Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi

Parallel form(s) of name

  • Diðrik Diðriksson Selfossi

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.12.1908 - 24.8.2006

History

Diðrik Diðriksson 6. desember 1908 - 24. ágúst 2006 Bílstjóri og bifvélavirki hjá Kaupfélagi Árnesinga, síðast bús. á Selfossi. Bílstjóri í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930.
Útför Diðriks var gerð frá Selfosskirkju 31. ágúst, í kyrrþey að hans ósk.

Places

Einarshús Eyrarbakka; Selfoss:

Legal status

Functions, occupations and activities

Bifreiðastjóri: Diðrik ólst upp í Langholti. Hann stundaði ungur byggingarvinnu, m.a. við Flóaáveituna og elsta hús Mjólkurbús Flóamanna. Hann fékk ökuskírteini árið 1930 og varð eftir það annar af tveimur fyrstu mjólkurbílstjórum Mjólkurbúsins. 1955 fór Diðrik til Þýskalands, þar sem hann kynnti sér stillingu á diesel-vélum og viðgerðir Henschel-vörubifreiða. Eftir það gerðist hann deildarstjóri á mótorverkstæði Kaupfélags Árnesinga og gegndi því starfi til ársins 1968. Þá varð hann bensín-afgreiðslumaður á Selfossi. Alls starfaði hann hjá Kaupfélagi Árnesinga í 50 ár.
Diðrik átti sæti í fyrstu hreppsnefnd í nýstofnuðum Selfosshreppi árið 1947, enda einn af frumbýlingum þar.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Guðríður Jónsdóttir 12. júlí 1878 - 20. mars 1970 Húsfreyja í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Síðast bús. í Selfosshreppi. Systir Ásgríms Jónssonar listmálara, og maður hennar 11.10.1901; Diðrik Diðriksson 10. júlí 1869 - 7. mars 1945 Verkamaður í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Bóndi í Langholti í Flóa.
Systkini hans;
1) Guðrún Diðriksdóttir 21. mars 1902 - 18. nóvember 2000 Barnakennari í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Síðast bús. á Akranesi. Maður hennar; Finnbogi Guðmundsson 7. september 1893 - 25. febrúar 1976 Húsgagnasmiður á Akranesi. Smiður, ljósmyndari og leigjandi í Hólmavík 1930 frá Dröngum
2) Úlfar Jón Diðriksson 25. mars 1905 - 17. maí 1931 Var í Langholti, Árn. 1910. Trésmíðanemi á Hringbraut 124, Reykjavík 1930. Unnusta hans var; Guðbjörg Vilhjálmsdóttir 4. janúar 1914 - 15. júlí 1949 Vinnukona í Stúfholti , Hagasókn, Rang. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
3) Eiríkur Óli Diðriksson 19. maí 1912 - 13. nóvember 1990 Verkamaður í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Afgreiðslumaður í Reykjavík. Kona hans; Bergljót Ólafsdóttir 30. júní 1916 - 20. janúar 2004 Hjú á Framnesvegi 48, Reykjavík 1930. Kjólameistari og kennari í Reykjavík. 4) Haraldur Diðriksson 30. apríl 1914 - 22. september 1994 Var í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Húsasmiður á Selfossi. Kona hans; Unnur Sigurbjörg Auðunsdóttir
5) Þorgerður Diðriksdóttir 5. júlí 1917 - 13. maí 2007 Var í Einarshúsi, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Húsfreyja og vann ýmis umönnunarstörf í Reykjavík. Maður hennar; Ísleifur Einarsson 4. september 1895 - 4. febrúar 1968 Verzlunarmaður á Vestri-Garðsauka, Stórólfshvolssókn, Rang. 1930. Heimili: Miðey. Síðast bús. í Reykjavík.
Sambýliskona Diðriks; Halldóra Gísladóttir 19. júlí 1891 - 13. september 1974 Vinnukona í Stokkseyri 1910. Síðast bús. í Selfosshreppi.
Maður hennar; Sigursteinn Steinþórsson 7. nóvember 1886 - 15. október 1970 Var á Arnarhóli, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1890. Var á Arnarhóli, Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1901. Verkamaður á Sjólist, Stokkseyrarsókn, Árn. 1930.
Börn hennar;
1) Steindór Sigursteinsson 1. október 1913 - 14. febrúar 1986 Var á Sjólist, Stokkseyrarsókn, Árn. 1930. Bifreiðarstjóri á Selfossi. Kona hans 6.6.1936; Guðbjörg Pálsdóttir 27. október 1910 - 19. desember 2008 Var á Skúmsstöðum I, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Húsfreyja á Selfossi. Gegndi ýmsum félagsstörfum og var meðal stofnenda Kvennfélags Selfoss og heiðursfélagi þess.
Fyrri maður hennar; Jón Árni Bjarnason 2. maí 1910 - 6. febrúar 1938 Var á Tjörn, Eyrarbakkasókn, Árn. 1930. Sjómaður á Eyrarbakka. Drukknaði.
2) Árni Sigursteinsson 20. janúar 1929 - 13. júní 2016 Var á Sjólist, Stokkseyrarsókn, Árn. 1930. Bifvélavirki, vörubílstjóri og rak hjólbarðaverkstæði á Selfossi um árabil. Kona hans; Guðrún Hulda Brynjólfsdóttir 25. september 1931 - 1. mars 2015 Húsfreyja á Selfossi. Systurdóttir hennar; Kristín Ingeborg Mogensen 3. febrúar 1952
3) Júlía Unnur Sigursteinsdóttir 4. júlí 1932 - 20. ágúst 2016 Húsfreyja, kaupmaður og móttökuritari á Selfossi, síðar móttökuritari í Hafnarfirði. Síðast bús. á Selfossi. Maður hennar; Stefán Jónsson 19. janúar 1931 - 2. apríl 2012 Járnsmíðameistari, matsmaður, framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri á Selfossi.

General context

Relationships area

Related entity

Hafsteinn Þorvaldsson (1931-2015) Selfossi (28.4.1931 - 26.3.2015)

Identifier of related entity

HAH04039

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Sonur Halldóru sambýliskonu Diðriks var Árni Sigursteinsson, sonur hans var Gunnar (1951) kona hans var Drífa Eysteinsdóttir (1955) dóttir Eysteins bróður Hafsteins.

Related entity

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari (4.3.1876 - 5.4.1958)

Identifier of related entity

HAH03642

Category of relationship

family

Type of relationship

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari

is the cousin of

Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi

Dates of relationship

6.12.1908

Description of relationship

Guðríður móðir Diðriks var systir Ásgríms

Related entity

Halldór Gíslason (1853-1921) trésmiður Eyrarbakka (16.2.1853 - 2.4.1921)

Identifier of related entity

HAH04646

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldór Gíslason (1853-1921) trésmiður Eyrarbakka

is the cousin of

Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi

Dates of relationship

1908

Description of relationship

Diðrik var dóttursonur Guðlaugar systur Halldórs

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03800

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 30.1.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places