Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um 920

History

Places

Auðunnarstaðir, Víðidalsá, Víðidalsá, Ásgeirsá (straumvatn), Ásgeirsárheiði. Breiðabólstaður; Litla-Ásgeirsá,

Legal status

Veiðiréttur í Víðidalsá

Functions, occupations and activities

Íbúðarhús byggt 1895. Fjós fyrir 7 kýr. Fjárhús fyrir 340 fjár. Hlöður 850 m³. Vélageymsla 100 m². Tún 12 ha.

Mandates/sources of authority

Hjer hefur að fornu kirkja verið og enn í manna minni hálfkirkja, og tíðir veittar, þá heimamenn voru til sacramentis. Þjónaði presturinn að Breiðabólstað, en jörðin liggur í Víðidalstúngu kirkjusókn og stendur húsið enn, nýtt og vel gjört. Jarðardýrleiki lx € . En jörðin er afdeild í fjögur býli. Eitt af þeim heitir og er bygt fram yfír manna minni Litla-Ásgeirsá.

Aasgeirsaa, kölluð almennilegast Stóra Áasgeirsaa. þetta er sjálf heimajörðin og það býlið, sem beheldur sjálfu jarðarnafninu. Hjer heima stendur kirkjan, sem áður er um talað.
Jarðardýrleiki á heimajörðinni xxx € .
Eigendur eru þeir sýslumaðurinn í Strandasýslu Jón Magnússon og prófasturinn í Dalasýslu Sr. Magnús Magnússon að Hvammi í Hvammssveit, og beggja þeirra eiginkvinnur.
Ábúandinn hreppstjórinn þórarinn Jónsson.

Landskuld ij €. Betalast, síðan eigendur voru utan hjeraðs, með þrem ríxdölum in specie og níutíu álnum í ullarvöru, heim til landsdrotna. Áður var hjer xl álna fóður en hin landskuld í öllum gildum landaurum, kviku og dauðu. Leigukúgildi vi. Leigur betalast í smjöri til Hvamms í Hvammssveit. Kvaðir öngvar.

Kvikfjenaður v kýr og i kýr fremur annars manns, lxxvi ær, níutiu og einn sauður tvævetrir og eldri, i veturgamall, xxxviii lömb, xiiii hestar, i foli tvævetur, v hross, ii únghryssur, ii folar veturgambr, ii fyl. Fóðrast kann vii kýr, xl lömb, lxx ær, viii hestar.

Internal structures/genealogy

Önundur tréfótur son Ófeigs burlufótar, Ívarssonar beytils, Önundur var í móti Haraldi konungi í Hafursfirði og lét þar fót sinn. Eftir það fór hann til Íslands og nam land frá Kleifum til Ófæru, Kaldbaksvík, Kolbeinsvík, Byrgisvík, og bjó í Kaldbak til elli. Hann var bróðir Guðbjargar, móður Guðbrands kúlu, föður Ástu, móður Óláfs konungs. Önundur átti fjóra sonu; einn hét Grettir, annar Þorgeir flöskubak, þriðji Ásgeir æðikollur, faðir Kálfs og Hrefnu, er Kjartan átti, og Þuríðar, er Þorkell kuggi átti, en síðar Steinþór Óláfsson; hinn fjórði var Þorgrímur hærukollur, faðir Ásmundar, föður Grettis hins sterka.

"..... eins og tekið er fram í Landnámabókunum og getið var hjer að framan, átti Þorgils Þorbjarnarson laxakarls dóttur, er Otkatla hjet, svo sem einnig var drepið á hjer rjett á undan. Segir e. fr. í Landnámabókunum, að hún hafi átt dóttur, er Þorkatla hjet; en ekki er sagt, hverjum Otkatla Þorgilsdóttir hafi verið gift eða hvers manns dóttir Þorkatla hafi verið. En þar sem sagt er, að hún, Þorkatla, hafi verið »móðir Þorvalds, föður Döllu, móður Gizurar ,byskups«, hefir hún verið móðir Þorvalds á Ásgeirsá, því að það er sagt beinlínis í þætti af Ísleifi byskupi í Flateyjarbók, þar sem er frásögnin um bónorðsför Ísleifs byskups, er hann bað Döllu, að hann hafi farið »norðr í Víðidal, til Ásgeirsár; þar bjó sá maðr, er Þorvaldr hét; hann átti dóttur, er Dalla hét« o. s. frv. í Hungurvöku er Dalla sögð vera Þorvaldsdóttir »ór Ási«, og má það til sanns vegar færast, eða koma í sama stað niður, eftir því, sem stendur í upphafi 35. kap. í Grettissögu; þar segir, að Þorvaldur Ásgeirsson, svo sem hann er sagður vera þar, hafi búið í Ási í Vatnsdal, en áður, í 15. kap. sögunnar, var sagt, að hann hafi búið á Ásgeirsá.

Þorvaldur kemur nokkuð við söguna. Telur hún hann vera bróður Kálfs Ásgeirssonar, en hann er í Laxdælasögu (40. kap.), þar sem hans er mjög við getið, talinn sonur Ásgeirs æðikolls, og Þorvaldur einnig, en Ásgeir sá sonur Auðunar skökuls. í Landnámabókunum segir, að Ásgeir æðikollur, sem þar er talinn faðir Kálfs, hafi verið sonur Önundar trjefótar, og er Ásgeir æðikollur ekki talinn þar búa á Ásgeirsá nje vera faðir Þorvalds. Enda mun það rangt í Laxdælasögu og Grettissögu, að Ásgeir æðikollur hafi verið sonur Auðunar skökuls, búið á Ásgeirsá og verið faðir Þorvalds. Mun hitt rjettara, sem stendur í Landnámabókunum, að Ásgeir æðikollur hafi verið sonur Önundar trjefótar og annar en Ásgeir á Ásgeirsá, sonur Auðunar skökuls.

Í frásögnum Landnámabókanna frá landnámi Þorbjarnar laxakarls og afkomendum hans segir berum orðum, að Þorkatla, sonardótturdóttir hans, hafi verið móðir Þorvalds, föður Döllu, en á frásögnum Landnámabókanna frá landnámi Auðunar skökuls, forfeðrum hans og afkomöndum, segir jafnberum orðum, að Jórunn Ingimundardóttir hins gamla hafi verið móðir Þorvalds: »Son Auðunar skökuls var Ásgeir at Ásgeirsá. Hann átti Jórunni, dóttur Ingimundar ins gamla. Þeirra börn váru þau Þorvaldr, faðir Döllu, móður Gizurar byskups«. o. s. frv."

Sennilegasta ættrakningin er þannig út frá þeirri staðreynd að Dalla Þorvaldsdóttir kona Ísleifs Gissurarsonar (1006-1080) biskups í Skálholti var afkomandi Auðuns skökuls.
1) Foreldrar Döllu; Þorvaldur Ásgeirsson og Kolfinna Þorgeirsdóttir Galtasonar Ási í Vatnsdal sem stemmir við færslu að Gissur hafi riðiði að Ási í Vatnsdal að leita kvonfangs fyrir son sinn sem síðar vegna misskilnings er sagt hafa verið Ásgeirsá.
2) Foreldrar Þorvaldar í Ási; Ásgeir Auðunsson goðorðsmaður á Ásgeirsá og Þorkatla Þorvaldsdóttir króks Grund í Eyjafirði [í Árnesættum er hún nefnd Otkatla sem er rangt því Otkatla Þorbjarnardóttir laxakarls var móðir hennar.
3) Foreldrar Ásgeirs á Ásgeirsá; Auðunn Ásgeirsson á Ásgeirsá og kona hans Þórdís Þorgrímsdóttir
4) Foreldrar Auðunns á Ásgeirsá; Ásgeir Auðunnsson d. 937 goðorðsmaður á Ásgeirsá ranglega nefndur æðikollur og kona hans Jórunn Ingimundardóttir gamla
5) Foreldrar Ásgeirs fyrsta bónda á Ásgeirsá; Auðunn skökull Bjarnason landnámsmaður Auðunnarstöðum og Þórdís Þorgrímsdóttir frá Núpi í Miðfirði.

General context

Ásgeirsá var skipt upp í 4 jarðir; Litla-Ásgeirsá, Þórukot, Hornkot og Helgatóft [hefur hjer heima á jörðunni verið hússmannsbýli, grasnautnarlaust, um eitt ár, en hvörki bygt fyrr nje síðar, má og aldrei byggja nema til skaða jarðarinnar. Enginn veit hvör hjer var hússleiga.

Ásgeir æðikollur bjó að Ásgeirsá í Víðidal. Hann var föðurbróðir Ásmundar á Bjargi í Miðfirði, föður Grettis.
Í Landnámu er hann sagður hafa verið nefndur, æðikollur„ en þar er honum að öllum líkindum ruglað saman við Ásgeir æðikoll“ Önundarson. Sjá nánar ættrkningu.

Relationships area

Related entity

Þórukot í Víðidal (um 1660)

Identifier of related entity

HAH00895

Category of relationship

associative

Dates of relationship

um1660

Description of relationship

Þórukot byggðist úr landi Ásgeirsár

Related entity

Víðidalsfjall ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00620

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Jörðin nær frá Víðidalsá uppí háfjall

Related entity

Auðunnarstaðir I og II í Víðidal (um 880)

Identifier of related entity

HAH00899

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Ásgeir á Ásgeirsá var sonur Auðuns skökuls landnámsmanns í Viðidal

Related entity

Kristín Þorvarðardóttir (1857-1949) Bakka í Vatnsdal (5.12.1857 - 24.7.1949)

Identifier of related entity

HAH09251

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

tökubarn þar 1870

Related entity

Ólöf Guðmundsdóttir (1869-1939) Bakka Öxnadal (8.12.1869 - 17.6.1939)

Identifier of related entity

HAH06790

Category of relationship

associative

Type of relationship

Ólöf Guðmundsdóttir (1869-1939) Bakka Öxnadal

is the associate of

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

8.12.1869

Description of relationship

fædd þar

Related entity

Víðidalur V-Hvs (874 -)

Identifier of related entity

HAH00793

Category of relationship

associative

Type of relationship

Víðidalur V-Hvs

is the associate of

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Lækjamót í Víðidal (um 900)

Identifier of related entity

HAH00894

Category of relationship

associative

Type of relationship

Lækjamót í Víðidal

is the associate of

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Sameiginlega landamörk í Merkjagili í Víðidalsfjalli

Related entity

Víðidalsá í Víðidal (874-)

Identifier of related entity

HAH00794

Category of relationship

associative

Type of relationship

Víðidalsá í Víðidal

is the associate of

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Veiðréttur í ánni

Related entity

Gunnar Ingvarsson (1858-1927) Stóru Ásgeirsá og Laugardalshólum á Bláskógaheiði (22.6.1858 - 1927)

Identifier of related entity

HAH04519

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar1890

Related entity

Guðbjörg Símonardóttir (1873-1957) Stóru-Ásgeirsá í Víðidal (16.2.1873 - 3.12.1957)

Identifier of related entity

HAH03862

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá (12.3.1864 - 27.1.1948)

Identifier of related entity

HAH06751

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Sigurður Jónsson (1864-1948) Stóru-Ásgeirsá

controls

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1890 og 1910

Related entity

Ólafur Jónsson (1888-1976) Stóru-Ásgeirsá (6.11.1888 - 14.12.1976)

Identifier of related entity

HAH07115

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ólafur Jónsson (1888-1976) Stóru-Ásgeirsá

controls

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

Description of relationship

Húsbóndi þar 1920 og 1957

Related entity

Ásar í Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00698

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Ásar í Svínavatnshreppi

is owned by

Stóra- Ásgeirsá í Víðidal

Dates of relationship

um1700

Description of relationship

Þórarinn á Ásgeirsá keypti jörðina um 1700

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00896

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 29.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul https://timarit.is/page/3310378
Húnaþing II bls 373
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 48. árgangur 1941-1942. https://timarit.is/files/11097749
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar. Bls 238
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf

Maintenance notes

Ásgeir æðikollur [æðarkollur] á Ásgeirsá er líklega ruglað saman við Ásgeir æðikoll Önundarson og hefur líklegast gerst mjög snemma í sagnritun á Íslandi, Ólíkt er að tveir óskyldir skuli bera sama nafn og viðurnefni á sama tíma. Þessi ruglingur er mjög útbreiddur og kemur víða í sögum, ma í bókinni Goðorð og goðorðsmenn eftir Lúðvík Ingvarsson.

Útgefandi Grettissögu í VII. b. ísl. fornr, Guðni Jónsson magister, lítur eins á þessa ættfærslu og Jóhann Kristjánsson, sbr. ættaskrárnar II. og IV. og e. fr. ýmsar greinir í formála og neðanmáls.

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places