Jökulsá og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Jökulsá og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um1933

History

Jökulsárlón er lón við rætur Breiðamerkurjökuls í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi.

Það er 284 metrar að dýpt samkvæmt mælingum frá 2009. Eftir framhlaup Breiðamerk­ur­jök­uls dýpkaði lónið og varð þar með dýpra en Öskjuvatn.

Jökulsárlón er ungt lón og fór að myndast eftir að Breiðamerkurjökull tók að hopa eftir 1933. Áður rann áin beint undan jökli og til sjávar. Breiðamerkursandur var fyrr á öldum töluvert breiðari en hann er nú því bæði hefur sjór brotið af honum og einnig náði jökullinn skemmra fram á sandinn. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um sandinn 1756 töldu þeir um eina danska mílu (7,5 km) milli jökuls og sjávar. Á næstu áratugum skreið jökullinn mjög fram og þegar Sveinn Pálsson fór um sandinn 1794 taldi hann aðeins um 2 km milli jökuls og sjávar. Þegar jökullinn skreið fram hefur hann líklega grafið sig djúpt ofan í gljúp jarðlög og þegar hann fór að hopa aftur á 4. áratug 20. aldar myndaðist lón þar sem hann hafði grafið sig niður.

Places

Legal status

GPS punktar N64° 2' 59.406" W16° 10' 57.079"

Functions, occupations and activities

Í dag er boðið uppá Zodiaks og hjólabátaferðir um lónið. https://www.south.is/is/south/service/glacier-lagoon-boat-tours

Mandates/sources of authority

Jökulsárlón er í dag eitt þekktasta náttúruvætti Íslendinga og er það ekki að ósekju. Stórfenglegt er um að litast þegar komið er að lóninu og er það eins og að stíga inn í landslag ævintýranna. Á stóru lóni sem Vatnajökull gengur út í fljóta gríðarstórir ísjakar um, en umhverfið markast annars af svörtum söndum og grjóti. Í lóninu gætir flóðs og fjöru og er það því blanda af sjó og ferskvatni. Það leiðir til þess að æti gengur inn í lónið sem selir og æðafuglar sækjast í og setur það skemmtilegan svip á svæðið. Lónið er staðsett á Breiðamerkursandi, á milli Þjóðgarðsins í Skaftafelli og Hafnar í Hornafirði.

Jökulsárlón byrjaði að myndast um 1934-1935. Þá rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km vegalengd niður til sjávar. Síðan um 1950 hefur jökullinn hins vegar hörfað jafnt og þétt og sístækkandi lón hefur myndast. Árið 1975 mældist lónið um 7.9 km² en hefur vaxið til þess að vera a.m.k. 18 km² í dag vegna þess að jökullinn hefur bráðnað. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og reglulega brotna stórir sem smáir ísjakar af jökuljaðrinum sem er á floti í vatni. Ísjakar í ótrúlegustu myndum fljóta því um lónið sem er gífurlega djúpt eða a.m.k. 190 m. Í eðli sínu er frosið vatn ögn þyngra en fljótandi vatn sem gerir það að verkum að aðeins 1/10 hluti ísjakanna er ofan vatnsborðsins. Það sem er ofan vatnsborðs er oft svo stórt að erfitt er að ímynda sér það sem er fyrir neðan.

Áin sem liggur frá jökli niður að sjó styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m að lengd. Yfirborð lónsins hefur lækkað stöðugt, þannig að þar sem það var áður vatn þá gætir nú sjávarfalla í því. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrr á tíð. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og eltir selurinn mat sinn. Sömuleiðis sækja æðarfuglar í fiskinn og má víða sjá æðarfugl syndandi á milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla á bátum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins, ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar og dýralífið sem þarna þrífst. Á staðnum er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn sem geta farið í siglingu um lónið og að auki er þar lítið veitingahús. Auðvelt er að komast að Jökulsárlóni þar sem rútur stoppa þar á hverjum degi bæði í áætlunarferðum og dagsferðum. Í grennd við Jökulsárlón eru einnig Fjallsárlón og Breiðárlón. Jökulsárlónið er á Breiðamerkursandi við þjóðveg 1, um 60 km austan við Skaftafell og um 80 km vestan við Höfn í Hornafirði.

Þess má geta að við Jökulsárlón hefur hluti nokkurra erlendra kvikmynda verið teknar. Þar má sem dæmi nefna James Bond myndirnar Die Another Day og A View to a Kill auk Tomb Raider, Beowulf and Grendel og Batman Begins.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00921

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 14.7.2020

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places