Kristín Pétursdóttir (1900-1989) Karlsminni
- HAH01672
- Person
- 8.1.1900 - 5.12.1989
Hún fæddist að Tjörn á Skaga í A-Húnavatnssýslu, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Í kringum síðustu aldamót var Skagi albyggður og sátu þar margir dugmiklir bændur. Að Tjörn var myndarheimili og fjölmennt. Systkinin voru tólf sem upp komust, auk annars heimilisfólks, það var stór hópur og kostaði mikla elju að komaþeim öllum til þroska, því fæstir voru bændur hér á landi auðugir um og uppúr seinustu aldamótum. Eitt mesta gæfuspor í atvinnusögu Akureyrar var stofnun Útgerðarfélags Akureyringa. Helgi Pálsson átti þar stóran hlut að máli. Hann var einn af frumherjunum, sem stofnuðu það fyrirtæki, fyrsti formaður stjórnar þess og lengi síðan.
Kristín Pétursdóttir var glæsileg og fögur kona; hún var hláturmild og hjartahlý og öllum leið vel í návist hennar. Hún naut sín vel viðhlið þessa mikla hugsjóna- og at hafnamanns og átti stóran þátt í velgengni hans. Á Spítalavegi 8 var mikið rausnar- og menningarheimili. Þar var oft gestkvæmt, þvímörg ráð voru þar ráðin um framkvæmdir og stjórnmál. Helgi Pálsson fór ungur að láta mikið að sér kveða í útgerð og verslun og var í forystusveit um framkvæmdir á þessum árum. Hann var snemma kosinn til trúnaðarstarfa fyrir Akureyrarbæ, var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um langt skeið.