Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Hlíðarfjall / Hlíðará í Bólstaðarhlíðarhreppi
Parallel form(s) of name
- Bólstaðarhlíðarfjall
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
874 -
History
Hlíðará / Hlíðarfjall. Ævarsskarð er dalsmynnið milli Hlíðarfjalls [Bólstaðarhlíðarfjalls] og Skeggsstaðafjalls. Bæði þessi fjöll liggja frá austri til vesturs. Í daglegu tali er Bólstaðarhlíðarfjall kallað Hlíðarfjall. Það er eins og skjólgarður fyrir norðanátt og liggur vel móti sólu. Er því talið eitt af sólríkustu fjöllum þessa lands. Vanalega er það snjólétt. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið.
Places
Bólstaðarhlíðarfjalli skal nú lýst. Flestir hnjúkar fjallsins eru burstmyndaðir og eru því til að sjá eins og gamall bær með burstum. Á milli allra hnjúka eru klettagil er ná víðast niður fyrir mitt fjall. Átta klettagil eru í Hlíðarfjalli. Á milli giljanna eru grasigrónar hlíðar upp undir kletta sem eru í brúnum fjallsins og neðan við þær. Ég byrja á austasta hnjúknum er heitir Bæjarhnjúkur, sumir segja Gönguhnjúkur. Sá næsti heitir Kvíahnjúkur kenndur við kvíar er standa sem fornmenjar í túninu neðan við hann. Stundum er hann kallaður Ytri-Bæjarhnjúkur. Laut ofan við túnið í stefnu frá kvíunum heitir Kvíabolli. Sá næsti heitir Syðrileyningur. Ofarlega í hnjúknum vestan við gilið eru þrír burstmyndaðir klettar sem heita Hrafnaklettar. Til að sjá eru þessir klettar líkir bæ með þremur burstum og einni smáburst austast. Sumir hugsa að þarna búi huldufólk. Í gamla daga var talað um að í þessum klettum sæist stundum ljós eins og í glugga á dimmum vetrarkvöldum.
Næst er Ytrileyningshnjúkur. Neðan við hann er Ytrileyningur. Efst á þessum hnjúk eru miklir klettar er kallast Þríhyrningar því að þeir eru eins og þríhyrna að lögun. Næst kemur svokallaður Rani, mjór og grasi gróinn, með klettagil á báðar hliðar er kallast Ranagil. Neðan við Leyningana eru svokallaðar Hlíðargrundir. Þar þótti oft gott að spretta úr spori á hestum í gamla daga. Nú er þar breiður vegur og umferð af bifreiðum mikil, einkum á sumrin. Utan við grundirnar er djúp laut sem kallast Slakki. Þar fyrir ofan eru Nautastallar en ofar er grasi gróin brekka upp að klettum er heitir Nautastallahlíð. Utan við hana kemur hinn svokallaði Tröllahnjúkur sem er mesti klettahnjúkurinn í Hlíðarfjalli. Sunnan við hann er djúpt skarð er heitir Tröllaskarð.
Úr Tröllaskarði liggur breið gata, rauðleit til að sjá, og heitir Skeið. Með aðgæslu þarf þó að ganga hana því að hún hallast mjög. Sérstaklega þarf að fara gætilega yfir gil sem þar er. Heyrt hefi ég að hross hafi komist þessa Skeið út í svokallaða Tröllaskál sem tekur við utan við hnjúkinn. Klettarnir í þessum hnjúk eru taldir ógangandi nema ef vera kynni fyrir mestu klettamenn. Tvö klettagil eru í þessum hnjúk með mjóum rana á milli. Utan við svokallaðan Slakka gengur fram nes er heitir Steinslágarnes. Upp af nesinu er mjög brött hlíð er heitir Skógarhlíð. Hefir þar sjálfsagt verið mikill skógur til forna. Hlíð þessi er grasi gróin en efst í henni eru klettabelti. Þar fyrir ofan er Tröllaskálin. Utan við Steinslágarnes kemur hár melhryggur er heitir Klif. Framan í Klifinu er bílvegurinn ruddur inn í brattan melhrygginn. Áður var hann uppi á Klifinu og þótti þá hættulegur en þar sem bílvegurinn er nú var aðeins mjó kúagata. Yst í klifinu ofan við veginn er djúp laut er heitir Krubba. Rétt utan við hana neðan við götuna kom vatnsbuna út úr melnum. Var buna þessi kölluð Gvendarbrunnur vegna þess að talið var að Guðmundur hinn góði hafi vígt hann.
Þegar bílvegurinn var lagður var svo miklu rutt í þessa brekku að lækjarbunan hvarf og hefir ekki sést hana síðan. En undan brekkunni sígur fram vatn og myndar þar dálítið síki. Gott þótti að drekka úr Gvendarbrunni, er ég kom þar þyrstur í smalamennsku eða öðrum gönguferðum á þessu svæði því að vatnið var svo svalandi, hreint og hressandi. Utan við Klilið kemur svæði sem kallast Miðstekkir. Þar má sjá votta fyrir túngarði neðan við veginn. Innan við hann er þýfi og dálítill hóll sem grænkar snennna á vorin eins og þar hafi verið tún.
Sumir hafa haldið að bær Ævars hins gamla hafi fyrst staðið á Miðstekkjum. Svartá hafi þá runnið vestur við fjallið hinum megin og að undirlendið hafi þá verið meira hérna megin en nú. Síðar hafi bær Ævars verið fluttur lengra fram í Ævarsskarðið þar sem Bólstaðarhlíð er nú. Utan við Hlíðarhóla kemur svokölluð Hlíðarskriða sem öll er grasi gróin en ofan við hana rísa hnjúkar með möl og klettabeltum, til dæmis Rauðihnjúkur. Skammt fyrir utan Svartárbrú kemur hryggur upp skriðuna alla leið upp á fjallsbrún. Heitir hryggur sá Langihryggur. Upp af Skriðunni koma fyrst Miðskálar en á milli Hólaskálar og Miðskála er hár hryggur. Utan við Miðskálar taka svo við Rauðahnjúksskálar ofan við Rauðahnjúk en norðanundir honum er hinn liili merkjahnjúkur á rnilli Bólstaðarhlíðar og Æsustaða
Vestan við Miðstekki koma svokallaðir Hólar, stundum kallaðir Hlíðarhólar. Upp af Miðstekkjum heitir Miðstekkjahlíð sem er grösug mjög og brött. Austan við hana er klettagil á milli Skógarhlíðar og Miðstekkjahlíðar en efst vestan við gilið rís hár klettahnjúkur. Frá honum liggur hár hryggur á milli Tröllaskálar og Hólaskálar og nær hann alla leið upp á fjallsbrún. Ofan við Miðstekkjahlíð og Hlíðarhóla er Hólaskál. Í Hólaskál er stór steinn sem er tilvalinn ræðustóll. Upp undir fjallsbrún eru einkennilegir klettar sem líkjast kirkju. Neðst á Miðstekkjum í gömlum árfarvegi er stór steinn er heitir Einbúi.
Legal status
Eyri heitir svæðið við Hlíðará suður og niður frá kirkjunni og líka upp með ánni upp að garðsenda. Svartá féll í Blöndu utan við Svartárbrú. Einkennilegt var að vatn hennar blandaðist ekki strax jökulvatni Blöndu. Rann vatn hennar íyrst um sinn tært við austurlandið, við hliðjökullitar Blöndu. Þar runnu tvær ólíkar ár í sama farvegi marga metra áður en þær blönduðu vatni sínu saman. Tveir hyljir voru í Blöndu undan Hlíðarskriðu. Fremri hylurinn heitir Langhylur en hinn Blóti. Frá þeim síðari eru landamerkin á milli Hlíðar og Æsustaða frá klettaskeri er gengur út í Blóta. Nú hefur Blanda fært farveg sinn vestar og rennur því Svartá í gamla farveginum og fellur í Blöndu undan Æsustaðalandi. Er því lítið eftir af Langhyl en meira eftir af Blóta og mikil veiði í honum.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
23.3.2023
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Húnavaka 2003. https://timarit.is/page/6360555?iabr=on