Sýnir 10349 niðurstöður

Nafnspjald

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá)

  • HAH00368
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Á skaganum milli Skagafjarðar og Húnaflóa eru 3 ár, er allar heita Laxá: Laxá í Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og Laxá í Laxárdal fremri [Ytri-Laxá / Laxá í Refasveit]. Þær eru allar smáar, einkum Laxá í Nesjum.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða og Neðri-Lækjardals í Ósvík og hefur um tíma verið samósa Blöndu í upphafi áður en en vatnið sprengdi haftið við Breiðavað og myndaði nýjan farveg. Þá hefur árfarvegurinn legið um vötnin og í Ósvík og sjást þar merki ósa hennar þegar miklu gili sleppir. Hylir í ánni niður við ósa eru; Kistan og Hjónahylur / Bríkarhylur
“Sýsluvegur Engihlíðarlirepps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveitina, hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka, fyrir utan Langavatn, út hjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.” [1913].
Brú á Ytri Laxá við Skrapatungu var byggð 1955.

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00781
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Hlíðará / Hlíðarfjall. Ævarsskarð er dalsmynnið milli Hlíðarfjalls [Bólstaðarhlíðarfjalls] og Skeggsstaðafjalls. Bæði þessi fjöll liggja frá austri til vesturs. Í daglegu tali er Bólstaðarhlíðarfjall kallað Hlíðarfjall. Það er eins og skjólgarður fyrir norðanátt og liggur vel móti sólu. Er því talið eitt af sólríkustu fjöllum þessa lands. Vanalega er það snjólétt. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið.

Skeggstaðafjall í Blöndudal

  • HAH00170a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Skeggstaðafjall. Á móti Hlíðarfjalli er Skeggsstaðafjall. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið eins og síðar mun sagt verða. Skeggsstaðafjall skyggir á sólskinið við bæina niðri í skarðinu í skammdeginu svo að eigi sér þar til sólar frá 11. nóvember til 26. janúar næsta ár þó að Hlíðarfjallið sjálft sé baðað í sólarbirtu. Á milli fjallanna liðast Svartá í áttina til Blöndu.

Þegar haldið er frá Hólahorni áfram til Bólstaðarhlíðar blasir við á hægri hönd bergskriða, fremur lítil um sig, en regluleg, sunnan Svartár, í norðurhlíð Skeggstaðafjalls. Heitir skriðuörið Grænaskál eða Nónsskál. Er það ekki ólíkt því, að þarna hafi verið lítill skálar jökull, sem hefði nagað sig inn i hlíðina og ekið saman jökulgörðum fyrir framan sig. Er svo víða, að erfitt er að sjá, fyrr en eftir nána athugun, hvort skálarjökull hefur verið að verki eða bergskriða hlaupið fram.

Vörðufell í Árnessýslu 391 mys

  • HAH00167
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Vörðufell er 391 stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.
Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.

Svínadalur

  • HAH00517
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal.
„Á þessu landi bjó varnarlaus þjóð, og þar var því hægðarleikur að ræna löndum, og kvikfé svo miklu, að nægja mundi til að reisa stórbú þegar í stað. Það var heldur ekki einleikið hvernig norrænir menn þyrptust til Íslands, en lausn þeirrar gátu er sú, að þeir hafi vitað með sannindum að þar beið víkinga auður og allsnægtir, skjótfengið herfang og þurfti lítið fyrir að hafa. Þá ríkti sá hugsunarháttur, að menn hefðu rétt til að sölsa undir sig öll heimsins gæði, ef eigendur gátu ekki varið þau. Hér á Islandi voru nóg auðæfi, en þeir sem landið byggðu, gátu ekki varið þau. Þess vegna var það mikíl frægðarför að fara til íslands og sölsa þar undir sig lönd, fólk og kvikvénað.“ Þessarra íbúa er ekki minnst á berum orðum en ef lesið er í söguna má sjá að hér hefur verið stundaður búskapur er „landnámsmenn“ námu land.
Forn örnefni geyma margskonar fróðleik og ekki sízt þau örnefni, er landnámsmenn hafa gefið, en þau er að finna i Landnámu. Þessi örnefni sýna og sanna áþreifanlega, að norrænu landnámsmennirnir hafa ekki komið hér að auðu landi og óbyggðu. Þau sýna, að þá hefir búið hér kristin þjóð. Hin mörgu örnefni, sem kennd eru við krossa og kirkjur, bæði þar og f sögunum, eru þar óljúgfróð vitni. Sagnaritarar vorir haf a ekki áttað sig á því, að geta um þessi nöfn, voru þeir að afsanna fullyrðingar sínar um autt og óbyggt land, því að landnámsmenn þeir, er komu frá Noregi, voru allir heiðnir. En örnefnin, sem þeir gáfu, sýna að hér hafa verið krossar og kirkjur.

Í Svínadal komst Ingimundur gamli yfir hundrað svína, skv Vatnsdælu.

Frá Blönduósi liggur leiðin upp að Reykjum á Reykjabraut, og svo sunnan við Svínavatn að Auðkúlu. Sauðadalur klýfur fjallsbálkinn þar fyrir sunnan eftir miðju, og eru melar og ísaldarrusl fyrir utan hann. Austan úr Reykjanybbu hefir einhvern tíma sigið niður skriða. Svínadalur er björguleg sveit, því nær eintómt graslendi, Svíndælingar eru góðir búmenn og efnamenn; jarðabætur hafa verið gjörðar þar miklar. Svínadalur fláir töluvert út að austanverðu, því þar takmarkast hann af lágum hálsi, en að vestanverðu er hátt og bratt fjall. Í dalnum eru margir smáhólar af ísaldargrjóti, en mýrar og graslendi ofan á; Svínadalsá, sem eftir dalnum rennur, er fremur vatnslitil.
Ferðalýsing 1896

1703 bjuggu 212 íbúar í Svínadalshrepp

Kerlingin í Drangavík

  • HAH00356b
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.
Kollafjarðarnes.
Kerlingin í Drangavík.

Hrómundur í Forsæludal

  • HAH00307
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Steinhöfuð í Vatnsdalsá við Forsæludal.

Steintröll á Íslandi

  • HAH00003a
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Drangar og steinmyndanir sem hafa á sér þjóðsagnarblæ

Bótarfell (575 m) í Vatnsdal

  • HAH00601
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn 575 mys.

Vestan undir Réttarhól beygir Vatnsdalsá í mörgum hlykkjum til vesturs fyrir Bótarfell, en beygir þá beint i norðvestur og heldur þeirri stefnu út i miðjan Vatnsdal. Vestan undir Bótarfelli dýpkar farvegurinn skyndilega, og litlu sunnar steypist áin i fögrurn fossi niður i stórfenglegt gljúfur, og eftir þvi fellur hún fimm til sex kilómetra niður i Forsæludal. Efsti fossinn heitir Skínandi og litlu neðar eru Kerafoss og Rjúkandi, Neðarlega í gljúfrinu er Skessufoss hjá Glámsþúfu og loks Dalfoss og Stekkjarfoss skammt fyrir ofan Forsæludal

Grjótá í Vatnsdal

  • HAH00801
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Gilá og Grjótá falla úr Vatnsdalsfjalli í Vatnsdalsá. Þær eru báðar vatnslitlar, einkum Grjótá, enda nær hún aðeins skammt upp fyrir fjallsbrúnina.

Kambur (fjall) í Staðarsveit

  • HAH00885c
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Kambur tindóttur hryggur austan við gönguleiðina á Helgrindur fyrir ofan Kálfárvelli.

Hvítárvatn við Langjökul

  • HAH00259
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hvítárvatn er alldjúpt víðast hvar. Meðaldýpi þess er talið 27,6 m en mesta dýpi hefur mælst 84 m. Syðsti hluti vatnsins, allt norður fyrir Svartárósa, er mjög grunnur. Syðst endar vatnið í löngum, mjóum vogi sem Hvítá rennur úr og eru óskýr mörk milli ár og vatns. Silungs verður vart í Hvítárvatni.

Í Bláfelli bjó Bergþór tröll. Er hann var á leið úr byggð í helli sinn, sótti að honum þorsti. Hann áði við Bergstaði og bað húsfreyju að gefa sér vatn. Á meðan hún sótti vatnið klappaði Bergþór ker mikið í klöpp, sem bærinn er kenndur við og lagði á að í því myndi aldrei frjósa eða þrotna sýran.

Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum.

Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug.

Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“

Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar.
Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð.

Fúlakvísl á Kili

  • HAH00995
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Fúlakvísl, kemur undan Langjökli og fellur í Hvítárvatn.

Sveinbjörn Lárusson (1904-1958) Akureyri

  • HAH09277
  • Einstaklingur
  • 2.12.1904 - 5.4.1958

Jónas Sveinbjörn Björgvin Lárusson 2. desember 1904 - 5. apríl 1958. Bílstjóri á Akureyri 1930. Bifreiðastjóri á Akureyri. Vann síðar við pípulagningar. Síðast bús. í Reykjavík.
Ólst upp hjá hjónunum Jónasi Sveinssyni f. 1873-1954 og Björgu Björnsdóttur f. 1862-1934.

Lárus Eysteinsson (1853-1890) prestur Staðarbakka

  • HAH06574
  • Einstaklingur
  • 4.3.1853 - 5.5.1890

Lárus Eysteinsson 4. mars 1853 - 5. maí 1890. Var á Refstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Prestur á Helgastöðum í Reykjadal, Þing. 1881-1884 og á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. frá 1884 til dauðadags. „Gáfaður maður en drykkfelldur“, segir Einar prófastur.

L Szacinski Ljósmyndastofa Carl Johansgade 20 Christiania (Osló)

  • HAH09279
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1867 - 1916

Hann fæddist í Suwalki í Pólandi 16.4.1844 - 8.7.1894
Hún fæddist í Christiania Noregi 16.9.1845 - 4.2.1922
Hulda Szaciński øket firmaets samling av medaljer og utmerkelser. Da hun deltok på Bergensutstillingen i 1898 averterte hun: «Grundlagt 1867. Medaljer i Wien 1873, Drammen 1873, Paris 1874, Filadelfia 1876, Kristiania 1883, Stockholm 1898». Hun fikk også medaljer i Bergen i 1898, i Paris i 1900 og i Christiania i 1905.

Solveig Guðmundsdóttir (1896-1978) New York

  • HAH09286
  • Einstaklingur
  • 11.8.1896 - 14.12.1978

Solveig Þorbjörg Guðmundsdóttir Asmund 11. ágúst 1896 - 14. des. 1978. Húsfreyja í Bandaríkjunum. Var í Reykjavík 1910.

Hesputré

  • HAH00990
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Hesputré er áhald úr tré til að vinda garn. Hesputré er handsnúið áhald þar sem ullarþráðurinn er undinn upp í hespur.

Skafti Friðfinns Friðfinnsson (1916-2007) Friðfinnshúsi

  • HAH01994
  • Einstaklingur
  • 9.9.1916 - 29.5.2007

Skafti Friðfinnsson fæddist á Blönduósi 9. september 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 29. maí síðastliðinn. Skafti ólst upp í foreldrahúsum á Blönduósi, hélt til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937. Að því loknu hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla Íslands. Til Reykjavíkur fluttust þau hjónin 1997, en síðasta árið dvaldi Skafti á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum.
Útför Skafta verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndari Reykjavík og Ísafirði

  • HAH06165
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 9.8.1869 - 1942

G. Aug. Guðmundsson ljósmyndastofa Reykjavík og Ísafirði .
Guðjón Ágúst Guðmundsson Breiðdal 9. ágúst 1869 - 1942. Bókbindari á Ísafirði 1888. Ljósmyndari. Fór til Noregs 1896.

Guðlaug Jónsdóttir (1945-2017) Akureyri, frá Grenivík

  • HAH06185
  • Einstaklingur
  • 25.5.1945 - 10.8.2017

Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Grýtubakkahreppi 25. maí 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. ágúst 2017.
Guðlaug var einkabarn. Hún ólst upp á Grenivík en fluttist ung til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags.
Guðlaug lést á Öldrunarheimili Akureyrar 10. ágúst 2017.

Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. ágúst 217 klukkan 13.30.

Margrét Friðriksdóttir Möller (1873-1956) Stokkseyri

  • HAH06638
  • Einstaklingur
  • 9.1.1873 - 29.10.1956

Margrét Pálína Friðriksdóttir Möller 9. janúar 1873 - 29. október 1956. Barn hjá foreldrum á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja og ljósmyndari á Stokkseyri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hólum, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Skráð Margrét Árnason á manntali 1930. Fráskilin Suðurgötu 14 1910.

Kári Eysteinsson (1925-2011) Hafursstöðum

  • HAH06260
  • Einstaklingur
  • 14.1.1925 - 7.5.2011

Kári Eysteinsson 14. janúar 1925 - 7. maí 2011. Hveragerði. Eðlisfræðingur. Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. stud. polyt. Lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 7. maí. 2011. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Sigurbjörn Björnsson (1859-1936) Geitlandi Miðfirði

  • HAH06748
  • Einstaklingur
  • 23.3.1859 - 1936

Sigurbjörn Björnsson 23.3.1859 - 1936. Var í Fossárdal, Fróðársókn, Snæf. 1860. Vinnumaður á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Húsmaður í Katadal, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Bóndi að Kambshóli í Vatnsdal, V-Hún. Bóndi á Geitlandi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Kristín Bjarnadóttir (1882) Oddeyri

  • HAH06522
  • Einstaklingur
  • 16.9.1882 -

Búsett Oddeyri 1910, en stödd að Hvammi Langadal 1910. vk Sauðanesi 1920. frá Illugastöðum á fremri Laxárdal, var þar 1890

Hólmfríður Davíðsdóttir (1852-1943) Enni

  • HAH06677
  • Einstaklingur
  • 15.6.1852 - 16.12.1943

Júlíana Hólmfríður Davíðsdóttir 15. júní 1852 - 16. des. 1943. Var á Sneisi, Holtastaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona í Kambakoti 1901. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Enni.

Páll Guðmundsson (1885-1979) Böðvarshólum

  • HAH06404
  • Einstaklingur
  • 29.3.1885 - 25.5.1879

Páll Guðmundsson 29. mars 1885 - 25. maí 1979. Bóndi í Böðvarshólum í Vesturhópi, V.-Hún. Síðar innheimtumaður hjá Ríkisútvarpinu í Reykjavík. Húsbóndi á Vonarlandi við Sogaveg, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn

  • HAH06720
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1870)

Ludvig Olsen ljósmyndastofa, Östergade 13 Kjöbenhavn
gæti veri skyldur Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn. Authority record; Laurits Olsen & Co Atelier Östergade 13 Kjöbenhavn ...

Davíð Steingrímsson (1932-2017) Svalbarða

  • HAH06483
  • Einstaklingur
  • 6.6.1932 - 10.5.2017

Steingrímur Davíð Steingrímsson 6. júní 1932 - 10. maí 2017. Rafvirki í Kópavogi.
Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 10. maí 2017. Útför Steingríms Davíðs fór fram frá Kópavogskirkju 18. maí 2017, og hófst athöfnin klukkan 15.

Sigurður Sveinbjörnsson (1908-1999) forstjóri

  • HAH07774
  • Einstaklingur
  • 13.11.1908 - 25.1.1999

Sigurður Kristján Sveinbjörnsson 13. nóv. 1908 - 25. jan. 1999. Vélasmiður á Laugavegi 147, Reykjavík 1930. Vélsmiður í Reykjavík 1945. Járniðnaðarmaður. Síðast bús. í Reykjavík. Sigurður var stofnandi skipasmíðastöðvarinnar Nökkva hf. í Garðabæ árið 1960 og skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur hf. í Garðabæ árið 1961. Var í Flögu með föður sínum 1910.
Hann fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1908. Hann lést á Landakotsspítala hinn 25. janúar 1999. Útför Sigurðar fór fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 1. febrúar, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Omundsen

  • HAH06804
  • Einstaklingur
  • um1920

Guðfinna Hinriksdóttir (1920-2009) Flateyri

  • HAH07867
  • Einstaklingur
  • 20.2.1920

Guðfinna Petrína Hinriksdóttir var fædd á Flateyri við Önundarfjörð 20. febrúar 1920.
Guðfinna og Greipur fluttu frá Flateyri í ágúst 1990 að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, eða þar til þau fluttu á Elli- og dvalarheimilið Grund í Reykjavík.
Hún lést á Elli- og dvalarheimilinu Grund 8. apríl 2009. Útför Guðfinnu fór fram í Grafarvogskirkju 20.4.2009 og hófst athöfnin klukkan 15.

Unnur Guðmundsdóttir (1919-2020) Vesturhópshólum

  • HAH06134
  • Einstaklingur
  • 29.11.1919 - 2.12.2020

Unnur Guðmundsdóttir 29. nóv. 1919 - 2. des. 2020. Vesturhópshólum. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf. Hún fæddist í Vesturhópshólum V-Hún. 29. nóvember 1919. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 2. desember 2020, nýorðin 101árs. Kvsk á Blönduósi 1939-1940.

Guðbjörg Benónýsdóttir (1919-1947) Akri

  • HAH07868
  • Einstaklingur
  • 30.5.1919 - 13.3.1947

Guðbjörg heitin var fædd á Sveinseyri við Dýrafjörð [10. apríl 1919], dóttir merkishjónanna Guðmunda Guðmundsdóttur og Benónýs Stefánssonar. Andaðist í Landsspítalanum að morgni 13.8.1947 og jarðsett 27.3.1947.
Guðbjörg Benónýsdóttir 30. maí 1919 - 13. mars 1947. Var á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.

Vilborg Kristófersdóttir (1923-2020) Læk í Leirársveit

  • HAH07911
  • Einstaklingur
  • 30.7.1923 - 4.5.2020

Vilborg Kristófersdóttir 30. júlí 1923 - 4. maí 2020. Húsfreyja á Læk í Leirársveit. Var á Vestur-Leirárgörðum, Leirársókn, Borg. 1930. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Þorbjörg Þórhallsdóttir (1919-1992) Húsavík

  • HAH07860
  • Einstaklingur
  • 2.6.1919 - 15.5.1992

Þorbjörg Þórhallsdóttir (Obba) 2.6.1919 - 15.5.1992. Var í Kaupfélagshúsinu, Djúpavogssókn, S-Múl. 1930. Íþróttakennari og húsfreyja á Patreksfirði, síðar í Reykjavík. F. 3.6.1919 skv. kirkjubók. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.

Hildur Helgadóttir (1920-1988) Hvarfi, Víðidalstungusókn

  • HAH07863
  • Einstaklingur
  • 21.5.1920 - 22.1.1988

Hildur Helga Helgadóttir 21.5.1920 - 22.1.1988. Fæddist að Hvarfi, Víðidalstungusókn, V-Hún. og var var í mt 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Kvsk á Blönduósi 1940-1941.

Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010) Sauðárkróki

  • HAH07941
  • Einstaklingur
  • 11.9.1922 - 2.1.2010

Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir, Bárustíg 6, Sauðárkróki, fæddist 11. september 1922. Ingibjörg var í foreldrahúsum til fjögurra ára aldurs en fór þá í fóstur til skyldfólks, þar sem hún ólst upp. Húsfreyja á Sauðárkróki. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Fósturforeldrar: Sigurður Þórðarson, f. 19.7.1888 - 1947 kaupfélagsstjóri frá Nautabúi í Skagafirði og Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdótir, f. 23.9.1890. Kvsk á Blönduósi 1943-1944.
Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína hjúskapartíð. Hún vann við verslunarstörf
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 2. janúar 2010. Útför Ingibjargar fór fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. janúar 2010 og hófst athöfnin kl. 14.

Guðrún Sveinsdóttir (1920-2004) Hvítsstöðum

  • HAH07919
  • Einstaklingur
  • 4.8.1920 - 28.3.204.

Guðrún Sveinsdóttir fæddist á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum 4. ágúst 1920. Var í Borgarnesi 1930. Verka- og saumakona í Borgarnesi. Kvsk á Blönduósi 1939-1940.
Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars 2004. Guðrún var jarðsungin frá Borgarneskirkju 5.4.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigurbjörg Njálsdóttir (1932-2019) Akranesi

  • HAH08098
  • Einstaklingur
  • 21.9.1932 - 22.5.2019

Sigurbjörg Njálsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. sept. 1932 - 22. maí 2019. Sjúkraliði, bús. á Akranesi og síðar í Hafnarfirði. Kvsk á Blönduósi 1950-1951.
Sigurbjörg ólst upp á Akranesi, bjó þar til 1967, þá fluttist hún til Hafnarfjarðar og bjó þar fram á síðasta dag. Sigurbjörg var sjúkraliði, vann lengstan hluta starfsævinnar á Borgarspítalanum.

Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 31. maí 2019, klukkan 13.

Alda Kristjánsdóttir (1939-2014) Reykjavík

  • HAH08355
  • Einstaklingur
  • 30.3.1939 - 26.3.2014

Alda Hraunberg Kristjánsdóttir 30.3.1939 - 26.3.2014. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 26. mars 2014. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Kristín Jónsdóttir (1949) Blönduósi

  • HAH08543
  • Einstaklingur
  • 7.8.1949 -

Kristín Jónsdóttir 7.8.1949. Var í Húsi Jóns Sumarliðasonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kvsk á Blönduósi 1966-1967.

Ingibjörg Finnbogadóttir (1947-2009) Reykjavík

  • HAH08563
  • Einstaklingur
  • 29.8.1947 - 24.2.2009

Ingibjörg Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík 29.8. 1947. Ingibjörg og Ingólfur hófu búskap sinn í Kópavogi en fluttu til Hornafjarðar árið 1972. Á Höfn starfaði Ingibjörg sem launafulltrúi á skrifstofum Hafnarhrepps og sá um bókhald hjá söltunarstöðinni Stemmu. Árið 1987 fluttu þau hjónin á Hvolsvöll, en þar starfaði Ingibjörg hjá útibúi Landsbanka Íslands allt þar til hún lét af störfum vegna veikinda sinna. Síðsumars árið 2007 fluttu þau á ný til Hornafjarðar. Á Hornafirði tók Ingibjörg virkan þátt í starfsemi Lionsklúbbsins Kolgrímu og var einn af stofnendum hans. Hún hafði mikla ánægju af garðrækt svo sem sjá mátti í görðum við hús hennar, bæði á Hornafirði og Hvolsvelli, en árið 1991 hlaut hún umhverfisverðlaun fyrir fallegasta garðinn á Hvolsvelli. Hún ræktaði m.a. rósir í garðhúsi sínu á Hornafirði og var með yfir 30 tegundir rósa þar. Þá hafði Ingibjörg unun af lestri góðra bóka.
Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði þriðjudaginn 24. febrúar 2009. Útför Ingibjargar fór fram frá Hafnarkirkju í Hornafirði 7.3.2009 og hófst athöfnin kl. 14.

Jónína Rannveig Snorradóttir (1951-2008) Skipalóni, Eyjafirði

  • HAH08587
  • Einstaklingur
  • 18.3.1951 - 20.2.2008

Jónína Rannveig Snorradóttir (Systa) fæddist á Skipalóni í Glæsibæjarhreppi 18. mars 1951. Systa ólst upp á Skipalóni til tvítugs.
Sjúkraliði og heilsunuddari á Akureyri. Kvsk á Blönduósi 1968-1969.
Hún andaðist á heimili sínu 20. febrúar 2008. Útför Systu fór fram frá Akureyrarkirkju 28.2.2008 og hófst athöfnin klukkan 10.30.

Halldóra Baldursdóttir (1951) Reykjavík

  • HAH08578
  • Einstaklingur
  • 30.7.1951 -

Halldóra María Baldursdóttir 30.7.1951 Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1968-1969. [Hefur fellt niður Maríu nafnið]

Anna Birna Watts (1948) Reykjavík

  • HAH08585
  • Einstaklingur
  • 30.6.1948 -

Anna Birna Watts 30.6.1948 Reykjavík og USA. Kvsk á Blönduósi 1968-1969.
Fædd Keener.

Sólveig Þórðardóttir (1952-2001) Seljabrekku, Mosfellssveit

  • HAH08608
  • Einstaklingur
  • 14.5.1952 - 17.4.2001

Sólveig Þórðardóttir 14.5.1952 - 17.4.2001 Seljabrekku, Mosfellssveit. Ritari, húsfreyja og veitingamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Kvsk á Blönduósi 1969-1970.
Hún lést á heimili sínu 17. apríl 2001. Útför Sólveigar fór fram frá Grafarvogskirkju 24.4.2001 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Rán Ármannsdóttir (1951-1992) Hafnarfirði

  • HAH08598
  • Einstaklingur
  • 10.5.1951 - 5.2.1992

Rán Ármannsdóttir fæddist á Neskaupstað 10. maí 1951 - 5. feb. 1992. Hafnarfirði. Kvsk á Blönduósi 1969-1970.

Kristín Bjarnadóttir (1955) Ólafsfirði

  • HAH08652
  • Einstaklingur
  • 18.7.1955 -

Kristín Herdís Bjarnadóttir 18.7.1955 Ólafsfirði ritari hjá ríkissaksóknara, Kvsk á Blönduósi 1975-1976.

Stella Meyvantsdóttir (1955-2010) Reykjavík

  • HAH08705
  • Einstaklingur
  • 10.12.1955 - 20.7.2010

Stella Meyvantsdóttir var fædd í Reykjavík 10. desember 1955. Búfræðingur, fékkst við verslunar- og umönnunarstörf í Reykjavík.
Hún andaðist á Landspítala Fossvogi 26. júlí 2010. Útför Stellu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík, 6. ágúst 2010, og hófst athöfnin kl. 13.

Niðurstöður 4401 to 4500 of 10349