu störfum sínum þar til í apríl síðastliðnum, þó oft með veikum mætti. Eftir það fóru kraftar hans óðum þverrandi og var honum sjálfum Ijóst að það var aðeins stundar bið þar til hann hlyti að hníga fyrir aðkomu dauðans. En hann bar sinn sjúkdómskross með karlmensku og frábærlega mikilli hugprýði. Enda var hann vel staddur í sínu dauða stríði með guð sér við hægri hönd, en sína ágætu konu og einkadóttur yið hina vinstri. Hvarf hann þannig úr örmum ástvinanna í faðm frelsar síns og drottins. Jarðarförin fór fram, laugardaginn 10. þ. m. og var mjög fjölmenn. Húskveðju flutti séra Rúnólfur Marteinsson, en í kirkjunni töluðu þeir séra Carl J. Olson og séra Hjörtur J. Leo. Var svo líkið flutt til síns hinsta hvílurúms í grafreit Gimli bæjar.

Hólabak í Sveinstaðahreppi

  • HAH00702
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1450)

Bærinn stendur skammt vestan Vatnsdalshólanna á lágri Ásbungu syðst á Haganum [Bak hólum]. Gamla túnið kringum bæinn, en suður af því nýræktir. Engi var áður vestur við Gljúfurárósa og einnig ítak austur við Vatnsdalsá í Sveinsstaðalandi. Það er nú orðið tún. Beitiland er aðallega vestur frá bænum allt til Gljúfurár og Hóps, talið gott sauðaland. Ræktunarskilyrði allgóð. Jörðin er gamalt býli, fyrr klausturjörð, bændaeign nú um skeið. Íbúðarhús byggt 1953, 474 m3. Fjós 1975 fyrir 45 kýr og 30 geldneyti með mjaltarbás, mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 350 fjár. Hlöður 1350 m3. Tún 22,6 ha. Veiðiréttur í Gljúfurá og Hóp.

Rósa Níelsdóttir (1920-1995) frá Þingeyrardeli

  • HAH01875
  • Einstaklingur
  • 18.8.1920 - 29.12.1995

Var í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Iðnaðarverkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Rósa Aðalheiður Níelsdóttir fæddist 18. ágúst 1920 í Stykkishólmi.
Rósa fluttist ung til Reykjavíkur og hélt lengi heimili með Maríu systur sinni og Hafdísi Hönnu dóttur hennar og síðar með syni sínum og tengdadóttur.
Útför Rósu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Helga Heiðbjört Níelsdóttir (1926-2010)

  • HAH01409
  • Einstaklingur
  • 14.2.1926 - 19.1.2010

Helga Heiðbjört Níelsdóttir fæddist 14. apríl 1926 í Þingeyrarseli, Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hún lést 19. janúar sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Helga ólst fyrstu fjögur árin upp í Þingeyrarseli, þá fluttist hún að Hnjúki í Vatnsdal og ólst upp hjá Steinunni Jósefsdóttur og Jóni Hallgrímssyni, ábúendum þar. Tvítug flutti hún til Reykjavíkur. Næstu árin þar á eftir vann hún við ýmis framreiðslu- og þjónustustörf. Á fyrri hluta sjötta áratugarins fór hún til sjós. Sigldi hún í fjölda ára á ms. Heklu bæði í strand- og millilandasiglingum. Að sjómennsku lokinni sinnti hún ýmsum afgreiðslu- og skrifstofustörfum. Hún lærði til sjúkraliða og vann á Borgarspítalanum þar til starfsævinni lauk. Helga tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi. Var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Eikar auk þess sem hún var virk í starfi eldri borgara í Grafarvogi.
Útför Helgu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 29. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.

Jón Kárdal (1859-1938) Kárdalstungu ov

  • HAH04913
  • Einstaklingur
  • 12.1.1859 - 11.8.1938

Jón Konráðsson Kárdal f. 12. jan. 1859 d. 11. ág. 1938 í Gimli Manit. Guðrúnarhúsi 1908-1923. Vinnumaður í Meðalheimi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1890. Bóndi í Kárdalstungu í Vatnsdal. Smiður á Blönduósi, A-Hún. 1920. Flutti til Vesturheims 1923.

Niðurstöður 2301 to 2400 of 10349