Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Halldór Alfreðsson (1929-2003) Miðdalsgröf í Steingrímsfirði

  • HAH07348
  • Einstaklingur
  • 22.4.1929 - 15.10.2003

Halldór Alfreðsson fæddist í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði 22. apríl 1929. Bílstjóri. Var í Miðdalsgröf, Kollafjarðarnessókn, Strand. 1930. Reykjaskóla 1945-1946.
Eftir skólagöngu Halldórs á Reykjum í Hrútafirði vann hann sem atvinnubílstjóri í Keflavík og Reykjavík til fjölda ára. Einnig starfaði hann hjá Íslenskum aðalverktökum um tíma.

Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 15. október 2003. Útför Halldórs fór fram frá Bústaðakirkju 24.10.2003 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurður Sigurðsson (1926-1984) Leifsstöðum

  • HAH07331
  • Einstaklingur
  • 28. des. 1926 - 5. júlí 1984

Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Leifsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Sigurður Sigurðsson fæddist 28. desember 1926, að Leifsstöðum í Svartárdal. Foreldrar hans voru Sigurður Benediktsson bóndi á Leifsstöðum og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður var fjórði í röð átta barna þeirra hjóna. Sigurður dvaldist ávalll á Leifsstöðum. Á árunum 1917-1948 keyptu þeir bræður, Guðmundur og Sigurður, jörðina af foreldrum
sínum. Búskapurinn gekk vel hjá þeim bræðrum því búpeningurinn gaf góðan arð. Sigurður unni heiðinni og átti þangað fjölmargar ferðir, fór m.a. um margra ára skeið í undanreið.
Sigurður var í áratugi félagi í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Eiginkona Sigurðar var María Steingrímsdóttir frá Brandsstöðum í Blöndudal.

Guðmundur Jóhannesson (1884-1966) Auðunnarstöðum

  • HAH04063
  • Einstaklingur
  • 25.6.1884 - 26.4.1966

Guðmundur Jóhannesson 25. júní 1884 - 26. apríl 1966 Bóndi á Auðurnarstöðum í Víðidal, Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi á Auðunnarstöðum, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.

Ás í Vatnsdal

  • HAH00033
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (800)

Ás I. Bærinn stendur vestan í Ásnum sem lokar að nokkru fyrir framdalinn. Oft er betra veður framan Ásmela ef andar köldu inn dalinn. Jörðin er mjög land mikil og undirlendi undra mikið á alla vegu. Þar munar mest um Áshagann sem tekur þvert yfir dalinn og er að nokkru tún af náttúrunnar hendi. Vatnsdæla segir frá illþýði því er Ingimundur fékk búsetu í Ási og deildi við syni hans um veiði. Hrolleifur var banamaður Ingimundar, en var síðar drepinn af sonum hans ásamt Ljót móður Hrolleifs. þegar hún var að því komin að snúa öllu landslagi við með tröllskap sínum. Fagurt útsýni er af Ásnum. Jörðinni var skipt í Ás I og II. Hjáleigur voru tvær auk þeirra sem getið er við Ásbrekku; Áshús og Hagahlíð.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Ás II. Íbúðarhús byggt 1950 646 m3, kjallari, hæð og ris með íbúð. Fjós yfir 30 gripi. Haughús 198 m3. Votheysturn 96 m3. Mjólkurhús. Fjárhús yfir 725 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1352 m3. Vélageymslur 466 m3. Tún 85,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Áshreppur er kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal. Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873.

Þorsteinn B Gíslason (1897-1980) prestur í Steinnesi

  • HAH06006
  • Einstaklingur
  • 26.06.1897-08.06.1980

Þorsteinn Björn Gíslason fæddist í Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún., 26. júní 1897. Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson, f. 1850, d. 1906, bóndi þar, síðar í Sunnuhlið í sömu sveit, og seinni kona hans, Guðrún S. Magnúsdóttir, f. 1870, d. 1953, húsfreyja.

Þorsteinn varð stúdent í Reykjavík árið 1918 og guðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla Íslands árið 1922.

Þorsteinn var settur prestur í Þingeyraklaustursprestakalli og skömmu síðar var honum veitt kallið. Gegndi hann embættinu til nóvemberloka 1967 er hann fékk lausn. Hafði hann þá gegnt prestsstörfum í rúm 45 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann var prófastur Húnavatnsprófastsdæmis frá 1951 til 1967. Þorsteinn bjó í Ási í Vatnsdal sumarið 1922, á Akri veturinn 1922-1923 en síðan í Steinnesi. Um árabil var Þorsteinn með unglingaskóla í Steinnesi sem var vel sóttur. Eftir að Þorsteinn fékk lausn frá embætti fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka.

Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Hann stundaði kennslu um langt árabil, starfaði í fræðsluráði, var í stjórn sýslubókasafns, Sögufélags Húnvetninga, sýslunefndarmaður og stjórnarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Þá átti hann sæti í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Íslands, í stjórn Prestafélags Hólastiftis og var kirkjuþingsmaður um margra ára skeið.

Kona Þorsteins var Ólína Benediktsdóttir, f. 2.11. 1899, d. 26.2. 1996, húsfreyja og organisti.

Börn Þorsteins og Ólínu eru Sigurlaug Ásgerður, f. 1923, fv. bankagjaldkeri, bús. í Reykjavík; Guðmundur Ólafs, f. 1930, fv. dómprófastur, bús. í Garðabæ, og Gísli Ásgeir, f. 1937, geðlæknir, bús. í Reykjavík. Barnabarn Þorsteins og sonur Gísla er Jón Ármann Gíslason, prófastur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Þorsteinn lést 8. júní 1980.

Ólína Benediktsdóttir (1899-1996) Steinnesi

  • HAH01804
  • Einstaklingur
  • 2.11.1899 - 26.2.1996

Ólína S. Benediktsdóttir fæddist á Hrafnabjörgum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 2. nóvember 1899. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. febrúar síðastliðinn. Útför Ólínu verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 18. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Jón Sigurðsson (1930-2008) Hlíðargerði Hvammstanga

  • HAH07483
  • Einstaklingur
  • 20.12.1930 - 27.3.2008

Jón Sigurðsson fæddist í Syðstahvammi í Vestur-Húnavatnssýslu 20. desember 1930. Jón ólst upp á Hvammstanga og bjó þar alla ævi.
Var í Hlíðargerði, Hvammstangahreppi, V-Hún. 1957. Bílstjóri og vélgæslumaður á Hvammstanga.
Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. mars 2008. Útför Jóns fór fram frá Hvammstangakirkju 5.4.2008 og hófst athöfnin klukkan 14.

Sigurjón Karlsson Nielsen (1928-2015) málmiðnaðarkennari Reykjavík

  • HAH07365
  • Einstaklingur
  • 6.7.1928 - 1.6.2015

Sigurjón K. Nielsen fæddist 6. júlí 1928 í Reykjavík. Ketil- og plötusmiður, sjálfstæður atvinnurekandi og síðar málmiðnaðarkennari í Reykjavík.
Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. júní 2015. Útför Sigurjóns fór fram frá Kópavogskirkju 9. júní 2015, kl. 15.

Lárus Valdimarsson (1928-2015) Kollugerði

  • HAH07574
  • Einstaklingur
  • 29.11.1928 - 31.7.2015

Lárus Þórarinn Valdimarsson 29. nóv. 1928 - 31. júlí 2015. Var í Kollugerði, Hofssókn, A-Hún. 1930‚ Verðlagseftirlitsmaður, útgerðarmaður á Grund, Höfðahr., A-Hún. 1957. Reykjaskóla 1945-1948.

Sigurlaug Þorsteinsdóttir (1923-2018) frá Steinnesi

  • HAH07506
  • Einstaklingur
  • 3.4.1923 - 11.10.2018

Sigurlaug Ásgerður Þorsteinsdóttir fæddist í Ási í Vatnsdal, A-Hún., 3. apríl 1923. Sigurlaug ólst upp í Steinnesi og tók virkan þátt í öllum daglegum sveitastörfum.
Verslunarstarfsmaður og síðar bankagjaldkeri í Reykjavík. Var í Steinnesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Fyrrum bankagjaldkeri.
Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. október 2018. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 5. nóvember 2018, klukkan 13.

Sigurrós Þórðardóttir (1876-1920) forstk Kvsk á Blönduósi

  • HAH07428
  • Einstaklingur
  • 8.7.1876 - 2.3.1920

Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir 8.7.1876 - 2.3.1920. Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Kennari og skólastjóri á Blönduósi. Forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi 1911-1912 og 1915-1918

Þórdís Kristjánsdóttir (1918-2002) Suðureyri

  • HAH07812
  • Einstaklingur
  • 18.9.1918 - 7.3.2002

Þórdís Kristjánsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. september 1918. Þórdís ólst upp á Suðureyri og lauk þar barna- og unglingaprófi. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1935-6 og síðan við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1942.
Hjúkrunarkona við Landspítalann 1943-44 og aftur frá 1974 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní 2002. Útför Þórdísar fór fram frá Áskirkju 14.6.2002 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Sólveig Eggertsdóttir (1917-2008) frá Nautabúi

  • HAH02018
  • Einstaklingur
  • 9.5.1917 - 18.3.2008

Sólveig Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 9. maí 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 18. mars síðastliðinn. Sólveig bjó alla tíð í Reykjavík, að undanskildum nokkrum árum, þegar hún bjó með foreldrum sínum í Vestmannaeyjum. Hún stundaði skrifstofustörf á yngri árum og hélt heimili með móður sinni og börnum, lengst af, í Þingholtsstræti 30 í Reykjavík. Síðustu árin dvaldist hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.
Útför Sólveigar fór fram í kyrrþey.

Gimli Manitoba Kanada

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 21.10.1875 -

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.
Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.

Balaskarð á Laxárdal fremri

  • HAH00369
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 30.4.1890 -

Bærinn stendur niður undan samnefndu skarði sunnan Tunguhnjúks og norðan Laxárdalsfjalla. Jörðin er landmikil og eru sumarhagar þar með ágætum. Gott til ræktunar. Snjóþungt á vetrum og gjafasamt. Íbúðarhús byggt 1944 og 316 m3. Fjós yfir 8 kýr, fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 643 m3. Tún 15 ha.

Landamerki Balaskarðs.

Undirritaður eigandi og ábúandi jarðarinnar Balaskarðs í Vindhælishreppi lýsi hjermeð yfir því, að merki hennar gagnvart aðliggjandi jörðum eru þessi: Vesturtakmörk jarðarinnar er Laxá, allt þar til er Balaskarðsá rennur í hana, þá ræður Balaskarðsá merkjum að sunnan frá ósi, allt upp á Þröskuld, og úr austanverðum Þröskuldi ráða brúnir til norðurs, þá liggja merki til vesturs á milli Svínahnjúks að sunnan og Sauðahnjúks að norðan í Moldgil hið eystra, og úr gili því liggja merkin norðast yfir frá á Urðunum, sem liggur til norðurs, í rúst, sem er norðantil á flánni, og úr þeirri rúst í Moldgil hið vestara og yfir Tunguhnjúk í Stóruskál, og þaðan sem, skriða ræður úr henni, í Þorleifssýki þar sem það fellur í Laxá, þá ræður Laxá merkjum fram, sem fyr segir.

Balaskarði, 30. apríl 1890.
Gísli Bjarnason eigandi jarðarinnar (nafn handsalað)
J. Benediktsson búandi á Mánaskál
Sveinn Magnússon búandi á Mánaskál
Klemens Sigurðsson búandi á Skrapatungu.
Ingvar Þorsteinsson eigandi Kirkjubæjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87.

Jón Pálmason (1888-1973) alþm Akri

  • HAH05139
  • Einstaklingur
  • 28.11.1888 - 1.2.1973

Jón Pálmason 28. nóv. 1888 - 1. feb. 1973. Alþingismaður, ráðherra og bóndi á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshr., í Mörk í Laxárdal og á Akri við Húnavatn, A-Hún. Bóndi á Akri, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Akri í Torfalækjahr., A-Hún. 1957.
Ungur hafði Jón skipað sér í raðir Sjálfstæðisflokksins eldra, er var andstæðingur Heimastjórnarflokksins. En þessi flokkaskipan í-iðlaðist við fullveldið 1918. Þá fór meginhluti Sjálfstæðismanna í Framsóknarflokkinn, er upphaflega hét flokkur óháðra bænda, er Jón gekk í. En síðar gekk hann úr honum á þeim árum er Sjálfstæðisflokkur stóð nokkuð höllum fæti og gekk þá í Sjálfstæðisflokkinn. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og gengi andstæðinga hans það mikið að sagt var að einn af máttarstólpum þeirra á að hafa sagt, að Pétur Ottesen skyldi verða síðasti bóndi á þingi úr hópi Sjálfstæðismanna. En í hinni hörðu kosningabaráttu 1933 komst Jón Pálmason á þing í sínu fyrsta framboði, í einu af mesta bændakjördæmi landsins.

Jón Pálmason var málsnjall maður og styrkur vel í þeim sviptingum, er oft eru manna milli, á málaþingum. Þá var hann ritfær í bezta lagi og skrifaði oft um þjóðmál og var ritstjóri ísafoldar. Hann var og óragur við að taka ákvarðanir, er jafnvel gátu orkað tvímælis. Má þar til nefna, að hann var einn þeirra bænda í þingflokki sínum, er studdi Nýsköpunarstjórnina svonefndu og var þá mikið gjört til framfara í héraði hans.

Pálmi Jónsson (1929-2017) Akri

  • HAH03713
  • Einstaklingur
  • 11.11.1929 - 9.10.2017

Pálmi Jónsson, bóndi, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, fæddist 11. nóvember 1929 á Akri, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Vífilsstöðum 9. október 2017.
Minningarathöfn um Pálma Jónsson fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 14. október 2017, klukkan 11.
Útför fór fram frá Blönduóskirkju 16. október 2017 klukkan 14. Jarðsett var í Þingeyraklausturskirkjugarði.

Reynir Steingrímsson (1925-1989) Hvammi í Vatnsdal

  • HAH01872
  • Einstaklingur
  • 21.11.1925 - 3.11.1989

Reynir Steingrímsson andaðist á heimili sínu, Hvammi í Vatnsdal, 3. nóvember 1989. Þar steig hann einnig ævi sinnar fyrstu spor og þar bjó hann alla sína tíð. Reynir kvæntist Salóme Jónsdóttur frá Akri, öðlingskonu sem lifir mann sinn. Eignuðust þau tvær dætur sem báðar eru uppkomnar. Dætrunum var hann mikill og góður faðir og í foreldrum sínum hafa þær alla tíð átt traustan bakhjarl.
Útför hans var gerð 11.11.1989. Fráfall Reynis bar óvænt að, því hann varð bráðkvaddur að heimili sínu, aðeins 63 ára gamall.

Þórhallur Björnsson (1910-2000) Kópaskeri

  • HAH06293
  • Einstaklingur
  • 9.1.1910 - 16.6.2000

Þórhallur Björnsson fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi í N-Þing. 9. janúar 1910. Var á Kópaskeri 1930. Sagður sonur Rannveigar líka, en hún er aðeins 9 árum eldri. Kaupfélagsstjóri á Kópaskeri 1947-1966, síðar aðalféhirðir SÍS. Síðast bús. í Kópavogi.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. júní 2000. Útför Þórhalls fór fram frá Digraneskirkju 22.6.2000 og hófst athöfnin klukkan 15.

Ásgeir Hólm Jónsson (1933-2011)

  • HAH01084
  • Einstaklingur
  • 4.3.1933 - 14.4.2011

Ásgeir Hólm Jónsson fæddist á Molastöðum í Austur-Fljótum 4. mars 1933. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 14. apríl 2011.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. apríl 2011, kl. 10.30.

Þorsteinn Sigurðsson (1937-2022) Blönduósi

  • HAH06279
  • Einstaklingur
  • 15.7.1937 - 1.5.2022

Þorsteinn Helgi Sigurðsson 15. júlí 1937 - 1. maí 2022. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi, A-Hún. 1957. Ókvæntur barnlaus.

Æsustaðir í Langadal

  • HAH00180
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þar var áður prestsetur frá 1926-1952, en jörðin varð bóndaeign 1963. Bærinn, hinn fremsti í Langadal, stendur við Norðurlandsveg, í hólóttutúni norðan Æsustaðaskriðu. Fjallið rís upp frá túninu, grösugt og jarðsælt. Sandeyrar á bökkum Blöndu eru einnig ræktaðar sem tún. Á Laxárdal, austur frá Auðólfsstaðaskarði, er Mjóidalur, landkostajörð með allstóru túni, í eigu bóndans á Æsustöðum og nytjað af honum. Þar var skilarétt til ársins 1956. Íbúðarhús byggt 1929, 440 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 830 m3. Tún 32 ha. Veiðiréttur í Blanda og Auðólfsstaðaá.

Aðalheiður Þórarinsdóttir (1905-1999) frá Hjaltabakka

  • HAH09430
  • Einstaklingur
  • 14.5.1905 - 24.4.1999

Aðalheiður Þórarinsdóttir 14. maí 1905 - 24. apríl 1999. Var á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Ytra-Ósi í Steingrímsfirði, síðast bús. í Reykjavík.
Útför Aðalheiðar fór fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 12. maí 1999, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Þóra Margrét Þórarinsdóttir (1916-1947) Hjaltabakka

  • HAH07857
  • Einstaklingur
  • 23.10.1916 - 14.8.1947

Þóra Margrét Þórarinsdóttir 23.10.1916 - 14.8.1947. Var á Hjaltabakka, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Blönduósi. Kvsk á Blönduósi 1938-1939. Barnlaus

Helga Valdimarsdóttir (1913-1993) Völlum Blönduósi

  • HAH01417
  • Einstaklingur
  • 22.9.1913 - 16.10.1993

Hún fæddist hjónunum Sigríði Jónsdóttur og Valdimar Jóhannssyni, en það var erfitt í ári og barninu komið í fóstur hjá góðu fólki, öðlingshjónunum Torfhildi Þorsteinsdóttur og Sigurgeiri Björnssyni á Orrastöðum. Þar bjó hún til fermingaraldurs, en þá hleypti hún heimdraganum og gerðist kaupakona.

Arndís Eyjólfsdóttir (1924-2016) frá Múla, A-Barð.

  • HAH07978
  • Einstaklingur
  • 16.4.1924 - 5.4.2016

Arndís Eyjólfsdóttir fæddist á Reykhólum 16. apríl 1924. Arndís ólst upp hjá foreldrum sínum í Múla í Gufudalssveit, Austur-Barðastrandarsýslu. Eftir hefðbundna barnafræðslu sem þá tíðkaðist, fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og síðan til Reykjavíkur. Var í Múla, Gufudalssókn, A-Barð. 1930. Húsfreyja og fékkst við verslunar- og þjónustustörf í Reykjavík.
Kvsk á Blönduósi 1946-1947.
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut, 5. apríl 2016. Útför Arndísar fór fram frá Neskirkju 19. apríl 2016, og hófst athöfnin klukkan 13. Jarðsett var í Kópavogskirkjugarði.

Sigurlaug Jónsdóttir (1927-2011) Ási Skagaströnd

  • HAH06175
  • Einstaklingur
  • 25.1.1927 - 15.8.2011

Sigurlaug Jónsdóttir 25.1.1927 - 15.8.2011. Var á Álfhóli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Laufási, Höfðahr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Ási í Höfðahreppi.
Kvsk á Blönduósi 1946-1947.

Einar Pétursson (1926-2005) Blönduósi

  • HAH01183
  • Einstaklingur
  • 25.10.1926 - 20.10.2005

Einar Pétursson fæddist í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum 25. október 1926. Hann lést á heimili sínu 20. október 2005.
Einar ólst upp í Ófeigsfirði á Ströndum.

Guðrún Sigurðardóttir (1939-2015) frá Litlu-Giljá

  • HAH01530
  • Einstaklingur
  • 31.10.1939 - 14.4.2015

Guðrún Sigurðardóttir 31. október 1939 - 14. apríl 2015 Var á Litlu-Giljá, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Sjúkrahússtarfsmaður á Blönduósi og í Reykjavík, síðast verslunarmaður í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. apríl 2015.
Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 24. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristín Halldórsdóttir (1935-1995) Búland, Hörgárdal

  • HAH08171
  • Einstaklingur
  • 30.3.1935 - 22.10.1995

Kristin Halldórsdóttir var fædd í Búlandi, Arnarneshreppi 30. mars 1935. Kristín og Sigurður bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, síðustu 23 árin að Dalsgerði 1b.

Hún lést af slysförum sunnudaginn 22. október 1995. Útför Kristínar fór fram frá Akureyrarkirkju 31.10.1995 og hófst athöfnin kl. 13.30.

Akranes

  • HAH00005
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1942 -

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.754 manns þann 1. desember 2015.

Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.

Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.

Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.

Ingibjörg Eðvarðsdóttir (1940-2018) Akureyri

  • HAH08328
  • Einstaklingur
  • 27.9.1940 - 24.9.2017

Ingibjörg Eðvarðsdóttir fæddist á Akureyri 27. september 1940. Ingibjörg var búsett á Akureyri að Oddagötu 7.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 24. september 2017. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Ólafía Kristín Hannesdóttir (1942-2012) Reykjavík

  • HAH08358
  • Einstaklingur
  • 22.8.1942 - 10.6.2012

Ólafía Kristín Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1942. Sjúkraliði í Reykjavík. Ólafía var ógift og barnlaus.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. júní 2012. Útför Ólafíu fór fram frá Fossvogskirkju 22. júní 2012, og hófst athöfnin kl. 15.

Brautarland í Víðidal

  • HAH00623
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936-

Nýbýli byggt úr landi Galtarness árið 1936. Land er fremur lítið en nær frá Víðidalsá og vestur á Bjargabrún. Ræktunarland er gott. Íbúðarhús byggt 1936, 214 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 170 fjár. Hlöður 400 m3. Votheysgryfja 56 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá.

Eigendur; Benedikt Steindórsson 18. júlí 1939. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957 og Ingólfur Arnar Steindórsson 9. ágúst 1942. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

  • HAH02050
  • Einstaklingur
  • 30.11.1918 - 30.8.1992

Minning Þorgerður Þórarinsdóttir frá Gottorp Fædd 30. nóvember 1918 Dáin 30. ágúst 1992 í Landspítalanum. Þorgerður náði ekki tiltakanlega háum aldri en varð að lúta í lægra haldi fyrir lungnameini af flokki sjúkdóma, sem við ráðum ekki nægilega vel við enn sem komið er. Þorgerður fæddist á Blönduósi var í Sandgerði 1920.
Í tilveru Þorgerðar mátti greina tvö höfuðskaut. Annað þeirra var heimilið og þau traustu gildi sem héldu því uppi en hitt var hin sterka pólitíska sannfæring hennar sótt í smiðju marxista. Hafi trúin á óskeikulleik rauða kversins einhvern tímann séð framan í svo sem eina veikburða efasemd verður slíkt aldrei sagt um óbilandi staðfestu hennar gagnvart skyldum húsmóður og eiginkonu. Líkt og aðrar vitrar konur gerði Þorgerður sér grein fyrir því að viðspyrnan á heimili og umráðin yfir búlyklunum veita handhafanum óvinnandi vígstöðu. Á þessum palli vann Þorgerður mörg sín fegurstu verk og hafi hugtakið gestrisni búið við óvissu um skeið hlaut það í höndum Þorgerðar fulla uppreisn. Vinir og niðjar hafa löngum gert sér tíðförult á heimili Þorgerðar og Steinþórs. Húsmóðirin og ættmóðirin var þá ekki sein á sér að bera fram veitingar enda sá Steinþór um að ekkert skorti. Samtímis gerði Þorgerður gestinn að vitsmunaveru með áleitinni umræðu um hin ólíkustu efni. Gat mönnum þá ekki dulist að Þorgerður var um margt óvenju vel lesin á íslenskt efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, enda var daglegt málfar hennar nær óaðfinnanlegt.
Á æviferil sem um margt einkennist af velgengni þeirra Steinþórs lagðist dimmt sorgarský er þau misstu eina son sinn, Ásgeir Þór, en hann lést úr bráðri heilahimnubólgu aðeins fimm ára gamall árið 1946. Mér býður í grun að þetta áfall hafi breytt persónuleika Þorgerðar dýpra og varanlegar en venjulega gerist við svona missi; ekki er laust við að nokkurrar kergju hafi stundum gætt í fari hennar og ekki laust við biturleik.
Í Reykjavík eignast þau fjölda vina og taka upp spilamennsku í frístundum. Þau urðu með tímanum slyngir bridsspilarar og Þorgerður Íslandsmeistari oftar en einu sinni og seinast er hún stóð á sjötugu árið 1988.

Sigríður Björnsdóttir (1880-1915) Ægissíðu

  • HAH07923
  • Einstaklingur
  • 12.4.1880 - 21.8.1915

Sigríður Hansína Björnsdóttir 12. apríl 1880 - 21. ágúst 1915 af barnsförum. Var á Vatnsenda, Vesturhópshólasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Ægissíðu.

Björg Sveinbjörnsdóttir (1913-1991) Reykjavík

  • HAH09371
  • Einstaklingur
  • 13.8.1913 - 13.2.1991

Björg Sveinbjörnsdóttir 13. ágúst 1913 - 13. feb. 1991. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Jóhanna Gunnarsdóttir (1873-1957) Bægisá

  • HAH05425
  • Einstaklingur
  • 26.6.1873 - 14.11.1957

Jóhanna Valgerður Gunnarsdóttir 26. júní 1873 - 14. nóv. 1957. Húsfreyja á Bægisá, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja á Bægisá. [skv kirkjubók hét hún bara Jóhanna, Jóhanna Valgerður var systir hennar (1872-1872)

Sólveig Eiríksdóttir (1944-2005) Reykjavík

  • HAH08493
  • Einstaklingur
  • 21.9.1944 - 30.4.2005

Sólveig Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1944. Síðast bús. á Fellsenda í Dölum. Kvsk á Blönduósi 1965-1966. Ógift barnlaus
Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 30. apríl 2005. Sólveig var jarðsungin frá Áskirkju 13.5.2005 og hófst athöfnin klukkan 15.

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Blönduós- Gamlibærinn

  • HAH00082
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 26.6.1876 -

Blönduós byggðist upp í kringum verslun og voru íbúar fyrstu árin allir tengdir verslunarstörfum.

„Verslun var gefin frjáls að fullu eða öllu 1854. Kröfum Jóns Sigurðssonar og liðsmanna hans var fullnægt“ eins og segir í sögu Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi eftir Thorsten Odhe í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Ystafelli.

„Fyrsta tilraunin um vöruútvegun í félagsskap var gjörð í Húnavatnssýslu. Verslunarstaður var eigi löggiltur að Borðeyri fyrr en 1846 og máttu Húnvetningar sækja að Höfðakaupsstað eða Stykkishólm“

Kaupmennirnir þar vildu ekki sigla til Borðeyrar, en þeir réðu öllu um aðflutning og kom fyrsta skipið ekki fyrr að 2 árum liðnum en þá tók Pétur Eggerz yfir kaupfélagið.

„Árið 1869 stofnuðu Húnvetningar fyrstu verslunarsamtökin, sem nokkuð kvað að á landinu og fljótlega voru stofnaðar deildir allt frá Skagafirði til Borgarfjarðar.“

Faðir Blönduós er tvímælalaust Thomas Jarowsky Tomsen þótt svo að frumvarp til laga um verslunarstaðinn hafi komið frá Ásgeiri á Þingeyrum og Páli í Dæli.

Það voru ekki allir sáttir við þéttbýlismyndun við ós Blöndu eins og kom fram hjá sr Eiríki Kúld sem sagði að fjölgun verslunarstaða hefði í för með sér „aukna eyðslu á tíma og peningum í snattferðir til kaupa á tóbaki og brennivíni“.

Sumarið 1876 var nokkuð gott miðað við það sem síðar átti eftir að verða. 26. júní höfðu verið miklir hitar á Blönduósi 12 daga í röð og „hitinn opt farið uppí +30°R (37,5°C) í sólunni og +10-14°R (13-17°C) á nóttunni“ [Þjóðólfur 6. júlí 1876].

Sama dag og skip Thomsen siglir inn á Ósa Blöndu féll Custer hershöfðingi í bardaga við Indjána við Little Big Horn undir stjórn Sitting Bull og Crazy Horse.
Blönduós hafði fengið kaupstaðarréttindi 1. Janúar sama dag og Helene Scharfenberg Adenauer tók léttasótt í Köln og fæddi þriðja barn sitt og fyrsta forseta Sambandslýðveldisins.

Nú stóðu menn í sandfjörunni vestan við ósin og horfðu út Húnaflóa en fréttir höfðu borist að Thomsen skipsstjóri væri að sigla fari sínu inn flóann. Þrátt fyrir að „Kláðamálið“ væri ofarlega í hugum bænda þá var samt að sjá eftirvæntingu á hverju andliti.

Fyrsti skráði heimilismaðurinn 1876 var Sigvaldi Bennediktsson Blöndal.

Bernhard August Steincke hefði fyrstur fengið útmælda lóð vestan Blöndu (þar sem Pétursborg stendur nú) auk Thomsen. Ekkert varð þó úr að Akureyrarkaupmaðurinn nýtti sér lóðina og því var það Thomsen sem fyrstur kaupmanna settist að við ósa Blöndu.

Fram til 1876 höfðu Húnvetningar um 3 kosti að velja til kaupa á nauðþurftum, og þeir misgóðir. Vestan Blöndu var það verslunin á Borðeyri sem hlaut kaupstaðarréttindi 1846, en austan hennar var það Skagaströnd/Hólanes með kaupstaðarréttindi frá 1777 og svo Sauðárkrókur sem fékk kaupstaðaréttindi 1858. Fyrir þann tíma var það svo Grafarós/Hofsós.

Höfðakaupmenn á Ströndinni þóttu jafnan erfiðir í viðskiptum og jafnvel óheiðarlegir svo Húnvetningar sóttu frekar í Hofsós með viðskipti þótt um langan veg væri að fara en að skipta við kaupmanninn á „Horninu“.

„... Þetta er kölluð fríhöndlun. Það skiljum vér svo, að eftir henni hafi hvör einn fríheit að setja prís á sínar eigin vörur, en þau fríheit eru oss aldeilis betekin, þar sjálfir þeir útlendu fríhandlarar setja fastan taxta, bæði á sínar og vorar vörur, og við þann sama verðum vér, nauðugir viljugir að blífa, hvörsu blóðugur sem hann vera kann.“

„Þessi almenna bænda og hreppstjóra í Bólstaðarhlíðarhreppi umkvörtun yfir höndlaninni hér á Skagastrandarkaupsstað er því síður ýkjuð, að hér eru ótaldir margir óhægðir, sem orsakast af þessari mikið bágu og lélegu höndlan....“ skrifuðu þeir prestarnir sr Björn Jónsson á Bergsstað og sr Auðun Jónsson á Blöndudalshólum sínum „veleðla og mjög vel vísa“ sýslumanni Ísleifi Einarssyni í september 1797 í einu af 9 umkvörtunarbréfum Húnvetninga.

„Um 1876 lá ósinn hinsvegar fram með bakkanum að norðan. Var þá breið sandfjara í beinu framhaldi af bakkanum. Að sunnan var breiður sandur, og frá honum langt rif út í ósinn, sem uppi var um fjöru.“ Segir Pétur Sæmundsen í drögum að sögu Blönduós.

Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners. Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Fyrsta eiginlega húsið reisti hinsvegar Thomsen innan ár þar sem gamla Samkomuhúsið stendur nú en sneri í austur og vestur. Húsið brann svo aðfararnótt 21. desember 1914. Húsgrindin kom tilhöggvin frá Noregi og var í fyrstu bæði verslunar og íbúðarhús Thomsen.

Thomsen deyr svo í endaðan júní 1877 og tekur þá mágur hans Jóhann Möller við og kaupir eignir dánabúsins. Jóhann Möller var giftur Alvildu Thomsen en hinn kaupmaðurinn, Hillebrandt hafði verið giftur yngstu systur þeirra Lucindu sem lést af barnsförum í janúar 1877. Nánar verður sagt frá samskiptum fjölskyldunnar í næsta pistli.

Jóhann Möller reisir svo fyrsta eiginlega íbúðarhúsið á staðnum, þar sem Sæmundenhúsið/Kiljan eru nú. Húsið var byggt með norsku lagi og þótti mjög veglegt, það hús brann svo 1913. Þegar verið var að byggja hús Möllers komu mannabein upp úr grunninum. Sr Páll Sigurðsson á Hjaltastað ákvað að gera mönnum grikk og sendi um kvöldið vinnumann sinn niður að ós og kom hann þar að er verkamenn höfðu gert sér náttstað, hann gekk að glugganum og kvað þessa vísu digrum rómi:
„Auðri gýt jeg augnatópt,
augun eru ei nein.
Tennur skrölta og skrapa,
í skrokknum hringla bein.
Raustin há, rám og dimm,
rymur í hálsi mér.
Tungubleðillinn týndur,
fyrir tvöhundruð árum er.“

Höphnersverslun lét svo um vorið 1878 byggja stórt hús til verslunar og vörugeymslu (Pétursborg) og jafnframt að endurbyggja pakkhús af Hólanesi sem í dag nefnist Hillebrandtshús, þessi tvö hús standa enn og eru því elstu hús bæjarins.

Eins og vill verða í kaupstöðum þá bar fólk víða að og sinna þurfti því grunnþörfum ferðlanga. 1877 reisir Jóhannes Jasonarson vertshús þar sem gamla kaupfélagsútibúið var síðar, Jóhannes rak það til 1881 er hann flutti vestur um haf. Vertshúsið brann svo 1918.

Ári síðar reisir Sigurður snikkari Helgason „Ólafshús“ en hann lést 1879. 1889 eignast svo Ólafur Ólafsson húsið og er það enn í eigu afkomenda hans, þó mikið breytt, sem verða því að teljast elsta „klanið“ á Blönduósi.

Eins og áður hefur verið vikið að eru elstu uppistandandi húsin hér Pétursborg og Hillebrandtshús, en bæði voru upprunalega reist sem pakkhús.

Í Árbók fornleifafélagsins 1992 telur Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur að Hillebrandtshúsið sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733.

"Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í "kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar."

Friðrik Hillebrandt kaupmaður var giftur Lucindu Thomsen (lést sumarið 1877 af barnsburði) systur Thomsen kaupmanns og Jóhann G Möller var giftur eldri systur hennar Alvildu.

Ekki var samkomulagið gott á milli þeirra mága og Thomsen ekki par sáttur við alla þá kaupmenn sem ætluðu að bítast um verslunina niður við Ósinn, en auk hans var þar komin Höpfhnersverslun og Hólanesverslun af Ströndinni.

Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Fyrstu ár hins unga kaupstaðar einkenndust af stórhug og framtíðardraumum. Ekki var þó veðráttan þeim hliðholl, 1878 gerði hvað eftir annað hafþök af ís og fór hann ekki fyrr en í júní. Ekki tók betra við á næsta ári en þá voru frosthörkur miklar í byrjun árs, Eyjafjörð lagði út undir Hrísey og gengið var á ís í Málmey í Skagafirði. Eldgos í Dyngjufjöllum og og almennt harðræði gekk nærri þjóðinni og í kaupstöðum var allt fullt af „Vesturheimsku“ fólki, sem kúrði hvar sem hægt var að koma því við, „Börn og gamalmenni, konur og ónytjungar liggja í hrönnum á götum og krám, horfandi vonaraugum eftir hinu langþráða skipi sem átti að flytja það vestur um haf“.

Í ársbyrjun 1880 virtist ætla að bregða til betri tíða, einstakt blíðskaparveður og vetrar varð vart við, hagar grónir um sumarmál. Þetta ár var tekið fyrsta manntalið á Blönduósi og voru skráðir íbúar samtal 107, 66 karlar og 41 kona. Nokkrir af máttarsólpum kaupsstaðarins voru fallnir frá, svo sem Thomsen og systir hans Lucinda kona Hillebrandts eins og áður var getið.

Ný íbúðarhús voru risin, Guðrún Jónsdóttir í „Ólafshúsi eins og það nefndist síðar“ var ný orðin ekkja og lét hún reisa sér hús handan „götunnar“ þar sem Jón Sumarliðason bjó síðar. Annar framkvæmdamaður Jón Jónsson Skagfjörð reisti sér hús 1879 sem nefndist Skagfjörðshús/Solveigarhús og stóð nánast þar sem Bjarg er núna sem reist var 1911, en aðeins ofar.

„Hillebrandt var maður hár vexti en grannur, lotinn nokkuð í herðurm, útlimalangur og handstór og hrikalegur allur. Skolhærður og bjart skeggjaður, stórskorinn í andliti, langleitur og grannholda, hvasseygur og harðlegur á brún, drembilegur á svip og ómjúkur í framkomu. Snöggur og harðmæltur og talaði í skipunartón. Hann bar sig hermannlega og gekk einatt í einkennisbúningi með korða við hlið eða sliðrahníf í belti“

„Hann var ekki óliðlegur í verzlun, en oft var það að drykkfeldni hans, hroki og hrottaskapur spilltu fyrir honum. Hann var fljótt uppi, ef honum var mælt í móti eða sýnd andstaða. Stóð þá ekki á hótunum og var fljótur að knefa hnífa sína til frekari áherzlu. En þrátt fyrir dramb og hrottaskap, hafði Hillebrandt það til að vera góðsamur og greiðvikinn og aldrei var hann sinkur á fé. Íslensku skildi hann, en talaði ekki nema dönsku.“

„Hillebrandt þótti einráður og uppivöðslumikill á yngri árum og sendi faðir hans hann til Íslands til að koma honum úr sukkinu í Höfn um 1760 til Skagastrandar þar sem hann átti verslun, ásamt yngri bróður hans Konráði. Það orð fór af Hillebrandt að hann væri kvenhollur maður á yngri árum. Honum var dreift við kvennafar í Kaupmannahöfn, en hver hæfa sem í því hefur verið þar, kvað lítt að að því hér. Eftir lát konu sinnar 1876, sem hann tregaði mjög og var ekki mönnum sinnandi og tók að drekka á ný en hann hafði alveg látið það vera meðan á sambandi þeirra stóð“

Seinna giftist hann aldraðri ekkju, Þórdísi Ebenezerdóttur á Vindhæli

„Fannkoma og nístingskuldi um hásumar“
„Fjárfellir og harðindi valda slíkum bjargræðisvandræðum, að hallæri ríkir um land allt“
„Tíu sinnum alsnjóa um há sumar“
„27 daga hríð“
„Gríðarlegur skepnufellir“
„Fjöldi bænda allslaus“

Þannig hljóðuðu fyrirsagnir blaða árið 1882. Það þarf því engan að undra að fjörkippur hafi aftur orðið í vesturferðum landans.

Fyrsti Blönduósingurinn sem fluttist vestur var Ingibjörg Sigfúsdóttir (1818-1890) sem þá (1883) var nýorðin ekkja eftir Guðmund Hermannsson í Finnstungu, ásamt 3 börnum þeirra, en þau fóru vestur frá Blönduósi og settust að í Nýja Íslandi. Með sama skipi fór Jón Ágústsson Blöndal frá Flögu, sem 2 árum síðar tekur þátt í bardögum stjórnarsinna við uppreisnarmenn kynblendinga í Manitoba ásamt öðrum íslendingum, einnig fór með skipinu Friðrika Anna Hansen frá Höfðahólum. Nafn skipsins er ekki skráð og er því líklegra að þau hafi farið með kaupskipi til Skotlands eða Danmerkur og þaðan vestur.

Þetta sama ár fór Jón Gíslason veitingamaður og barnakennari á Blönduósi ásamt konu sinni og nýfæddum syni. Þau fóru með gufuskipinu Craik(g)forth frá Akureyri til Quebec. Vestanhafs tók fjölskyldan upp ættarnafnið Gillies, Jóhannes bróðir hans hafði flutt vestur 1876.

SS Craigforth hafði áður verið í Austur Indía ferðum og smíðað fyrir „Cargo“ flutninga en ekki sem farþegaskip og hefur því vantað mikið uppá að aðbúnaður farþega hafi verið þægilegur heldur hefur lestin verið afþiljuð. Skipið var 862 brl að stærð byggt 1869.

Fyrstu Húnvetningarnir flytjast vestur 1873, en frá 1877 verður hlé á vesturferðum héðan en hefjast svo aftur 1883 en það ár fluttu 177 vestur um haf, sprengja verður svo 1887 þegar 356 íbúar sýslunnar taka sig upp og leita nýrra slóða.

Samtals fluttu 1361 Húnvetningar vestur og þar af 39 frá Blönduósi.

Vesturferðir íslendinga voru að mörguleiti frábrugðnar vesturferðum annarra þjóða. Á þessum árum dundi yfir hvert hallærisárið á eftir öðru, með hörðum og löngum vetrum og heyleysissumrum, einnig spilaði inní vistabönd og skortur á borgum. Ísland var á þessum árum bændasamfélag og stærstu þéttbýlisstaðirnir töldu ekki nema örfá hundruð. Í Vesturheimi skorti vinnuafl og þar stóð ódýrt landrými innflytjendum til boða.

Vesturferðir tóku drjúgan toll af vinnufæru fólki. Margt af þeim sem fóru héðan stóðu sig vel í framandi umhverfi. Íslendingurinn í sálinni var þó aldrei langt undan og þjóðernisfélög stofnuð og tungunni viðhaldið svo lengi sem hægt var.

Talið er að 15 fellisár hafi gengið yfir landið á 19. öld. En það voru ekki aðeins veðurharðindi sem herjuðu á íslenskabændur heldur einnig allskonar fjárpestir. Talið er að 45% fjárstofns Húnvetninga hafi fallið eða verið skorinn niður í seinni fjákláðafaraldrinum. Allskyns pestir gengu yfir og hefur þar líklega spilað inní heyleysis sumur og harðinda vetur.

1884 eru „Horfellislögin“ samþykkt á Alþingi, lög um ásetning og fénaðarhirðingu en þar til höfðu bændur oft teflt djarft um ásetning sem gat brugðist til beggja vona enda aðstæður til heyöflunnar víða næsta erfiðar og því teflt á tæpasta vaðið. Gömul landsvenja að treysta næsta mikið á útiganginn, enda voru þá landgæðin, beitin, höfuðkostir margra býla. Þó höfðu Svínvetningar 10 árum fyrr komið á eftirliti um ásetning.

Versti harðindakafli aldarinnar voru árin 1881-1887.
Verslunarárferði var einnig hið versta þessi ár.
Það voru ekki bara skepnur sem féllu í pestum, mislingafaraldur sem gekk hér 1882 felldi 208 Húnvetninga og alls um 1580 manns á landinu öllu en það er samanlagt fleiri en létust samtals árin 1884-1885.

1885 komu bændur víða að af landinu auk 32 kjörinna fulltrúa til að ræða stjórnarskrármálið. Á fundinum voru samþykktar 6 breytingar á stjórnarskránni ma um að Jarl verði settur yfir landið og íslendingar eignist sinn eigin verslunarfána. Tillögunar eru sendar konungi til staðfestingar en hans hátign synjaði fyrir. Líklega hefur ráðamönnum þá fundist það mál mest aðkallandi á tímum skepnufellis og uppflosnunar heimila.

1887 er bjargleysi og vaxandi örbyrgð af völdum skepnufalls farið að að segja til sín. „Í marsmánuði eru spurnir af því að heimili á Laxárdal eru að flosna upp. Í vor hefur borið á vergangsfólki, venju fremur í Húnavatnssýslu og víðar. Víða norðanlands mun fátækt fólk hafa lítið annað en horkjötið af skepnunum, sem voru að horfalla.

Þegar flest virðist ganga gegn Íslendingum kemur þó sjávarfangið til bjargar. Reglubundnar hvalveiðar hefjast hér en almennar fiskveiðar eru heldur stopular þó met aflabrögð eru við suðurströndina.

Á þessum árum hefst umræða um auknar samgöngubætur á landi og þrátt fyrir mikla andstöðu er ákveðið að brúa helstu stórfljót landsins og er fyrsta brúin smíðuð 1891 yfir Ölfusá og ekki líður á löngu að Blanda er einnig brúuð eins og getið verður um í næsta pistli.

Fyrsti læknir sem sat á Blönduósi var Sigurður Pálsson (1869-1910) en hann var skipaður 12. júní 1897 sem héraðslæknir í 15. aukahéraðslæknisembættinu og bjó í húsi sem Jóhann Möller kaupmaður hafði reist árið áður og nefnist nú Friðfinnshús kennt við Friðfinn Jónsson.

Þetta nýja Héraðslæknis embætti náði yfir Torfalækjar-, Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar-, Engihlíðar- og Vindhælishrepp (sem náði þá út á Skaga) og var það svo til 1906 þegar gerð var nýbreyting á umdæminu.

Í Friðfinnshúsi bjó áður Jón Árnason Egilson (1865-1931) sem var bókari hjá Möller síðar kaupmaður í Reykjavík.

Þegar Sigurður Pálsson flyst sem héraðslæknir á Sauðárkrók er skipaður nýr héraðslæknir Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927), faðir Gunnlaugs Blöndal (1893-1962) listmálara (eitt þekktasta málverk hans er líklega af þjóðfundinum 1851), Björn er síðan skipaður héraðslæknir á Hvammstangs og er þá skipaður nýr héraðslæknir, Júlíus Halldórsson (1850-1924) og býr hann þar, þar til nýja Læknishúsið er er reist 1902.

Anna Þorsteinsdóttir (1860-1944) er svo fyrsta ljósmóðirin sem búsett var á Blönduósi en hún og maður hennar Hjálmar Egilsson fluttu á Blönduós 1900 og bjuggu fyrst í bæ þeim sem stóð þar sem hann reisti síðar fyrsta steinhúsið á Blönduósi (Jónasarhús) og stendur það enn og nefndist þá Hjálmarshús.

Botnastaðir í Blöndudal

  • HAH00693
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Á jörðinni hefur ekki verið búið síðan 1956, en eigandi lánað nytjar oftast húsverðinum í Húnaveri. Landið liggurað Hlíðará að sunnan um Hreppa og Ógöng og framan Flatafjall, nyrstahluta Svartárfjalls. Austan Ógangna er eyðibýlið Kálfárdalur sem var í byggð til 1935. Hafa jarðir þessar löngum verið hjáleigur frá Bólstaðarhlíð. Ofans túns á Botnastöðum hefur Hestammannafélagið Óðinn hólf á leigu. Hlíðarrétt, skilarétt úthluta Bólstaðahlíðarhrepps, stendur á syðribakka Hlíðarár í krika norðan þjóðvegarins. Fjós fyrir 10 gripi Fjárhús fyrir 140 fjár, Veiðirétur í Svartá og Hlíðará.

Eigandi 1916-1986- Klemenz Guðmundsson 14. mars 1892 - 8. júní 1986. Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Margrét Illugadóttir Sigfusson (1862-1952) Oak View í Manitoba

  • HAH04783
  • Einstaklingur
  • 2.7.1862 - 28.5.1952

Botnastöðum í Svartárdal.
Vinnukona á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880. Fluttist með dóttur sína til Vesturheims 1900 frá Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún.
Jarðsett í Oak View Cemetery

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri]

  • HAH00216
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nyrstur bæja í Efribyggð. Bæjarhús stands sem næst í miðju láréttu túni. Bærinn er gamall úr timbri og torfi, með járnþaki. Peningahús úr sama efni. Jörðin er landlítil og nokkuð stór hluti hennar uppblásnir melar, sem ná til sjávar í vestri, en við Laxá í norðri. Á melasvæði þessu alllangur og djúpur dalur sem ekki sést fyrr en að er komið og er hann allgróinn, skjólsæll og haggóður. Af dal þessum munu lækjardalsbæirnir draga nöfn sín. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr blönduðu efni. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús fyrir 150 fjár. Hesthús fyrir 12 hross. Hlöður 150 m3. Votheysgeymsla 25 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Jörðin var í eigu Árna Jónssonar á Sölvabakka og Friðgeirs Kemp í Efri-Lækjardal 1975, að jöfnu.

Árni Blandon (1891-1981) Neðri-Lækjardal

  • HAH03525
  • Einstaklingur
  • 17.12.1891 - 22.5.1981

Árni Ásgrímur Erlendsson Blandon 17. desember 1891 - 22. maí 1981 Bóndi og kjötmatsmaður í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Lækjardal. Síðast bús. í Kópavogi.

Valgerður Árnadóttir Blandon (1920-2017) Neðri Lækjardal

  • HAH09047
  • Einstaklingur
  • 1.5.1920 - 27.7.2017

Valgerður Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist í Neðri-Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu 1. maí 1920. Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. júlí 2017. Útför Valgerðar var gerð frá Digraneskirkju 4. ágúst 2017, og hófst athöfnin klukkan 15.

Ásta Jónasdóttir (1911-2009)

  • HAH03685
  • Einstaklingur
  • 9.11.1911 - 29.4.2009

Ásta Jónasdóttir 9. nóvember 1911 - 29. apríl 2009 Var á Sauðárkróki 1930.

Sigurður Þorkelsson (1888-1976) Barkarstöðum í Svartárdal

  • HAH09054
  • Einstaklingur
  • 27.3.1888 - 12.12.1976

Bóndi á Barkarstöðum, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Barkarstöðum í Svartárdal. Var þar 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. K. Halldóra Bjarnadóttir.

Akur- Hvannatún Blönduósi

  • HAH00288
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1925-

Upphaflega smiðja Einars í Einarsnesi 1925-
Dregið yfir á lóð Maríu í Maríubæ, til íbúðar. Snjólaug fékk leigðan 1927, 100 ferálnablett.
Snjólaug selur Pétri 1937 og 1945 er honum úthlutað 390 m2 lóð og húsið er aftur dregið og nú yfir í mýrina.
Áður Smiðja og Snjólaugarhús 1933-41.
Kristjánshús 1920 og 1941-
Akur 1947 -
Hvannatún -
Hreppshús 1940.

Jónas Sigfússon (1913-1971) Forsæludal

  • HAH05831
  • Einstaklingur
  • 4.9.1913 - 24.7.1971

Jónas Sigfússon 4. sept. 1913 - 24. júlí 1971. Vinnumaður á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Forsæludal, Áshr. Ókvæntur og barnlaus.

Guðný Hjartardóttir (1918-2011) Blálandi

  • HAH06341
  • Einstaklingur
  • 28.6.1918 - 14.3.2011

Fædd í Bráðræði á Skagaströnd. Var á Blálandi, Höfðahr., A-Hún. 1957. Hún ólst upp við öll almenn störf en eftir að hún gifti sig var hún lengst af húsfreyja í Blálandi á Skagaströnd.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi 14. mars 2011. Útför Guðnýjar fór fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 19. mars 2011, og hófst athöfnin kl. 14.

Rósa Helgadóttir (1878-1925) Skyttudalur

  • HAH09059
  • Einstaklingur
  • 14.2.1878 - 8.2.1925

húsfr. í Skyttudal. Var á Barði, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Tökubarn á Krónustöðum, Saurbæjarsókn, Eyj. 1890. Hjú í Úlfsbæ, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1901. Varð úti í stórhríðaveðri.

Jósafat Sigvaldason (1912-1982) Pétursborg

  • HAH06058
  • Einstaklingur
  • 21.10.1912 - 6.4.1982

Var í Hrafnabjörgum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Lausamaður á Kringlu, síðar kennari og skrifstofumaður á Blönduósi. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Guðrún Guðmundsdóttir (1834-1906) Guðrúnarstöðum

  • HAH04299
  • Einstaklingur
  • 14.11.1834 - 18.3.1906

Guðrún Guðmundsdóttir 14. nóv. 1834 - 18. mars 1906. Var á Guðlaugsstöðum, Svínavatnssókn, Hún. 1835. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum, Grímstungusókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1901.

Gilá í Vatnsdal

  • HAH00042
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Gilá stendur á lítilli undirlendisskák norðan Gilár, smá á sem fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel. Jörðin er landlítil og möguleikar til frekari ræktunar nánast enigir. Frá Gilá voru hinir kunnu bræður Guðmundur, Daði, Daníel og Díómedes Davíðssynir. Skógrækt ríkisins á nú jörðina 1975] og er hafist handa um skógrækt. Íbúðarhús byggt 1958, 344 m3. Fjárhús yfir 150 fjár og nautgriðir að hluta þar. Hlaða 794 m3. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Jón Helgason (1863-1940) Skuld

  • HAH04910
  • Einstaklingur
  • 23.5.1863 - 20.5.1940

Jón Helgason 23. maí 1863 - 20. maí 1940. Niðursetningur í Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnupiltur á Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Daglaunamaður á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Enni í Engihlíðarhr. og í Skrapatungu í Vindhælishr., A-Hún, síðar verkamaður á Blönduósi.

Gafl á Svínadal

  • HAH00536
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Eyðibýli síðan 1927. Jörðin liggur framan afréttargirðingar fremst í Svínadal að vestan. Þarna mun hafa verið harðbýlt, einkum mikið vetrarríki. Öll hús eru fallin.

Emelía Þorgrímsdóttir (1924-1982) Brúarhlíð

  • HAH03309
  • Einstaklingur
  • 2.12.1924 - 14.4.1982

Emilía Svanbjörg Þorgrímsdóttir 2. desember 1924 - 14. apríl 1982 Var í Syðra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Brúarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Hjallaland í Vatnsdal

  • HAH00292
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á skriðubungu vestur frá Jörundarfelli skammt frá austustu kvísl Vatnsdalsár. Túnið er ræktað á skriðu, en engjar í óshólmum Vatnsdalsár og á bökkum hennar, mikið af engjum er áborið. Beitiland er í flóum og grundum meðfram fjallinu og í því sjálfu - Deildarhjalli. Býlið er landnámsjörð og hét þá Grund undir Felli. Með jörðinni er nú metið Grundarkot sem lá áður til Másstaða. Hjallaland var fyrrum klausturjörð en varð bændaeign snemma á 19. öld. Skriðuhætt hefir löngum verið á Hjallalandi. Tók bæinn af við skriðuhlaup árið 1390. Íbúðarhús byggt 1883, 580 m3. Fjós fyrir 30 gripi. Fjárhús yfir 320 fjár. Hesthús. Hlöður 1280 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eigandi jarðarinnar 1975; Magdalena Margrét Sæmundsen 27. maí 1921 - 31. okt. 1998. Var á Blönduósi 1930. Verslunarmaður í Reykjavík og á Blönduósi. Var í Sæmundsenshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Fósturdóttir: Sigríður Hermannsdóttir f. 3.3.1955.

Bessastaðir á Heggstaðanesi

  • HAH00818
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Syðri-Bessastaðir stendur við Hrútafjörð austanverðan, gegnt Kollsá í Strandasýslu. Bærinn stendur á mel sksmmt neðan vegar. Landið er að mestu gróið, en víða raklent. Gott beitarland. Íbúðarhús byggt úr steini 1939, 180 m³, hefur staðið autt í mörg ár, peningahús mjög léleg. Tún 836 ha.

Bessastaðir. Bærinn stendur neðan allhárra melaer loka fyrir útsýni til austurs. Sjávargata er stutt en brött. Beitiland gott. Báðir bæirnir eru nytjaðir af sömu ábúendum og eru 14 km²
Íbúðarhús byggt úr steini 1932, 397 m³. Fjós fyrir 15 kýr og fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1100 m³. Tún 22,3 ha. Áhöfn um 1975; 22 nautgripir, 440 fjár og 23 hross.

Jórunn Magnúsdóttir (1830-1904) Helgavatni

  • HAH09515
  • Einstaklingur
  • 26.2.1830 - 21.5.1904

Jórunn Magnúsdóttir 26.2.1830 - 21.5.1904. Var í Reykjavík 1835. Var í Reykjavík 1845. Húsfreyja á Helgavatni.

Kristín Carolina Sigurðardóttir (1866-1944) Rvk frá Balaskarði

  • HAH06590
  • Einstaklingur
  • 11.8.1866 - 20.7.1944

Kristín Carolina Sigurðardóttir 11.8.1866 - 20.7.1944. Var í Finnsstaðanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Balaskarði. Ráðskona í Reykjavík 1910. Ráðskona á Frakkastíg 14, Reykjavík 1930.

Sölvabakki á Refasveit

  • HAH00220
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“
Skammt sunnan og austan Sölvabakka var nýbýlið Svangrund, sem sagt er að hafi á sínum tíma verið byggt úr land jarðarinnar. Árið 1947 er hálf Svangrund, sem þá var í eyði, lögð undir heimajörðina, en síðasti ábúandi þar var Níels Jónsson. Fjörubeit er ágæt og útræðiver héðan fyrir nokkrum árum. Hrognkelsaveið sæmileg ef sótt er. Nokkurt land er leigt út yil jartöfluræktunar í svonefndri Stekkjarvík.
Íbúðarhús byggt 1932. kjallari og hæð 260 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 250 fjár. Hlöður 1772 m3. Votheysgeymslur 280 m3. Tún 48,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Sölvabakki er nyrstur Neðribyggðarbæja á Refasveit í Engilhlíðarhreppi. „Bæjarhús standa steinsnar frá háum og bröttum sjávarbakkanum. Nafn býlisins er af því dregið að þar mun hafa verið sölvatekja til búsílags.“

Jarðarinnar er fyrst getið í Máldaga Péturs Nikulássonar Hólabiskups frá 1394 og jörðin þar nefnd Sölvabakki hinn ytri, í eign Höskuldsstaðakirkju ásamt Svangrund.

Sölvabakki var 10 hundruð að fornu mati en 6,1 að nýju mati árið 1848.

Jörðin var að hálfu eign konungs og hálfu Höskuldsstaðakirkju 1708. Landsskuldin var greidd í landaurum. Helstu hlunnindi voru: lyngrif, berjatínsla, selveiði, sölvafjara og reki. Torfristu átti jörðin í Kúskerpislandi og á móti átti Kúskerpi skipastöðu í Bakkafjöru. Engi og tún voru léleg, en jörðin átti engjaítak í Neðra-Lækjardalslandi þar sem heitir Bakkateigur. Heimræði var og lendingin sæmileg, en sjaldan róið fleirum en einu skipi.

Gamalíel Jónsson sem talinn er hafa ritað Húnvetnskan annál 1753-1776 bjó á Sölvabakka. Hann var hagur maður á smíðar, bókbindari, góður fiskinn formaður og hreppstjóri.

Ósvíkurbúð er nefnd í Sýslu- og sóknarlýsingum og segir að hún hafi verið í byggð í eitt ár fyrir skömmu. Sóknarlýsingin var gerð 1873 og hefur því verið búið þar fyrir þann tíma en Ósvíkurbúðar er ekki getið í manntölum 1703, 1816, 1835 eða 1870. Í Ósvík er útræði, og á Ósvíkurbakkanum er sjóbúð,

Bjarni Sigfússon (1933-2022) Breiðavaði

  • HAH02700
  • Einstaklingur
  • 13.9.1933 - 12.1.2022

Bjarni Sigfússon 13. september 1933 - 12.1.2022. Var á Breiðavaði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Rennismiður og rak lengst af eigið kranafyrirtæki. Var á Breiðavaði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 12. janúar 2022.

Hóll í Svartárdal

  • HAH00166
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn Hóll er vestan Svartár, byggður á bröttum hól í norður tagli Oksans. Þar er víðsýnt út um svartársal allt till Laxárdalsfjalla. Hólsdalur liggur vestan Oksans og á jörðin þar mikið land, gott og víðáttumikið, allt til Eyvindastaðarheiðar. Tún er rækrað norðan Oxans til merkja við Steiná og einnig fram með Svartá. Er þar valllendisræktun að mestu. Íbúðarhús byggt 1956 180 m3. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 300 fjár. Hesthús fyrir 8 hross. Hlaða 820 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Guðrún Jónasdóttir (1889-1958) Eiríksstöðum

  • HAH04354
  • Einstaklingur
  • 23.5.1889 - 16.10.1958

Guðrún Jónasdóttir 23. maí 1889 - 16. okt. 1958. Eiríksstöðum. Húsfreyja á Kúfustöðum og víðar í Svartárdal. Var á Brandsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Brekkukot í Þingi

  • HAH00499
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á brekkubarði austan þjóðvegar vestnorðvestur af Axlaröxl skammt frá hlíðarrótum en engi er vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er nokkuð til fjalls, austur með því og í norðurhlíð þess, til skamms tíma sameiginlegt með Brekku. Brekkukot var þjóðjörð til 1915, áðurfyrr klaustusjörð. Íbúðarhús byggt 1934, 440 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Tún 21,3 ha.

Guðrún Guðmundsdóttir (1849-1931) Ytri-Kárastöðum

  • HAH09353
  • Einstaklingur
  • 28.11.1849 - 23.7.1931

Guðrún Guðmundsdóttir 28.11.1849 - 23.7.1931. Var í Nýjabæjarhjáleigu á Seltjarnarnesi, Gull. 1850. Var í Gesthúsum, Reykjavíkursókn, Gull. 1860. Vinnukona í Bygggarði, Reykjavík, Gull. 1870. Húsfreyja á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Ekkja á Ásvallagötu 28, Reykjavík 1930.

Steinunn Sigurðardóttir (1849-1930) Batavia Vestmannaeyjum

  • HAH06062
  • Einstaklingur
  • 30.6.1849 - 15.11.1930

Steinunn Sigurðardóttir 30. júní 1849 - 15. nóv. 1930. Húskona á Strandarhöfði, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1880. Vinnukona á Eystri-Hóli, Sigluvíkursókn, Rang. 1901. Var í Batavia, Vestmannaeyjasókn 1910.
Hún fluttist úr Fljótshlíð til Eyja 1910, var hjá Láru dóttur sinni í Batavíu við Heimagötu 8 á því ári, á Geithálsi við Herjólfsgötu 2, var verkakona í Þorlaugargerði 1920 og bjó þar til æviloka 1930.

Davíð Þorgrímsson (1891-1977) Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi

  • HAH03020
  • Einstaklingur
  • 9.11.1891

Davíð Þorgrímsson 9. nóvember 1891 - 11. desember 1977. Var á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Ytri-Kárastöðum 1930. Var á sama stað 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Steinunn Sigurðardóttir (1849-1942) Katadal og Flatnefsstöðum

  • HAH09354
  • Einstaklingur
  • 29.10.1849 - 7.7.1942

Steinunn Sigurðardóttir 29. okt. 1849 - 7. júlí 1942. Fósturbarn á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Tittlingastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Ægissíður 1901. Var á Katadal, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Niðurstöður 2201 to 2300 of 10353