Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðmundur A Stefánsson (1885-1960) Glímukóngur 1909
Parallel form(s) of name
- Guðmundur Aðalsteinn Stefánsson (1885-1960) Glímukóngur 1909
- Guðmundur Aðalsteinn Stefánsson Glímukóngur 1909
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
- Mundi „sterki
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
7.7.1885 - 18.10.1960
History
Guðmundur Aðalsteinn Stefánsson 7. júlí 1885 - 18. okt. 1960. Jarðsettur, Brookside Cemetery, Greater Winnipeg, Manitoba, Canada. Var í Reykjavík 1910. Múrari og glímukappi í Reykjavík. Varð glímukóngur Íslands 1910 er hann vann „Grettisbeltið.“ Fluttist til Vesturheims árið 1911. Múrari í Coldwell, Selkirrk, Manitoba, Kanada 1916. Bóndi í Coldwell, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921. Bóndi í Clarkleigh í Lundarbyggð, síðar múrari í Winnipeg, Manitoba, Kanada.
Hann lærði múrsmíði hjá föður sínum, Stefáni Egilssyni, og stundaði iðn sína hér í bær þar til nann fór vestur um haf 1911. Hann var mikill íþróttamaður og frægur glímukappi. Hann starfaði sem öyggingameistari í Winnepeg í meir en 40 ár. Hann var bróðir þeirra þjóðkunnu bræðra Sigvalda Kaldalóns læknis og tónskálds, Snæbjörns skipstjóra og Eggerts söngvara og rithöfundar.
Guðmundur var kvæntur konu af íslenzkum ættum, frú Jóhönnu Stefánsson, og lifir hún mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra hjóna, en sonur þeirra, Eggert, féll í seinni heimsstyrjöldinni í innrásinni í Normandí.
Places
Reykjavík; Coldwell, Selkirrk, Manitoba, Kanada 1916; bóndi í Coldwell, Selkirk, Manitoba, Kanada 1921; bóndi í Clarkleigh í Lundarbyggð; múrari í Winnipeg, Manitoba, Kanada
Legal status
Functions, occupations and activities
Múrari:
Mandates/sources of authority
Grettibeltið 1910:
TIL KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR á söngför hans til Winnipeg, 18. og 19. nóv. 1946
frá Karlakór íslendinga í Winnipeg. Höf. Guðmundur A Sefánsson.
Synir fjalla, fjarða og dala,
fönnum þaktra jökulsala.
Heyrist rödd í tónum tala
tákn og kraft hins nýja máls.
Nú er drotning fjalla frjáls.
Hörpu knýið heiðra tinda
hljómar máttur elds og vinda.
Enn í tónum lækja og linda
leikur blær um kinn og háls.
Glöð er drotning fjalla frjáls.
Syngja í höllum synir fjalla.
Sækja fram um veröld alla.
Láta ei merkið frjálsa falla.
Finna kraft og sigurmátt.
Ljós þeim skína í austurátt.
Sigla djarft með seglum þöndum
synir fjalla, heim að ströndum.
Sterkum tengdir bræðraböndum.
Bera sigurmerkið hátt.
Geislabjart í austurátt.
Máttur býr í móðurarni.
Mildir geislar skína á hjarni.
Sólskin veitir blíðu barni
brjóst sín við og orku máls.
Heiðrík drottning fjalla frjáls.
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans; Stefán Egilsson 2. des. 1845 - 30. nóv. 1931. Múrari í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Í Íslenskum æviskrám er Stefán sagður launsonur Magnúsar Waage og þetta er endurtekið í Iðnaðarm., og kona hans Sesselja Sigvaldadóttir 3. maí 1858 - 9. apríl 1947. Ljósmóðir í Reykjavík. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Systkini Guðmundar;
1) Sigvaldi Kaldalóns Stefánsson 13. jan. 1881 - 23. júlí 1946. Læknir og tónskáld í Grindavík og víðar. Kona hans; Karen Margrethe Mengel Thomsen Kaldalóns 26. nóv. 1882 - 17. apríl 1958. Var í Ármúla í Nauteyrars., N-Ís. 1910. Húsfreyja í Pálshúsum, Járngerðarstaðahverfi, Grindavíkursókn, Gull. Hjúkrunarkona. Nafn: Karen Margrethe Christiane Mengel-Thomsen. Faðir: Hans Christian. Fyrrverandi læknisfrú í Grindavík.
2) Snæbjörn Stefánsson 22. sept. 1889 - 23. júní 1951. Stýrimaður og skipstjóri í Reykjavík.
3) Eggert Stefánsson 1. des. 1890 - 29. des. 1962. Söngvari. Var í Reykjavík 1910. Erl. maki: Lelia Cazzola-Crespi. Þau voru barnlaus.
Kona hans 20.6.1914; Jóhanna Jónsdóttir febrúar 1892 Dauphin Manitoba, Sigfússonar (1862-1936) kaupmanns, bróður Skúla Sigfússonar, fyrrverandi þingmanns í Manitoba og lifir hún mann sinn ásamt tveim dætrum þeirra hjóna, en sonur þeirra, Eggert, féll í seinni heimsstyrjöldinni í innrásinni í Normandí.
Börn þeirra;
1) Helga Guðmundsdóttir Johnson, búsett í Kenora, Ontario, maður hennar A. V. Johnson.
2) Ólöf Jóhanna Guðmundsdóttir maður hennar 7.10.1950; Árni Þór Víkingur Þórarinsson [Thor Viking] 19. apríl 1925 - 29. ágúst 2006, vélsetjari Seattle Washington.
3) Eggert G Stefánsson d 1944 í Normandí.
General context
Guðmundur var mjög bókhneigður og las feiknin öll bæði af enskum og íslenzkum bókum. Hann hafði yndi af ljóðum og bar gott skyn á skáldskap, enda kunni hann ógrynnin öll af kvæðum og lausavísum, sem hann hafði jafnan á takteinum, þegar honum þótti ástæða til. Hann dáði mjög þjóðskáldin okkar: Grím Thomsen, Einar Ben., Matthías og Jónas, svo að nokkur séu nefnd. Af nútíðarskáldum íslands var Davíð Sefánsson frá Fagraskógi hans uppáhalds skáld, og mátti segja, að hann kynni verk hans svo að segja spjaldanna á milli. Guðmundur vár ástríkur heimilisfaðir, sem í einu og öllu bar velferð fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Mér undirrituðum reyndist hann ávallt sem bezti faðir og fæ ég seint fullþakkað öll hans heilræði og ástúð í minn garð. Hann var strangheiðarlegur í öllum viðskiptum og mátti í engu vamm sitt vita, enda var hann vinsæll mjög. Hann var sannur Islendingur í þess orðs fegustu merkingu. Það fór því að vonum, að hugur hans leitaði oft heim til ættlandsins, þar sem hann átti svo margar hugljúfar endurminningar. Hann fylgdist af lífi og sál með öllu, sem gerðist heima á Fróni, og gladdist innilega yfir hvers konar framförum þar og velferð þjóðarinnar í heild. Engu að síður reyndist hann kjörlandi sínu góður borgari og kunni vel að meta Kanada. Því miður gafst honum ekki tækifæri til að líta ættland sitt augum, áður en yfir lauk, en það mun hafa verið ein hans heitasta ósk, einkum hin síðari ár. Guðmundur var farsæll maður á ýmsan hátt, þrátt fyrir það þó að hann færi ekki varhluta af sárustu sorgum þessa lífs. Þau hjónin sáu á bak fjórum efnilegum börnum á ýmsum aldri, sem þau að vonum hörmuðu mjög. En með guðs hjálp yfirstigu þau alla erfiðleika með sönnum hetjuskap. Kona Guðmundar er mikil ágætiskona, sem á allan hátt hefir reynzt manni sínum hans hægri hönd, jafnt í blíðu sem stríðu. Hún bjó honum fagurt heimili, þar sem gestrisni og höfðingsskapur skipuðu ávallt öndvegi, og hún hjúkraði honum af einstakri umhyggju og ástúð, þar til yfir lauk, með aðstoð dætra þeirra, sem á einn og annan hátt reyndu að létta þeim byrðina á þessari örlagastund.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Guðmundur A Stefánsson (1885-1960) Glímukóngur 1909
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 29.8.2019
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði.
Íslensk glíma og glímumenn bls 187
Múraratal
Lögberg-Heimskringla, 47. tölublað (08.12.1960), Blaðsíða 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2226835