Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

Parallel form(s) of name

  • Erna Hreinsdóttir

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

8.7.1928 - 30.11.2011

History

Erna Hreinsdóttir fæddist 8. júlí 1928 á Eskifirði. Hún lést á Droplaugarstöðum 30. nóvember 2013.
Var í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Tvítug að aldri veiktist Erna af lömunarveiki og var alla tíð síðan bundin hjólastól. Hún var víkingur til allra verka, snjöll og nýjungagjörn í eldhúsinu og mikil hannyrðakona. Hún hafði yndi af garðrækt og bóklestri. Hún var afar fróðleiksfús og sótti af og til námskeið í kvöldskólum. Hún naut þess alla tíð að ferðast, jafnt innan lands sem utan. Þau Svan hófu búskap við Hrísateig en reistu sér fljótlega hús í Langagerði, og síðar annað í Grundarlandi.
Erna var jörðuð í kyrrþey þann 6. desember 2013 að eigin ósk.

Places

Eskifjörður; Syðstabæ Hrísey; Akureyri; Reykjavík:

Legal status

Erna fluttist á barnsaldri til Hríseyjar og ólst þar upp, en fluttist á unglingsárum til Akureyrar, þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hún vann um skeið hjá Landsímanum. Erna nam við Húsmæðraskólann í Reykjavík veturinn 1947-1948.

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Hreinn Pálsson 6. júní 1901 - 28. des. 1976. Útgerðarmaður, skipstjóri og kaupfélagsstjóri í Hrísey, útgerðarmaður á Akureyri og síðar forstjóri í Reykjavík. Söngvari. Bóndi og útgerðarmaður í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930 og kona hans; Lena Figved Pálsson 12. maí 1903 - 12. sept. 1996. Húsfreyja í Hrísey, á Akureyri og í Reykjavík, síðast bús. í Reykjavík. Er hjá foreldrum á Eskifirði 1910, þar nefnd Oline Figved. Húsfreyja í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Nefnd Lena Pálsson f. Figved.

Systkini hennar;
1) Hreinn Hreinsson 6. júlí 1929 - 4. des. 2018. Var í Syðstabæ, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930. Kona hans 16.9.1950; Anna Þórey Sveinsdóttir 16. sept. 1929 - 31. maí 2013. Var á Akureyri 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
2) María Andrea Hreinsdóttir 28. ágúst 1938
3) Eva Hreinsdóttir 20.10.1947

Maður hennar 21.5.1949; Svan Friðgeirsson 9. nóv. 1927 - 31. mars 2012. Var á Akureyri 1930. Húsasmíðameistari og stöðvarstjóri í Reykjavík.

Börn þeirra;
1) Guðrún Svansdóttir líffræðingur, forstöðumaður við Blóðbankann, f. 3.2.1952. Guðrún er gift Sigurði Svavarssyni bókaútgefanda. Þau eiga tvö börn; Svavar, f. 1975, sambýliskona hans er Virginie Cano og þau eiga synina Maël og Raphaël Svan, og Ernu, f. 1977, hennar maður er Joseph Johns og þau eiga Viktoríu Guðrúnu og Magnús James.
2) Geir Svansson bókmenntafræðingur f. 6.5.1957. Geir er kvæntur Irmu Erlingsdóttur, lektor í frönskum samtímabókmenntum og forstöðumanni við HÍ. Þeirra dætur eru Gríma, f. 1996, og Svanhildur, f. 2002.

General context

Relationships area

Related entity

Lena Pálsson (1903-1996) Hrísey (12.5.1903 - 12.9.1996)

Identifier of related entity

HAH05089

Category of relationship

family

Type of relationship

Lena Pálsson (1903-1996) Hrísey

is the parent of

Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

Dates of relationship

8.7.1928

Description of relationship

Related entity

Hreinn Hreinsson (1929-2018) (5.7.1929 - 4.12.2018)

Identifier of related entity

HAH05091

Category of relationship

family

Type of relationship

Hreinn Hreinsson (1929-2018)

is the sibling of

Erna Hreinsdóttir (1928-2013)

Dates of relationship

6.7.1929

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05090

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 8.9.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places