Unnur Pétursdóttir f 25. október 1894 - 17. október 1968 Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift og barnlaus.
Laugardaginn 26. október 1968 var Unnur Pétursdóttir frá Bollastöðum borin til grafar að Bergsstaðakirkju í Svartárdal. Hún lézt í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi hinn 17. október. Nú nýtur hún þráðrar hvíldar í garðinum, þar sem gróa moldir foreldra hennar og systur.
Unnur var fædd 25. október 1894 á Bollastöðum í Blöndudal.
Unnur Pétursdóttir var kona gáfuð og Ijúflynd og svo þolgóð í raunum sínum, að aðdáunarvert mátti kalla. Ung varð hún fyrir sárum ástvinamissi, er hún með stuttu millibili sá á bak systur sinni og föður sjálf líkamlega vanheil þá og raunar æ síðan, en svo virtist sem þungbær reynslan hefði einungis þroskað kærleiksþel hennar til allra, sem hún taldi sig eiga gott að gjalda og aukið henni þakklætiskennd fyrir það, sem hún átti, þrátt fyrir allt, í stað þess að festa sjónir hennar við hitt, sem hún fór á mis við. Vitsmunir og eðlislæg hófstilling réð hér miklu, en þó ekki síður óbilandi trúartraust, sem bægði frá henni efasemdum um æðra réttlæti bak við allt það, sem gerðist. Viðsýni hennar átti sér einnig rætur í bókalestri.
Hún unni skáldmenntum einkum þó bundnu máli, sem hún bar gott skyn á, og hafði fest sér í minni margt hið bezta í íslenzkri ljóðagerð, tíleinkað sér það af sannri þörf. Orð hennar sjálfrar í bréfi, sem hún ritaði. seint á ævi, lýsa þessu bezt: „. . ljóð, sem maður Ies og lærir, hjálpa daglega til að láta birta í hug og hjarta, eru bókstaflega skilyrði til þess að hægt sé hægt að lifa“. Slík orð mælir sá einn er sótt hefur raunverulega hugbót í þau verk sem stundum eru kölluð varanleg andleg verðmæti.
Unnur frá Bollastöðum lifði hljóðlátu lífi, „handan storms og strauma" ef svo má til orða taka,lifði þar í heiðríkiu vonar os kærleika. Átthagatryggð hennar var hrein og frændrækni óbrigðul.
Unnur ólst upp á Bollastöðum við ástríki foreldra sinna. Allan barnalærdóm nam hún hjá föður sínum, því farskóli var þá enginn til í sveitinni. Hún gekk á Kvennaskólann á Blönduósi, og haustið 1913 var ráðgert, að hún færi á Kvennaskólann í Reykjavík, en sjúkleiki hindraði það, berklar sem hlaupið höfðu í gamalt fótatrmein. Lá hún fyrst nær tvö ár á sjúkrahúsi Sauðárkróks, síðan níu mánuði á Landakotsspítala, en hélt þá utan til Kaupmannahafnar og hlaut þolanlegan bata á ljóslækningastofnun Finsens. Áður en hún sneri heim, sótti hún (árið 1917) tvö þriggja mánaða námsskeiði hannyrðum við „Kunst flidskolen" í Höfn, en kom aftur á æskuslóðir sínar vorið 1918.
Meðan Unnur lá á Landakotsspítala, hafði systir hennar, María, sem var hálfu öðru ári yngri látizt úr berklum og haustið 1919 féll faðir hennar frá eftir fárra daga sjúkdómslegu. Vorið eftir leigði móðir hennar jörðina. Þær mæðgur sátu þó um kyrrt á Bollastöðum ef undan er skilið að veturna 1920—23 kenndi Unnur við Kvennaskólann á Blönduósi, aðallega hannyrðir, sömuleiðis við Barnaskóla Sauðárkróks um tíma þar á eftir.