Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Saurbær er bær og kirkjustaður í Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar. Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási. Prestar eru nafngreindir á 14. öld.
Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum. Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.
Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu. Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858. Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.
Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.
Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara stendur rétt neðan við Saurbæ og þar er góð aðstaða fyrir ferðafólk, kaffiveitingar og salerni, auk þess sem safnið er einstaklega skemmtilegt og smekklega uppsett.
Til eru fornir máldagar kirkjunnar, sem sýna, að hún var auðug af fasteignum, kvikfé og kirkjugripum í kaþólskum sið, enda skyldu í Saurbæ vera tveir prestar og djákn. Elztur máldaganna er sá frá 1318 (í Auðunarmáldögum), og við lestur hans fer sem löngum, að manni blöskrar sá mikli fjöldi ágætra íistaverka, sem kirkjan átti.
Til er fáorð vísitazía Gísia biskups Þorlákssonar frá 1662 Er af þeirri lýsingu augljóst að þá þegar er torfkirkja í Saurbæ. í vísitazíubók Einars biskups Þorsleinssonar er svo allnákvæm lýsing á kirkjunni hin fyrsta sem auðvelt er að átta sig á. Ef reynt er eftir lýsingu Einars biskups að kalla fram í huga sér mynd af þessari gömlu Saurbæjarkirkju, hlýtur maður að undrast, hve lik hún er þeirri kirkju, sem enn stendur. Hún er eins í öllum aðalatriðum. Torfkirkja, kór tvö stafgólf, framkirkja fjögur, pílárar milli kórs og kirkju. Hið eina sem verulega skilur á milli, er sérbyggð forkirkja úr timbri, og er það líklega bending um, að hér hafi verið timburkirkja á miðöldum.