Staðarhólskirkja í Saurbæ (1899)

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Staðarhólskirkja í Saurbæ (1899)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.12.1899 -

History

Staðarhólskirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Elsta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Samkvæmt máldaga voru þar tveir prestar árið 1397. Staðarhóls-Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslumaður, náði Staðarhóli undan Skálholtsbiskupi, sem hafði tekið staðinn á sitt vald og kirkjunnar. Staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Kirkjan var lögð niður skömmu fyrir 1900 en ný kirkja var reist á Skollhóli, sem heitir nú Kirkjuhóll, í stað Staðarhóls- og Hvolskirkn

Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega. Hún var endurbyggð í upprunalegri mynd. Yfirsmiður var Gunnar Jónsson, byggingarmeistari í Búðardal. Kirkjan var aftur tekin í notkun með hátíðarguðsþjónustu 5. september 1982. Meðal merkra gripa er altaristafla frá 1750 og sérstakur koparhringur með ljónshöfði.

Hvolskirkja var lögð niður árið 1899 og sóknin sameinuð Staðarhólssókn. Elzta heimild um kirkju þar er frá því um 1200. Kirkjan var helguð Jóhannesi skírara, Pétri postula, hl. Nikulási og hl. Þorláki. Í greinagerð Orms Daðasonar um kirkjur, hálfkirkjur og bænhús árið 1744 segir hann Maríukirkju í bóndaeign vera á Hvoli.

Bænhús var í Stórholti í bændaeign. Séra Þorleifur Þórðarson leggur til í Hvammi 28. júní 1753 að kirkjur á Jörfa og Stórholti séu ekki lengur nauðsynlegar. Einnig var hálfkirkja í Tjaldanesi, með gröft til Staðarhóls, og hálfkirkja að Fremri Brekkum.

Places

Reykhólaprestakall; Vestfjarðaprófastsdæmi; Staðarhóll; Dalasýsla; Staðarhólsdalur í Saurbæ; Búðardalur; Hvolskirkja; Stórholt; Tjaldanes; Fremri Brekkur;

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Staðarhóll er kirkjustaður og gamalt höfuðból í Saurbæ í Dalasýslu. Bærinn stendur í mynni Staðarhólsdals, en er nú í eyði.
Samkvæmt Landnámabók var það Víga-Sturla, sonur Þjóðreks sonar Sléttu-Bjarnar landnámsmanns í Saurbæ sem fyrstur byggði bæ á Staðarhóli. Höfðinginn Þorgils Oddason, sem segir frá í Þorgils sögu og Hafliða, bjó þar um miðja 12. öld.
Á Sturlungaöld bjó þar Sturla Þórðarson sagnaritari en á seinni hluta 16. aldar bjuggu á Staðarhóli Páll Jónsson frá Svalbarði, sem kenndur var við bæinn og kallaður Staðarhóls-Páll, og kona hans Helga Aradóttir, og fer miklum sögum af þeim og skrykkjóttri sambúð þeirra. Niðjar þeirra áttu Staðarhól fram undir aldamótin 1900.

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00473

Institution identifier

IS HAH-Kir

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 4.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places