Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Kristján Sigurðsson (1883-1970) kennari Brúsastöðum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. ágúst 1883 - 10. ágúst 1970

Saga

Barnakennari á Brúsastöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Hún. Síðast bús. í Mosfellsbæ.

Kristján Sigurðsson, kennari frá Brúsastöðum í Vatnsdal, lést þ. 10. ágúst s.l. (1970) á Héraðshælinu á Blönduósi, 87 ára að aldri. Útför hans var gerð frá Undirfellskirkju þann 15. ágúst. — Hann var fæddur 27. ágúst 1883 í Pálsgerði í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Pálsson og kona hans, Kristbjörg Hólmfríður Árnadóttir, Bjarnasonar bónda að Fellsseli í Kinn. Árið 1890, er Kristján var 7 ára gamall, fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum að Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Árið 1896 hleypti Kristján heimdraganum og fór að Stóruvöllum í Bárðardal til hjónanna Karls Finnbogasonar og konu hans, Pálínu Jónsdóttur. Þar var þá vinnumaður Sveinn, föðurbróðir hans, og mun hann hafa ráðið miklu um vistráðningu Kristjáns að Stóruvöllum. Á Stóruvöllum var þá þríbýlt og mannmargt. Var þar mikið menningarheimili og unglingum góður skóli. Næstu árin dvaldi Kristján á ýmsum bæjum á bernskuslóðum m. a. á Hálsi í Kinn og Garði í Fnjóskadal. Með litlum efnum komst hann í Hólaskóla haustið 1904, en sumarið næsta réðist hann til starfa hjá Jósef Björnssyni, kennara á Hólum, er þá bjó á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þá um sumarið tók hann lömunarveiki og bar þess merki til æviloka. Þá um haustið hélt hann námi áfram í Hólaskóla með veikum mætti og hjálp góðra manna. Hvarf Kristján um skeið frá landbúnaðarstörfum. En haustið 1906 fór hann til skósmíðanáms til Árna Pálssonar, skósmiðs á Sauðárkróki. Hvarf Kristján síðan frá því námi. Hugur hans hafði jafnan staðið til mennta, en árið 1908 fór hann í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði og dvaldi þar um eins veturs skeið. En árið eftir tók hann inntökupróf í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan burtfararprófi með góðum vitnisburði. Á þessum árum tók Kristján virkan þátt í störfum Ungmennafélags Reykjavíkur og voru honum hugsjónir ungmennafélaganna mjög hugstæðar æ síðan. Vorið 1910 var Kristján ráðinn kennari í Vatnsdal og fluttist hann þá sama vor að Brúsastöðum og bjó þar um 40 ára skeið og stundaði jafnframt farkennslu. Hafði hann nokkurn búskap í félagi við mág sinn og sambýlismann, Benedikt Björnsson Blöndal. Þann 4. júlí 1914 gekk hann að eiga Margréti Sigríði Björnsdóttur Blöndal Benediktssonar bónda og umboðsmanns frá Hvammi í Vatnsdal. Eignuðust þau hjón 3 börn, en þau eru: Gróa, kennari í Reykjavík, Björn kennari á Blönduósi og Ingibjörg, húsfreyja, búsett í Hlíðartúni í Mosfellssveit. Eins og áður er sagt var Kristján mikill félagshyggjumaður og samvinnumaður alla ævi. Hann var góður íslenzkumaður, ritaði m. a. æviminningar sínar er hann nefndi: „Þegar veðri slotar.“ Einnig var hann einn af stofnendum sveitarblaðsins „Ingimundur gamli“, er Ungmennafélag Vatnsdæla gaf út og ritaði hann manna mest í blaðið um nokkurra ára skeið. Síðustu æviár sín dvaldi Kristján hjá dóttur sinni, Ingibjörgu, og manni hennar á Akranesi og síðar Álafossi, þangað til hann fór á Héraðshælið á Blönduósi. Kristján var mikill persónuleiki, góður kennari og vinsæll meðal samsveitunga sinna og minnisstæður þeim, er honum kynntust.

Staðir

Suður Þingeyjarsýsla
Vatnsdalur
Mosfellssveit

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir