Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Jökulsá á Dal eða Jökulsá á Brú, einnig nefnd Jökla, er lengsta á á Austurlandi. Áin er dæmigerð jökulá og á upptök sín í Brúarjökli og fellur um Jökuldal. Miklar rennslissveiflur eru í ánni eins og títt er í jökulám og jafnframt er hún mjög gruggug vegna framburðar. Jökla hefur grafið mikil gljúfur í farvegi sínum, Hafrahvammagljúfur og Dimmugljúfur. Margar þverár falla til Jöklu. Þær helstu eru Kringilsá, Sauðá, Reykjará, Hrafnkela, Gilsá, Hnefilsdalsá, Laxá og Kaldá. Jökla og Lagarfljót falla í Héraðsflóa um sameiginlegan ós á Héraðssandi.

Jökulsá á Dal er virkjuð með Kárahnjúkavirkjun. Eftir að virkjunin tók til starfa fer megnið af jökulvatni árinnar um jarðgöng til Fljótsdals og skilar sér til sjávar um Lagarfljót. Neðan Kárahnjúkastíflu er Jökulsá því tær bergvatnsá mestan hluta árs en hún getur þó breyst í ólgandi jökulá þegar uppistöðulónið (Hálslón) er fullt og vatn fossar um yfirföll stíflunnar.

Places

Jökuldalur; Austurland; Brúarjökull; Hafrahvammagljúfur; Dimmugljúfur; Kringilsá; Sauðá; Reykjará; Hrafnkela; Gilsá; Hnefilsdalsá; Laxá; Kaldá; Lagarfljót; Héraðsflói; Héraðssandur; Kárahnjúkavirkjun; Fljótsdalur; Kárahnjúkastífla; Hálslón:

Legal status

Functions, occupations and activities

Undirskrifaður selur hjer eptir drátt í kláf yfir Jökulsá á Brú hjer undan bænum þannig: Fyrir fullorðinn mann 10 aura hverja ferð, og fyrir hver 100 pd. af burði eða fje eins, það er 1 eyrir fyrir hvern fjórðung, sem borgist til undirskrifaðs í hvert sinn, sem drátturinn er notaður. Þó vil jeg geta þess, að jeg tek ekki borgun hjá vinum eða vandamönnum mínum.
Vaðbrekku 8. maí 1882.
Baldvin Benediktsson.

Mandates/sources of authority

Jökulsá á Jökuldal hefur verið nefnd ýmist Jökulsá á Brú eða Jökulsá á Dal. Upphaflegra mun vera hið fyrra. Sú er ástæðan til þess, að steinbogi var á ánni til forna. Er þess getið tvisvar í sögu Hrafnkels Freysgoða, sem talin er rituð seint á 13. öld. — Altari heitir steinþúst á nyrðri barmi árgljúfursins niður frá bænum Brú. Er svo talið, að það séu leifar af nyrðri sporði steinbogans. Austanvert árinnar gegnt þessari steinþúst er bergið óheilt og hefur hrapað úr því nokkuð á seinni tímum. Telja menn, að eystri sporður steinbogans sé fallinn í ána neðar. Tvennum sögum fer um það, hvenær steinboginn féll í ána. Sumir telja að það muni hafa orðið árið 1625, en stórhlaup kom í ána af umbyltingum í Austurjöklum, sem svo er orðað. Er það byggt á frásögn í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.

Af Dropiaugarsona sögu má svo aftur ráða, að önnur brú hafi verið á Jökulsá á söguöld. Nóttina, sem Helgi Ásbjörnsson var veginn, gistu á Eiðum tengdasynir hans tveir og fleiri óaldarmenn sem komið höfðu með Helga af Lambanesþingi. Eftir vígið leituðu þeir sér ráðs gegn því, að vegandinn, Grímur Droplaugarson, gæti komizt undan. Varð það ráð þeirra, „að halda vörð á vegum öllum og sitja við brúar á Jökulsá".
Frásögnin vitnar um það að önnur brú hefur verið á Jökulsá en steinhoginn hjá Brú. Hefur hún líklega verið á alfaraleiðinni hjá Fossvöllum Sem jafnan síðan, að því sem kunnugt er, enda brúargerð auðveldust þar. Eftir þetta er ekkert kunnugt um brú hjá Fossvöllum, fyrr en laust eftir miðja 16. öld. Að sjálfsögðu hefur þetta verið trébrú og þurft endurnýjunar við með líku millibili sem þær brýr, sem kunnugt er um og síðar segir.

1761 var ákveðið að setja skyldi ferju á ána í stað brúarinnar. Pétur Þorsteinsson sýslumaður tók það þá til ráðs um vorið, 12. júní, það sama ár, að fara með tólf manns, hefja brúna með vindum, rétta hana við og endurbæta á sinn kostnað. Entist sú viðgerð í rúm tuttugu ár. Það er svo aftur af ferjusetningunni að segja, að þegar til framkvæmdanna átti að koma, fannst enginn nothæfur ferjustaður í grennd við brúna.
1794 er svo komin kláfferja sú sem áður var hjá Eiríksstöðum

Sennilega á ekkert brúarstæði á landinu lengri samfellda sögu og brú yfir Jökulsá.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Einar Þórðarson (1867-1909) prestur Hofteigi á Jökuldal (7.8.1867 - 6.8.1909)

Identifier of related entity

HAH03135

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891-1904

Description of relationship

Prestur á Hofteigi á Jökuldal

Related entity

Lagarfljót - Lögurinn ((1950))

Identifier of related entity

HAH00361

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Árnar eru með sameiginlegan ós

Related entity

Möðrudalsöræfi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00382

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jökuldalur ((1930))

Identifier of related entity

HAH00243

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Jökuldalur

is controlled by

Jökla / Jökulsá á Dal / Jökulsá á Brú

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00244

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places