Stokkseyrarkirkja

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Stokkseyrarkirkja

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1886 -

History

Stokkseyrarkirkja sú sem nú stendur var byggð 1886 en þetta er 23 kirkja sem vitað er til að hafi verið á Stokkseyri og hafa þær allar staðið á sama stað með kirkjugarðinn í kring. Kirkja hefur verið á Stokkseyri frá kaþólskum sið, elstu máldagar hennar eru frá því um 1300.

Stokkseyrarkirkja er í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1886 austan við hið forna Stokkseyrarhlað úr timbri og er þjónað frá Eyrarbakka. Hún tekur u.þ.b. 150 manns í sæti Í katólskri tíð voru þar Maríukirkjur.

Kaldaðarnes varð annexía frá Stokkseyri 1856, sem varð upp frá því heimakirkja með prestssetur á Ásgautsstöðum. Síðar bjuggu prestarnir á Stóra-Hrauni og voru þá í Eyrarbakkasókn, sem var stofnuð 1886.

Kirkjan var bændakirkja til ársins 1886 er söfnuðurinn tók við henni.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Yfirsmiður var Jón Þórhallsson trésmiður á Eyrarbakka en kirkjan var einnig prófverkefni nemenda hans, Jóns Gestssonar í Villingaholti og Símonar Jónssonar á Selfossi. Kirkjan er timburkirkja og járnklædd og vel við haldið.

Mandates/sources of authority

„Í sambandi við sjósóknina á Stokkseyri var sérstök þjóðtrú bundin við kirkjuna. Brynjúlfur frá Minna-Núpi segir svo 1861:

„Það er gömul trú á Stokkseyrarkirkju, að hún skal alltaf standa opin, þegar skip eru á sjó, því þar farist ekkert skip á réttu sundi, þegar hún er opin, enda er sagt það hafi viljað svo til, þegar skip hafi farizt á Stokkseyrarsundi, að kirkjan hafi af ógáti verið aftur.

“ Páll Bjarnason þekkir þennan sið með nokkrum viðauka. Hann segir, að það hafi verið gamalla manna mál, að skip mundi ekki farast á réttu sundi, ef rekatré væri í sundmerkinu og kirkjan stæði opin. Telur hann, að kirkjan muni hafa verið opnuð í síðasta sinn í þessu skyni brimdaginn mikla 16. marz 1895.

Sú ætlun hans er þó ekki rétt, því að vitað er með vissu, að Kristbjörg Jónsdóttir á Stokkseyri (d. 1947, 88 ára), kona Sigurðar Einarssonar kirkjuumsjónarmanns, hafði jafnan þann sið að opna kirkjuna, þegar bátar voru á sjó í misjöfnu veðri. Kristbjörg var fastheldin á fornar trúarvenjur og hafði þær í heiðri, þar á meðal hina gömlu trú á Stokkseyrarkirkju.“ Guðni Jónsson. 1961, bls. 95.

Internal structures/genealogy

Saga kirkjutónlistar er mikil í Stokkseyrarkirkju og eru góðar heimildir til um forsöngvara, kóralíf og organista. Núverandi organisti er Haukur Arnarr Gíslason og stjórnar hann einnig Kór Stokkseyrarkirkju. Fyrsti forsöngvari svo vitað sé var Bergur Sturlaugsson frá Brattsholti og fyrsta orgel kom í Stokkseyrarkirkju 1876. Núverandi orgel er smíðað á Stokkseyri af Björgvini Tómassyni 2003. Meðal fyrrum organista má nefna Bjarna Pálsson í Götu og bræður hans Jón og Ísólf tónskáld, og loks Gísli í Hoftúni, en eftir hann dóttir hans, Margrét Gísladóttir, og svo Pálmar Þ. Eyjólfsson tónskáld í Skipagerði.

Stokkseyrarkirkju hefur verið þjónað af prestum sem sátu á Stokkseyri í kaþólskum sið en síðar af prestum er sátu Gaulverjabæ til ársins 1856. Eftir það sátu prestar á Eyrarbakka, á Stokkseyri, á Stóra Hrauni og á Eyrarbakka, en prestssetur var aflagt árið 2009.

Sóknarprestar kirkjunnar á seinni tíð hafa verið sr. Ólafur Helgason, sr. Gísli Skúlason, sr. Árelíus Níelsson, sr. Magnús Guðjónsson, sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Úlfar Guðmundsson og sr. Sveinn Valgeirsson, auk afleysingapresta, en sóknarprestur er í dag sr Kristján Björnsson.

General context

Stokkseyrarkirkja hefur ávallt staðið við bæjarhlað þorpsins með stórum grafreit umhverfis. Páll Lýðsson. 2003, bls. 119. Kirkjugarðurinn „… nær fram að sjógarði [130] og er í skjóli við hann. Jarðvegurinn er þurr og sendinn sjávarbakki með miklum vikurlögum og skeljasandi og viðir fúna þar seint.“ Páll Lýðsson. 2003, bls. 121.
„Kirkjugarðurinn hefir verið færður út tvívegis á þessari öld, rétt eftir 1920 og aftur 1938 og er nú að verða of lítill [1961]. Hann er snyrtilega hlaðinn úr grjóti og vel um genginn, járngrindur stórar fyrir sáluhliði. Er þar nú öðruvísi um að lítast en fyrir tveimur öldum, er staðnum er lýst svo, að kirkjan standi, „hvar bæði sjór og sandur svo mjög að ganga, að auðsjáanlegt er, að garðurinn héldist ekki við, þótt með stórri fyrirhöfn og kostnaði upphlaðinn væri.“ Nú prýða garðinn margir legsteinar og minnisvarðar, sem flestum er vel við haldið, …“ Guðni Jónsson. 1961, bls. 97.
Garður var steyptur árið 1991 vestan og norðan við kirkjugarðinn og grindverk reist norðan og norðaustan við yngsta hluta kirkjugarðsins. Nýjasta viðbótin var vígð í byrjun ársins 1993. Páll Lýðsson. 2003, bls. 122.

Relationships area

Related entity

Stokkseyri (um900)

Identifier of related entity

HAH00853

Category of relationship

associative

Type of relationship

Stokkseyri

is the associate of

Stokkseyrarkirkja

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00854

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 6.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places