Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Samhugur (2001-2009)

  • HAH10062
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2001-2009

Samhugur er samtök krabbameinssjúkra, aðstandenda þeirra og annarra velunnara.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra og koma til þeirra nytsamlegum upplýsingum. Vinna markvisst að málefnum sem varða andlegar, félagslegar og líkamlegar þarfir þessa fólks.
Leiðir að markmiðum, að gefa út bækling með upplýsingum um þjónustu sem í boði er, að hafa fundi eða samverustundir, að vera til taks og spjalla við þá sem þess þurfa við.

Skarðsviti á Vatnsnesi

  • HAH00819
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1950 -

Skarðsviti á Vatnsnesi var byggður árið 1950 eftir sömu teikningu og Æðeyjarviti. Vitinn er 14 m að hæð, á honum er sænskt ljóshús.

Gasljós var í Skarðsvita fram til 1980 að hann var rafvæddur. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en hefur nú verið kústaður með hvítu sementi.

Stöðlakot Bókhlöðustígur 6 í Reykjavík

  • HAH00826
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Stöðlakot (áður Stuðlakot) er steinbær í miðbæ Reykjavíkur sem stendur við Bókhlöðustíg 6. Húsið er líklega reist árið 1872 í núverandi mynd, og er hugsanlega elsti steinbærinn í Reykjavík.

Jón Árnason, nefndur hinn ríki, eignaðist Stöðlakot árið 1850 og átti kotið til dauðadags 1874. Hann stóð að gagngerðri endurbyggingu bæjarins 1872 og hlóð með grjóti. Herma sagnir að til þess hafi verið notað tilhöggvið grjót sem af gekk við byggingu Hegningarhússins. Bendir þetta til þess að Stöðlakot sé elsti steinbærinn í Reykjavík. Stöðlakot hét um tíma Narfabær.

Stöðlakot var ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur) og ásamt Skálholtskoti einu hjáleigurnar austan læks.

Klettakot í Reykjavík (Vesturgata 12, baklóð)

  • HAH00827
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1850 - 1887

Klettakot var hjáleiga frá Merkisteini, byggt upp úr 1850 og rifið árið 1887. Tryggvagata 18, Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær.
Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Sýslumaður Húnvetninga (1225)

  • HAH10070
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1225

Saga sýslumanna
„Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar“ (1)

Hér fyrir neðan verða þeir taldir upp og virðist embættið hafa byrjað með
Kolbeini Bjarnasyni (auðkýfingi) (1225-1309) og af honum tekur við Benedikt Kolbeinsson (1309-1379), höfðu þeir einhver sýsluvöld í Húnavatnsþingi 1323.
Gissur Galli Bjarnason, eigi ólíklegt að hann hafi fengið umboð yfir sýslunni hjá hirðstjóra Eiríki Sveinbjarnarsyni eftir 1323.
Benedikt Brynjólfsson og Brynjólfur ríki faðir hans, óvíst um sýsluvöld þeirra. Höfðu líklega umboð frá hirðstjóra, sem greitt var fyrir. Um aldamótin 1300-1400.
Jón Guttormsson skráveifa – 1360 drepinn í Grundardal.
Ásgeir Árnason er sýslumaður í Húnavatnssýslu 1422, óvíst hvenær hann tók við. Hætti það ár.
Guðmundur ríki Arason frá 1422.
Einar Þorleifsson varð hirðstjóri 1436 og umboðsmaður sem jafngilti sýslumanni um 1441.
Skúli Loftsson var um hríð sýslumaður, kannski í annarra umboði nálægt eða eftir 1441.
Bessi Einarsson sýslumaður eða umboðsmaður um það bil 1450.
Brandur Sigurðsson virðist hafa hálfa sýsluna 1458.
Egill Grímsson verið orðinn sýslumaður 1461.
Rafn Brandsson eldri virðist hafa hálfa sýsluna 1480
Sigurður Daðason er sýslumaður 1481 ásamt Agli Grímssyni – voru oftast tveir sýslumenn - .
Jón Sigmundsson hafði hálfa sýsluna 1494 ásamt Agli Grímssyni.
Einar Oddson sýslumaður að hálfu á móti Jóni Sigmundssyni 1495.
Ari Guðnason sýslumaður að hálfu á móti Einari Oddsyni.
Jón Einarsson orinn sýslumaður 1513 - 1516.
Teitur Þorleifsson sýslumaður 1516 – 1528.
Páll Grímsson 1536 – 1550.
Skúli Guðmmundsson um 1540 þá á móti Páli Grímssyni.
Egill Jónsson sýslumaður 1556 – 1960.
Þormóður Arason hálfur 1551 – 1554 síðan einn 1565.
Einar Þórarinsson um tíma umboðsmaður í Húnavatnssýslu.
Ormur Sturluson 1551 – 1553.
Oddur Gottskálksson 1553-1556.
Árni Gíslason 1557-1570.
Þorvaldur Björnsson í umboði Árna Gíslasonar 1568.
Sigurður Þormóðsson í umboði Þorvaldar Björnssonar 1569.
Jón Björnsson 1570-1591.
Hinrik Gerken Hansson í umboði Jóns Björnssonar 1574.
Jón lögmaður Jónsson 1578-1606.
Jón Egilsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1593.
Jón Einarsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1600-1607.
Páll Guðbrandsson 1607-1621.
Guðmundur Hákonarson 1621-1622 og aftur 1635-1656.
Jón Egilsson umboðsmaður Guðmundar Hákonarsonar 1640.
Jón lögmaður Sigurðsson 1622-1635.
Egill Jónsson umboðsmaður Jóns lögmanns 1622.
Þorkell Guðmundsson 1660-1662.
Björn Magnússon 1662-1670.
Guðbrandur Þorláksson 1665-1667.
Guðmundur Steindórsson 1670-1671.
Guðrandur Arngrímsson 1671-1683.
Jón eldri Sigurðsson hálfa sýsluna 1677.
Þorsteinn Benediktsson hálfa sýsluna 1678 og 1683 en alla sýsluna 1696.
Lárus Gottrup umboðsmaður 1683 svo 1695-1715, hafði sjö umboðsmenn á sínum ferli, þá Björn Hrólfsson, Jón Illugason, Sigurð Einarsson, Jón Eiríksson, Björn Þorleifsson, Sumarliða Klementsson og Þórð Björnsson.
Jóhann Lárusson Gottrup 1715-1728.
Grímur Grímsson 1727-1746 lögsagnari eða umboðsmaður.
Bjarni Halldórsson 1729-1773.
Arngrímur Jónsson 1773-1774.
Magnús Gíslason 1774-1789.
Björn Jónsson 1789-1790.
Margir af þeim hafa verið umboðsmenn Þingeyrajarða. (2)

Ísleifur Einarsson 1790-1800.
W. F. Krog danskur maður 1801-1805.
Sigurður Snorrason 1805-1813.
Björn Ólafsson lögsagnari 1813-1815.
Jón Jónsson 1815-1820.
Björn Auðunsson Blöndal 1820-1846.
Runólfur Magnús Björnsson Ólsen 1846-1847.
Arnór Árnason 1847-1859.
Kristján Kristjánsson 1860-1871.
Bjarni Einar Magnússon 1871-1876.
Eggert Gunnlaugsson Briem 1870-1877.
Lárus Þórarinn Björnsson Blöndal 1877-1894.
Benedikt Gísli Björnsson Blöndal settur sýslumaður 1876-1877 og 1894.
Jóhannes Jóhannesson 1894-1897.
Gísli Ísleifsson 1897-1912.
Guðmundur Björnsson 1904 í þrjá mánuði.
Björn Þórðarson 1912-1914.
Ari Jónssonn Arnalds 1914-1918.
Bogi Brynjólfsson 1918-1932.
Jónas Benedikt Bjarnason settur tímabundið 1919-1937.
Guðbrandur Magnússon Ísberg 1932-1960.
Jón Magnús Guðbrandsson Ísberg 1960-1994. (2. 3.)

Kjartan Þorkelsson 1994-2002.
Bjarni Stefánsson 2002-
Sýslumannsembætti Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu voru sameinuð um áramótin 2014-2015. (4)

Calgary, Alberta Kanada

  • HAH00831
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1873 -

The Calgary area was inhabited by pre-Clovis people whose presence has been traced back at least 11,000 years. The area has been inhabited by the Niitsitapi (Blackfoot Confederacy; Siksika, Kainai, Piikani), îyârhe Nakoda, the Tsuut'ina First Nations peoples and Métis Nation, Region 3.

As Mayor Naheed Nenshi (A'paistootsiipsii; Iitiya) describes, "There have always been people here. In Biblical times there were people here. For generations beyond number, people have come here to this land, drawn here by the water. They come here to hunt and fish; to trade; to live; to love; to have great victories; to taste bitter disappointment; but above all to engage in that very human act of building community."

In 1787, cartographer David Thompson spent the winter with a band of Peigan encamped along the Bow River. He was a Hudson's Bay Company trader and the first recorded European to visit the area. John Glenn was the first documented European settler in the Calgary area, in 1873.

In 1875, the site became a post of the North-West Mounted Police (now the Royal Canadian Mounted Police or RCMP). The NWMP detachment was assigned to protect the western plains from US whisky traders, and to protect the fur trade. Originally named Fort Brisebois, after NWMP officer Éphrem-A. Brisebois, it was renamed Fort Calgary in 1876 by Colonel James Macleod.

When the Canadian Pacific Railway reached the area in 1883, and a rail station was constructed, Calgary began to grow into an important commercial and agricultural centre. Over a century later, the Canadian Pacific Railway headquarters moved to Calgary from Montreal in 1996. Calgary was officially incorporated as a town in 1884, and elected its first mayor, George Murdoch. In 1894, it was incorporated as "The City of Calgary" in what was then the North-West Territories.[36] The Calgary Police Service was established in 1885 and assumed municipal, local duties from the NWMP.

The Calgary Fire of 1886 occurred on November 7, 1886. Fourteen buildings were destroyed with losses estimated at $103,200. Although no one was killed or injured,[38] city officials drafted a law requiring all large downtown buildings be built with Paskapoo sandstone, to prevent this from happening again.

After the arrival of the railway, the Dominion Government started leasing grazing land at minimal cost (up to 100,000 acres (400 km2) for one cent per acre per year). As a result of this policy, large ranching operations were established in the outlying country near Calgary. Already a transportation and distribution hub, Calgary quickly became the centre of Canada's cattle marketing and meatpacking industries.

By late 19th century, the Hudson's Bay Company (HBC) expanded into the interior and established posts along rivers that later developed into the modern cities of Winnipeg, Calgary and Edmonton. In 1884, the HBC established a sales shop in Calgary. HBC also built the first of the grand "original six" department stores in Calgary in 1913; others that followed are Edmonton, Vancouver, Victoria, Saskatoon, and Winnipeg

Félagsstarf eldri borgara (1980) Hnitbjörgum Blönduósi

  • HAH10073
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1980

Þegar Hnitbjörg, dvalarheimili aldraðra á Blönduósi var reist og tekið í notkun skapaðist aðstaða í kjallara hússins fyrir föndur og tómstundaiðju. Fyrstu íbúarnir fluttu inn 21. desember 1979 og flestir fluttu svo uppúr áramótunum 1979-1980. Hugmyndir höfðu verið uppi um tómstundaaðstöðuna í þessu nýja húsi enda vöntun á henni. Þá hafði verið um tveggja ára skeið þar á undan, vísir að slíkri starfsemi í baðstofu sjúkrahússins, um það sá Ingunn Gísladóttir kennari.
Stjórn Héraðshælisins samdi við hana að koma á fót föndurstarfsemi í Hnitbjörgum. Var hún því fyrsti forstöðumaður þessarar starfsemi.
Þessi aðstaða í Hnitbjörgum var frá upphafi, ætluð fyrir aðra sýslubúa, komna á aldur en ekki eingöngu fyrir íbúa hússins. Því var það er félagsþjónusta á vegum Blönduóshrepps var komið á laggirnar á þessum árum að starfsemin í kjallara Hnitbjarga jókst, þátttakendum fjölgaði og fjölbreytt afþreying var í boði. Keyptir voru hlutir og tæki til starfsins, sem sagt brennsluofn fyrir keramikmunagerð, um hann sá Kristín Húnfjörð. Til var rennibekkur og tól fyrir bókband, á árum áður.
Námkeið í ýmsum greinum voru haldin. Fólk í bænum og úr sveitum sóttu og notfærðu sér kennslu, aðstoð og aðstöðu. Boðið var upp á kaffi og bakkelsi fyrir lítinn pening á þessum samverustundum og önnuðust það þar til fengnar konur. Félagsþjónusta bæjarins bauð upp á akstur fyrir þá sem vildu. Svo er enn í dag 2020. Þeir sem ekki taka þátt í hannyrðum, spila á spil, lomber, brigde eða vist. Þær konur sem annast hafa „Föndrið“ Félagsstarfið frá byrjun, um lengri eða skemmri tíma eru:
Ingunn Gísladóttir, Arna Arnfinnsdóttir, Elísabet Sigurgeirsdóttir og nú Sigríður Hrönn Bjarkadóttir.

Skáli Blönduósi

  • HAH00834
  • Fyrirtæki/stofnun

Skáli var hermannabraggi hjá Óslandi

Aðalgata 21 Blönduósi

  • HAH00772
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957 -

Byggt af Sigurgeiri Magnússyni, sem selur Ragnari Þórarinssyni húsið

Náttúruverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu (1966)

  • HAH10075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1966

Fyrsta gróðurverndarnefnd Austur Húnavatnssýslu var stofnuð vorið 1966 á aðalfundi sýslunefndar. Var þetta gert samkvæmt lögum um landgræðslu ríkisins frá árinu 1965. Þessi fyrsta nefnd var skipuð þremur hreppsnefndaoddvitum, þeim: Jóni Tryggvasyni Ártúnum, Grími Gíslasyni Saurbæ og Guðmundi B. Þorsteinssyni Holti.
Varð Guðmundur fyrsti formaður nefndarinnar.

Höfðahreppur(1939-2007)

  • HAH10078
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1939-2007

Skagaströnd áður Höfðakaupsstaður er þorp á vestanverðum Skaga sem hefur verið sjálfstætt sveitarfélag, Höfðahreppur, síðan Vindhælishreppi var skipt í þrennt 1. janúar 1939. 11. september 2007 var tilkynnt um að nafni sveitarfélagsins hefði verið breytt í Sveitarfélagið Skagaströnd.

Byggðatrygging hf. (1961-1972)

  • HAH10084
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961-1972

Byggðatrygging var stofnuð í byrjun maí 1961 en starfar sem umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. árið 1972 og starfar ekki sjálfstætt eftir það.

Ferðamálafélag Húnvetninga (1984)

  • HAH10086
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1984

Ferðamálafélag Húnvetninga var stofnað 20. nóvember 1984 og er starfssvæði þess Húnavatnssýslur. Félagið er ollum opið, einstaklingum, félögum og stofnunum. Tilgangur félagsins er að efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein í sýslunum og bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn. Félagið er aðili að Ferðamálasamtökum Norðurlands.

Þúfnalækur í landi Kirkjuhvamms á Vatnsnesi

  • HAH00845
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Að norðan ræður frá sjó Rauðilækur upp á veg, og er þar varða rjett fyrir ofan veginn, úr vörðunni bein lína í Grænutópt, yfir Grænutópt í Þúfnalæk, ræður svo Þúfnalækur merkjum upp fyrir utan Hvammsholt, beina línu yfir hest í klöpp á Hvammsbarmi, merkta L., úr klöpp þessari í klettanybbu sunnan í Hnausabrúninni merkta L., úr klettanybbu þessari rjetta sjónhending norðarlega á Efstahnaus, í vörðu þar, og úr vörðu þessari sömu stefnu á fjall austur, eins og vötn að draga, svo suður háfjallið á móts við Kirkjuhvammsvatn, svo beinlínis ofan í nefnt vatn, úr Kirkjuhvammsvatni ræður merkjum að sunnan á sú, er rennur úr Kirkjuhvammsvatni ofan milli Kirkjuhvamms og Syðstahvamms alla leið ofan fyrir Kirkjuhvammstún og ofan í árkrók þann, sem er skammt fyrir ofan ás þann, er vegurinn liggur eftir, og úr árkróknum ofan í sömu á rjétt á veginum, á þessum kafla er stefna landamerkjanna sett með þremur steinum, frá veginum ræður svo sama á alla leið til sjáfar, er áin fellur í sjó við klöpp sunnanvert við Hvammstanga. Allur reki á landi Kirkjuhvamms fylgir óskertur. Engin ítök eiga aðrar jarðir í Kirkjuhvammi. Kirkjuhvammur á engin ítök í öðrum jörðum.

Stöðvarfjörður

  • HAH00848
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Stöðvarfjörður er þorp á sunnanverðum Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 198 árið 2015. Stöðvarfjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Þéttbýlið á Stöðvarfirði má rekja til ársins 1896 þegar Carl Guðmundsson hóf verslunarrekstur þar. Sjávarútvegur hefur verið helsti atvinnuvegur þorpsins en störfum hefur þó fækkað mikið undanfarið.

Áður höfðu búið þar útvegsbændur um langan tíma, enda gjöful fiskimið skammt út af firðinum. Þegar verslun hófst á Stöðvarfirði tilheyrði byggðarlagið Breiðdalshreppi en tíu árum síðar var stofnað sérstakt sveitarfélag.

Fiskvinnsla og fiskveiðar var til langs tíma höfuðatvinnuvegur Stöðfirðinga eins og títt er í litlum sjávarplássum á Íslandi. Þar var um langt skeið rekin togaraútgerð og frystihús með aðaláherslu á bolfiskvinnslu. Á síðustu árum hefur störfum við sjávartúveg fækkað mikið. Í dag búa um 200 manns á Stöðvarfirði.

Stokkseyrarkirkja

  • HAH00854
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1886 -

Stokkseyrarkirkja sú sem nú stendur var byggð 1886 en þetta er 23 kirkja sem vitað er til að hafi verið á Stokkseyri og hafa þær allar staðið á sama stað með kirkjugarðinn í kring. Kirkja hefur verið á Stokkseyri frá kaþólskum sið, elstu máldagar hennar eru frá því um 1300.

Stokkseyrarkirkja er í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1886 austan við hið forna Stokkseyrarhlað úr timbri og er þjónað frá Eyrarbakka. Hún tekur u.þ.b. 150 manns í sæti Í katólskri tíð voru þar Maríukirkjur.

Kaldaðarnes varð annexía frá Stokkseyri 1856, sem varð upp frá því heimakirkja með prestssetur á Ásgautsstöðum. Síðar bjuggu prestarnir á Stóra-Hrauni og voru þá í Eyrarbakkasókn, sem var stofnuð 1886.

Kirkjan var bændakirkja til ársins 1886 er söfnuðurinn tók við henni.

Þýskaland

  • HAH00861
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 843 -

Sambandslýðveldið Þýskaland (þýska: Bundesrepublik Deutschland; framburður (uppl.)) er að flatarmáli sjöunda stærsta ríki Evrópu og spannar rúmlega 357 þúsund km². Það er að sama skapi næst fjölmennasta land Evrópu með 81,1 milljónir íbúa. Aðeins Rússland er fjölmennara. Höfuðborgin er Berlín. Þýskaland var áður fyrr meginhluti Hins heilaga rómverska keisaradæmis sem myndaðist við skiptingu hins mikla Frankaríkis Karlamagnúsar árið 843. Í dag er Þýskaland eitt mesta iðnveldi heims og er efnahagskerfi landsins eitt það stærsta í heimi.

Þýska tungumálið og samkennd meðal Þjóðverja er yfir þúsund ára gömul en sameinað þýskt þjóðríki varð þó ekki til fyrr en með stofnun Þýska keisaradæmisins árið 1871.

Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843 en með honum var Frankaveldi skipt upp í vesturhluta sem varð að Frakklandi nútímans, miðhluta sem tók yfir Norður-Ítalíu, Niðurlönd og fleiri svæði og austurhluta sem myndaði Hið heilaga rómverska keisaradæmi. Það var til í ýmsum myndum allt til 1806 en var þó aldrei meira en mjög laustengt bandalag smá konungsríkja og hafði auk þess fleiri þjóðir en þá þýsku innan sinna vébanda.

Á þessum þúsund árum juku Þjóðverjar mjög við áhrif sín í gegnum kaþólsku kirkjuna, Norður-krossferðirnar og Hansasambandið.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Talið er að rekja megi uppruna germanskra þjóðflokka til bronsaldar Norður-Evrópu (um 1800 – 600 f.Kr.) eða í síðasta lagi til járnaldar Norður-Evrópu (5. öld – 1. öld f.Kr.) Þjóðflokkarnir breiddust út til suðurs, austurs og vesturs frá suðurhluta Skandinavíu og norðurhluta Þýskalands á 1. öld f.Kr. og komust þá í kynni við keltneska þjóðflokka í Gallíu og íranska og slavneska þjóðflokka í Austur-Evrópu. Lítið er vitað um sögu germanskra þjóðflokka á þessum tíma, nema hvað varðar samskipti þeirra við Rómverja auk þekktra fornleifa.[1]

Í valdatíð Ágústusar hófu Rómverjar, undir forystu rómverska herforingjans Publiusar Quinctiliusar Varusar, að ráðast inn á landsvæði Germana. Á þessum tíma kynntust Germanar herstjórnarlist Rómverja. Árið 9 e.Kr. gereyddu Germanar, undir forystu Arminiusar (Hermans), þremur rómverskum herdeildum Varusar í orrustunni um Teutoburgs-skóg. Þar með héldust landsvæði Germana allt að Rín og Dóná utan Rómaveldis. Um 100 e.Kr., þegar rit Tacitusar Germanía var samið, höfðu Germanar komið sér fyrir meðfram Rín og Dóná og réðu nú að mestu leyti yfir því svæði sem Þýskaland nær yfir nú á dögum.

Á 3. öld óx ýmsum vestur-germönskum þjóðflokkum eins og Alamönnum, Frönkum, Söxum og fleirum ásmegin.

Fnjóskadalur Þingeyjarsýslu

  • HAH00865
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Fnjóskadalur (stundum kallaður Hnjóskadalur áður fyrr) er mikill dalur í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann dregur nafn af svokölluðum „fnjóskum“, sem eru „þurrir og feysknir trjábútar“.

Dragáin Fnjóská rennur eftir honum. Í suðri endar hann í þrem eyðidölum, Bleiksmýrardal, Hjaltadal og Timburvalladal, en nyrst sveigir dalurinn til vesturs og heitir þar Dalsmynni. Um það rennur Fnjóská til sjávar í Eyjafirði. Norður af dalnum er Flateyjardalsheiði og norðan við hana Flateyjardalur. Vestan dalsins er Vaðlaheiði og vestan hennar er Svalbarðsströnd. Austan dalsins eru einnig fjöll, að norðan milli hans og Köldukinnar og að sunnan milli Fnjóskadals og Bárðardals. Þar á milli er Ljósavatnsskarð.

Hringvegurinn liggur um Fnjóskadal og til vesturs til Svalbarðsstrandar um Víkurskarð, nokkru sunnan við Dalsmynni, en til austurs um Ljósavatnsskarð til Bárðardals. Áður lá vegurinn til Eyjafjarðar upp úr dalnum á móts við Ljósavatnsskarð yfir Vaðlaheiði, en nú hafa verið gerð jarðgöng undir heiðina, Vaðlaheiðargöng.

Eyrabakkakirkja

  • HAH00866
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.1890 -

Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890, en fram að því áttu Eyrbekkingar kirkjusókn í nágrannaþorpið Stokkseyri. Íbúar á Eyrarbakka voru 702 árið 1890 og var fólksfjölgunin ástæðan fyrir því að Stokkseyrarsókn var skipt í tvennt og ný kirkja reist á Eyrarbakka. Hún tekur 230 til 240 manns í sæti.

Kirkjan er teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni, en hann var helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880–90, en lést á meðan á byggingu kirkjunnar stóð.

Sögufrægasti gripur kirkjunnar er altaristaflan. Er það mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14) og stendur undir töflunni: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Tilurð hennar á sér sérstaka sögu. Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Gekk hann þá einnig á fund konungs og drottningar. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. Drottning var listfeng í besta lagi og er kunnugt um altaristöflur eftir hana í þremur kirkjum í Danmörku; í kirkjunum í Gentofte, Klitmøller og Lundø.

Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru greinilega íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii til minningar um margra áratuga verslun Lefolii-fjölskyldunnar á Eyrarbakka.

Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar.

Viðamiklar endurbætur og lagfæringar á Eyrarbakkakirkju hófust árið 1977 og var þeim lokið í árslok 1979. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995.

Miklabæjarkirkja í Blönduhlíð

  • HAH00872
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973 -

Miklabæjarkirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Miklibær í Blönduhlíð hefur verið prestssetur um aldaraðir.

Fyrstu heimildir geta um kirkju og prest í Miklabæ í tíð Sturlunga árið 1234, þegar Kolbeinn ungi lét vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm djákna, son hans. Næstu heimildir um kirkjuna eru í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Á Örlygsstöðum, skammt frá, var mikill bardagi, þegar Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, sonur hans, mættu þar Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni. Bardaganum lauk með sigri Kolbeins og Gissurar og Sighvatur og Sturla féllu báðir. Eftir að þeirra féllu flýðu margir úr liðinu í kirkjuna á Miklabæ og flestir fengu grið.

Kirkjan á Miklabæ var helguð Ólafi helga Noregskonungi, sem dó 1030. Hann er verndardýrlingur Noregs. Tákn hans eru bikar eða ríkisepli, tákn valdsins, og öxi. Ólafur sendi trúboða til Íslands og Grænlands. Eftir kristnitökuna voru margar fyrstu kirkjurnar helgaðar Ólafi.

Kirkjan sem nú stendur á Miklabæ er yngsta kirkja í Skagafirði í lúterskri trú, byggð árið 1973.

Skógafoss og Skógaá undir Eyjafjöllum

  • HAH00877
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt meðfram ánni og gljúfrum hennar. Þrasi Þórólfsson var landnámsmaður að Skógum. Hann nam land milli Jökulsár og Kaldaklofsár og var sagður fróður og forn í lund.

Svínafellsjökull í Öræfum

  • HAH00890
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Svínafellsjökull er skriðjökull í Öræfajökli. Hann er kenndur við bæinn Svínafell. Árið 2007 týndust tveir þýskir fjallgöngumenn á jöklinum.

Barnaskólinn á Sauðárkróki

  • HAH00906
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 3.1.1882 - 1998

Barnaskólinn á Sauðárkróki við Aðalgötu var byggður árið 1908, en fyrsti barnaskólinn á Sauðárkróki var stofnaður og hafin í honum kennsla 3. janúar 1882. Þá var tekið í notkun nýbyggt skólahús sem var á svipuðum slóðum og Verslun Haraldar Júlíussonar er núna. Með auknum íbúafjölda varð skólahúsið brátt of lítið og var þá ráðist í byggingu hússins við Aðalgötu. 1946 var Barnaskóli reistur við Freyjugötu

Söngfélagið Vökumenn (1959-1981)

  • HAH10097
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1959-1981

Formaður var Heiðar Kristjánsson
ritari Jón Kristjánsson
gjaldkeri Óskar Sigurfinnsson
Söngstjóri var Kristófer Kristjánsson
Alls voru stofnendur félagsins 11 talsins.
Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði.
Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði síðar kom hann fyrst opinberlega fram undir stjórn Kristófers Kristjánssonar í Köldukinn sem átti eftir að stjórna kórnum allt til enda.
Fyrst í stað samanstóð hópurinn eingöngu af meðlimum úr hreppnum en síðar bættust við söngmenn frá Blönduósi og við það fjölgaði nokkuð í honum en upphaflega voru einungis tíu í kórnum.
Sem fyrr segir voru Vökumenn fastur liður á Húnavöku og framan af eingöngu sem söngatriði en síðar meir varð hlutverk þeirra mun margbreytilegra þegar kórinn annaðist einnig fleiri skemmtiatriði s.s. leiksýningar.
Vökumenn störfuðu allt til ársins 1981 en í lokin var um blandaðan kór að ræða þegar konur höfðu bæst í hópinn, kölluðu þau sig Samkór Vökumanna síðustu tvö árin.

Gunnsteinsstaðakirkja (1432-1724)

  • HAH10055
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1432-1724

Að því er til aldurs kirkjunnar kemur, virðist hún tvímælalítið vera frá þvi fyrir 1550, en ómögulegt er að ákveða þetta nánar. Þó gæti kirkjan jafnvel hafa verið bygð fyrir 1432, þvi það ár er hún í vísitatiu Jóns biskups IV. virt á 12 hundruð1), og er þar i talið álagið, en kirkja sú, er nú stendur þar, getur einmitt vel hafa verið svo dýr eptir stærðinni (sjá töflu XIV sbr. töflu VI). En þessi rök liggja til aldurs kirkjunnar. Árni Magnússon segir i jarðabók sinni undir Gunn-steinsstöðum2), að þar sé kirkja, sem syngja megi til þegar heimamenn vilja taka sakramenti. í prófasts-skýrslum um kirkjur 1723—1724s) er hennar getið, en úr því ekki; sýnist þvi hafa verið hætt að nota hana á tírnabilinu örskömmu eptir 1724. Gæti hún þvi varla
verið bygð siðar en um 1700. í bréfi, sem bóndinn á Holtastöðum ritaði biskupsdæminu um 1811 (bréfið ó-dagsett)út af rekamáli einu við Gunnsteinsstaði segir hann: »þótt einhverntima hefði Gunnsteinsstaðaskemma — fyrrum kirkja — átt tilkall til.....«. Eptir þessu hefur kirkjan verið orðin skemma, eins og hún er enn i dag, um 1811. í bréfi til biskupsdæmisins um sama mál dags. 21. sept. 18112) segir sami maður: »hvort rekinn skylldi allur tilheyra Holltastaðakirkju eður hálfur Gunnsteinsstaðakirkju, og síðan jarðarinnar eigendur3), þar hún er fyrir mörgum öldum niðurlögð«. Bersýni-lega veit maðurinn ekkert um það, hvenær kirkjan var niðurlögð, annað en að það var fyrir löngu þá, og verður það á hans máli fyrir mörgum öldum. Getur þetta einkar vel staðið heima við að hún hafi lagst niður fyrri part 18. aldarinnar, og er líklegt, að hún hafi þá þegar orðið skemma, að minsta kosti var hún orðin það, er Holtastaðabóndinn ritar bréf það 1811, sem áðan var vitnað í. Ekkert virðist og liklegra en að kirkjan, úr þvi hún hefur getað staðið um 200 ár með þeirri meðferð, sem skemma hlýtur, hafi áður en hún féll úr tigninni getað staðið það liðugt hálft annað hundrað ára, sem þá vantar upp á að hún sé úr ka-þólskum sið, með þeirri meðferð, sem kirkjur fengu, sem alténd hefur verið eitthvað skárri en sú, sem á skemmum var, þó að hún eptir siðaskiptin ef til vill hafi ekki verið eins burðug og skyldi.

Þroskahjálp Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu (1990)

  • HAH10100
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1990

Félagið Þroskahjálp á Norðurlandskjördæmi vestra var stofnað laugardaginn 28.októrber 1990. Stofnfélagar voru 27 talsins.
Í stjórn voru:
Ásta B. Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hörður Sigþórsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Margrét Ríkharðsdóttir, Egill Pálsson, Svanfríður Larsen og Aldís Rögnvaldsdóttir.
Tilgangur félagsins er að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum þroskaheftra og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Vinna að því að komið verði upp í sem flestum þéttbýlisstöðum á svæðinu þeirri þjónustu fyrir þroskahefta sem ráð er fyrir gert í lögum hverju sinni og þroskaheftum þannig veitt sem best skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa og að starfsorka þeirra verði nýtt. Að annast kynningu á málum þroskaheftra með útgáfustarfsemi eða á annan hátt.

Jökulsá og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

  • HAH00921
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1933

Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Það er 284 metrar að dýpt samkvæmt mælingum frá 2009. Eftir framhlaup Breiðamerk­ur­jök­uls dýpkaði lónið og varð þar með dýpra en Öskjuvatn.

Jökulsárlón er ungt lón og fór að myndast eftir að Breiðamerkurjökull tók að hopa eftir 1933. Áður rann áin beint undan jökli og til sjávar. Breiðamerkursandur var fyrr á öldum töluvert breiðari en hann er nú því bæði hefur sjór brotið af honum og einnig náði jökullinn skemmra fram á sandinn. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um sandinn 1756 töldu þeir um eina danska mílu (7,5 km) milli jökuls og sjávar. Á næstu áratugum skreið jökullinn mjög fram og þegar Sveinn Pálsson fór um sandinn 1794 taldi hann aðeins um 2 km milli jökuls og sjávar. Þegar jökullinn skreið fram hefur hann líklega grafið sig djúpt ofan í gljúp jarðlög og þegar hann fór að hopa aftur á 4. áratug 20. aldar myndaðist lón þar sem hann hafði grafið sig niður.

Íþróttahúsið á Blönduósi

  • HAH00333
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 5.9.1992 -

"Með tilkomu þessa nýja íþróttahúss sem verður með löglega stærð keppnisvallar, verður algjör bylting í iðkun innanhússíþrótta því gólfflötur gamla salarins er 8x12 metrar. Keppnisfólk á Blönduósi hefur þurft að sækja æfingar að Húnavöllum og jafnvel til Sauðárkóks ef möguleikar hafa verið til þess og má því segja að með ólíkindum sé að lið ungmennafélagsins Hvatar skuli leika í 2. deild íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu.

Aðstaða Húnvetninga til iðkunar innanhússíþrótta breytist mjög til hins betra á haustdögum því auk hússins á Blönduósi verður einnig tekið í notkun nýtt íþróttahús að Laugarbakka í Miðfirði." Feykir GG

Lindarbrekka gata

  • Fyrirtæki/stofnun

Stígur fyrir neðan sýslumannsbrekkuna á Blönduósi

Bárðarbás við Höfða Mývatnssveit

  • Fyrirtæki/stofnun

Bárður Sigurðsson keypti landspildu vestan í Hafurshöfða úr landi Kálfastrandar 1912 og byggði þar bæ sinn, sem enn má sjá fagurlega hlaðna veggi að. Hann var þá einhleypur og vann víða um sveitina fyrir bændur og var ekki alltaf heimavið. Hjálmar Stefánsson í Vagnbrekku kom þá einhverju sinni þar heim á bæ og vildi heimsækja frænda sinn, en bærinn var læstur með hengilás. Hjálmar orti þá þessa vísu:

Smíðað hefur Bárður bás.
Býr þar sjálfur hjá sér.
Hefur til þess hengilás
að halda stúlkum frá sér.

Skömmu síðar giftist Bárður Sigurbjörgu Sigfúsdóttur og áttu von á fyrsta barni í bæinn. Þá orti Þura Árnadóttir í Garði:

Þrengjast fer á Bárðarbás,
bráðum fæðist drengur
Hefur bilað hengilás,
hespa eða kengur.

Nokkuð hefur gætt þess misskilnings að Þura Árnadóttir ætti þessar vísur báðar en sannast mun það vera að hún á aðeins síðari vísuna, fyrri vísan er Hjálmars, en báðar eru þær perlur.

Bárður flutti með fjölskyldu sína inn í Eyjafjörð 1931 en Héðinn Valdimarsson keypti landið og síðar allan höfðann. Hófust þau hjón bráðlega handa við að láta gróðursetja í landið. Að því búa nú Mývetningar og aðrir sem þangað leggja leið sína, einkum vegna óeigingjarnrar gjafar Guðrúnar Pálsdóttur, en hún lést á síðasta ári.

Höfði er opinn öllum til gönguferða. Þar er unnið í stígagerð og blómabeðum yfir sumarið á vegum

Árbæjarsafn Museum 1957

  • HAH00395
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Minjasafni Reykjavíkur.
Áhugi vaknaði um miðja síðustu öld á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notkun 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust.
Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Árið 1957 samþykktu bæjaryfirvöld að Árbæ skyldi enduruppbyggja og nýta sem safn og að þangað skyldu gömul merk hús vera færð. Árið 1968 voru Árbæjarsafn og Minjasafn Reykjavíkur sameinuð.
Æðsti yfirmaður safnsins er borgarminjavörður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Árbæjarsafn hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2006.

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí. Árbæjarsafn býður upp á fasta leiðsagnartíma um safnið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13 - 14. Einnig er hægt að panta leiðsagnartíma fyrir utan auglýsta tíma.
Það kostar 1400 kr. inn fyrir fullorðna og frítt fyrir börn til 18 ára aldurs og eldri borgara.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (1946)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 30.12.1946 -

Á aðalfundi Lifrarsamlags Vestmannaeyja í október 1945 báru þrír útgerðarmenn úr Vestmannaeyjum, Helgi Benediktsson, Eiríkur Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson tillögu um að Lifrarsamlag Vestmannaeyja yrði fært út á þann hátt að mögulegt væri að gervinna fiskafurðir félagsmanna og var skipuð til þess að skoða þetta mál nánar.

Árið 1946 komu þessir menn saman á fund og var almennur áhugi fyrir því að þarft væri að útgerðarmenn myndu taka höndum saman um að koma upp fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum en sumir nefndarmanna voru mótfallnir því að það yrði gert sem sambandi við Lifrarsamlagið heldur átti að gera það sjálfstætt frekar. Nefnin hélt áfram að funda og hélt auk þess almenna fundið í Olís og Útvegsbændafélaginu þar sem tillagan hlaut á báðum stöðum góðar undirtektir.

Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja 2. október 1946 var kosið í undirbúningsnefnd að stofnun Fiskvinnslustöðvar útgerðarmanna í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir aðilar voru í stjórn; Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason og Ólafur Á. Kristjánsson. Í varastjórn voru Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson.

Helga Benediktssyni, Guðlaugi Gíslasyni og Ragnari Stefánssyni var falið að semja frumdrög að félagslögum. 1. nóvember 1946 lögðu þeir fram uppkast að lögum félagsins og er upphaf þeirra á þessa leið: "Félagið heitir Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðanda. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Félagið er samlagsfélag og takmarkast ábyrgð félagsmanna eftir þátttöku þeirra, svo sem síðar segir."

Landakotskirkja Reykjavík (1929)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.6.1929 -

Árið 1859 komu fyrstu kaþólsku prestarnir hingað til lands eftir siðaskiptin. Það voru þeir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin og keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík og settust þar að. Faðir Baudoin reisti litla kapellu við þetta hús 1864. Hún var síðar leyst af hólmi af timburkirkju við Túngötu, nálægt prestsetrinu. Þessi kirkja var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu Montfortprestar, sem höfðu tekið við trúboðinu í Íslandi árið 1903, að leggja drög að byggingu nýrrar kirkju. Ýmsar teikningar voru gerðar en loks var ákveðið að smíða kirkju í nýgotneskum stíl. Hornsteinninn var lagður 1927. Árið 1929 var kirkjan fullreist.

Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna kirkjuna. Sameinaði hann í teikningum sínum gotneskan stíl við séríslensk einkenni, og má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar, sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. „Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Íslendingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista,“ sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í jólablaði Tímans árið 1927. Jens Eyjólfsson, byggingameistari bæjarins, sá um að reisa kirkjuna. Breyttist hún nokkuð í meðförum hans, og var til dæmis hætt við að reisa turnspíru ofan á turn kirkjunnar.

Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð þann 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg.

Athöfnin hófst klukkan hálfníu um morguninn á því að Willem van Rossum kardínáli, og einn helsti hvatamaður að hinni nýju kirkju, gekk til gömlu kirkjunnar, og var þar haldin stutt messa. Að því loknu voru helgir dómar kirkjunnar bornir úr gömlu kirkjunni og yfir í þá nýju. Meulenberg, sem nú var prefekt kirkjunnar, gekk með helgidómana einn hring í kringum kirkjuna og fylgdi skrúðfylking á eftir. Þegar inn í hina nýju kirkju var komið var altarið vígt.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar helgiathafnir sem kardínálinn v. Rossum framkvæmdi, ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. Að vígslu lokinni var haldin messa. Messugerðinni lauk á því að kardínálinn söng Te Deum úr hásæti sínu, en söfnuður og aðkomufólk stóð upp. „Gengu klerkar síðan með kórdrengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni.“

Dómkirkjan ber nafn Krists konungs í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef.

Árið 1956 var sett upp orgel í kirkjunni sem smíðað var hjá Fröbenius-smiðjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjan og orgelið hafa verið endurnýjuð nokkrum sinnum, síðast 1999-2000.

Á hægri hlið við innganginn í kirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.

Í tilefni af hátíðinni „Kristni í 1000 ára á Íslandi“ var dómkirkjan heiðruð og fengin nafnbótin „basilika“, hin eina í löndum Norður-Evrópu. Hinn 1. júlí 2000 lýsti Edward Idris Cassidy kardínáli þessari nafngjöf yfir við hátíðlega messu í dómkirkjunni.

Til hægri fyrir dyrum úti er brjóstmynd af Marteini Meulenberg biskupi (1872-1941) en hann stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Hann var fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siðaskiptin.

Til vinstri við kirkjuna var þann 17. september 2000 afhjúpuð stytta af konu og nefndist hún „Köllun“. Hana gerði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir til minningar um mannúðarstörf Jósefssystra sem störfuðu á Íslandi í meira en eina öld.

Eldfell á Heimaey (1973)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.1.1973

Eldfell er rétt rúmlega 200 m hátt eldfjall á Heimaey í Vestmannaeyjaklasanum. Það myndaðist í eldgosi sem hófst 23. janúar 1973 en lauk 3. júlí 1973, þetta eldgos er kallað Heimaeyjargosið.

Strax og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu, en hús tóku mjög fljótlega að hverfa undir hraun.

Einn maður dó í gosinu og var það af völdum koldíoxíðeitrunar - mikið af lífshættulegum lofttegundum kom upp úr jörðinni með vikrinum og gjóskunni. Mikil mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr, þar sem að sprungan kom upp rétt austan við austasta hús bæjarins (þó munaði ekki nema nokkrum metrum).

Um helmingur húsa bæjarins ýmist lenti undir hrauni eða á annan hátt eyðilagðist í gosinu, en uppbyggingin eftir gosið var mjög snögg.

Gosið í Heimaey byrjaði 23.janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Þetta er fyrsta gos sem hefst í þorpi á Íslandi. Það var loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason og vinur hans, Ólaf Granz, sem voru í sínum vanalega miðnæturgöngutúr þegar hinn tilkomumikla sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn frá Helgafellstoppi. Þar sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Strax var haft samband við lögreglu þar sem tilkynnt var að jarðeldur væri kominn upp austan við Kirkjubæ. Lögreglan tók upplýsingarnar ekki trúanlegar í fyrstu en fór strax að athuga hvað væri í gangi og þegar á staðinn var komið sáu þeir að gos var hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist hratt á fyrstu mínútunum. Kveikt var á brunalúðrum og á mjög skömmum tíma var allur bærinn vaknaður og fólk streymdi úr húsum sínum og niður á bryggju. Flestir þeir sem upplifðu gosið eru sammála um að klukkuna hafi vantað fimm mínútur í tvö þegar að gosið hófst.

Kjötpottur landsins skopteikning 1911

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1947

Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.

Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.

Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.

Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.

Steindalsfoss / Nordheimsund / Harðangri

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1699

One of the most popular waterfalls in Norway. The Steinsdalsfossen has a fall of 50 m and is special because you can walk safe and dry behind it. The fall occured in 1699 when the river changed course. There is a footpath from the car park up to and under the waterfall. Along National Tourist Route Hardanger.Tourist information office.

National Tourist Routes
Scenic roads for exploring Norway's breathtaking landscapes - comprising selected stretches from north to south. 3 of them are in Hardanger. National Tourist Route Hardanger, National Tourist Route Hardangervidda and National Tourist Route Ryfylke. www.nasjonaleturistveger.no

Dalsfoss í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Vatnsdalsá er á sem rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Áin er dragá sem safnar í sig vatni af Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og þar sem hún rennur niður í Vatnsdal í miklum gljúfrum eru í henni allmargir fossar. Efstur þeirra er Skínandi og neðar Kerafoss og Rjúkandi. Neðar í ánni eru Dalsfoss og Stekkjarfoss. Við hann er laxastigi. Aðrar ár og lækir renna í Vatnsdalsánna eins og til dæmis Tunguá, Álka og Kornsá.

Vatnsdalsá er ein besta laxveiðiá landsins og þar er einnig mjög góð silungsveiði. Mikið er um stórlaxa í ánni en stangveiðar hófust þar 1936; áður var eingöngu stunduð netaveiði í ánni. Besti veiðistaðurinn er Hnausastrengur. Eingöngu er veitt á flugu í Vatnsdalsá.

Vatnsdalsá rennur í stöðuvatnið Flóðið, sem myndaðist við skriðuföll í Vatnsdal árið 1720, en áin sem úr því rennur nefnist Hnausakvísl.

Fitjá í V-Hvs

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Víðidalur er breiður, gróinn og búsældarlegur dalur í Vestur-Húnavatnssýslu, inn af Vesturhópi. Austan við dalinn er Víðidalsfjall, sem er hátt og tindótt en vestan að honum er Fitjárdalur og svo austurbrún Miðfjarðarháls, sem er fremur lágur og ávalur. Í norðanverðum dalnum eru gamlir sethjallar sem bera þess merki að á ísöld hafi sjór gengið langt inn í dalinn.

Um dalinn rennur Víðidalsá, sem á upptök á heiðunum suður af dalnum og er mikil laxveiðiá. Í hana fellur Fitjá, sem kemur upp á Stórasandi. Í miðjum dalnum rennur Víðidalsá í gljúfrum, 20-25 metra djúpum og hrikalegum. Kallast þau Kolugljúfur og eru sögð kennd við tröllkonuna Kolu.

Auðunn skökull Bjarnarson nam land í Víðidal fyrstur manna og bjó á Auðunarstöðum en helsta höfuðbólið í dalnum er þó Víðidalstunga, utarlega í tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Þar er kirkja sveitarinnar.

Laxá í Kjós

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Laxá í Kjós er ein af þekktustu og gjöfulustu laxveiðiám Íslands. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, 178 m. yfir sjó, og rennur þaðan niður Kjósina um 20 km. veg, til sjávar í Laxárvogi. Laxgeng er hún að Þórufossi, skammt neðan Stíflisdalsvatns. Rúmlega 1 km. frá sjó fellur þveráin Bugða í Laxána frá suðri. Hún kemur úr Meðalfellsvatni og gengur lax upp í það í nokkrum mæli. Heildar vatnasvið Laxár er rétt tæpir 300 ferkm. Umhverfi árinnar er bæði fjölbreytt og fagurt. Eins er áin sjálf mjög breytileg ásýndum, rennur ýmist með stríðum straumi í djúpum gljúfrum eða liðast um grasigróið sléttlendi, lygn og rólyndisleg. Nokkuð er um fallega fossa. Gott aðgengi er að svo til öllum veiðistöðum, en þeir eru taldir vera yfir 90.
Meðalveiði í Laxánni árin 1974 til 2008 er 1269 laxar, mest 3422 árið 1988 en minnst 629 árið 1996. Auk laxins er oft nokkur sjóbirtingsveiði í ánni neðanverðri og er hún helst stunduð á vorin fyrir laxveiðitímann.

Laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Ásmundarnúpur í Víðidalsfjalli (700 mys)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Nyrzta öxl Víðidalsfjalls heitir Ásmundarnúpur, 665 m hár. Vestan við Ásmundarnúp gengur dalur inn í fjallið og klýfur það í tvennt. Dalur þessi, sem er um 6 km á lengd, smáhækkar er inn í fjallið kemur og eyðist í urðardrögum inn á háfjallinu. Þessi umræddi dalur heitir Melrakkadalur. Fyrir mynni dals þessa stendur bærinn Melrakkadalur í Víðidal, er dregur efalaust nafn sitt af dalnum.

Skarðhver á Vatnsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Í flæðarmáli er Skarðshver, allt að 83°C heitur með mörgum smá hitaaugum, mjög óvíða að finna heitar uppsprettur í svo nánu sambýli sjávar.

Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada / Vatnabyggd settlement

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1905 -

Wynyard is a town in eastern Saskatchewan, Canada, 132 km west of Yorkton and 190 km east of Saskatoon.[4] Wynyard is in but not part of the rural municipality of Big Quill No. 308. It is located on the Yellowhead Highway just south of Big Quill Lake.

Settled 1905 , Village 1908 and Town 1911

Jörfi í Víðidal

  • HAH00893
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Fyrst getið í mt 1835 og eru þar þá 6 til heimilis.

Snorrabúð Blönduósi

  • Fyrirtæki/stofnun

Snorrabúð var þar sem Skjalasafnið er núna, síðar hesthús

Svalbarðseyri við Eyjafjörð

  • HAH00930
  • Fyrirtæki/stofnun

Svalbarðseyri er þorp á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyjafjörð í landi hins forna höfuðbóls Svalbarðs.
Svalbarðsströnd er blómlegt landbúnaðarhérað og á Svalbarseyri er löng hefð fyrir öflugri þjónustu og starfsemi tengdri landbúnaði. Þar er einnig höfn fyrir smábáta.
Íbúar þar voru 246 þann 1. janúar 2012. Á Svalbarðseyri er grunnskóli sem nefnist Valsárskóli, leikskóli, sundlaug, kjötvinnsla Kjarnafæðis og ýmis þjónusta.
Ferðaþjónusta hefur verið í örum vexti á svæðinu og er iðnaður og þjónustustarfsemi nú höfuðatvinnuvegurinn.

Geirastaðir í Þingi

  • HAH00932
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Bæjarins er fyrst getið í Landnámu, kenndur þar við Geira þann er fyrst bjó á Geirastöðum við Mývatn en hraktist þaðan vegna vígaferla. Sat hann hér um vetur en settist að lokum að í Geiradal í Króksfirði í Varðastrandarsýslu og gaf öllum aðsetursstöðunum nafn sitt.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

  • HAH10104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Skátafélagið Bjarmi (1938)

  • HAH10107
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1938

Skátastarf mun hafa hafist á Blönduósi 8. ágúst 1938 og hefur haldist síðan með mislöngum hléum. Síðasti uppgangstíminn hófst 1992 er farið var að þjálfa ungt fólk til foringjastarfa. Stofnaðir voru tveir flokkar á Blönduósi og aðrir tveir á Húnavöllum. Skátarnir störfuðu undir kjörorði skátahreyfingarinnar, „Ávallt viðbúinn".
Starfsemin gekk upp og ofan næstu árin og féllu flokkarnir á Húnavöllum niður svo og allt ylfingastarf. Þegar árið 1996 gekk í garð urðu fundirnir í skátaheimilinu að Blöndubyggð 3 ekki margir því að heimilið skemmdist alvarlega af völdum vatns. Æfðar voru trönubyggingar uppi á Brekku en þar risu margir fínir turnar með rólum og öðru tílheyrandi.
Fermingaskeytasalan hefur verið árlegur viðburður í skátastarfinu og er stærsta fjáröflun félagsins. Í þetta sinn voru umsvifin aðeins minni en oft áður. Skátarnir voru aðeins með skeytasölu er tilheyrði börnum er fermdust í Blönduósskirkju. Eftir fermingar hófst undirbúningur Bjarmafélaga á eitt stærsta skátamót sem haldið hefur verið hér á landi. Um var að ræða Landsmót skáta að Úlfljótsvatni. Landsmótið hófst sunnudaginn 21. júlí með hefðbundnum hætti og stóð yfir í rúma viku. Rammi mótsins var A víkingaslóð og þar var margt gert í anda víkinganna. Sem dæmi má nefna, gönguferðir, vatnasafari og varðeldar. Heimsókn fengum við frá þáverandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur og Landhelgisgæsluþyrlan TF-LÍF sýndi okkur björgunartilþrif. Á mótinu voru um 3.000 skátar, bæði innlendir og erlendir. Reistar voru stórar tjaldbúðir á sex torgum. Þar voru margir háir og stæðilegir turnar er stóðu með blaktandi fánum. Mótinu lauk síðan 28. júlí og héldu Bjarmafélagar heim, sælir og glaðir eftir vel heppnað landsmót. Núverandi stjórn Skátafélagsins Bjarma skipa: Ingvi Þór Guðjónsson félagsforingi, Róbert Lee Evensen sveitaforingi, Kristín Júlíusdóttír gjaldkeri, Charlotta Evensen ritari, Kristján Guðmundsson og Þórmundur Skúlason meðstjórnendur.

Blönduóskirkjugarður (1900)

  • HAH-10117
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900

Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

J. B. Hann, Dobbs ljósmyndastofa Bellingham

  • HAH08832
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900 -

J. B. Hann, Dobbs ljósmyndastofa Bellingham Ward 4, Whatcom, Washington, United States,
Jay B Hann fæddur 1865 í Michigan dáinn 30.10.1962 í Roy, Weber Utah. í Census 1920 er hann kominn til Snohomish, Washington, United States.
Aðstoðarkona hans á ljósmyndastofunni var Marbel Hann [gæti verið systir hans

I Hansen ljósmyndari Vesterbrogade 43 Köbenhavn [Jens Hansen (1866-)]

  • HAH07429
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1886 - 1920

Jens Hansen fæddur í Vonsbæk Haderslev 12.12.1866, fermdur 1800 í Assens Óðinsvéum
ADRESSER:
1886, Lille Kirkestræde 5
1886-1893, Amagerbrogade 19.
ca. 1893-1896, Vesterbrogade 43
ca. 1896 ff (også?) på Skydebanegade 8, (måske privat bolig?)
ca. 1906 til efter 1920 igen på Vesterbrogade 43

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi

  • HAH00527
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Hrafnabjörg er fremsta jörðin í Svínadal austanverðum og hefur jafnan verið talin ágæt beitarjörð. Jörðin fór í eyði 1936 en eftir 1960 var hafin endurbygging jarðarinnar og þá sem hálflend. Föst búseta hefur verið þar síðan 1969. Íbúðarhús byggt 1967, 372 m3. Fjárhús með grindum í gólfi yfir 200 fjár önnur yfir 450 fjár. Geymsluhús 39m3. Hlöður 1300 m3. Tún 24,5 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Glanni og Grjótháls

  • HAH00272
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fossinn Glanni er í Norðurá skammt frá Bifröst og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Paradísarlaut er skammt frá fossinum.

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um „sjónhending í Glannarafoss í Norðurá hvar hann hvítfaxar“ (Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, bls. 39).

Merking orðsins glanni er meðal annars ‘blika, gljá’ og orðsins glenna ‘birta, skin’ > ‘ljósop (í lofti eða skógi)’ > ‘rifa, auður blettur’. Orðin eru skyld orðunum gláma og glóa. Skyld orð eru glan (hvk.) sem merkir ‘gljái’ og glana (so) ‘birta til’. Sögnin hefur síðar orðið að so. glaðna (til) vegna merkingarskyldleika. Glan(u)r var maki sólar og hestsheiti, samkvæmt Snorra-Eddu og er afbrigði þess Glen(u)r ‘hinn skínandi’ (samkvæmt orðabók um skáldamálið forna (Lexicon poeticum (1931), bls.188)).

Orðið glanni merkti í fornu máli eins og í nútímamáli “fremfusende og overmodig person” (Lexicon poeticum (1931), bls.187). Það var einnig nafn á manni, samkvæmt handriti af Snorra-Eddu (Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske sprog IV:128 (1972)). Á 18. öld er það þekkt úr Orðabók Björns Halldórssonar í merkingunni ‘importunus scurra’ á latínu, ‘en paatrængende Nar’ á dönsku. Líklegra er að merking fossnafnsins Glanni sé frekar ‘hinn skínandi’ en ‘uppáþrengjandi’ þó svo að merkingin ‘fremfusende’ geti út af fyrir sig hugsast um foss af þessu tagi.

En því má einnig velta fyrir sér hvort skyldleiki við sögnina glenna (sundur) ‘kljúfa í tvennt’ komi til greina.

Upp með Norðurá, frá Glanna, er góð leið á bökkunum upp á brúna hjá Glitsstöðum. Er þá ekki langt á Grjóthálsinn upp frá Glitstöðum. Af suðausturbrún Grjóthálsins er útsýni til margra bæja í Þverárhlíð, og sést vel yfir Norðtunguskóg.

Ólafsvörður á Stórasandi

  • HAH00981
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1560 -

Sandsvegar er víðar getið í fornum ritum, en ekki verður það rakið hér. Norðan við Bláfell á Sandi liggur vegurinn yfir flatt klapparholt, sem er alþakið þunnum hellum. Á holtinu standa margar vörður. Heita þær Ólafsvörður og eru kenndar við Ólaf Hjaltason, sem var biskup á Hólum 1552—1569 og fyrsti biskup þar í lútherskum sið. Ekki veit ég um sannindi þeirrar sagnar, en vörðunum og sögu þeirra er lýst í ritgerð, sem heitir „Um heiðar og vegu nokkra á íslandi". Hún er prentuð í Hrakningum og heiðavegum, IV. bindi. Talin vera a. m. k. um 200 ára gömul. Þar segir: „Ólafsvörður heita hér einnig XI eður XII. Þær skulu kenndar við biskup Ólaf Hjaltason á Hólum, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um hausttíma og hans fylgjarar eins margir og vörðurnar eru, því hver einn átti að hlaða vörðu fyrir sig sér til hita og uppihalds, þar ei hefur orðið tjaldað, með því í þessu plássi er ei utan grjót og urðir“.

Enn þann dag í dag eru vörðurnar „XI eður XII“. Þær eru ólíkar að stærð og gerð, og bendir það til þess, að þarna hafi margir og misjafnlega hagir menn verið að verki. Sumar hafa raskazt dálítið en aðrar virðast óhaggaðar.

Djöflasandur við Búrfjöll

  • HAH00191
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.

Oddnýjarhnjúkur er nokkuð brattur en þó auðveldur uppgöngu. Hann er álíka hár og Rauðkollur og útsýnið líkt en héðan sést yfir nyrsta hluta þess svæðis sem hér er fjallað um. Graslendi eins og Seyðisárdrög, Beljandatungur, Biskupstungur og Tjarnadalir breiða úr sér í norðaustri og austri. Gufan á Hveravöllum er beint í austri og sýnir afstöðu til vel þekktra staða í nágrenninu.
Miklu nær í sömu stefnu sést niður eftir stóru gili sem nær alveg vestur undir hnúkinn. Það heitir Oddnýjargil og segir sagan að það sé kennt við stúlku sem villtist í þoku á grasafjalli að vori og hafðist þarna við um sumarið. Hún lifði á grösum, berjum og mjólk úr á sem henni tókst að ná og tjóðra með sokkabandinu sínu. Neðan við gilið og þar í grennd er mikið af fjallagrösum og með tilliti til þess getur sagan verið sönn.
Litla-Oddnýjargil er svolítið sunnar og nær aðeins upp að austurbrún fjallanna. Sunnan þess er sauðfjárvarnargirðing vestur yfir fjöllin og í átt að jökuljaðrinum. Markalínan milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu er um hesta hnúk á austurbrún sunnanverðra fjallanna og þaðan í Oddnýjarhnjúk. Áfram liggur hún í sömu stefnu að vatnaskilum í Hundadölum. Norðan Oddnýjarhnjúks er lítill nafnlaus hnjúkur en uppi á honum, í rúmlega 1000 m. hæð, er vænn brúskur af hreindýramosa. Ljós litur hans sker sig skemmtilega frá grjótinu og dökkum mosa sem þarna er víða að finna.
Háfjall er móbergshnjúkur nokkru norðar og er hæst á nyrsta hluta Þjófadalafjallanna. Hér er reyndar komið eina 5 km. frá dölunum þeim og hafa því ugglaust ýmsir efasemdir um að rétt sé að kenna þennan hluta fjallgarðsins við þá. Móbergið er hér áberandi og sums staðar fallega rauðbrúnt. Það er víða í brúnum Hvannavallagils sem sker austurhlíðina. Á þeim slóðum er víða vöxtugur gróður; lyng, víðir blóm og gras. Þarna er í giljunum gott skjól, móbergið fremur laust í sér og víða nægur raki.
Á vestanverðum fjöllunum er heldur kuldalegra en samt má þar í lægðum finna á miðju sumri, auk smávaxins mosa, grasvíði, maríustakk og lambagras svo eitthvað sé nefnt, og yfirleitt er einhver blóm að finna á melunum uppi á fjöllunum þó að þar virðist í fljótu bragði auðn. Jafnvel litlar burnirótarplöntur eru þar á milli steinanna. Hér er líka annars konar líf því að gæsir eru bæði uppí á fjöllunum og niðri í Hundadölum. Eflaust finna þær hér friðland til að endurnýja flugfjaðrir sínar og koma ungum sínum á flug.
Af nyrsta hluta fjallanna sést vel yfir svæðið þar fyrir norðan, Djöflasand, Hundavötn, Búrfjöll og Seyðisárdrög. Norðan við fjöllin rennur Dauðsmannskvísl úr Hundadölum. Hún fellur um Dauðsmannsgil niður af Djöflasandi og sameinar Hvannavallakvísl skömmu síðar. Litlir lækir koma úr norðurhlíðinni og mynda litlar gróðurvinjar sem eru áberandi í auðninni. Þeir geta bæði svalað þorsta göngufólks og glatt augu þeirra er gróðri unna.

Grettishæð á Kili

  • HAH00979
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Grettishæð er nálægt miðjum Stórasandi. Er það móbergsdrangur, sem stendur upp úr sandinum. Segir sagan að þar hafi Grettir Ásmundarson setið og hugað að mannáferðum yfir sandinn og munu þær hafa verið meiri þá en nú.
í Grettissögu er frásögn um för Þorbjarnar önguls, er hann reið til þings og ætlaði að hafa höfuð Grettis með sér þangað. Halldór Önguls, hitti hann á leiðinni og réð honum frá þeirri fyrirætlan. „Þá voru þeir komnir á veg og ætluðu að ríða Sand suður. Öngull lét þá taka höfuð Grettis og grafa það í sandþúfu eina. Er það kölluð Grettisþúfa". Þannig segir höfundur Grettissögu frá. Hér getur tæplega verið átt við aðra leið en þá, sem nú heitir Skagfirðingavegur. Stórisandur var jafnan kallaður Sandur og ber það heiti enn hjá flestum, sem næstir honum búa. Grettisþúfunafnið er ekki lengur notað, en Grettishæð heitir alkunnur og mjög áberandi staður á Stórasandi fast við Skagfirðingaveg. Sést hún langt að úr öllum áttum.

Þverbrekkur á Kili

  • HAH00996
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Sunnan við Þjófadali er Hrútafell. Austur frá Hrútafelli gengur lágur háls alllangt austur á Kjöl. Heitir hann Þverbrekkur hæst 628 m ysm (sumstaðar rangnefndir múlar). Þverbrekknaver heitir hagapláss eitt, sem liggur á vesturjaðri Kjalhrauns, með fram Fúlukvísl, nokkru sunnan við Þverbrekkur. Er þar mjó flá, með pollum og stargróðri í kring um þá.

Vatnsdalsá

  • HAH00513
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Vatnsdalsá er ein þekktasta laxveiðiá landsins. Hún er fræg fyrir stórlaxa sína og ósjaldan veiðast í henni stærstu laxar á Íslandi hvert sumar. Mjög gott aðgengi er að veiðistöðum árinnar og lítill tími fer í akstur á milli veiðistaða.

Þótt stutt sé á milli vatna liggja vatnaskil á Auðkúluheiði á milli þeirra þannig að afrennsli Mjóavatns, Eyjavatns og Vestara-Friðmundarvatns er til Vatnsdals en hin vötnin hafa afrennsli til Blöndu.

Árið 1936 hófu menn að stunda stangveiði í Vatnsdalsá og var þá veiðiréttur til stangveiði fyrst leigður út. Fram að þeim tíma hafði eingöngu verið stunduð netaveiði í ánni. Veiðifélag Vatnsdalsár varð til samhliða þessum breytingum.

Í dag er eingöngu veitt á flugu á laxveiðisvæðum árinnar og með breyttu veiðifyrirkomulagi frá árinu 1997, "veitt og sleppt", er laxinum sleppt aftur í ána.

Vatnsdalsá er dragá sem myndast úr kvíslum á víðlendum Grímstungu- og Haukagilsheiði. Þaðan sem Mið- og Fellakvísl sameinast heitir áin Vatnsdalsá. Réttarhóll er eyðibýli austan Fellakvíslar, en þar bjó um tíma Björn Eysteinsson (1848-1939). Skínandi er efsti fossinn á fjallsbrún og þar nokkru neðar eru Keráfoss og Rjúkandi.

Skammt frá bænum Forsæludal er Dalsfoss. Mörgum veiðimanninum þykir tilkomumikið að koma að þessum mikla fossi, en margir góðir veiðistaðir eru á þessu svæði. Þeir veiðistaðir eru tilkomnir vegna gerð laxastiga við Stekkjarfoss, sem er töluvert neðar, árið 1983. Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, gerði teikningu að stiganum en verkstjóri hans var Jón V. Jónsson, bóndi. Þeir sem unnu þetta mikilvæga verkefni voru Jón Gunnarsson, Björn Líndal, Gunnar Örn Guðmundsson og Geir Björnsson. Þeir þekktust betur undir nafninu "Stigamenn", en það nafn var þeim gefið af Sigríði Sigfúsdóttur í Forsæludal.

Töluvert neðar í dalnum er Stekkjarfoss, sem er góður veiðistaður.

Vatnsdalur er um 25 km langur og liggur milli Víðidalsfjalls og Vatnsdalsfjalls. Mikil skriðuföll hafa orðið í Vatnsdalsfjalli forðum og hafa bæir eyðst í slíkum hamförum, t.a.m. Skíðastaðir árið 1545 og Bjarnastaðir árið 1720.

Vindhælishreppur (1000-2002)

  • HAH10007
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2002

Vindhælishreppur var hreppur vestan megin á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Vindhæli á Skagaströnd.
Upphaflega teygði hreppurinn sig eftir allri Skagaströnd að Laxá, en 1. janúar 1939 var honum skipt í þrennt . Nyrsti hlutinn varð að Skagahreppi, miðhlutinn að Höfðahreppi, en syðsti hlutinn sunnan Hrafnsár hét áfram Vindhælishreppur.
Vindhælishreppur sameinaðist Skagahreppi á ný 9. júní 2002, þá undir nafninu Skagabyggð.
Hreppur (skammstafað -hr.) er, á Íslandi, eining sveitarfélags sem hefur ekkert eða lítið þéttbýli heldur búa íbúarnir flestir í dreifbýli. Hreppar eru mjög gömul stjórnsýslueining á Íslandi, sennilega frá því fyrir kristnitöku árið 1000, en þeir höfðu til dæmis fátækraframfærslu á sínu verksviði öfugt við nágrannalöndin þar sem slík verkefni voru á könnu sóknanna.
Hreppsnafnið er á undanhaldi á Íslandi, einkum vegna þess að við sameiningu sveitarfélaga koma oft þéttbýli inn í hið nýja sveitarfélag.

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss

  • HAH00042
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Fossinn sprettur fram úr sprungnu bergi Vatnsdalsfjalls.
Áin fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel.

Hríslan í Hvammsurðum

  • HAH00304
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

Í grein Sigurðar Blöndals um reynivið árið 2000 segir frá hríslunni í Hvammsurðinni:

„Í Syðri-Hvammsurð er merkileg hrísla. Hallgrímur Guðjónsson, sem lengi bjó í Hvammi, segir svo frá í apríl sl.: Hvammsnibba heitir í fjallinu utan við Hvamm. Kippkorn neðan við
bjargið í stórgrýtisurð vex stök hrísla af reyni, gömul orðin. Hallgrímur afi minn Hallgrímsson, keypti Hvamm af Benedikt Gísla Blöndal [langafa mínum S. Bl.] skömmu eftir aldamótin. Hann lét bera skít að hríslunni einhvern tíma á fyrri búskaparárum sínum. Nú eru smáplöntur af reyni að koma upp í urðinni norðar í áttina að Fossgili.“

Enn fremur segir: „Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal kveðst hafa komið að hríslunni ekki alls fyrir löngu. Hún sé um ein mannhæð og skammt frá henni kvað hann vera 2-3 lágvaxnar hríslur (munnleg heimild).“

Niðurstaða

Helgi Hallgrímsson ritaði grein í Skógræktarritið árið 2003 um reynipísl, dvergform af reyniviði. Mér sýnist reyniviðurinn í Hvammsurðinni ekki falla undir þá skilgreiningu, bæði eru blöðin stærri og plönturnar hávaxnari. Hér er því eflaust um að ræða hefðbundinn íslenskan reynivið, sem lifað hefur af þrengingar fyrri alda. Máltilfinning mín segir mér að munur sé á hríslu og tré. Hrísla er hálfgerður runni, marggreindur, en tré er hávaxið, oft með einum stofni og krónu.
Reyniviðurinn í Hvammsurðinni er dæmigerð hrísla.

Vatnsdalsfjall

  • HAH00589
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Vatnsdalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu, austan við Vatnsdal, og myndar austurhlíð dalsins. Það er 1018 m hátt. Þar sem fjallið rís hæst kallast Jörundarfell.
Skriðuföll eru algeng úr Vatnsdalsfjalli og hafa oft valdið mannskaða. Til dæmis eyddi Skíðastaðaskriða bænum Skíðastöðum árið 1545 og Bjarnastaðaskriða hljóp árið 1720. Vatnsdalshólar eru taldir vera berghlaupsurð sem fallið hefur úr Vatnsdalsfjalli og ofan í Vatnsdal.

Sauðadalur

  • HAH00405
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (900)

Sauðadalur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls.
Austanvert við Vatnsdalsfjall gengur dalur til suðurs; hann er örmjór og heitir Sauðadalur. Austan megin þess dals er fjall sem kallað er einu nafni Svínadalsfjall. Nyrsti tindur þess heitir Reykjanibba og dregur hann nafn af bænum Reykjum á Reykjabraut er stendur skammt fyrir norðan og neðan Nibbuna svo að segja undir fjallinu.

Svínadalsfjall (973 mys)

  • HAH00804
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Svínadalsfjall är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 170 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Svínadalsfjall är 973 meter över havet,eller 550 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 10,7 km.

Trakten runt Svínadalsfjall är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Svínadalsfjall består i huvudsak av gräsmarker.

Húnaver félagsheimili

  • HAH10110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957 -

Þegar ungmennafélagið var stofnað var húsakostur til samkomuhalds í sveitinni næsta ófullkominn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var lítið og víðs Ijarri að svara þcim kröfum, sem sýnt var að framtíðin mundi gera til slíkra bygginga.

Voru á þeim árum uppi í sveitinni ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki. Varð þetta mál Fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð á raunhæfum aðgerðum. Á sínum fyrstu árum byggði félagið hesthús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf, svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tímar hafi gert þessa Framkvæmd lítils virði. Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er miðuðu að þvi að ríkið greiddi 40% kostnaðar við félagsheimilabyggingar. Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félagsheimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar framarlega í flokki.

Í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og þremur félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignarhluta í heimilinu, en U.M.E.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið með 1/6 hvert. Framkvæmdir við félagsheimilisbygginguna hófust sumarið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, húsið vígt og gefið nafnið Húnaver.

Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til byggingarinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í grafgötur með hvaða átak þetta var fyrir fámenna og frekar harðbýla sveit. Ekki var af gildum sjóðum að státa, hvorki hjá sveitarfélaginu sjálfu né einstökum félögum. Það sem gerði gæfumuninn, var samhugur sveitarbúa sjálfra. Þeir vildu skapa félagsstarfsemi sinni starfhæfan grundvöll og kusu þess vegna að leggja á sig nokkrar byrðar, svo að takmarkið mætti nást. Þótt margir haldi því fram og vafalaust stundum með réttu, að félagsheimilin séu tvíeggjað vopn í menningarsókn sveitanna, eru þau ómótmælanlega undirstaða allrar nútíma félagsstarfsemi. Hitt er svo annað mál að margt mætti betur fara í skemmtanalífi nútímans, en afturhvarf til liðins tíma er óhugsandi. Á þessu sviði sem öðru er þýðingarlaust að berjast gegn sinni eigin samtíð. Því aðeins er hægt að hafa áhrif á gang málanna að menn geri sér grein fyrir hvert straumurinn liggur. Síðan Húnaver var reist hefur verið gerður íþrótta- og skeiðvöllur í nágrenni þess í félagi við Hestamannafélagið Óðin.

Tunguá í Vatnsdal

  • HAH00568b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Sjá umfjöllun um Tungumúla

Kollafjarðarnes á Ströndum

  • HAH00356
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kollafjörður er stuttur fjörður á Ströndum. Bændur þar lifa á sauðfjárrækt. Grunnskóli var rekinn á Broddanesi frá 1978 fram til ársins 2004, en hætti þá um haustið og skólabörnum er nú ekið til Hólmavíkur. Skólabyggingin er nú notuð í ferðaþjónustu, en þar er farfuglaheimili. Hún er teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt.
Næsti fjörður norðan við Kollafjörð er Steingrímsfjörður og næsti fjörður sunnan við er Bitrufjörður. Úr botni Kollafjarðar liggur vegur nr. 69 yfir í Gilsfjörð um Steinadalsheiði.
Utarlega í Kollafirði norðanverðum standa tveir steindrangar í fjöruborðinu, í Drangavík. Sagan segir að þeir séu tröll sem dagaði þar uppi eftir að hafa gert tilraun til að skilja Vestfirði frá meginlandinu. Kjálkann ætluðu þau að hafa fyrir tröllaríki. Stærri drangurinn er kerlingin og sá minni er karlinn. Þriðja tröllið sem tók þátt í þessari vinnu er drangurinn sem Drangsnes er kennt við.
Á Kollafjarðarnesi er kirkja, byggð úr steinsteypu árið 1909. Það er elsta steinsteypta hús á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Á sveitabænum Felli var um tíma rekin sumardvöl fyrir fatlaða einstaklinga.
Erfið siglingaleið er inn á fjörðinn vegna skerja. Þjóðsagan segir að kerlingin Hnyðja hafi lagt á fjörðinn að þar myndi aldrei drukkna maður og heldur aldrei fást þar bein úr sjó, eftir að synir hennar tveir drukknuðu í fiskiróðri.

Engey í Kollafirði

  • HAH00928
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Engey er næststærsta eyjan í Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var búið í eynni og var þar oft margbýli. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu. Í eynni var kirkja frá 1379 til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.

Á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Fremstur þessara skipasmiða var Kristinn Magnússon, sem smíðaði 220 skip og báta á árunum 1853-1875. Hann þróaði einnig seglabúnað sem varð almennur á Faxaflóasvæðinu og stundaði þilskipaútgerð í félagi við Geir Zoëga og fleiri. Búið var í eynni til 1950. Öll hús í eynni voru brennd árið 1966, enda þá grautfúin og að falli komin.

Við eyjuna er kennd Engeyjarættin, afkomendur Snorra Sigurðssonar ríka, sem bjó mjög lengi í eynni og lést þar hátt á níræðisaldri árið 1841. Til hennar heyrir til dæmis Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.

Nokkrar hernaðarminjar eru í Engey en á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þar reist virki til að verja innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þar er meðal annars neðanjarðarstjórnstöð. Minjarnar þar eru betur varðveittar en víða annars staðar vegna þess að eyjan fór í eyði fljótlega eftir að stríðinu lauk.

Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans.

Síðasta fjölskyldan sem bjó í Engey var fjölskylda Valdemars Guðmundssonar og Öllu konu hans. Alla var gælunafn. Börnin þeirra eru Guðmundur Valdimarsson, Björn sonur Öllu, Haraldur sonur hjóna Ragna og Sigurður alsystkyn Halla.þau fluttu í land 1958 og varð Valdemar yfirfangavörður á Skólavörðustíg 9 fram yfir 1976. Þess má til gamans geta að Valdi lék í mynd Óskars Gíslasonar Bakkabræður ásamt Skarphéðni Össurarsyni föður Össurar.

Bolanöf - Bolabás

  • HAH00087
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Bolanöf er klettur mikill niður undan Blöndubakka. Bolabás utar. Þar eru fjöldi sjókletta og skerja. Selur kæpir þar.
Bryggjunni var valinn staður spölkorn norðan óssins undir brattri brekku, Mógilsbrekku,

Steinadalsheiði, Gilsfjörður, Drangavík

  • HAH00335
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.

Böðvarsholtshyrna (571) og Stakkfell (817) Snæfellsnesi

  • HAH00885a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Böðvarsholtshyrna 571 mys. Milli Lýsu- og Böðvarsholtshyrna er Bláfeldarskarð, öðru nafni Arnarskarð, með góðu graslendi. Milli Böðvarsholtshyrnu og Mælisfells liggur lítilfjörlegur dalur með bezta haglendi. Hann kallast Bjarnarfossdalur

Kálfárvellir í Staðarsveit á Snæfellsnesi

  • HAH00265b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1200)

Kálfárvellir (tv) 30 hundruð að dýrleika með hjáleigum, 1850. Konungsjörð sem féll undir Arnarstapaumboð. Frá 1870 var afgjald jarðarinnar lækkað um 2 vættir og 10 fiska (4 rd 85 sk)
Var í eyði 1925-1935, en þá byggð upp bæði íbúðar og skepnuhús. 1852 býr þar Páll Melsted „í rjett laglegu timburhúsi, sem kaupmannafólkið á, en jörð hef jeg leigt — sem kongur á“ eins og annað hjer í sýslu. — 1662 var Búðakaupsstaður fluttur í land Kálfsárvalla þar sem skipalægi var betra reistur þar nýr kaupsstaður og var um skeið aðal kaupstaður Snæfellinga. Í janúar 1799 gerði ógurlegt sjávarflóð í Faxaflóa sem jafnan gengur undir nafninu Básendaflóðið, en þá tók líka af verslunarstaðinn austan við Hraunhafnarós., Þá var verslunar staðurinn fluttur aftur og ná að Búðum.

Böðvarsholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi

  • HAH00265a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Böðvarsholt (th) 16 hundruð að dýrleika 1850. Jörðin var eign Helgafellsklausturs gegn próventu en seldi hana strax aftur en hélt reka. Bréfahirðingar voru þar og jafnframt gististaður
Nýbýli úr jörðinni er Hlíðarholt.

Langjökull

  • HAH00879
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð.

Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Austan undir jöklinum er jökullónið Hvítárvatn en það er upphaf Hvítár.

Skriðufell við Hvítárvatni

  • HAH00466
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Skriðjökull sá, er fellur úr Langjökli ofan í Hvítárvatn, norðan við Skriðufell, er hinn hrikalegasti, sem menn eiga kost á að sjá hér nærlendis. Þangað er tæplega þriggja tíma gangur frá sæluhúsi Ferðafjelagsins við Hvítárvatn. Er þá gengið i Karlsdrátt, sem sagnir segja, að verið hafi veiðistöð góð í gamla daga, þótt ólíklegt virðist, en Karlsdráttur nefnist vík ein í vatninu, er liggur fast upp við skriðjökulinn.

Hvítárnes er mikið, marflatt mýrarflæmi austan við Hvítárvatn og falla um það nokkrir kílar, en ekki getur það nes kallast. Sæluhúsið stendur austan við mýri þessa, en svo lágt, að lítið sér til vatnsins yfir flatneskjuna, sem á milli er. Útsýni er þó hið fegursta frá húsinu.

Beint á móti rís Skriðufell þverhnípt upp frá vatninu og beggja vegna falla skriðjölkarnir fram í vatnið. Blasa jökulhamrarnir margra faðma háir vel við frá húsinu, og yfir mýrina ber fjalljakana, sem eru á reki víðsvegar um vatnið, eða standa á grunni nærri löndunum. Er þetta hvort tveggja mjög fagurt og sérkennilegt. Stundum hlaupa kindur á jökli í Skriðufell, og lenda þar í sveltu, því hagar eru þar sama og engir. Yfir syðri skriðjökulinn ber Jarlhettur, þyrpingu af hvössum, háum tindum, afar einkennilegum, einkum héðan séð, þar sem þeir sýnast standa dimmbláir upp úr drifhvítri jökulbreiðunni. Norðaustan við vatnið, norðvestur frá húsinu, eru lágir hálsar með gróðri. Það eru Hrefnubúðir. Þar á bak við er Karlsdráttur. Þar inn frá falla Fúlakvísl og Fróða í Hvítárvatn. Lengra norður er Hrútafell, geysimikill þverhníptur höfði fram úr jöklinum. Á því er sérstakur jökull og ganga skriðjökulfossar fram um skörð brúnanna. í norðaustri eru svo Kerlingarfjöll og Hofsjökull. Beint í suðri gnæfir Bláfell hátt og tignarlegt.

Hrútfell á Kili (1410 m)

  • HAH00992
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hrútfell (einnig kallað Hrútfellsjökull) er móbergsstapi á Kili. Hæð þess er 1410 metrar yfir sjávarmáli. Uppi á Hrútfelli er jökull.
eitt svipmesta stapafjall landsins 1396 m y.s., vestan við Fúlukvísl. Á kolli þess er allvænn jökulkúfur.
Norðlendingar nefndu fjallið Regnbúða- eða Regnbogajökul. Að austan, sunnan Hofsjökuls eru Kerlingarfjöll.

Hvítárbrú á Iðu

  • HAH00375c
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1958 -

Iðubrú (1958) kallast í daglegu tali brú yfir Hvítá í Árnessýslu sem tengir saman bæinn Iðu og þéttbýlið Laugarás. Brúin er einbreið og kennd við bæinn Iðu sem er á suður-bakka árinnar. Brúin var opnuð fyrir umferð árið 1958 og kostaði allt í allt 26 miljónir.
Iðubrú verður hengibrú sem fyrr segir. Aðstæður allar og verkskostnaður verður þá veruiega minni. Hafið milli brúarturnanna er 109 metrar. Turnarnir eiga að bera uppi stálstrengina, sem halda brúnni uppi. Upp á brún turnanna af brúargólfi verða 15 metrar, en eins og þeir sjást á myndinni, frá sökkli, rúmlega 20 metrar. Brúargólfið, sem verður úr járnbentri steinsteypu, verður rúmlega 4 metrar á breidd. Brúin á að geta borið samtímis einn 18 tonna vagn og annan 9 tonna, en jafn þungi sá, er brúin á að þola, er 350 kg. á hvern ferm. brúargólfsins.
Iðubrúin er á fornum ferjustað við Iðu og Laugarás í Biskupstungum. Hún bætti úr brýnni þörf og greiddi fyrir umferð milli sveita á Suðurlandi með tilkomu sinni 1957. Þetta er hengibrú og eru turnarnir sem bera vírana uppi steyptir, svo og brúargólfið sem hvílir á stálbitum.

Niðurstöður 1001 to 1100 of 1161