Guðfinna Hinriksdóttir (1920-2009) Flateyri

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðfinna Hinriksdóttir (1920-2009) Flateyri

Parallel form(s) of name

  • Guðfinna Petrína Hinriksdóttir (1920-2009) Flateyri

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

20.2.1920

History

Guðfinna Petrína Hinriksdóttir var fædd á Flateyri við Önundarfjörð 20. febrúar 1920.
Guðfinna og Greipur fluttu frá Flateyri í ágúst 1990 að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, eða þar til þau fluttu á Elli- og dvalarheimilið Grund í Reykjavík.
Hún lést á Elli- og dvalarheimilinu Grund 8. apríl 2009. Útför Guðfinnu fór fram í Grafarvogskirkju 20.4.2009 og hófst athöfnin klukkan 15.

Places

Flatey við Önundarfjörð

Legal status

hún nam hússtjórnarfræði við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1940 – 1941, einnig nam hún við skóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði.

Functions, occupations and activities

Hún rak hannyrðaverslun um árabil í kjallara íbúðarhúss síns,

Mandates/sources of authority

Guðfinna bjó lengstan hluta ævi sinnar á Flateyri, þar sem hún var mjög virk í fjölbreyttu félagsstarfi, s.s. skátafélaginu á Flateyri, góðtemplarastúkunni Hörpu á Flateyri, og í Kvenfélaginu Brynju þar sem hún var lengi í stjórn og formaður um tíma.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Hinrik Guðmundur Guðmundsson 12. júlí 1895 - 9. feb. 1960. Íshússtjóri í Torfahúsi, Flateyri 1930. Verkstjóri og oddviti á Flateyri og kona hans; Guðrún Eiríksdóttir 26. sept. 1896 - 26. júní 1987. Húsfreyja í Torfahúsi, Flateyri 1930. Húsfreyja og verkakona, síðast bús. í Flateyjarhreppi.

Systkini hennar;
Albróðir
1) Guðmundur Júlíus Hinriksson f. 16.3. 1921, d. 3.4. 1921,
fóstbræður hennar
2) Haraldur Jónsson, f. 30.9. 1924, d. 20.10. 1988, eftirlifandi kona hans er Gróa Guðmunda Björnsdóttir f. 27.12. 1926.
3) Benjamín Gunnar Oddsson, f. 23.6. 1936, d. 26.10. 1995, eftirlifandi kona hans er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8.5. 1940.

Maður hennar 21.2.1942; Greipur Þorbergur Guðbjartsson 15. apríl 1914 - 6. okt. 1996. Var í húsi Bjarna Siguðrssonar., Flateyri 1930. Kaupmaður á Flateyri við Önundarfjörð.
Börn þeirra;
1) Guðrún, f. 8.10. 1944, var gift Júlíusi G. Rafnssyni, þau eiga þrjú börn og 4 barnabörn. Þau slitu samvistir. Sambýlismaður Guðrúnar er Sigurður Lárusson.
2) Hinrik, f. 24.8. 1947, maki Ásta Edda Jónsdóttir, þau eiga fimm börn og 7 barnabörn.
3) Eiríkur Finnur, f. 20.10. 1953, maki Guðlaug Auðunsdóttir, eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn.
4) Guðbjartur Kristján, f. 2.3. 1957, maki Svanhildur Bára Jónsdóttir og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07867

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 1.8.2022

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places