Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Einar Einarsson (1867-1923) Einarsnesi

  • HAH03101
  • Einstaklingur
  • 6.6.1867 - 16.8.1923

Einar Einarsson 6. júní 1867 - 16. ágúst 1923 Járnsmiður og bóndi á Geirastöðum í Þingi, var í húsmennsku víða. Síðast. bús. á Einarsnesi á Blönduósi 1904-1923.

Skarphéðinn Einarsson (1874-1944) Mörk á Laxárdal fremri

  • HAH03632
  • Einstaklingur
  • 4.9.1874 - 14.4.1944

Skarphéðinn Einarsson 4. sept. 1874 - 14. apríl 1944. Bílstjóri í Ytra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, skáld, smiður og læknir í Mörk á Laxárdal fremri og Ytra-Tungukoti í Blöndudal, A-Hún.

Zophonías Zophoníasson (1906-1987) Zophoníasarhúsi Blönduósi

  • HAH02125
  • Einstaklingur
  • 6.7.1906 - 10.5.1987

Zophonías Zophoníasson var fæddur 6. júlí 1906 að Æsustöðum í Langadal. En einmitt á þessum árum var nýtt vor í lofti yfir Íslandi. Ný tækniog ný hugsun var að ryðja sér braut. Hið gamla Ísland, sem átti sér í ýmsu tilliti merka sögu, var slegið sprota nýjunga, sem áttu eftir að gerbylta gamla lífsstílnum. Ein þessara nýjunga var bifreiðin, sem fyrst kom til landsins á fyrsta áratug þessarar aldar og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. En ungir menn eins og Zophonías skildu að hér var eitthvað á ferðinni, sem bar framtíðina í skauti sér.
Eins og áður er getið hafði verið rudd braut frá Blönduósi að Sveinsstöðum skammt frá Bjarnastöðum. Eftir að Zophonías sá fyrsta bílinn fara þessa braut ákvað hann að fá bílstjórann, Pál Bjarnason, til að kenna sér á bifreið. En til Reykjavíkur varð Zophonías að fara til að taka ökupróf. Hann lagði af stað með Goðafossi, nýlegu skipi Eimskipafélags Íslands, í ársbyrjun 1927. Skipið hreppti vonskuveður og var veðurteppt á Húnaflóahöfn um í viku, svo ferðin til Reykjavíkur tók hálfan mánuð. Þar tók Zophonías svo ökuprófið. Prófdómari var Egill Vilhjálmsson. Zophonías hlaut ökuskírteini númer eitt, gefið út af embætti sýslumannsins í Austur-Húnavatnssýslu. Heim hélt Zophonías svo um Borgarnes, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði og gekk mest af leiðinni og var rétt mátulega kominn heim til þess að fara áður nefnda ferð 13. apríl 1927.
Næsta ár, 1928, keypti Zophonías sína fyrstu bifreið og varð bifreiðaakstur lifibrauð hans uppfrá því.
Þau stofnuðu heimili þarsem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi og bjuggu þar í nær 60 ár

Jóhannes Erlendsson (1891-1977) Stóru-Giljá

  • HAH05438
  • Einstaklingur
  • 21.5.1891 - 23.10.1977

Hann var fæddur að Beinakeldu í Torfalækjarhreppi 21. maí 1891. Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Jóhannes ólst upp í föðurgarði í hópi 8 systkina er á legg komust. Ungur að árum vann hann að búi foreldra sinna, eins og títt var um unglinga ti! sveita á þeim tíma. Um skólagöngu var eigi að ræða, því vinnan gekk fyrir öllu.
andaðist á heimili sínu 23. október 1977.

Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar, ókvæntur og barnlaus.

Lárus Erlendsson (1896-1981) frá Beinakeldu, San Francisco, California

  • HAH08936
  • Einstaklingur
  • 7.10.1896 - 10.9.1981

Lárus Erlendsson 7. okt. 1896 - 10. sept. 1981. Var í Beinakeldu, Þingeyrasókn, Hún. 1901. San Francisco, California. Síðast búsettur; San Mateo, San Mateo, California. Immegration í NY 19.2.1920. Flutti til San Fransisco 16.1.1935.

Ásta Margrét Agnarsdóttir (1916-2000)

  • HAH03675
  • Einstaklingur
  • 10.9.1916 - 13.7.2000

Ásta Margrét Agnarsdóttir 10. september 1916 - 13. júlí 2000 Var í Holtastaðakoti, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.
Ásta og Agnar bjuggu á Heiði í Gönguskörðum, Skagafirði, allt þar til þau brugðu búi um 1970. Sonur þeirra hefur búið þar síðan. Þau fluttu þá til Reykjavíkur. Ásta vann ýmis störf eftir að hún flutti til Reykjavíkur. En síðustu árin þar unnu þau hjónin bæði á Hótel Sögu. Eftir að Agnar varð fyrir bifreið og slasaðist þannig að hann varð óvinnufær ákváðu þau að flytja aftur norður og settust þau að á Sauðárkróki. Þau bjuggu að Raftahlíð 11 þar til Agnar lést 1992. Ásta flutti að Víðigrund 16, Sauðárkróki, og bjó þar til dauðadags.

Útför Ástu verður gerð frá Sauðárkrókskrikju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Elínborg Einarsdóttir (1900-1972) Síðu

  • HAH03214
  • Einstaklingur
  • 27.2.1900 - 9.12.1972

Elinborg Ósk Einarsdóttir 27. febrúar 1900 - 9. desember 1972 Var í Síðu, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Síðu, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Síðu.

Fossar í Svartárdal

  • HAH00161
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1500]

Fossar eru í Fossadal vestanverðu á fögrum og skjólstæðum stað. Gengt bænum blasir Lækjahlíð við, og yfir gnæfa Háutungur. Að norðan eru Þrengslin löngum viðsjálleið, og sunnan þeirra vegurinn uppá Eyvindarstaðarheiði. Framar í dalnum að austan er eyðibýlið Kóngsgarður, ræktað og byggt peningahúsum. Undirlendi er takmarkað og ræktun sundurslitin en landgæði. Áður kirkjujörð en varð bændaeign 1955. Íbúðarhús byggt 1957, 486 m3. Fjós fyri 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2020 m3. Heimilisrafstöð frá 1930. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Guðmundur Guðmundsson (1930-2010) Fossum

  • HAH01291
  • Einstaklingur
  • 20.2.1930 - 24.9.2010

Guðmundur Sigurbjörn Guðmundsson, bóndi á Fossum í Svartárdal, Austur-Húnavatnssýslu, fæddist 20. febrúar 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. september 2010.
Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Fossum, og Guðrúnar Þorvaldsdóttur. Bræður hans eru tveir, Sigurður Guðmundsson, f. 1927, bóndi á Fossum, og Sigurjón Guðmundsson, f. 1935, búsettur á Blönduósi.

Guðmundur kvæntist Jónu Sigþrúði Stefánsdóttur, f. 1925, frá Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Eignuðust þau fjögur börn: 1) Stefán Sigurbjörn, f. 1961, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Unu Aldísi Stefánsdóttur og eiga þau þrjá syni: Sigurð Pál, Rúnar Inga og Atla Stein. 2) Guðrún, f. 1962, búsett í Hólmi, Hornafirði, gift Magnúsi Guðjónssyni og eiga þau þrjú börn: Guðjón Örn, Birnu Jódísi og Arndísi Ósk. 3) Guðmundur, f. 1966, búsettur í Skagafirði, kvæntur Helgu Þorbjörgu Hjálmarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Hjálmar Björn, Þorbjörgu Jónu, Berglindi Heiðu og Guðmund Smára. 4) Borgþór Ingi, f. 1972, búsettur í Reykjavík.

Guðmundur Sigurbjörn átti alla sína tíð heima á Fossum og var bóndi þar en stundaði á árum áður ýmis önnur tilfallandi störf utan heimilis.

Guðmundur Sigurbjörn Guðmundsson verður jarðsunginn frá Bergstaðakirkju í dag, 2. október 2010, kl. 14.

Ólafur Eggertsson (1850-1932) póstafgreiðslumaður Krókfjarðarnesi

  • HAH04759
  • Einstaklingur
  • 8.1.1850 - 16.12.1932

Ólafur Eggertsson 8. jan. 1850 - 16. des. 1932. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Króksfjarðarnesi, Garpdalssókn, A-Barð. 1930. Bóndi á Valshamri, Geiradalshreppi, A-Barð. 1883-1903. Bóndi og hreppstjóri í Króksfjarðarnesi í Geiradalshreppi, A-Barð. „Hreinn og djarfur í fasi og skapi, bersögull, nokkuð ráðríkur og óvæginn, fróður, skemmtinn og góður þegn heim að sækja“, segir í Eylendu.

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind (1881-1946) Húsavík

  • HAH04809
  • Einstaklingur
  • 6.8.1881 - 10.4.1946

Unnur Benediktsdóttir Bjarklind 6. ágúst 1881 - 10. apríl 1946. Húsfreyja á Húsavík 1930. Skáldkona og húsfreyja á Húsavík og í Reykjavik. Höfundarnafn hennar var Hulda.

Margrét Stefánsdóttir (1873-1940) frá Flögu

  • HAH03232
  • Einstaklingur
  • 8.9.1873 - 29.3.1940

Margrét Ingibjörg Stefánsdóttir 8. sept. 1873 - 29. mars 1940. Ráðskona Konráðs bróður síns í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Síðast bústýra á Búðum á Snæfellsnesi. Fatasaumskennari. Dó ógift og barnlaus.

Ingólfur Albert Guðnason (1926-2007) vélvirki Laugarbóli Laugarbakka V-Hvs

  • HAH01518
  • Einstaklingur
  • 27.10.1926 - 14.3.2007

Ingólfur Albert Guðnason fæddist í Vatnadal við Súgandafjörð 27. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 14. mars. Ingólfur lauk Samvinnuskólaprófi 1947. Sótti þriggja mánaða námskeið í meðferð og viðhaldi landbúnaðarvéla í Bandaríkjunum 1956. Starfsmaður Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga 1947–1949. Vann við og rak ásamt Karli Guðmundssyni bifreiðaverkstæði á Laugarbakka í Miðfirði 1950–1959. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga 1959–1995. Hreppstjóri Hvammstangahrepps 1960–1995. Í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1966–1970. Formaður skólanefndar Héraðsskólans á Reykjum 1971–1981. Alþingismaður fyrir Norðurland vestra 1979–1983 (Framsfl.). Sat m.a. fundi Evrópuráðsins á vegum Alþingis 1980–1983.
Útför Ingólfs fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15.

Ingibjörg Eyfells (1895-1977) Handavinnukennari

  • HAH6004
  • Einstaklingur
  • 4. des. 1895 - 24. feb. 1977

Handavinnukennari og verslunarkona. Húsfreyja á Skólavörðustíg 4 b, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Daníelsdóttir (1922-2016) Bergstöðum

  • HAH03782
  • Einstaklingur
  • 3.3.1917 - 15.8.2016

Ingibjörg Daníelsdóttir fæddist á Bergsstöðum á Vatnsnesi 3. mars 1922. Hún lést 15. ágúst 2016 á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Ingibjörg var jarðsungin frá Hvammstangakirkju 26. ágúst 2016, klukkan 15.

Sigríður Pálsdóttir (1927-2020) Króksseli

  • HAH08026
  • Einstaklingur
  • 27.1.1927 - 1.10.2020

Sigríður, Sigga Páls, fæddist á Óseyri við Skagaströnd 27. janúar 1927. Eftir tvö ár á Óseyri fluttist Sigga að Björgum á Skaga og er þar til 1939 að hún flytur í Króksel í sömu sveit.
Sigga og Kristinn Andrésson hefja búskap 1956 og flytja fyrst að Röðli í Torfalækjarhreppi og eru hjá Önnu Guðnýju, tvíburasystur Kristins, og Hauki Pálssyni, manni hennar. Til Blönduóss flytja þau 1957 og stofna heimili að Aðalgötu 5.
Þau Sigga og Kristinn byggðu sér hús árið 1968 á Urðarbraut 2 á Blönduósi þar sem hún bjó þar til hún flutti á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi 2015. Kristinn lést 12. júlí 1991. Óla J. Björnssyni frá Siglufirði kynnist hún 1995 og bjuggu þau saman fram að andláti Óla 26. október 2009.
Hún andaðist 1. október 2020 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Útförin fór fram frá Blönduóskirkju 9. október 2020, kl. 14.

Fanney Daníelsdóttir (1913-1968) Miðhúsum

  • HAH03402
  • Einstaklingur
  • 3.12.1913 - 2.10.1968

Sigurborg Fanney Daníelsdóttir 3. desember 1913 - 2. október 1968 Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Miðhúsum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi.

Agnar Bragi Guðmundsson (1919-1989) Sólheimum Blönduósi

  • HAH01012
  • Einstaklingur
  • 17.8.1919 - 5.11.1989

Agnar Bragi Guðmundsson, Blönduósi. Fæddur 17. ágúst 1919 dáinn 5. nóvember 1989. Agnar bjó allt sitt líf á Blönduósi. Þar sleit hann barnsskóm sínum og þaðan fór hann í sína hinstu för.
Kona hans, Lilja Þorgeirsdóttir, ættuð frá Hólmavík, bjó honum og börnum þeirra hlýlegt og fallegt heimili. Það var að vísu þröngt í byrjun, en þeim tókst að stækka húsakost sinn og bæta þannig að þangað var gott að koma, og aldrei var þröngt þó margir væru á ferð. Það ríkti gleði og sannkölluð íslensk gestrisni, hvernig sem á stóð.

Þórunn Lýðsdóttir (1895-1984) skólastjóri Sandgerði

  • HAH05505
  • Einstaklingur
  • 1.12.1895 - 1.3.1984

Þórunn Anna Lýðsdóttir 1. des. 1895 - 1. mars 1984. Skólastjóri og handavinnukennari í Sandgerði, síðar í Reykjavík. Húsfreyja á Kirkjubóli, Hvalsnessókn, Gull. 1930. Var í Hólshúsum, Miðneshreppi, Gull. 1920. Brjánslæk 1901, þá stödd í Reykjavík. Læknishúsi Bíldudal 1910.

Sigurunn Þorfinnsdóttir (1898-1974) Mágabergi

  • HAH06188
  • Einstaklingur
  • 16.10.1898 - 22.4.1974

Sigurunn Þorfinnsdóttir f. 16. október 1898 - 22. apríl 1974. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Húsfreyja. Var í Mágabergi, Blönduóshreppi, A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Benedikt Jóhannsson (1871-1940) verslunarstjóri á Sauðárkróki

  • HAH02572
  • Einstaklingur
  • 10.6.1871 - 29.4.1940

Benedikt Jóhannsson 10.6.1871 - 29.4.1940 Tómthúsmaður, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Vinnumaður í Kotvogi, Kirkjuvogssókn, Gull. 1890. Mats- og daglaunamaður á Sauðárkróki 1930.

Ásta Sighvatsdóttir (1897-1998) Blönduósi

  • HAH01091
  • Einstaklingur
  • 1.5.1897 - 25.5.1998

Ásta Sighvatsdóttir fæddist í Reykjavík 1. maí 1897. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur við Túngötu hinn 25. maí 1998.
Útför Ástu Sighvatsdóttur verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Herborg Laufey Haugen (1919-2013) Noregi, frá Núpsdalstungu

  • HAH01428
  • Einstaklingur
  • 10.1.1919 - 12.2.2013

Herborg Laufey fæddist á Þverá í Núpsdal 10. janúar 1919, hún lést 12. febrúar 2013. Þegar Herborg var eins árs gömul fór hún í fóstur í Núpsdalstungu, til hjónanna Björns Jónssonar og Ásgerðar Bjarnadóttur þar sem hún ólst upp við ástúð og umhyggju. Árið eftir eignaðist Jóhanna móðir hennar Björgvin, yngsta barn þeirra hjóna, en lést mánuði síðar. Ólafi var þá nauðugur einn kostur, að bregða búi og koma börnunum í fóstur til ættingja og vandalausra.
Herborg var alin upp við eftirlæti, fósturforeldrar hennar tóku henni eins og eigin barni, studdu hana til mennta í Héraðsskólanum í Reykholti og í Kvennaskólann á Blönduósi. Eftir að hafa unnið á prjónastofu í Reykjavík fór hún eftir síðari heimsstyrjöldina til Noregs til að vinna fyrir sér, þar bjó hún til ársins 1955 og líkaði vistin vel. Hún kynntist fljótlega væntanlegum eiginmanni sínum, Nils, og þau eignuðust eina dóttur Anni Guðnýju. Herborg vann lengst af sem saumakona.

Margrét Benediktsdóttir (1903-1994) Reykjavík

  • HAH09376
  • Einstaklingur
  • 12.1.1903 - 4.10.1994

Margrét Benediktsdóttir 12. janúar 1903 - 4. október 1994. Húsfreyja á Vesturgötu 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Tvíburi.

Hólmgeir Þorsteinsson (1884-1973) Hrafnagili

  • HAH08004
  • Einstaklingur
  • 3.12.1884 - 27.9.1973

Hólmgeir Þorsteinsson 3. des. 1884 - 27. sept. 1973. Bóndi í Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, síðar endurskoðandi á Akureyri. Bóndi í Hrafnagili, Grundarsókn, Eyj. 1930.

Díómedes Davíðsson (1860-1936). Bóndi á Ánastöðum 1910 og Marbergi 1920

  • HAH03024
  • Einstaklingur
  • 4.10.1860 - 5.7.1936

Díómedes Davíðsson 4. október 1860 - 5. júlí 1936. Vinnumaður frá Marðarnúpi, Undirfellssókn, staddur á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Hjú á Ytri-Völlum, Melssókn í Miðfirði, Hún. 1901. Bóndi á Ánastöðum 1910 og Marbergi 1920

Jón Jónsson (1868-1942) læknir Blönduósi

  • HAH04912
  • Einstaklingur
  • 6.9.1868 - 3.10.1942

Jón Jónsson 6. sept. 1868 - 3. okt. 1942. Tannlæknir í Hafnarfirði 1930. Héraðslæknir á Egilsstöðum á Völlum, Vopnafirði og Blönduósi, síðar tannsmiður í Reykjavík.

Ari Sæmundsen (1880-1923) Hemmertshúsi Blönduósi

  • HAH02464
  • Einstaklingur
  • 12.10.1880 - 13.12.1923

Ari Sæmundsen 12. október 1880 -13.12.1923. Verslunarþjónn í Sæmundsenshúsi, Blönduóssókn, Hún. 1901. Leiði B-85 í Blönduóskirkjugarði.

Guðbjörg Jónasdóttir (1853-1916) Hurðarbaki

  • HAH03846
  • Einstaklingur
  • 17.5.1853 - 26.3.1916

Guðbjörg Jónasdóttir 17. maí 1853 - 26. mars 1916 Var á Orrastöðum, Þingeyrarsókn, Hún. 1860. Var á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1870. Vinnukona á Tindum, Svínavatnssókn, Hún. 1880, var þar einnig 1882. Húsfreyja á Hurðarbaki á Ásum. Fór til Vesturheims 1888 frá Tindum, Svínavatnshr., Hún. Winnipeg.

Guðrún Hallgrímsdóttir (1853-1947) Kagaðarhóli

  • HAH04315
  • Einstaklingur
  • 19.6.1853 - 8.1.1947

Margrét Guðrún Hallgrímsdóttir 19. júní 1853 - 8. jan. 1947. Var á Vatnsskarði, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Húsfreyja á Kagaðarhóli og víðar í Hún. Fór til Vesturheims 1888.

Theodóra Arndís Berndsen (1923-2007) Blönduósi

  • HAH02079
  • Einstaklingur
  • 22.12.1923 - 25.1.2007

Theódóra Arndís Berndsen fæddist á Blönduósi 22. desember 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi að morgni fimmtudagsins 25. janúar síðastliðinn.
Útför Theódóru verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Guðrúnarhús 1879 / Sigurjónshús / Blíðheimar

  • HAH00654
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1879 -

Guðrúnarhús 1879 (Sigurjónshús 1894) Blíðheimar 1924. Á milli Ólafshúss og Mosfells. Jónshús Konráðssonar 1908-1923/ Blíðheimar (Lúðvíkshús Blöndal 1924).

Sigfús Blöndal Halldórsson (1891-1968) ritstjóri Heimskringlu, skólastjóri Akureyri 1930

  • HAH06778
  • Einstaklingur
  • 27.12.1891 - 10.8.1968

Sigfús Blöndal Halldórsson 27.12.1891 - 10.8.1968. Var í Höfnum, Hofssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1910. Skólastjóri og skrifstofumaður. Ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg. Skólastjóri á Akureyri 1930. Nefndur Sigfús Halldórs frá Höfnum. Hann andaðist 10. ágúst 1968 að Vífílsstöðum. Hann var fæddur 27. desember 1891 að Þingeyrum. Einkabarn

Jón Jónsson (1869-1962) Eyvindarstöðum

  • HAH05621
  • Einstaklingur
  • 21.10.1869 - 23.1.1962

Jón Jónsson 21. október 1869 - 23. janúar 1962. Gilhaga 1870. Bóndi á Eyvindarstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal, A-Hún.

Sólveig Eysteinsdóttir (1868-1928) Selkirk Manitoba

  • HAH09389
  • Einstaklingur
  • 25.2.1868 - 21.12.1928

Solveig Eysteinsdóttir (Solveig Hannesson) 25. feb. 1868 - 21. des. 1928. Var á Arnbjargarlæk, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1870. Fór til Vesturheims 1888. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1911. Húsfreyja í Selkirk, Manitoba, Kanada 1906. Húsfreyja í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Víðidalsfjall

  • HAH00620
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Víðidalsfjallið er hátt og tignarlegt og sést víða að úr Húnaþingi. Undir fjallinu liggur grösug sveit Víðidals og víða er blómleg byggð og fagurt heim að bæjum að líta. Hæsti tindur fjallsins er Hrossakambur sagður vera 993 m yfir sjávarmáli. Ásmundarnúpur er nyrsti tindur fjallsins og litlu sunnar er Rauðkollur, en upp á hann liggur mjög skemmtileg en brött og krefjandi gönguleið frá bænum Jörfa. Þá er gengið um Gálgagil sem sagt er að hafi verið aftökustaður fyrir margt löngu.

Ingiríður Hannesdóttir (1871-1922) Þröm í Langholti

  • HAH09394
  • Einstaklingur
  • 1.9.1871 - 1.1952

Ingiríður Hannesdóttir 1.9.1871 - janúar 1952, fædd í Hofsstaðasókn, saumakona Sólheimum Skagafirði 1910. Húsfreyja á Þröm á Langholti, Skag. Ráðskona í Ytra-Vallholti í Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Síðast talin til heimilis á Siglufirði. Skjaldarvík. Jarðsett í Glaumbæ, þar sögð fædd 1.4.1871

Lillie Bjarnadóttir Hocket (1886-1959) Shaunvon Sask

  • HAH01447
  • Einstaklingur
  • 29.10.1885 - 17.12.1959

Miss Jónasson er vel mentuð stúlka af ríkisháskóla N. Dakota og var um tímabil alþýðuskólakennari. Fyrir fjórum árum fluttist hún til Gull Lake, Sask., og hefir stundað þar skrifstofustörf og áunnið sér gott traust og virðingu þeirra mörgu, er henni hafa kynst.

Shaunvon Sask. Hálfsystir Halldóru Bjarnadóttur

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981) Blönduósi

  • HAH04700
  • Einstaklingur
  • 15.10.1873 - 27.11.1981

Halldóra Bjarnadóttir 15. okt. 1873 - 27. nóv. 1981. Kennslukona á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Bús. í Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari, síðast bús. í Blönduóshreppi. Var elst Íslendinga þegar hún lést, 108 ára að aldri. Ógift, barnlaus.

Minningarathöfn fór fram á Héraðshælinu á Blönduósi um Halldóru þann 4. desember 1981 við mikið fjölmenni. Hún var jarðsett á Akureyri 5. desember 1981

Benedikt Sigfússon (1911-1994) frá Forsæludal

  • HAH01108
  • Einstaklingur
  • 21.5.1911 - 16.4.1994

Vinnumaður á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi víða um Saurbæjarhr., Eyjaf., síðast búsettur á Akureyri. Ókvæntur

Guðrún Björnsdóttir (1884-1973) skólastjóri

  • HAH04225
  • Einstaklingur
  • 28.6.1884 - 15.12.1973

Guðrún Anna Björnsdóttir 28. júní 1884 - 15. desember 1973 Kennari, skólastjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði. Síðast bús. í Hveragerðisbæ.

Árni Ólafsson (1891-1966) rithöfundur og bókaútgefandi

  • HAH03559
  • Einstaklingur
  • 13.6.1891 - 8.11.1966

Árni Ólafsson 13. júní 1891 - 8. nóvember 1966 Vetrarmaður á Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Auðkúla, Svínavatnshr. Bóndi í Forsæludal í Vatnsdal, svo á Kárastöðum í Svínavatnshreppi. Síðast rithöfundur og bókaútgefandi í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Saurbær í Vatnsdal

  • HAH00054
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1200)

Bærinn stendur í brekkurótum gegnt Þórormstungu. Jörðin er frekar landlítil og erfitt um ræktun heima. Vatnsdalsá hefur herjað mjög á undirlendið en nú er landbrot heft með fyrirhleðslu. Nú er komið upp talsvert nytjaland austan ár, en erfitt er að verja það vegna ísruðninga frá ánni, sem níðir girðingar. Mikil ræktun er komin „upp á milli brúna“. Jörðin er óðalsjörð. Íbúðarhús byggt 1922 og 1968, 587 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða 1224 m3. Votheysgryfja 72 m3. Vélageymsla og verkstæðishús 150 m3. Tún 29,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1912-1991) Einarsnesi

  • HAH02134
  • Einstaklingur
  • 2.10.1912 - 13.10.1991

Ingibjörg bjó ein með börn sín á Vesturá, en fluttist þaðan að Akri í Torfalækjarhreppi árið 1928. Þar bjó hún ekki lengi. Fluttist í hús eitt lítið innan við Blöndu. Þar dvaldi Þorbjörg lengi hjá móður sinni. Þorbjörg flutti með Herbert til Blönduóss þar sem móðir hennar hafði sest að. Fyrst bjuggum þau í Brautarholti en lengst á Einarsnesi, sem skagar út í Blöndu innan ár, en þaðan eru nú gulu og rauðþektu bárujárnshúsin horfín. Þau voru lítið íbúðarhús, þá hlaða og loks þriggja bása fjós, 80 kinda fjárhús og hænsnaloft yfir. Eigandi skikans og húsa var Ágúst G. Jónsson bílstjóri og var leigan greidd með umsjá 2-3 mjólkurkúa og um 60 kinda. Þau áttum síðan allt að 20 kindur og hænsnabúið til eggjaframleiðslu. Auk starfs bóndans vann Þorbjörg fullan vinnudag lengst utan við ána á klæðskerastofu Sæmundar Pálssonar í kjallara gamla Kaupfélagshússins. Þegar honum var lokið tók hún að sér vaktstörf við mæðiveikivarnahliðið sunnan Blöndubrúar, vaktir á spítalanum og annað sem til féll á þeim tíma. Þorbjörg og Herbert fluttu í Kópavog. Þorbjörg bjó þar í Víðihvammi en síðast í hálft annað ár í litlu raðhúsi skammt frá, í Vogatungu 59. Hún hafði lengi strítt gegn vanheilsu af æðruleysi sínu gefandi af kærleika sem ætíð og stundaði handavinnuna fram undir síðustu vikur. En þær voru erfiðar uns lífsneistinn slokknaði.
Þorbjörg verður jarðsett í Blönduóskirkjugarði. Hann er uppi á hæðinni suður af bænum. Þaðan er víðsýnt til allra átta. Þorbjörg var bundin æskuslóðunum.

Álfhildur Runólfsdóttir (1915-1981) frá Kornsá

  • HAH03514
  • Einstaklingur
  • 21.5.1915 - 22.11.1981

Álfhildur Runólfsdóttir „Alla“ f. 21. maí 1915 - 22. nóvember 1981 Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Matreiðslukona í Reykjavík og síðar á Bessastöðum. Síðast bús. í Reykjavík.

Tryggvi Bjarnason (1869-1928) Kothvammi

  • HAH05944
  • Einstaklingur
  • 19.6.1869 - 13.7.1928

Fæddur á Síðu í Víðidal . Alþingismaður og hreppstjóri í Kothvammi, Kirkjuhvammshr., V-Hún.
Bóndi í Kothvammi frá 1896 til æviloka.
Hreppstjóri frá 1908 til æviloka. Oddviti Kirkjuhvammshrepps um langt skeið.
Alþingismaður Húnvetninga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri).

Arnljótur Björnsson Olson (1864-1946) Pembina, N-Dakota,

  • HAH02499
  • Einstaklingur
  • 17.1.1864 - 16.8.1946

Arnljótur Björnsson Olson 17. janúar 1864 - 16. ágúst 1946 Búfræðingur, fór til Vesturheims 1888 frá Bjarnastöðum í Hólahr., Skag. Bóndi í Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1895-99, flutti þá til Gimli, Manitoba, Kanada. Pioneer Icelandic Settlers in Pembina Township

Ögn Eyjólfsdóttir (1854-1940) Krossanesi

  • HAH07471
  • Einstaklingur
  • 4.7.1854 - 14.4.1940

Ögn Eyjólfsdóttir 4. júlí 1854 - 14. apríl 1940. Fædd á Illugastöðum. Tökubarn Litluborg 1855, fósturbarn Geitafelli 1860, léttastúlka Krossanesi 1870. Húsfreyja á Ósum og í Krossanesi, Þverárhr., V-Hún. Húsfreyja á Krossanesi, Tjarnarsókn, Hún. 1880. Var á Vesturhópshólum, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Ragnhildur Guðmannsdóttir (1872-1914) Ytra-Hóli

  • HAH07089
  • Einstaklingur
  • 22.12.1872 - 30.8.1914

Ragnhildur Guðmannsdóttir 22. desember 1872 [15.12.1872] - 30. ágúst 1914. Krossanesi 1880 og 1890. Húsfreyja á Ytra-Hóli á Skagaströnd 1910.

Sigurjóa Guðmannsdóttir (1883-1979) Húsfreyja á Heggstöðum

  • HAH09169
  • Einstaklingur
  • 29.10.1883 - 27.2.1979

Sigurjóa Guðmannsdóttir 29. október 1883 - 27. febrúar 1979. Húsfreyja á Heggstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Heggsstöðum, Ytri-Torfustaðahreppi, V-Hún. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.

Pétur Pétursson (1906-1990) Karlsminni Skagaströnd

  • HAH09395
  • Einstaklingur
  • 26.5.1906 - 18.6.1990

Pétur Pétursson 26. maí 1906 - 18. júní 1990. Sjómaður á Árbakka, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Hveragerðisbæ. Jarðsunginn þriðjudaginn 26. júní kl. 14 frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi.

Ása Berndsen Norberg (1908-1999) frá Hólanesi

  • HAH01072
  • Einstaklingur
  • 10.4.1908 - 26.1.1999

Ása Berndsen Norberg fæddist á Hólanesi á Skagaströnd hinn 10. apríl 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. janúar síðastliðinn.
Ása ólst upp í foreldrarhúsum á Skagaströnd en fór ung að heiman til menntunar og starfa. Lengst af bjó hún með fjölskyldu sinni á Ásvallagötu 56 hér í Reykjavík.
Útför Ásu fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 4. febrúar.

Anton Júlíusson (1932-2016) Mosfelli

  • HAH06127
  • Einstaklingur
  • 23.4.1932 - 10.3.2016

Anton Júlíusson, bóndi að Þorkelshóli II í Víðidal, fæddist í Reykjavík 23. apríl 1932.
Anton var skírður Hallgrímur Anton en notaði á fullorðinsárum aðeins Antons-nafnið og féll Hallgríms-nafnið út úr þjóðskrá.
Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs. Þá flutti hann eftir andlát föður síns að Mosfelli í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu þar sem hann var tekinn í fóstur.

Anton fluttist að Þorkelshóli í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu vorið 1959 með bústofn sinn og bjó þar upp frá því ásamt Jóhönnu Rögnu eiginkonu sinni en þau keyptu hálfa jörðina af tengdaforeldrum Antons vorið 1963 á móti Jóhannesi bróður Jóhönnu sem keypti hinn helminginn. Þau stunduðu búskap til ársins 2000. Hann starfaði oft við slátrun á haustin, um tíma við fiskvinnslu, einnig um nokkurra ára skeið við uppsetningu og viðhald girðinga fyrir ýmsa aðila til hliðar við bústörfin.
Útför Antons fór fram frá Víðidalstungukirkju 23. mars 2016, og hófst athöfnin klukkan 14.
Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 10. mars 2016.

Bjarni Guðmann Jónasson (1896-1981) Marðarnúpi

  • HAH02667
  • Einstaklingur
  • 8.3.1896 - 22.12.1981

Bjarni Guðmann Jónasson 8. mars 1896 - 22. desember 1981 Bóndi á Marðarnúpi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var á Eyjólfsstöðum, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi.

Benedikt Sigfússon (1859-1932) Bakka í Vatnsdal

  • HAH02583
  • Einstaklingur
  • 16.10.1859 - 15.2.1932

Benedikt Sigfússon 16. október 1859 - 18. febrúar 1932 Bóndi og kennari á Bakka í Vatnsdal, síðar veggfóðrari og húsgagnasmiður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsgagnasmiður á Laufásvegi 2 a, Reykjavík 1930.

Ragnheiður Bjarnadóttir (1873-1961) Reykjavík

  • HAH09416
  • Einstaklingur
  • 7.12.1873 - 30.9.1961

Ragnheiður Bjarnadóttir 7.12.1873 - 30.9.1961. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Bókhlöðustíg 2, Reykjavík 1930. Ekkja.

Pétur Magnússon (1911-1949) læknir Reykjavík

  • HAH09417
  • Einstaklingur
  • 30.4.1911 - 4.11.1949

Pétur Magnússon 30. apríl 1911 - 4. nóv. 1949. Læknanemi í Hafnarstræti 17, Reykjavík 1930. Læknir í Reykjavík. Sérfræðingur í lyflæknisfræði og starfaði við Landspítalann

Saurar á Skaga

  • HAH00428
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Bærinn stendur örskammt frá sjó. Tún er raklent, en beit allgóð bæði til lands og sjávar. Laxá í Nesjum rennur til sjávar norðan við túnið. Íbúðarhús byggt 1967 stærð 119 2. Fjárhús með kjallara byggð 1936 úr torfi og grjóti fyrir 140 fjár. Fjárhús með kjallara byggð 1961 úr asbest fyrir 60 fjár. Votheysgeymsla 32 m3. Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.
Tún 5,6 ha. Veiðiréttur í Laxá í Nesjum.

Hof í Vatnsdal

  • HAH00048
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 880 -

Landnámsjörð Ingimundar gamla. Höfuðból að fornu og nýju. Bærinn stendur í fögrum hvammi milli Hofsmela og Kötlustaðamela og er mjög skýlt þar, enda grær óvíða fyrr á vorin. Aðalheyskaparland jarðarinnar er norðan Hofsmela og að mestu ræktað. Undir jörðina er nú lögð eyðijörðin Kötlustaðir, lítið býli, sem var í byggð til 1935. Jörðin er miðsvæðis í dalnum. Tveir skógræktarreitir og heimagrafreitur í öðrum. Norðan Hofsmela voru til forna Gróustaðir. Á Hofi gerði Skinnapilsa fyrst vart við sig. Íbúðarhús byggt 1946 og 1955, 700 m3. Fjárhús yfir 860 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 2100 m3. Votheysturn 144 m3. Verkfærageymsla 600 m3. Geymsla og bílskúr. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.
Kristfjárjörð;

Magnús Bjarnarson (1861-1949) Prestur á Prestbakka á Síðu

  • HAH09419
  • Einstaklingur
  • 23.4.1861 - 10.9.1949

Magnús Bjarnarson 23. apríl 1861 - 10. sept. 1949. Var í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Prestur á Hjaltastað í Útmannasveit, Múl. 1888-1896. Prestur á Prestbakka, Prestbakkasókn, Skaft. 1910. Prestur á Prestbakka 1896-1931. Þjónaði samhliða Prestbakka á Sandfelli í Öræfum og í Þykkvabæjarklaustri. Prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi 1908-1931.

Ingibjörg Baldvinsdóttir (1931-2013) Bröttuhlíð

  • HAH01488
  • Einstaklingur
  • 29.10.1931 - 16.2.2013

Ingibjörg Jónína Baldvinsdóttir húsfreyja í Brattahlíð fæddist í Glæsibæ í Staðarhreppi 29. október 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. febrúar 2013. Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum. Um 1947 lágu leiðir Ingibjargar og Valtýs saman, þau bjuggu félagsbúi með foreldrum Valtýs. Faðir hans lést skyndilega vorið 1959. Tóku þau þá við búsforráðum í Brattahlíð. Samhent voru þau hjón um hvað eina er úrlausnar krafðist. Ingibjörg var mikilvirk húsmóðir sem gekk í störf innanhúss sem utan. Einlæg gestrisni og rausn jafnan í fyrirrúmi í þeirra garði, sem gestir og gangandi nutu.
Útför Ingibjargar fer fram frá Bergsstaðakirkju í dag, 22. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Guðrún Ragúels Davíðsdóttir (1880-1973) Akureyri

  • HAH04272
  • Einstaklingur
  • 22.12.1880 - 24.6.1973

Guðrún Davía Ragúels Davíðsdóttir 22. des. 1880 - 24. júní 1973. Tökubarn á Geirseyri, Sauðlauksdalssókn, Barð. 1890. Vinnukona í Austurstræti, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri.

Sigurlaug Guðrún Guðjónsdóttir (1920-1995) Bjarnarnesi

  • HAH01973
  • Einstaklingur
  • 15.4.1920 - 15.11.1995

Sigurlaug Guðjónsdóttir var fædd í Hvammi í Vatnsdal 15. apríl 1920. Hún lést í Landspítalanum 15. nóvember sl. Útför Sigurlaugar fer fram í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Möllershús Blönduósi 1877-1918

  • HAH00138
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 - 1913

Fyrsta íbúðarhúsið sem reist var á Blönduósi. Brann 1913. Á sama stað og Sæmundsenhúsið reis síðar (1922) og nú er Kiljan.

Hafsteinn Þorvaldsson (1931-2015) Selfossi

  • HAH04039
  • Einstaklingur
  • 28.4.1931 - 26.3.2015

Guðmundur Hafsteinn Þorvaldsson 28. apríl 1931 - 26. mars 2015 Forstöðumaður og síðar framvæmdastjóri sjúkrahússins á Selfossi. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hlaut hin íslensku fálkaorðu.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 26.3. 2015.
Útför Hafsteins Þorvaldssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 10. apríl 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi

  • HAH03800
  • Einstaklingur
  • 6.12.1908 - 24.8.2006

Diðrik Diðriksson 6. desember 1908 - 24. ágúst 2006 Bílstjóri og bifvélavirki hjá Kaupfélagi Árnesinga, síðast bús. á Selfossi. Bílstjóri í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930.
Útför Diðriks var gerð frá Selfosskirkju 31. ágúst, í kyrrþey að hans ósk.

Niðurstöður 4701 to 4800 of 10349