Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Vatnsnes

  • HAH00019
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Vatnsnes er grösugt og búsældarlegt nes fyrir miðjum Húnaflóa. Um 40 km langt og hæsti tindur þess er Þrælsfell í tæplega 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Blómleg byggð og mikið útræði var á öldum áður á Vatnsnesi, en við lok 20. aldar fór byggðinni hnignandi og bæir fóru í eyði. Mörg af bestu fjárbúum landsins eru á Vatnsnesi enda nesið grösugt og gott til beitar. Mikil sellátur eru víða á Vatnsnesi og mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Byggðir hafa verið upp selaskoðunarstaðir og ferðaþjónusta á nesinu hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Helstu áningastaðir á og við nesið, fyrir utan að sjálfsögðu Hvammstanga, eru Ánastaðastapar, Illugastaðir, Svalbarð, Hvítserkur og Borgarvirki. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6. km frá þjóðveginum.

Horft til suðausturs ofan af Geitafelli og séð í mynni Þorgrímsstaðadals (nær) og Katadals í Vatnsnesfjalli. Fjær sést Víðidalsfjall.
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum. Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall, en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur. Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og gott aðgengi fyrir ferðamenn að skoða seli í Hindisvík og að Ósum. Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir. Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Haraldur hringur nam Vatnsnes að Ambáttará vestan megin og að Þverá og Bjargaósi að austan. Hann bjó að Hólum.

Víkur á Skaga

  • HAH00434
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur við botn Víknavíkur lítinn spöl frá sjó. Þar er nokkurt graslendi heim um sig og heiðarland víðáttu mikið. Fjörubeit er góð.
Íbúðarhús byggt 1966-67 648 m3. Fjárhús með kjallara steypt 194 yfir 400 fjár, hlaða 600 m3, fjós byggt 1958 fyrir 5 gripi. Votheysgeymsla byggð 1954 388 m3. Tún 16,2 ha. Reki og æðavarp.

Þingeyrakirkja

  • HAH00633
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1864 -

Kirkja sú er nú stendur á Þingeyrum er með merkustu kirkjuhúsum landsins, byggð af Ásgeiri Einarssyni (1809-1885) alþingismanni er sat staðinn með reisn á árunum 1861-1863 og aftur frá 1867 til æviloka. Ásgeir reisti kirkjuna á árunum 1864-1877 og lagði til byggingarinnar 10.000.- af 16.000.- sem hún kostaði og sparaði ekkert til að gera hana sem veglegasta.

Kirkjan er hlaðin úr grjóti og steinarnir límdir með kalki í hleðslunni. Sverrir Runólfsson steinhöggvari sá um veggjahleðsluna og munu þeir Ásgeir saman hafa lagt á ráðin um gerð hússins. Naumast finnst steinvala í landi Þingeyra og var hleðslugrjótið allt sótt vestur í Nesbjörg handan Hópsins og dregið á sleðum með uxa fyrir, yfir ísa að vetrinum. Kirkjuhúsið er með forkirkju, turni og bogadregnum kór sem hlaðinn er út í eitt með kirkjuskipinu.

Söngloft er yfir kirkjunni framanverðri og tekur hún alls nær 150 manns í sæti. Hvelfing er bogadregin og blámáluð og á henni gylltar stjörnur sem eiga að vera um 1000 eða jafnmargar og rúðurnar í bogagluggum kirkjunnar. Veggir voru í upphafi sléttaðir að innan með kalkblöndu en 1937 voru þeir steinmúraðir og síðan málaðir hvítir. Helluþak var á kirkjunni í upphafi og lengi síðan en það skaddaðist fyrir allmörgum árum og var þá sett eirklæðning í stað þess.

Þingvöllur - Þingvellir

  • HAH00030
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 0930 -

Fyrrum var nafnið ritað í eintölu sbr Njálu og og textann „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit“

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.

Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.

Staðsetning Þingvalla
Það var einnig á Þingvöllum sem Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þangað hafa margir íslenskir listamenn sótt innblástur sinn, til dæmis Jóhannes Kjarval.
Skammt frá Þingvallakirkju er svokallaður þjóðargrafreitur, þar sem Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eru grafnir.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög. Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað.

Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi. Nokkrar ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.

Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið.

Aðstæður á Þingvöllum þóttu einnig heppilegar fyrir þing; góðir hagar, eldiviður og vatn. Þá þótti staðurinn henta vel fyrir sjálft þinghaldið sem slíkt þar sem brekka og sléttur völlur lágu upp að hamravegg. Einnig er nefnd frásögn í Íslendingabók Ara fróða af Þóri kroppinskegg sem átti land í Bláskógum. Hann myrti þræl sinn en í refsingarskyni var allt land hans gert að allsherjareign til afnota fyrir þingið.

Þrístapar

  • HAH00634
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.1.1830 -

Þrístapar. Þrír samliggjandi stakir smáhólar er standa norður og vestur af Vatnsdalshólum. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830, er Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin vegna morðsins á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi. Efst á miðhólnum er hlaðinn aftökupallur, um 20-70 cm hár og um 5x5 metar að ummáli. Á honum er minningarsteinn um atburðinn. Skilti er við þjóðveginn og stutt gönguleið að staðnum.

Morðið, aftakan og örlagasaga Friðriks, Agnesar og Natans hafa verið yrkisefni í íslenskri skáldsögu og íslenskri kvikmynd. Þorgeir Þorgeirson skrifaði skáldsöguna Yfirvaldið og mun sú saga styðjast við heimildir. Kvikmyndin Agnes sem Egill Eðvarðsson leikstýrði árið 1996 er byggð á þessum atburðum en víkur mjög frá þekktum staðreyndum.

Sléttárdalur Svínavatnshreppi

  • HAH00532
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911-1944

Sléttárdalur er eyðibýli framantil í Sléttárdalnum. Það hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi. Það er mjög gott beitiland, en vetrarríki talsvert.
Árið 1911 var stofnað þarna lögbýli. Landamerki voru þó ekki þinglýst, en munu hafa verið ákveðin með munnlegu samkomulagi. Jörðin hefur verið í eyði frá 1944.

Sólheimar í Svínadal

  • HAH00472
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin á mikið og gott land upp frá miðju Svínavatni, hallandi mót suðvestri. Einkum er ræktarland mikið og gott, mýrlendi að vísu, en auðvelt til þurrkunar. Þjóðvegurinn liggur ofarlega í hlíðinni. Gamla túnið og byggingar jarðarinnar er skammt neðar í 250 metra hæð yfir sjávarmáli, en nýræktartúnin þar niður frá. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá 1867, er Ingvar Þorsteinsson eignaðist hana og eftir hann Þorleifur sonur hans og Sigurlaug kona hans. Þorleifur byggði snotran sumarbústað í landi jarðarinnar og hafið þar trjárækt ofl. Íbúðarhús byggt 1950 múrhúðað, hæð og ris 104 m2 og 359 m3. Fjós yfir 22 gripi með mjólkurhúsi, kjarnfóður og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 400 fjár, einangrað þak og grindur í gólfi yfir vélgengum áburðarkjallara. Hlöður 1218 m3 og votheysturn 40 m3. Tún 54 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Björnólfsstaðir í Langadal

  • HAH00202
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Gamalt býli. Bæjarhús standa hátt í hallandi túni. Jörðin er sæmileg landrúm og landið algróið að kalla, utan melröðull sem gengur um þvert landið, vestan þjóðvegar, þar sem dregur til gils að Blöndu. Á undurlendisræmu vestan melanna, stendur íbúðarhús lítið á árbakkanum, án landnytja, þar bjó síðast Ingunn Sveinsdóttir, sem einnig er eigandi hússins. Snjóþungt er þarna talið, eins og reyndar víðast í utanverðum Langadal, en vorgottjafnframt, því þar grær jafnan fyrr og örar, sem snjóar skýla jörð, en þar sem fannbert er. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr steini byggt 1930, 614 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 650 m3. Votheysgeymsla 70 m3. Tún 9,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hafsteinn Björnsson (1899-1960) Blönduósi

  • HAH04605
  • Einstaklingur
  • 17.5.1899 - 1.4.1960

Hafsteinn Björnsson 17. maí 1899 - 1. apríl 1960. Var á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Daglaunamaður á Blönduósi 1930. Var á Bala, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður.

Hafsteinn Kristinsson (1933-1993) Hveragerði

  • HAH04609
  • Einstaklingur
  • 11.8.1933 - 18.4.1993

Hafsteinn Kristinsson 11. ágúst 1933 - 18. apríl 1993. Framkvæmdastjóri og stofnandi Kjöríss hf. Síðast bús. í Hveragerðisbæ.
Hafsteinn Kristinsson var fæddur á Selfossi, sonur þeirra vildishjóna Kristins Vigfússonar, húsasmíðameistara á Selfossi um langan aldur, og Aldísar Guðmundsdóttur frá Litlu-Sandvík í Flóa. Hafsteinn ólst upp í þessum bæ þar sem landið er flatt, en óx fljótt allmjög upp úr flatanum og varð með hærri mönnum.

Runólfur Aðalbjörnsson (1934-2016) Hvammi í Langadal

  • HAH04603
  • Einstaklingur
  • 19.3.1934 - 12.2.2016

Runólfur B. Aðalbjörnsson fæddist að Hvammi í Langadal 19. mars 1934. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 12. febrúar 2016.
Runólfur ólst upp í Hvammi í Langadal og tók snemma við búskap og var bóndi þar til hann flutti ásamt konu sinni til Blönduóss 1983. Þá vann hann í Mjólkurstöð Húnvetninga og líka við afleysingar á mjólkurbíl. Einnig vann hann við skólaakstur á vetrum og keyrði rútu um hálendið með ferðafólk á sumrin.
Útför Runólfs fór fram frá Blönduósskirkju, 27. febrúar 2016, klukkan 14.

Guðbjörg Eggertsdóttir (1870-1950) Vatnahverfi

  • HAH03831
  • Einstaklingur
  • 20þ8þ1870 - 27.12.1950

Guðbjörg Eggertsdóttir 20. ágúst 1870 - 27. des. 1950. Húsfreyja í Vatnahverfi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vatnahverfi. Ógift og barnlaus.

Guðbjartur Ingi Bjarnason (1949-2005) Feigsdal

  • HAH05034
  • Einstaklingur
  • 26.4.1949 - 25.12.2005

Guðbjartur Ingi Bjarnason fæddist á Bíldudal 26. apríl 1949. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 25. desember 2005.
Bóndi og refaskytta í Feigsdal í Bakkadal.
Guðbjartur Ingi ólst upp í foreldrahúsum í Fremri-Hvestu og vandist þar almennri sveitavinnu. Útför Guðbjarts Inga var gerð frá Bíldudalskirkju 7.1.2006 og hófst athöfnin klukkan 14. Jarðsett var í Bíldudalskirkjugarði.

Gunnar Bjarnason (1915-1998) hrossaráðunautur

  • HAH05005
  • Einstaklingur
  • 13.12.1915 - 15.9.1998

Gunnar Bjarnason 13. des. 1915 - 15. sept. 1998. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Skólastjóri Bændaskólans á Hólum og hrossaræktaráðunautur í Reykjavík. Menntaskólanemi á Akureyri 1930. Ráðunautur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Ameríkureið þvert yfir Bandaríkin sumarið 1976. Hann varð heiðursfélagi ýmissa félaga og heiðraður margvíslega innanlands og utan, ásamt því að vera kjörinn fyrsti heiðursforseti FEIF (Alþjóðasamband eigendafélaga íslenskra hesta), sem hann upphaflega stofnaði með öðrum.
Útför Gunnars fór fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, 25.9.1998 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Jóhannes Guðmundsson (1948-1995)

  • HAH05027
  • Einstaklingur
  • 15.4.1948 - 23.5.1995

Jóhannes Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 15. apríl 1948. Búfræðingur og viðgerðarmaður í Danmörku. Hann lést í Danmörku 23. maí 1995.
Útför Jóhannesar fór fram frá Lágafellskirkju 8.6.1995 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurður Sigurðsson (1949-2003) frá Sölvabakka

  • HAH05046
  • Einstaklingur
  • 17.10.1949 - 3.3.2003

Sigurður Friðrik Sigurðsson búfræðikandídat fæddist í Reykjavík 17. október 1949. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gautaborg í Svíþjóð 3. mars 2003.
Útför Sigurðar Friðriks var gerð frá Hallgrímskirkju 21.3.2003 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigurður Marinósson (1945-2017) Hvítuhlíð

  • HAH05047
  • Einstaklingur
  • 10.9.1945 - 13.9.2017

Sigurður Jónas Marinósson fæddist á Álfgeirsvöllum í Skagafirði 10. september 1945.
Sigurður barðist við krabbamein síðustu 10 æviárin. Bóndi á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, að Hvalsá við Steingrímsfjörð, á Kollafjarðarnesi við Kollafjörð og loks í Hvítuhlíð í Bitrufirði.
Hann lést á heimili sínu, Hvítuhlíð í Bitrufirði, 13. september 2017.
Útför Sigurðar fór fram frá Kollafjarðarneskirkju 23. september 2017, klukkan 15.

Bjarney Fáfnis (1902-1973) Fargo N-Dakota

  • HAH05052
  • Einstaklingur
  • 3.9.1902 - 16.12.1973

Bjarney Hjálmarsdóttir Fáfnis 3. sept. 1902 - 16. des. 1973. Fór til Vesturheims 1923 með móður sinni. Hárgreiðsludama í Fargo, N-Dakota, Bandaríkjunum.

Elín Þorgilsdóttir (1932-1999)

  • HAH05059
  • Einstaklingur
  • 24.1.1932 - 26.4.1999

Elín Þorgilsdóttir fæddist í Bolungarvík 24. janúar 1932. Hún andaðist 26. apríl 1999 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Vík í Mýrdal.
Elín ólst upp í Bolungarvík. Elín vann við verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík þar til hún giftist í háskólabænum Durham á Englandi 16. apríl 1955 Þorbergi Kristjánssyni, sóknarpresti í Bolungarvík sem var þar við framhaldsnám.
Útför Elínar hefur farið fram.

Guðmundur A Stefánsson (1885-1960) Glímukóngur 1909

  • HAH05058
  • Einstaklingur
  • 7.7.1885 - 18.10.1960

Guðmundur Aðalsteinn Stefánsson 7. júlí 1885 - 18. okt. 1960. Jarðsettur, Brookside Cemetery, Greater Winnipeg, Manitoba, Canada. Var í Reykjavík 1910. Múrari og glímukappi í Reykjavík. Varð glímukóngur Íslands 1910 er hann vann „Grettisbeltið.“ Fluttist til Vesturheims árið 1911. Múrari í Coldwell, Selkirrk, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í Coldwell, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921. Bóndi í Clarkleigh í Lundarbyggð, síðar múrari í Winnipeg, Manitoba, Kanada.
Hann lærði múrsmíði hjá föður sínum, Stefáni Egilssyni, og stundaði iðn sína hér í bær þar til nann fór vestur um haf 1911. Hann var mikill íþróttamaður og frægur glímukappi. Hann starfaði sem öyggingameistari í Winnepeg í meir en 40 ár. Hann var bróðir þeirra þjóðkunnu bræðra Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds, Snæbjörns skipstjóra og Eggerts söngvara og rithöfundar.
Guðmundur var kvæntur konu af íslenzkum ættum, frú Jóhönnu Stefánsson, og lifir hún mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra hjóna, en sonur þeirra, Eggert, féll í seinni heimsstyrjöldinni í innrásinni í Normandí.

Hulda Sigurðardóttir (1922-2003) kennari

  • HAH05065
  • Einstaklingur
  • 18.2.1922 - 29.10.2003

Hulda Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1922. Kennari í Hafnarfirði.
Hulda og Stefán bjuggu allan sinn búskap á Brekkugötu 22 í Hafnarfirði.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. október 2003.
Útför Huldu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 13.11.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sólveig Kristjánsdóttir (1905-1998) Munkaþverá

  • HAH05055
  • Einstaklingur
  • 1.5.1905 - 13.4.1998

Sólveig Kristjánsdóttir 1. maí 1905 - 13. apríl 1998. Húsfreyja á Munkaþverá, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Kennari á á Munkaþverá, Öngulsstaðahr. Eyj., Akureyri og í Kópavogi. Síðast bús. í Reykjavík.

Páll Steingrímsson (1930-2016) kvikmyndagerðarmaður

  • HAH05085
  • Einstaklingur
  • 25.7.1930 - 11.11.2016

Páll fædd­ist í Vest­manna­eyj­um 25. júlí 1930 - 11. nóv. 2016. Var á Brekastíg 6, Vestmannaeyjum 1930. Kennari og kvikmyndargerðarmaður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík.
Skömmu fyrir Vestmannaeyjagosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur og síðan í Kópavoginn
Fékk fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hlaut íslensku fálkaorðuna fyrir störf sín að kvikmyndagerð.

Árni Pálsson (1942-2011) Vestmannaeyjum

  • HAH05087
  • Einstaklingur
  • 14.9.1942 - 27.3.2011

Árni Ásgrímur Pálsson 14. sept. 1942 - 27. mars 2011. Bús. í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og síðar húsvörður í Kópavogi.
Hann fæddist í Glaumbæ í Langadal 14. september 1942. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. mars 2011.
Árni var á áttunda aldursári þegar hann flutti til Vestmannaeyja með foreldrum sínum.
Árni bjó ásamt Lindu og tveimur börnum þeirra í Vestmannaeyjum þar til 1973, eftir það bjuggu þau sér heimili víðsvegar í námunda við höfuðborgina, meðal annars í Grindavík þegar Ómar fæðist og eftir það áttu þau lengst af heimili í Hafnarfirði eða þar til þau fluttu í Kópavog 1998 þegar Árni tók við húsvarðarstarfi í Gullsmára sem hann sinnti fram til 2009.

Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

  • HAH05090
  • Einstaklingur
  • 8.7.1928 - 30.11.2011

Erna Hreinsdóttir fæddist 8. júlí 1928 á Eskifirði. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember 2013.
Var í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Tvítug að aldri veiktist Erna af lömunarveiki og var alla tíð síðan bundin hjólastól. Hún var víkingur til allra verka, snjöll og nýjungagjörn í eldhúsinu og mikil hannyrðakona. Hún hafði yndi af garðrækt og bóklestri. Hún var afar fróðleiksfús og sótti af og til námskeið í kvöldskólum. Hún naut þess alla tíð að ferðast, jafnt innan lands sem utan. Þau Svan hófu búskap við Hrísateig en reistu sér fljótlega hús í Langagerði, og síðar annað í Grundarlandi.
Erna var jörðuð í kyrrþey þann 6. desember 2013 að eigin ósk.

Hreinn Hreinsson (1929-2018)

  • HAH05091
  • Einstaklingur
  • 5.7.1929 - 4.12.2018

Hreinn Hreinsson 6. júlí 1929 - 4. des. 2018. Var í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Lést á dvalarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, 4. desember 2018. Jarðarför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Kristinn Þorsteinsson (1903-1987) Akureyri

  • HAH05096
  • Einstaklingur
  • 6.10.1903 - 10.6.1987

Kristinn Stefán Þorsteinsson 6. okt. 1903 - 10. júní 1987. Deildarstjóri KEA á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri.

Lena Pálsson (1903-1996) Hrísey

  • HAH05089
  • Einstaklingur
  • 12.5.1903 - 12.9.1996

Lena Figved Pálsson 12. maí 1903 - 12. sept. 1996. Húsfreyja í Hrísey, á Akureyri og í Reykjavík, síðast bús. í Reykjavík. Er hjá foreldrum á Eskifirði 1910, þar nefnd Oline Figved. Húsfreyja í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Nefnd Lena Pálsson f. Figved.

Haukur Baldvinsson (1948)

  • HAH05017
  • Einstaklingur
  • 24.2.1948 -

Haukur Laxdal Baldvinsson 24. feb. 1948. Hrossaræktarbóndi í Tungu á Svalbarðsströnd, ókv.

Eygló Thorarensen (1935-1994) Reykjavík

  • HAH05120
  • Einstaklingur
  • 11.6.1935 - 5.12.1994

Eygló Margrét Thorarensen 11. júní 1935 - 5. des. 1994. Var í Reykjavík 1945. Húsfreyja. Síðast bús. í Kópavogi. Kvsk á Blönduósi 1955.

Jóhanna Erlendsdóttir (1905-1979) Breiðavaði

  • HAH05133
  • Einstaklingur
  • 16.3.1905 - 20.8.1979

Jóhanna Erlendsdóttir 16. mars 1905 - 20. ágúst 1979 Var á Breiðavaði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi.

Ingiberg Egilsson (1934-2007) flugvirki Garðabæ

  • HAH05131
  • Einstaklingur
  • 29.1.1934 - 18.10.2007

Ingiberg Hjálmar Egilsson flugvirki fæddist í Keflavík 29. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. október 2007.
Ingiberg og Hrönn bjuggu lengstum í Aratúni 34 þar sem þau byggðu hús sitt.
Útför Ingibergs var gerð frá Digraneskirkju 31.10.2007 og hófst athöfnin klukkan 13.

Eggert Sören Pálsson (1944)

  • HAH05008
  • Einstaklingur
  • 28.6.1944 -

Eggert Sören Pálsson 28. júní 1944. Búfræðingur, Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966

Hólmgeir Björnsson (1937)

  • HAH05004
  • Einstaklingur
  • 18.5.1937 -

Hólmgeir Björnsson 18. maí 1937. Tölfræðingur. Bændaskólinn á Hvanneyri 1965-1966

Kristján Júlíusson (1933-2013)

  • HAH05136
  • Einstaklingur
  • 30.7.1933 - 6.8.2013

Kristján Lindberg Júlíusson fæddist á Siglufirði 30.7. 1933.

Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6.8. 2013.
Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskirkju 19. ágúst 2013, kl. 13.

Ólafur Einarsson (1945)

  • HAH05021
  • Einstaklingur
  • 19.9.1945 -

Einar Ólafur Einarsson 19. sept. 1945. Búfræðingur.

Sigurjóna Pálsdóttir (1909-1981) Akureyri

  • HAH05100
  • Einstaklingur
  • 17.6.1909 - 24.5.1981

Sigurjóna Pálsdóttir 17. júní 1909 - 24. maí 1981. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Valgerður Björgvinsdóttir (1922-2001) frá Garði

  • HAH05066
  • Einstaklingur
  • 2.7.1922 - 6.1.2001

Valgerður Björgvinsdóttir fæddist í Garði í Mývatnssveit 2. júlí 1922.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. janúar 2001.
Valgerður var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. janúar, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Bjarni Þórðarson (1914-1998) Reykjum á Skeiðum

  • HAH04888
  • Einstaklingur
  • 1.4.1914 - 1.3.1998

BjarniBjarni Þórðarson var fæddur á Reykjum á Skeiðum 1. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. mars 1998.
Var á Reykjum, Ólafsvallasókn, Árn. 1930. Bóndi á Reykjum á Skeiðum. Síðast bús. í Skeiðahr.
Bjarni var sjötti í röð þrettán systkina. Hann bjó alla sína ævi á Reykjum á Skeiðum og stundaði þar búskap.
Útför Bjarna fór fram frá Skálholtskirkju 7.3.1998 og hófst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett var í Ólafsvallakirkjugarði.

Hallbjörn Andrésson (1917-1943) söngkennari Skagaströnd

  • HAH04631
  • Einstaklingur
  • 15.11.1917 - 2.1.1943

Hallbjörn Bergmann Andrésson 15. nóv. 1917 - 2. jan. 1943. Var á Neðri-Harrastöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Organisti og söngkennari á Skagaströnd. Ókvæntur og barnlaus.

Ágústa Randrup (1927-2013)

  • HAH05157
  • Einstaklingur
  • 11.10.1927 - 12.11.2013

Ágústa Wilhelmina Randrup fæddist í Hafnarfirði 11. október 1927.
Ágústa og Georg hófu búskap á Öldugötu 3 í Hafnarfirði árið 1948 en fluttu þaðan til Keflavíkur árið 1950 og hafa búið þar síðan. Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja, verkakona og verslunarstarfsmaður í Keflavík.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. nóvember 2013.
Útför Ágústu fór fram frá Keflavíkurkirkju 18. nóvember 2013, kl. 13.

Birgir Guðsteinsson (1936) Vestmannaeyjum

  • HAH05163
  • Einstaklingur
  • 3.6.1936 -

Svanur Birgir Guðsteinsson 9. júní 1936 frá Vestmannaeyjum. Kennari Bjarkarlundi Vestmannaeyjum. Stjórnaði sumarbúðum Aðventista í mörg sumur.

Hannes Hallgrimson (1930-2002) Culbertson Kanada

  • HAH04770
  • Einstaklingur
  • 12.1.1930 - 14.3.2002

Hannes Asgeir Hallgrimson, 12.1.1930 - 14.3.2002. Culbertson Kanada.
Hannes and Carol celebrated their 48th wedding anniversary just prior to her death in November 1999. He was the definition of devotion to Carol in her struggle with Alzheimer's and missed her terribly after her death.
Following the funeral services held March 19, cremation will take place. A private burial service will take place at a later date for both Carol and Hannes.

Heiðar Kristjánsson (1939-2019) Hæli

  • HAH04858
  • Einstaklingur
  • 26.1.1939 - 23.9.2019

Heiðar Kristjánsson fæddist 26. janúar 1939 á Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
Hann lést 23. september 2019 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi.
Útför Heiðars fór fram frá Blönduóskirkju 5. október 2019, klukkan 14.

Hekla Birgisdóttir (1963) Blönduósi

  • HAH04864
  • Einstaklingur
  • 8.5.1963 -

Foreldrar hennar;
Vigdís Theodóra Bergsdóttir 28. feb. 1941 - 17. jan. 2011. Húsfreyja á Bjarnastöðum í Sveinsstaðahreppi.
Maður Vigdísar; Ellert Pálmason 16. apríl 1938 Bóndi Bjarnastöðum í Þingi.

Systkini Heklu;
1) Pálína Bergey Lýðsdóttir, f. 27.10. 1960, gift Bjarna Kristinssyni, f. 20.8. 1960, þeirra börn eru; a) Lilja Guðný, f. 15.5. 1985, gift Guðmundi Arnari Sigurjónssyni, f. 22.3. 1986, þeirra sonur er Sigurjón Bjarni, f. 12.8. 2008. b) Anna Kristín, f. 18.4. 1987 c) Ásta María, f. 7.5. 1991.
2) Gunnar Ellertsson 24. janúar 1965 - 23. desember 2010 Bóndi og hreppsnefndarmaður á Bjarnastöðum í Vatnsdal. Ókv. bl.
3) Pálmi Ellertsson, f. 21.6. 1966,
4) Oddný Rún Ellertsdóttir, f. 30.12. 1973.

Börn Heklu;
1) Vigdís Elva Þorgeirsdóttir f. 27.8. 1980, hennar sambýlismaður er Þröstur Árnason f. 5.3. 1975, þeirra börn eru Auðunn Árni f. 18.1. 2001, Hekla Guðrún f. 13.5. 2003, Ellert Atli f. 8.4. 2009. Faðir hennar; Þorgeir Guðmundsson 30. okt. 1960.
2) Gunnar Örn Sigurbjörnsson f. 12.1. 1985.
3) Sigurbjörn Pálmi Sigurbjörnsson f. 26.11. 1988, fv maki; Katrín Hallgrímsdóttir f. 4.10. 1991.
4) Ingibergur Kort Sigurðsson f. 27.4. 1998. Faðir hans: Sigurður Kort Hafsteinsson 23. feb. 1956.

Gunnar Björgvinsson (1912-1958) Tollstjóri Eskifirði

  • HAH04853
  • Einstaklingur
  • 24.6.1912 - 1.12.1958

Gunnar Björgvinsson 24. júní 1912 - 1. des. 1958. Afgreiðslumaður á Laufásvegi 27, Reykjavík 1930. Tollstjóri og verslunarmaður í Hveragerði.

HANN lézt af uppskurði á Landsspítalanum aðfaranótt 1. desember 1958 og var jarðsettur 9.12.1958. Var það fimmti uppskurðurinn, sem hann gekk undir á nokkrum árum

Haraldur Hallgrímsson (1897-1983) Tungunesi

  • HAH04820
  • Einstaklingur
  • 30.5.1897 - 9.12.1983

Haraldur Hallgrímsson 30. maí 1897 - 9. des. 1983. Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Tungunes. Var í Héðinshöfða, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Bóndi í Tungunesi. Síðast bús. í Blönduóshreppi, ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Jónsson (1907-1981) Efra-Jaðri Skagaströnd

  • HAH04824
  • Einstaklingur
  • 20.2.1907 - 8.12.1981

Haraldur Jónsson 20. feb. 1907 - 8. des. 1981. Fæddur var að Gilsstöðum í Vatnsdal. Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Var á Efri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. F.28.2.1907 skv. kb.
Árið 1947 fékk Haraldur lömunarveikina og varð að mestu óvinnufær.

Haraldur Sigurjónsson (1914-1986) Iðavöllum á Skagaströnd

  • HAH04835
  • Einstaklingur
  • 23.1.1914 - 14.5.1986

Haraldur ólst upp að Höskuldsstöðum á Skagaströnd allt til 19 ára aldurs hjá sr. Jóni Pálssyni og konu hans Margréti Sigurðardóttur, er var í ætt við Harald. Á sama tíma ólust upp á Höskuldsstöðum Elín Rannveig dóttir þeirra hjóna og fósturdóttir Margrét Jónsdóttir og var ætíð mjög kært með þeim fóstursystkinum.
og bjuggu þar um 5 ára skeið. Síðan fluttu þau að Vindhæli, þar sem þau bjuggu í eitt ár. Arið 1942 festu þau kaup á húseigninni Iðavöllum á Skagaströnd og fluttu þangað þá um vorið. Þar hafði áður búið Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum. Þar varð síðar heimili Haraldar allt til dauðadags. Konu sína Sigurlaugu missti hann 1982, hina mætustu konu. Var Björn faðir hennar á Örlygsstöðum annálaður framkvæmda- og atorkumaður, eins og Jón í Stóradal lýsir honum í æviágripi.
Haraldur Sigurjónsson varð bráðkvaddur á heimili sínu, Iðavöllum Skagaströnd, 13. maí 1986. Hann var fæddur 23. janúar 1914 að Stóra-Bergi á Skagaströnd.
Útför hans fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 24. maí 1986..

Haukur Pálmason (1930-2019) Reykjavík

  • HAH04847
  • Einstaklingur
  • 7.2.1930 - 4.11.2019

Haukur Pálmason 7. feb. 1930 - 24. nóv. 2019. Raforkuverkfræðingur, framkvæmdastjóri og aðstoðarrafmagnsstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Hermann Arason (1957) Akureyri

  • HAH05150
  • Einstaklingur
  • 9.5.1957 -

Hermann Ingi Arason 9. maí 1957. Tónlistarstjóri og gítarleikari, Hljómsveit Pálma Stefánssonar.

Valdimar Lárusson (1912-1980) kennari Manitoba

  • HAH05186
  • Einstaklingur
  • 21.11.1912 - 18.1.1980

Hjálmar Valdimar Lárusson 21.11.1912 [skv kirkjubókum 28.10.1912] - 18.1.1980 kennari Manitoba. Gimli, North Interlake Census Division, Manitoba, Canada. Bachelor of Arts 1942 frá Manitoba háskóla. Kennari á Normal-kennaraskólanum í Winnipeg, ókvæntur. Jarðsettur í Gimli Cemetery

Hjálmar Valdimar Lárusson fyrrum prófessor við Kennaraháskóla Manitóbafylkis lést að sjúkrahúsi í Winnipeg 18. janúar 1980. Valdi, eins og hann var jafnan nefndur af kunnugum, var fæddur á Gimli þann 21. nóvember 1912,

Hörður Ríkharðsson (1962) kennari

  • HAH05203
  • Einstaklingur
  • 29.12.1962 -

Hörður Ríkharðsson 29. des. 1962, kennari Blönduósi, lögreglumaður, og vara alþingismaður.

Samhugur (2001-2009)

  • HAH10062
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 2001-2009

Samhugur er samtök krabbameinssjúkra, aðstandenda þeirra og annarra velunnara.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð fólks sem greinist með krabbamein og aðstandenda þeirra og koma til þeirra nytsamlegum upplýsingum. Vinna markvisst að málefnum sem varða andlegar, félagslegar og líkamlegar þarfir þessa fólks.
Leiðir að markmiðum, að gefa út bækling með upplýsingum um þjónustu sem í boði er, að hafa fundi eða samverustundir, að vera til taks og spjalla við þá sem þess þurfa við.

Halldór Gunnlaugsson (1851) Skagaströnd

  • HAH04643
  • Einstaklingur
  • 1.7.1851 -

Halldór Daníel Gunnlaugsson 1. júlí 1851 [1.6.1851 skv kirkjubók Hrafnagilssóknar, skírður 23.6.1851]. Var í Höfðakaupstað, Spákonufellssókn, Hún. 1860. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og 1920.

Halldór Guðmundsson (1889-1975) Siglufirði

  • HAH04649
  • Einstaklingur
  • 23.5.1889 - 28.1.1975

Halldór Guðmundsson 23. maí 1889 - 28. jan. 1975. Útgerðarmaður og kaupmaður á Siglufirði. Útgerðar- og verslunarmaður á Siglufirði 1930.

Halldór Þorvarðarson (1919-2005) Blönduósi

  • HAH04659
  • Einstaklingur
  • 31.12.1919 - 1.6.2005

Halldór Högnason Þorvarðsson 31. des. 1919 - 1. júní 2005. Var á Óðinsgötu 19 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Haraldur Lárusson (1897-1964) rafvirki frá Skinnastöðum

  • HAH04828
  • Einstaklingur
  • 16.1.1897 - 25.9.1964

Haraldur Lárusson 16. jan. 1897 á Blönduósi - 25. sept. 1964. Var á Skinnastöðum, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Rafvirki í Reykjavík 1945. Starfsmaður Rafmagnsveitna Reykjavíkur.
Lézt á Borgarspítalanum. Hann var iarðsunginn frá Fossvogsklrkiu fimmtudaginn 1. október kl. 10 f.h. — Athöfninni var útvarpað.

Haraldur Nikulásson (1886-1939) Litla Bergi

  • HAH04831
  • Einstaklingur
  • 7.4.1886 - 23.9.1939

Haraldur Nikulásson 7. apríl 1886 - 23. sept. 1939. Var á Hafurstöðum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Vikadrengur í Árbakka, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Sjómaður í Skagastrandarkaupstað 1930. Verkamaður og sjómaður á Litla-Bergi á Skagaströnd.

Halldór Pálsson (1852-1933) Miðhúsum

  • HAH04667
  • Einstaklingur
  • 16.3.1852 - 14.6.1933

Halldór Jón Jóhannes Pálsson 16. mars 1852 - 14. júní 1933. Kemur frá Hvammi í Laxárdal að Höskuldsstöðum í Höskuldsstaðasókn 1866. Var á Höskuldsstöðum, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Húsbóndi í Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Hreppstjóri í Miðhúsum í Vatnsdal. Bóndi þar 1901. Var í Miðhúsum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.

Halldór Jónsson (1871-1941) Varmá í Mosfellssveit

  • HAH04669
  • Einstaklingur
  • 16.1.1871- 12.11.1941

Halldór Jónsson 16. jan. 1871 - 12. nóv. 1941. Kaupmaður á Hverfisgötu 90, Reykjavík 1930. Dóttursonur: Gunnar Pétursson Halldórs. Verksmiðjustjóri á Álafossi, bóndi og hreppstjóri á Varmá í Mosfellssveit, síðar kaupmaður í Reykjavík.

Halldór Jónsson (1894-1968) Galtarnesi í Víðidal

  • HAH04670
  • Einstaklingur
  • 6.5.1894 - 11.9.1968

Halldór Jónsson 6. maí 1894 - 11. sept. 1968. Var í Galtarnesi, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Trésmiður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Halldór Kiljan Laxness (1902-1998) rithöfundur Gljúfrasteini

  • HAH04672
  • Einstaklingur
  • 23.4.1902 - 8.2.1998

Halldór Kiljan Guðjónsson Laxness 23. apríl 1902 - 8. feb. 1998. Rithöfundur og skáld á Gljúfrasteini í Mosfellssveit, Kjós. Var í Laxnesi, Mosfellshr., Kjós. 1910. Rithöfundur á Laufásvegi 25, Reykjavík 1930.

Niðurstöður 8701 to 8800 of 10349