Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.7.1929 - 23.11.1997
History
Ragnar Arinbjarnar var fæddur á Blönduósi 12. júlí 1929, en Kristján faðir hans (f. 1892) gegndi þar læknisstörfum árin 1922-1931. Kristján þjónaði síðan Ísafjarðarlæknishéraði til ársins 1942, en Hafnarfjarðarhéraði frá 1942 til æviloka árið 1947. Uppeldisbróðir Ragnars, Halldór Arinbjarnar (f. 1926), var um árabil þekktur heimilislæknir í Reykjavík, en lést um aldur fram árið 1982. Ævistarf Kristjáns Arinbjarnar hefur greinilega haft sín áhrif á þá bræður, Halldór og Ragnar, sem báðir gerðu heimilislækningar að starfsvettvangi sínum.. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síðastliðinn.
Places
Blönduós:
Legal status
Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1957.
Functions, occupations and activities
Eftir að Ragnar lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1957, hélt hann utan og stundaði læknisstörf í Danmörku og Svíþjóð í þrjú ár. Hann fluttist heim árið 1960 og gegndi m.a. læknisstörfum á Hólmavík og á sjúkrahúsum í Reykjavík. Þegar hann hóf feril sinn sem heimilislæknir í Reykjavík, árið 1962, hafði hann aflað sér góðrar undirbúnings menntunar og fjölbreyttrar starfsreynslu. Sú starfsreynsla var um margt svipuð því, sem gert er ráð fyrir í hefðbundnu sérnámi heimilslækna í dag, en heimilislækningar urðu ekki viðurkennd sérgrein innan læknisfræðinnar hérlendis fyrr en árið 1970.
Á árunum 19851988 gerði Sjúkrasamlag Reykjavíkur heimilislæknum kleift að opna eigin stofur með viðunandi kjörum og starfsskilyrðum. Fjölgaði sjálfstæðum heimilislæknum í borginni þá verulega og yngri læknar bættust í þann hóp, sem "gömlu, góðu heimilislæknarnir" höfðu myndað. Árið 1989 fluttu átta heimilislæknar starfsemi sína í Kringluna og þar tókust persónuleg kynni með okkur Ragnari, sem voru öll á hinn besta veg. Síðar á því sama ári kom fram á Alþingi lagafrumvarp, sem gerði ráð m.a. fyrir því, að starfsemi heimilislækna á eigin stofum og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur skyldi lögð niður og flytjast yfir á heilsugæslustöðvar. Þar sem Félag íslenskra heimilislækna studdi þessar áætlanir og tók ekkert tillit til starfssystkina sinna utan heilsugæslustöðva ákváðu 22 heimilislæknar í Reykjavík að stofna eigið félag. Alls urðu meðlimir hins nýja Félags sjálfstætt starfandi heimilislækna 23 og voru í því allir heimilislæknar í Reykjavík utan heilsugæslustöðva. Eitt helsta markmið félagsins var frá upphafi, að heimilislæknar fengju áfram að reka eigin stofur og að íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu valið sér lækni óháð búsetu. Ragnar Arinbjarnar var einn helsti hvatamaður að stofnun félagsins og var dyggur liðsmaður þess. Nú þegar Ragnar fellur frá eru eftir 18 sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík. Áður höfðu þau Guðmundur Benediktsson, Hulda Sveinsson, Þorgeir Jónsson og Þorgeir Gestsson frá Hæli lagt niður störf.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Kristján Arinbjarnar læknir, f. 8. október 1892, d. 5. mars 1947, og Guðrún Ottósdóttir Tulinius kennari, f. 4. apríl 1898, d. 9. júlí 1980. Bróðir hans var Halldór Arinbjarnar læknir, f. 4. september 1926, d. 4. júní 1982.
Ragnar kvæntist 23. desember 1954; Vigdísi Finnbogadóttur síðar forseta Íslands. Þau skildu 12.12.1963.
- desember 1963 kvæntist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Grétu Pálsdóttur, hún var áður gift Helga Ásgeirssyni (1939-1993).
Ragnar lætur eftir sig fjögur uppkomin börn:
1) Johan Ragnar Petersen 7.1.1961 móðir hans var Christina Birgerson, hjúkrunarkona, dóttir óðalsbónda í Björnlunda í Södermannslän í Svíþjóð .
2) Arnar Arinbjarnar Helgason 27.2.1960, sonur Grétu og Helga
3) Guðrún Arinbjarnar 6.9.1964.
4) Halldór Ottó 1.9.1965.
General context
Á undanförnum árum hefur heilbrigðisráðuneytið með vitund og vilja helstu forsvarsmanna Félags íslenskra heimilislækna þrengt markvisst að sjálfstæðri starfsemi heimilislækna og komið í veg fyrir, að ungir heimilislæknar gætu opnað eigin stofur í höfuðborginni. Þetta hefur komið sér illa fyrir sjálfstætt starfandi heimilislækna og gert afleysingar og samfellda þjónustu erfiða. Bitnaði þetta á Ragnari í veikindum hans, því honum var annt um sjúklinga sína. Sú staðreynd, að Ragnar sinnti skjólstæðingum sínum fársjúkur fram undir hið síðasta, lýsir þó fyrst og fremst mannkostum hans og upplagi. Einstakt æðruleysi einkenndi baráttu hans við illvígan sjúkdóm síðustu mánuðina, sem hann lifði.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the grandparent of
Ragnar Ottó Arinbjarnar (1929-1997) læknir
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 12.7.2017
Language(s)
- Icelandic