Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Páll Stefánsson (1912-1982) Tilraun

  • HAH06055
  • Einstaklingur
  • 6.9.1912 - 16.11.1982

Páll Stefánsson f. 6. sept. 1912 d. 16. nóv. 1982. Bifreiðastjóri Tilraun á Blönduósi,

Þorleifur Arason (1945-1991) Slökkviliðsstjóri Blönduósi. Skuld

  • HAH06075
  • Einstaklingur
  • 9.4.1945 - 11.11.1991

Þorleifur Arason, slökkviliðsstjóri, var fæddur í Skuld á Blönduósi. Hann var næstelstur af 10 börnum þeirra hjóna Arajónssonar, er var Húnvetningur að ætt og Guðlaugar Nikódemusdóttur frá Sauðárkróki. Einnig áttí hann þrjá hálfbræður og eru þau systkinin hans öll á lífi. Þorleifur ólst upp í Skuld, en dvaldi á sumrum í sveit, eins og títt var um kaupstaðarbörn þeirra tíma. Dvaldi hann m.a. á Njálsstöðum í tvö sumur, svo og í Víkum á Skaga og fleiri stöðum hér um slóðir. Einnig dvaldi hann öðru hverju sumarlangt á Sauðárkróki hjá Jóni móðurbróður sínum.
Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 46 ára að aldri.
Útför hans var gerð frá Blönduósskirkju 23. nóvember 1991.

Sigurður Indriðason (1930-2021) bifreiðaeftirlitsmaður

  • HAH06093
  • Einstaklingur
  • 4.12.1930 - 16.7.1930

Sigurður fæddist á Birningsstöðum í Hálshreppi S-Þing. 4. desember 1930. Starfaði hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins.
Fjölskylda Sigurðar bjó á Birningsstöðum, flutti og bjó í eitt ár á Vöglum í Hálshreppi og loks á Skógum í Hálshreppi í Fnjóskadal þar sem Sigurður ólst upp frá tveggja ára aldri.

Hann lést lést 16. júlí 2021. Útför hans fór fram í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13.

Ungmennafélagið Hvöt (1924)

  • HAH10122
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924

Um fyrsta ungmennafélagið á Blönduósi er lítið vitað. Þó er kunnugt að vorin 1909 og 1910 er kennt sund á Blönduósi og þá er starfandi Umf. Blönduóss er byggði sundpoll til sundkennslu. Arið 1912 er það starfandi og sendir fulltrúa á stofnfund USAH, en gerist ekki sambandsfélagi vegna ágreinings, hvorki þá né síöar. Árið 1915 og 1916 var Umf. Dagsbrún á Blönduósi í sambandinu en hvarf brátt úr sögunni.
Fyrsta færsla í fundargerðarbók Ungmennafélagsins Hvatar hljóðar svo: „Sunnudaginn 16. nóvember 1924 komu nokkrir menn saman á fund í sýslubókasafnsstofunni á Blönduósi og ræddu þar um félagsstofnun. Eftir litlar umræður var í einu hljóði samþykkt að stofna ungmennafélag með stefnuskrá U.M.F.I. Þá var samþykkt að kjósa 3ja manna nefnd til þess að semja lög fyrir félagið og leggja þau fyrir stofnfund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 21. s. m. I nefndina voru kosnir: Steingrímur Davíðsson,Jón Kristófersson og Hermann Víðdal." Föstudaginn 21. nóvember 1924 var síðan stofnfundur félagsins þar sem farið var yfir lög þess og kosið í fyrstu stjórn. í aðalstjórn voru kosin: Steingrímur Davíðsson, formaður, Rannveig Líndal, ritari og Jón Kristófersson, féhirðir. Í varastjórn: Halldór Björnsson, Hermann Víðdal og Klemens Þorleifsson. Á fyrsta fundinum voru jafnframt kosnir menn sem endurskoðendur félagsins og í verkefnanefnd næsta fundar.
Um 1950 eignaðist ungmennafélagið eigið merki. Einari Evensen, sem genginn var í félagið, fannst mikið vanta að ekki væri til merki fyrir félagið. Teiknaði hann merkið sem ennþá er notað.
Formannatal Umf. Hvatar 1924 -1994

  1. 1924-1927 Steingrímur Davíðsson
  2. 1927-1929 Karl Helgason
  3. 1929-1934 Tómas R. Jónsson.
  4. 1934-1935 Stefán Þorkelsson
  5. 1935-1938 Tómas R. Jónsson
  6. 1938-1939 Karl Helgason
  7. 1939-1940 Jóna Kristófersdóttir
  8. 1940 Þórður Pálsson
    Félagið var ekki starfandi 1945 -1948.
  9. 1948-1949 Jóhann Baldurs
  10. 1949-1954 Snorri Arnfinnsson
  11. 1954-1955 Nína ísberg
  12. 1955-1960 Ottó Finnsson
  13. 1960-1962 Guðmundur Theodórsson
  14. 1962-1967 Valur Snorrason
  15. 1967-1968 Baldur Valgeirsson
  16. 1968-1969 Kolbrún Zophoníasdóttir
  17. 1969-1970 Baldvin Kristjánsson
  18. 1970-1972 Jón Örn Berndsen
  19. 1972-1976 Valur Snorrason
  20. 1976-1978 Páll Ingþór Kristinsson
  21. 1978- 1979 Jóhannes Fossdal
  22. 1979- 1983 Björn Sigurbjörnsson
  23. 1983-1985 Pétur Arnar Pétursson
  24. 1985-1986 Stefán Logi Haraldsson
  25. 1986-1987 Baldur Reynisson
  26. 1987-1990 Baldur Daníelsson
  27. 1990-1992 Inga Birna Tryggvadóttir
  28. 1992-1994 Stefán Hafsteinsson
  29. 1994 Þórólfur Óli Aadnegard

Pálmi Hraundal (1912-1979) Hvammstanga

  • HAH06174
  • Einstaklingur
  • 8.7.1912 - 13.5.1979

Pálmi Þórður Hraundal 8. júlí 1912 - 13. maí 1979. Skipsstjóri. Var á Hvoli, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Heimili: Urðarbak, Línakradal. Var að Ási, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bifreiðastjóri í Reykjavík. Sigríður Benný og Pálmi bjuggu í Ási, Hvammstanga í 25 ár þar til þau fluttu til Garðabæjar 1972 og síðan til Reykjavíkur.
Andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 13. maí 1979, útför var frá Fossvogskirkju föstudaginn 18.5.1979.

Samúel Guðmundsson (1878-1951) múrari Reykjavík

  • HAH06118
  • Einstaklingur
  • 25.12.1878 - 11.7.1951

Samúel Guðmundsson 25.12.1878 - 11.7.1951. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Múrarameistari í Reykjavík. Hann fæddist á jóladaginn 1878 að Kolugerði í Húnavatnssýslu; en þar bjuggu foreldrar hans..
Ljest í Landakotsspítala, 11. júlí 1951, jarðsettur 14.7.1951

Hrefna Jónsdóttir (1917-1935) Pálmalundi

  • HAH06145
  • Einstaklingur
  • 27.5.1917 - 14.5.1935

Hrefna Jónsdóttir 27. maí 1917 - 14. maí 1935. Var á Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg, Reykjavík 1930.

Kolbrún Jónsdóttir (1913-1986) Pálmalundi

  • HAH06146
  • Einstaklingur
  • 21.8.1913 - 18.4.1986

Kolbrún Jónsdóttir 21. ágúst 1913 - 18. apríl 1986. Var á Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingiríður Þorleifsdóttir (1875-1964) Móbergi og Undirfelli

  • HAH06151
  • Einstaklingur
  • 14.11.1875 - 10.11.1964

Ingibjörg Ingiríður Þorleifsdóttir 14. nóvember 1875 - 10. janúar 1964. Húskona á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Móberg, Engihlíðarhr. Sennilega sú sem var á Ási, Áshr., A-Hún. 1957. Óg Torfalæk 1920

Ingibjörg Finnsdóttir (1880-1972) barnakennari

  • HAH06153
  • Einstaklingur
  • 25.8.1880 - 9.8.1972

Ingibjörg Finnsdóttir 25. ágúst 1880 - 9. ágúst 1972. Var á Kjörseyri, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húskona og barnakennari í Bæ, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Kennari. Síðast bús. í Bæjarhreppi. Símritari Borðeyri 1920. Ógift.

Sigþrúður Sigurðardóttir (1837) Sauðanesi

  • HAH06154
  • Einstaklingur
  • 24.6.1837 -

Sigþrúður Sigurðardóttir 24. júní 1837. Var á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1845. Vinnukona í Vatnshlíð. Vinnukona í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1860. Vinnukona í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870.

Þuríður Jakobsdóttir (1881-1965) Brautarholti Skagaströnd

  • HAH06157
  • Einstaklingur
  • 17.1.1881 - 19.7.1965

Lilja Þuríður Jakobsdóttir 17. jan. 1881 - 19. júlí 1965. Vinnukona á Vatneyri 5, Patreksfirði í Eyras., V-Barð. 1910. Húsfreyja í Brautarholti í Höfðakaupstað, Höfðahr., Hún. Var á Skagaströnd 1930.

Stefanía Jónsdóttir (1913-1992) Húsavík

  • HAH06168
  • Einstaklingur
  • 10.6.1913 - 9.7.1992

Stefanía Guðrún Jónsdóttir 10. ágúst 1913 - 9. júlí 1992. Síðast bús. á Húsavík. Sjávarborg 1920.

Jensína Guðlaugsdóttir (1908-2002) Dalsmynni á Kjalarnesi

  • HAH05279
  • Einstaklingur
  • 1.3.1908 - 22.7.2002

Jensína Guðlaugsdóttir fæddist á bænum Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi 1. mars 1908. Jensína ólst upp hjá foreldrum sínum á Steinstúni. Hún fór ung að vinna fyrir sér, oftast í heimilishjálp, fyrst í sveitinni en svo á Ísafirði og í Reykjavík. Á síldarárunum vann hún í síld í Djúpavík. Hún var alltaf mjög tengd heimilinu á Steinstúni og dvaldi þar oft og vann ýmis störf innan sveitarinnar.
Árið 1952 giftist hún Bjarna Jónssyni, bónda í Dalsmynni á Kjalarnesi, og bjuggu þau þar til ársins 1962 en fluttu þá til Reykjavíkur. Bjarni átti tíu börn. Æ síðan bjó Jensína í Drápuhlíð 30 en bjó á elliheimilinu Grund síðustu fjóra mánuðina sem hún lifði.
Jensína var alla tíð unnandi gömlu dansanna og stundaði þá reglulega alla ævi.
Hún lést á elliheimilinu Grund 22. júlí 2002. Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. júlí 2002, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Mágaberg Blönduósi (1938) Blöndubyggð

  • Fyrirtæki/stofnun

Fögruvelli endurbyggðu Agnar Guðmundsson og Sigurgeir Magnússon mágur hans og kölluðu nýja húsið Mágaberg (Máfaberg). Húsið stóð autt í mörg ár og endaði lífdaga sína sem brunaæfing Slökkviliðsins sumarið 2014 og rifið í kjölfarið.

Anna Aradóttir (1960) Skuld

  • HAH05646
  • Einstaklingur
  • 28.1.1960 -

Anna Helga Aradóttir 28. janúar 1960. Skuld og Stokkseyri.

Vignir Jónsson (1945-1992) ljósmyndari Blönduósi

  • HAH05207
  • Einstaklingur
  • 14.3.1945 - 15.12.1992

Var í Húsi Jóns Sumarliðasonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur barnlaus.
Áhugamál hans voru mörg. Hann hafði mikið yndi af blómum og stundaði garðyrkju um mörg ár, eins og garðurinn á bernskuheimili hans við Blöndubyggð 6b á Blönduósi ber vott um.
Haustið 1985 kenndi hann sjúkdóms er síðar leiddi hann dl dauða. Hann varð bráðkvaddur á leið til vinnu sinnar, aðeins 47 ára að aldri.

Vignir var maður hógvær og hjartahlýr. Snyrtimenni mikið og stundvís svo af bar. Starfsmaður var hann góður og vinsæll meðal vinnufélaga sinna. Hann var mjög barngóður. Voru systkinabörn hans honum mjög hjartfólgin, sem minnast hans nú með söknuði, ásamt öðrum ættingjum og vinum.

Vignir bjó allt til dauðadags á bernskuheimili sínu, ásamt móður sinni síðustu árin, en hann reyndist henni ætíð góður og umhyggjusamur sonur.
Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 29. desember 1992.

Niðurstöður 1001 to 1100 of 10353