Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

  1. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970

History

Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lést þ. 10. ágúst s.l. (1970) á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur 27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið 1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóruvöllum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og Garði í Fnjóskadal. Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sumarið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hólum, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haustið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Kristján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru honum hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan. Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4. júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal. Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík, Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m. a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“, er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Álafossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi. Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.

Places

Suður Þingeyjarsýsla
Vatnsdalur
Mosfellssveit

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places