Var í Húsi Jóns Sumarliðasonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur barnlaus.
Áhugamál hans voru mörg. Hann hafði mikið yndi af blómum og stundaði garðyrkju um mörg ár, eins og garðurinn á bernskuheimili hans við Blöndubyggð 6b á Blönduósi ber vott um.
Haustið 1985 kenndi hann sjúkdóms er síðar leiddi hann dl dauða. Hann varð bráðkvaddur á leið til vinnu sinnar, aðeins 47 ára að aldri.
Vignir var maður hógvær og hjartahlýr. Snyrtimenni mikið og stundvís svo af bar. Starfsmaður var hann góður og vinsæll meðal vinnufélaga sinna. Hann var mjög barngóður. Voru systkinabörn hans honum mjög hjartfólgin, sem minnast hans nú með söknuði, ásamt öðrum ættingjum og vinum.
Vignir bjó allt til dauðadags á bernskuheimili sínu, ásamt móður sinni síðustu árin, en hann reyndist henni ætíð góður og umhyggjusamur sonur.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 29. desember 1992.