Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Saga

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09547

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

MÞ 14.11.2023

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir