Kristinn Þorleifur Hallsson (1926-2007)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristinn Þorleifur Hallsson (1926-2007)

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.6.1926 - 28.7.2007

History

Kristinn Þorleifur Hallsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1926. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt hins 28. júlí síðastliðins. Útför Kristins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Places

Reykjavík:

Legal status

Kristinn lauk námi frá Verzlunarskóla Íslands 1945 og frá Royal Academy of Music í London 1954

Functions, occupations and activities

Hann vann ýmis skrifstofustörf uns hann réðst til menntamálaráðuneytisins 1970. Á vegum ráðuneytisins vann hann ýmisleg nefndarstörf er sneru að tónlist og annarri menningu, bæði innanlands sem utan. Með öllum þessum störfum var Kristinn einn af máttarstólpum íslensks sönglífs. Hann söng fyrst 17 ára með karlakórnum Kátum félögum, sem faðir hans stjórnaði, og fljótlega eftir það með karlakórnum Fóstbræðrum, sem naut starfskrafta Kristins alla tíð. 1949 söng hann bassahlutverkið í Sálumessu Mozarts er flutt var á vegum Tónlistarfélagsins. Hann söng Sparafucile í Rigoletto, fyrstu íslensku óperuuppfærslu Þjóðleikhússins, 1951. Eftir námið í London fékk Kristinn atvinnutilboð frá breskum óperuhúsum en atvinnuleyfi fékkst ekki. Hann hélt heim og söng í fjölmörgum óperuuppfærslum, hélt einsöngstónleika og söng í útvarpi og sjónvarpi bæði heima og erlendis. Meðal hlutverka hans skal getið Papagenós í uppfærslu Þjóðleikhússins 1956-7 og titilhlutverksins í brúðkaupi Figaros 1969. Kristinn hélt tónleika víða um heim og frægust mun tónleikaför hans um Sovétríkin 1972. Kristinn hlaut víðsvegar viðurkenningu fyrir störf sín, m.a. riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu og er hann varð sextugur 1986 voru haldnir miklir tónleikar í Þjóðleikhúsinu honum til heiðurs. Fjölmargar upptökur eru til með söng Kristins og 2002 kom út úrval þeirra á tvöföldum geisladiski er nefnist Kristinn Hallsson bassbariton.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Guðrún Ágústsdóttir söngkona, f. 1897, d. 1983, og Hallur Þorleifsson yfirbókari, f. 1893, d. 1974. Systkini Kristins eru Ágúst bifreiðastjóri, f. 1924, Ásgeir framkvæmdastjóri, f. 1927 og Anna Guðríður hjúkrunarkona, f. 1934.
Kristinn kvæntist árið 1947 Hjördísi Þorbjörgu Sigurðardóttur, f. 1925, d. 1983. Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason framkvæmdastjóri, f. 1889, d. 1979, og Ágústa Hildibrandsdóttir, f. 1894, d. 1975.
Börn Kristins og Hjördísar eru
1) Guðrún bókari, f. 1949, gift Brynjari V. Dagbjartssyni, f. 1947. Börn þeirra eru, a) Dagbjartur Kristinn, f. 1971, b) Dagbjört, f. 1973, gift Páli Sigurði Magnússyni, f. 1964, þau eiga tvær dætur, Andreu Dagbjörtu, f. 1998 og Guðrúnu Ísafold, f. 2000, og c) Þorleifur Jón, f. 1978, hann á tvo syni, Salvar Aron, f. 2001 og Ísak Mána, f. 2003.
2) Ágústa fulltrúi, f. 1953, d. 1989, dóttir hennar er Hjördís, f. 1983.
3) Sigurður hljóðfærasmiður, f. 1955.
4) Anna Bryndís fulltrúi, f. 1960. Sonur hennar og fyrri eiginmanns hennar, Ólafs Þórarins Steinbergssonar, f. 1960, er Steinberg, f. 1981, hann á eina dóttur, Tönju Dögg, f. 2003. Seinni maður hennar er Vernharður Linnet og á hann synina Henrik, f. 1978 og Stein, f. 1980.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01657

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places