Sýnir 10353 niðurstöður

Nafnspjald

Eldjárnsstaðir í Blöndudal

  • HAH00199
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Eldjárnsstaðir er fremsta byggða býlið í Blöndudal. Bærinn stendur á hallalitlum stalli skammt frá Blöndu. Er sá stallur allur ræktaður og tæplega er þarna um annað ræktanlegt land að ræða. Hlíðin upp frá bænum er allbrött, að mestu gróin en allgrýtt. Mikill hluti eyðibýlisins Þröm hefur verið lagður undir Eldjárnsstaði með landskiptum við upprekstrarfélag Auðkúluheiðar. Íbúðarhús byggt 1960, 455 m3. Fjós gamalt torfhús fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár og annað úr torfi yfir 230 fjár. Hesthús úr torfi yfir 12 hross. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Margrét Jónsdóttir (1835-1927) Vesturhópshólum

  • HAH09500
  • Einstaklingur
  • 27.11.1835 - 15.9.1927

Margrét Jónsdóttir 27. nóvember 1835 - 15. september 1927. Brekku í Víðimýrarsókn 1835. Húsmóðir í Vesturhópshólum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1880. Var í Reykjavík 1910.

Þorbjörg Sigurðardóttir (1859-1937) Syðri-Þverá

  • HAH09494
  • Einstaklingur
  • 17.7.1859 - 7.4.1937

Þorbjörg Sigurðardóttir 17. júlí 1859 - 7. apríl 1937. Var í Klömbrum, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1860 og 1870. Vinnukona á Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Var á Efra-Vatnshorni, Víðidalstungusókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Syðri-Þverá, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Tjarnargötu 11 a, Reykjavík 1930.

Hvammur í Langadal

  • HAH00213
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Bærinn stendur ásamt fjósi ofan róta, brattrar, en grösugrar fjallshlíðar, kippkorn utan Hvammsskarðsins. Nokkru sunnar og neðar, á uppgrónum eyrum, mynduðum af framburði Hvammsárinnar, standa tvenn fjárhús. Hvammur var áður eign Holtskirkju, en er nú ættaróðal. Íbúðarhús 460 m3 byggt 1934 og endurbætt 1967. Fjós fyrir 22 gripi, fjárhús fyrir 300 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Hlöður 892 m3 og votheysgeymslur 64 m3. Tún 23,9 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristín Thomsen (1871-1904) Reykjavík

  • HAH09491
  • Einstaklingur
  • 3.6.1871 - 12.7.1904

Kristín Jóhanna Thomsen 3. júní 1871 - 12. júlí 1904. Var í Keflavík, 1880. Laugavegi 61B Reykjavík 1901.

Elín Kristjana Thomsen (1888-1957) bókbindari Reykjavík

  • HAH03190
  • Einstaklingur
  • 7.9.1888 - 7.2.1957

Elín Kristjana Thomsen 7. september 1888 - 7. febrúar 1957 Bókbindari. Var á Suðurgötu 13, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Var í Bókhaldarahúsinu, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Bergstaðastræti 6, Reykjavík 1930.

Klömbrur í Vesturhópi

  • HAH00828
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um1880

Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja íbúðarhúsið að Klömbrum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær húsið var byggt, né hver hinn snjalli steinsmiður var, en líklega hafa byggingarframkvæmdir hafist laust eftir 1880 og þeim lokið um 1885.

Húsið er einlyft með risi, á háum kjallara. Útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum. Veggir eru einfaldir og veggjaþykkt er um 50 cm. Þeir voru múrhúðaðir að utan með sementsblöndu, sem einnig var notuð sem bindiefni.

Íbúðarhús Júlíusar héraðslæknis þótti afar glæsilegt og húsakynni öll hin ríkmannlegustu. Í húsinu var bæði stássstofa og dagstofa sem þiljaðar voru innan með brjóstþili og strekktum striga á útveggjum en standandi þili á milliveggjum. Auk þess var apótek og sjúkrastofa í húsinu. Á rishæðinni var meðal annars korn- og mjölgeymsla og í kjallara var eldhús í miðju húsi, þar sem var stór eldavél, og búr með bekkjum og skápum.

Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í lok síðustu aldar hafði ekki verið búið í húsinu í um hálfa öld en þykkir steinveggir, auðar gluggatóttir og fúið tréverk báru vitni um stórhug og vandvirkni.

Halldór Júlíusson (1877-1976) Borðeyri

  • HAH04674
  • Einstaklingur
  • 29.10.1877 - 4.5.1976

Halldór Kristján Júlíusson 29. okt. 1877 - 4. maí 1976. Sýslumaður á Borðeyri 1930. Sýslumaður í Strandasýslu, síðar í Reykjavík.

Guðrún Jónsdóttir (1835-1905) Auðólfsstöðum

  • HAH04364
  • Einstaklingur
  • 15.1.1835 - 16.9.1905

Guðrún Jónsdóttir 15. jan. 1835 - 16. sept. 1905. Var á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Auðólfsstöðum. Ólafshúsi 1880 Blönduósi. Guðrúnarhúsi Blönduósi.

Guðrún Guðmundsdóttir (1821-1920) Gafli

  • HAH04297
  • Einstaklingur
  • 14.3.1821 - 12.12.1920

Guðrún Guðmundsdóttir 14. mars 1821 - 12. des. 1920. Húsfreyja í Auðunnskoti, Víðdalstungusókn, Hún. 1845. Síðar húsfreyja að Gafli og í Hafursstaðakoti. Húsfreyja á Gafli, Víðidalstungusókn, Hún. 1855.

Halldór Þorláksson (1852-1888) Hofi Vatnsdal

  • HAH04638
  • Einstaklingur
  • 4.12.1852 - 23.2.1888

Halldór Bjarni Þorláksson 4. des. 1852 - 23. feb. 1888. Var á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1860. Húsbóndi, bóndi á Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Bóndi á Hofi í Vatnsdal.

Júlíus Halldórsson (1850-1924) læknir Blönduós

  • HAH04941
  • Einstaklingur
  • 17.8.1850 - 19.5.1924

Pétur Emil Júlíus Halldórsson 17. ágúst 1850 - 19. maí 1924. Héraðslæknir í Húnavatnssýslu. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Læknahúsinu [Friðfinnshúsi 1901-1903], Læknabústaðnum 1903-1906, lét reisa það hús.

Ingvi Hrafn Sveinbjörnsson (1915-1930) Seyðisfirði

  • HAH09507
  • Einstaklingur
  • 1.7.1915 - 23.9.1930

Ingvi Hrafn Sveinbjörnsson 1.7.1915 - 23.9.1930. Var í Bergþórshúsi, Seyðisfirði 1920. Drukknaði. [Sagður heita Yngvi Hrafn í mbl.is 27.1.2014]

Guðrún Finnbogadóttir (1810-1900) Stóra-Núpi

  • HAH04287
  • Einstaklingur
  • 29.3.1810 - 23.5.1900

Guðrún Finnbogadóttir 29. mars 1810 - 23. maí 1900. Var í Finnbogahúsi, Reykjavíkursókn, Gull. 1816. Prestsfrú á Stóranúpi, Stóranúpssókn, Árn. 1845.

Þorvaldur Ásgeirsson (1836-1887) Hjaltabakka

  • HAH04988
  • Einstaklingur
  • 20.5.1836 - 24.8.1887

Þorvaldur Ásgeirsson 20. maí 1836 - 24. ágúst 1887 Var í Reykjavík 1845. Prestur í Þingmúla í Skriðdalshr., S-Múl. 1862-1864, Hofteigi á Jökuldal, N-Múl. 1864-1880, á Hjaltabakka í Torfalækjarhr., Hún. 1880-1882 og síðast á Steinnesi í Þingeyraklaustursókn, Hún. frá 1882 til dauðadags

Kristinn Magnússon (1895-1956) Reykjavík

  • HAH04091
  • Einstaklingur
  • 2.11.1895 - 15.8.1956

Guðmundur Kristinn Magnússon 2. nóvember 1895 - 15. ágúst 1956 Vinnumaður í Reykjavík 1910. Stýrimaður á Bræðraborgarstíg 41, Reykjavík 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Stýrimaður, síðar verkstjóri í Reykjavík.

Margrét Kristinsdóttir (1930-2012) Hafnarfirði

  • HAH01753
  • Einstaklingur
  • 26.3.1930 - 24.11.2012

Margrét Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. mars 1930. Hún lést 24. nóvember 2012.
Útför Margrétar fer fram frá Jófríðarstaðarkirkju í Hafnarfirði í dag, 3. desember 2012, kl. 13.

Helgavatn í Vatnsdal

  • HAH00287
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestari á hólbarði, sem gengur austur úr Vatnsdalshálsinum ofanundir dálitla tjörn - Helgavatnið. Gamalt tún er neðan vegar en nýræktir upp með hálshlíðina, ræktun er erfið. Engjar eru meðfram Vatnsdalsá, nú að mestu ábornar, en beitiland allvíðlent á álsinum og flói í dalbotni. Jörðin er fornbýli, getið í Vatnsdælu, gæti verið um tilfærslu og nafnbreytingu að ræða á Sleggjustöðum. Klausturjörð áður, nú um alllangt skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1930, 389 m3. Fjós fyrir 26 gripi, mjólkurhús og haughús. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1173 m3. Bílskúr. Tún 33 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Helgavatnstjörn.

Sveinbjörn Gíslason (1860-1941) Neðri Mýrum

  • HAH09517
  • Einstaklingur
  • 10.8.1860 - 31.1.1941

Sveinbjörn Gíslason 10.8.1860 - 31. janúar 1941. Var í Mýrum, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1860 og 1870. Smíðalærisveinn á Neðri-Mýrum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1888 frá Bakka, Skeggjastaðahreppi, N-Múl. Trésmiður í Winnipeg, bræðra og iðnaðarmannafélaginu Corpenter´s Union. Byggingafulltrúi Winnipeg. Áhugamaður um bindindismál og félagi í Good Templara reglunni í meir en
hálfa öld. Útförin fór fram frá Sambandskirkjunni í Winnipeg sl mánudag, 3. febrúar að fjölda vinum viðstöddum. Séra Philip M. Pétursson stýrði útfararathöfninni. Pétur Magnús söng “Nearer My God to Thee”. Útfararstofa Bardals sá um útförina. Jarðað var í Brooksidegrafreit

Jakob Líndal (1880-1951) Lækjamóti

  • HAH05220
  • Einstaklingur
  • 18.5.1880 - 13.3.1951

Jakob Hansson Líndal 18. maí 1880 - 13. mars 1951. Var á Steiná, Bergsstaðasókn, Hún. 1880. Bóndi, kennari og sjálfmenntaður jarðfræðingur á Lækjarmóti í Þorkelshólshr., V-Hún. Bóndi þar 1930.

Neðri-Mýrar í Refasveit

  • HAH00206
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1920)

Neðri-Mýrar. Austastur hinna þriggja Mýrabæja. Bæjarhús standa norðan vegar, austan til í túni sem hallar til norðurs til Laxár. Segja má að Neðri-Mýrar séu á krossgötum fjögurra byggðarlaga, Mýranna, Laxárdalsins, Norðurársdals og strandarinnar til norðurs handan Laxár. Íbúðarhús byggt 1924 359 cm3, fjós fyrir 15 griði. Fjárhús fyrir 262 fjár, hesthús fyrir 16 hross. Hlaða 506 cm3. Veiðiréttur í Ytri Laxá. Tún 37,7 ha.

Ingibjörg Guðmundsdóttir (1897-1985) Tungu

  • HAH03783
  • Einstaklingur
  • 28.6.1897 - 5.2.1985

Ingibjörg Guðmundsdóttir 28. júní 1897 - 5. feb. 1985. Var á Gilsbakka, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Katadal, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Tungu, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þverárhreppi.

Skúli Jóhannsson (1862-1902) Winnipeg frá Haugi

  • HAH05714
  • Einstaklingur
  • 30.3.1862 - 23.8.1902

Skúli Jóhannsson 30. mars 1862 - 23. ágúst 1902. Tökubarn á Hóli, Munkaþverársókn, Eyj. 1845. Barn hans á Haugi, Efranúpssókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1889 sennilega frá Haugi, Torfastaðahreppi, Hún. 1862.

Árni Jón Guðmundsson (1899-1974) Gnýstöðum

  • HAH03552
  • Einstaklingur
  • 26.7.1899 - 16.11.1974

Árni Jón Guðmundsson 26. júlí 1899 - 16. nóvember 1974 Bóndi á Gnýsstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Gnýsstöðum 1957. Fluttist til í Hvammstanga árið 1963. Sagður heita Árni Þór í mt 1901.

Hafsteinn Pétursson (1886-1961) Gunnsteinsstöðum

  • HAH04612
  • Einstaklingur
  • 14.1.1886 - 28.8.1961

Pétur Hafsteinn Pétursson 14. jan. 1886 - 28. ágúst 1961. Oddviti, sýslunefndarmaður og bóndi á Gunnsteinsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal í A.-Hún.

María Sveinsína Gísladóttir (1899-1990) frá Sneis

  • HAH08008
  • Einstaklingur
  • 11.7.1899 - 5.12.1990

María Sveinsína Gísladóttir 11. júlí 1899 - 5. desember 1990. Ómagi í Sneis, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Lausakona í Hvammi, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Heimili: Ljótshólar, Svínavatnshreppi. Síðast bús. í Kópavogi. Ógift.

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00174
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn Steiná I stendur á norðurbakka Steinárlækjar, á hjalla ofarlega í gamla túninu. Breiðir það sig sunnan lækjar allt að Hólstúni, út undir merki að norðan, en hefur nú verið skipt á milli býlanna. Er það bæði af valllendi og mýri. Ruddur vegur liggur upp sunnan bæjarlækjar fram til heiðar. Beitiland Steinárjarða er á Steinárflám og Flatafjalli. Nær það allt til afréttargirðingar, kjörið land að víðáttu og gæðum. Íbúðarhús byggt 1939 209 m3. Fjós yfir 7 gripi. Fjárhús yfir 120 fjár. Hesthús fyrir 15 hross;. Hlöður 200 m3. Tún 10 ha. Veiðréttur í Svartá.


Bærinn Steiná II er byggður norðan lækjar skammt neðan við Steiná I, nýbýli frá 1960. Ræktun er að mikluleiti á flóa norðan Steinárlækjar á breiðum stalli ofan brún. Að öðruleyti vísast til umsagnar um Steiná I. Íbúðarhús byggt 1964 550 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 220 fjár. Hlaða 820 m3. Tún 18 ha. Veiðréttur í Svartá.


Bærinn Steiná III er sambyggt við Steiná III. Jörðin er nýbýli frá 1959. Ræktun er að hluta til ofan brúna norðanlækjar. Að öðruleyti vísast til umsagnar um Steiná I. Íbúðarhús byggt 1964 550 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 220 fjár. Hlaða 820 m3. Tún 18 ha. Veiðréttur í Svartá.

Þorvaldur Pétursson (1887-1977) Strjúgsstöðum

  • HAH09519
  • Einstaklingur
  • 26.6.1887 - 20.2.1977

Þorvaldur Pétursson 26. júní 1887 - 20. feb. 1977. Bóndi á Strjúgsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Strjúgsstöðum í Langadal, Bólstaðarhlíðarhr. Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Elsa Þorvaldsdóttir (1931) Strjúgsstöðum

  • HAH03293
  • Einstaklingur
  • 30.8.1931 -

Elsa Ingibjörg Þorvaldsdóttir 30. ágúst 1931 Var á Steiná, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Strjúgsstöðum 1969-1973, Sandgerði.

Karlsminni Höfðakaupsstað

  • HAH00452
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1875 -

Karlsminni sem stóð á túninu upp af víkinni milli Lækjarbakka og Strandgötu 10.
Á þessum stað hóf F.H. Berndsen beykir verslunarrekstur 1875 mitt á milli verslanna á Hólanesi og á Skagaströnd (við Einbúann). Var hún rekin þarna fram að 1887 en þá brunnu þáverandi hús til grunna í miklu mannskaðaveðri.
Eftir það var verslunin færð inn á Hólanes og starfrækt þar af Carli Berndsen, syni F.H. Berndsen, fram að fyrra stríði.
Karlsminni var þá orðin þurrabúð eða venjulegt heimili þar sem ekki var skepnuhald. (heimild: Byggðin undir Borginni).

Álfheiður Pétursdóttir (1888-1943) Tjörn á Skaga

  • HAH03513
  • Einstaklingur
  • 28.4.1888 - 11.4.1943

Álfheiður Pétursdóttir 28. apríl 1888 - 11. apríl 1943. Var á Ósi, Hofssókn, Hún. 1890. Var á Tjörn, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Verkakona á Akureyri 1930. Ógift.

Carl Gottlieb Ernst Senstius (1843-1895) bókari Blönduósi

  • HAH02982
  • Einstaklingur
  • 12.1.1843 - 12.10.1895

Carl Gottlieb Ernst Senstius 12. janúar 1843 - 12. október 1895 Kom til Íslands 1862 og starfaði við Höepfnerverslun á Skagaströnd og á Blönduósi. Flutti aftur til Danmerkur 1890. Verslunarfulltrúi á Skagaströnd, Spákonufellssókn, Hún. 1870 og 1880. „Hann var vinsæll og vel látinn í Húnavatnssýslu fyrir viðfeldni sína, greiðvirkni og samvizkusemi“, segir í Sunnanfara. bókhaldari hjá Hoöpfners á Blönduósi, sjá Föðurtún bls 194. Sæmundsenhúsi (Hemmertshúsi). Fæddur í Kaupmannahöfn.

Hildur Solveig Thorarensen (1835-1915) Geitaskarði

  • HAH06409
  • Einstaklingur
  • 31.8.1835 - 21.7.1915

Hildur Solveig Bjarnadóttir Thorarensen 31. ágúst 1835 - 21. júlí 1915 Húsfreyja í Vestmannaeyjum 1870. Síðar á Geitaskarði í Langadal í Húnavatnssýslu, ekkja þar 1880.

Hallfríður Sigurðardóttir (1873-1928) Efra-Skúfi

  • HAH04738
  • Einstaklingur
  • 14.8.1873 - 21.3.1928

Hallfríður Sigurðardóttir 14. ágúst 1873 - 21. mars 1928. Húsfreyja og saumakona á Efra-Skúfi. Var á Geirastöðum, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1880. Vinnukona í Meðalnesi, Ássókn, N-Múl. 1890. Leigjandi á Akureyri, Eyj. 1901.

Kringla Torfalækjarhreppi

  • HAH00557
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1300)

Bærinn stendur skammt ofan við þjóðveginn undir víðáttumikilli bungu. Túnið er að mestu ræktað á mel og lyngmóum, en hið efra er landið mýrlendara og grasi vafið. Land Kringlu og Skinnastaða mætist á melunum miðja vegu á milli bæjanna, en suðurmörk eru við Þúfnalæk, sem er vinsæll tjaldstaður. Íbúðarhús byggt 1954, 403 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 460 fjár. Hlöður 925 m3. Tún 26,4 ha.

Gunnlaugur Skúlason (1863-1946) Geitafelli

  • HAH04572
  • Einstaklingur
  • 29.8.1863 - 15.7.1946

Gunnlaugur Skúlason 29. ágúst 1863 - 15. júlí 1946. Bóndi á Geitafelli, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

Best & CO, 1 McWilliam Street West Winnipeg, ljósmyndastofa til 1891

  • HAH09379
  • Fyrirtæki/stofnun
  • til 1891

Margar myndir Jóns Blöndals ljósmyndara frá 1891 eru merktar „Best & Co.“ Eftir að hafa keypt Best & Co. vinnustofuna í McWilliam Street W. 1 árið 1891 notaði Jón hins vegar nafnið Baldwin & Blondal. Frá 1891 til 1894 var heimilisfang vinnustofunnar 207 - 6th Ave. N., en seint á árinu 1894 breyttist þetta í 207 Pacific Ave.
Baldwin & Blöndal vinnustofan varð síðan Bell Studio árið 1901.
Með þessum upplýsingum er hægt að skipta ljósmyndum Jóns Blöndals í fyrir 1891, 1891 – 1894 og 1894 – 1900. Annað mál er að ákveða staðsetningu. Jón Blöndal ferðaðist mikið og því voru margar ljósmyndir með Winnipeg heimilisfangi hans teknar á staðnum í hinum ýmsu byggðum Íslendinga.

Þórkatla Guðmundsdóttir (1863-1934) Brekku í Þingi

  • HAH09407
  • Einstaklingur
  • 2.7.1863 - 5.10.1934

Þorkatla Júlíana Guðmundsdóttir 2. júlí 1863 - 5. okt. 1934. Húsfreyja á Brekku í Þingi, A-Hún. Húsfreyja á Brekku 1901. Var á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930.

Júlíus Jónsson (1896-1991) Mosfelli

  • HAH01628
  • Einstaklingur
  • 19.7.1896 - 17.5.1991

Júlíus og Guðrún Sigvaldadóttir, eiginkona hans (dáin 1. ágúst 1981), bjuggu lengst á Mosfelli. Þau tóku við því koti en brutu mikið land og ræktuðu, byggðu myndarlega, gerðu að góðri jörð. Bæði voru forkar dugleg, ákafafólk til allra verka, ósérhlífin. Þau voru ekki lík að lunderni en einkar samhent. Júlíus á Mosfelli var stefnufastur maður í lífsstarfi og skoðunum, fljótur að skipta skapi en bjartsýnn, glaður og reifur hversdagslega og óvílgjarn. Hann var með hærri mönnum á vöxt, grannvaxinn og liðlegur í hreyfingum, fríður maður á yngri árum og yfirbragðið karlmannlegt. Hárið dökkt og hrokkið nokkuð.

Halldór Jónsson (1904-1983) Leysingjastöðum

  • HAH04041
  • Einstaklingur
  • 8.11.1904 - 21.1.1983

Guðmundur Halldór Jónsson 8. nóvember 1904 - 21. janúar 1983 Bóndi á Brekku, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Heimili: Litla-Giljá. Var á Leysingjastöðum, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar.

Guðríður Tómasdóttir (1840-1923) Skálholtskoti

  • HAH04215
  • Einstaklingur
  • 18.9.1840 - 20.1.1923

Guðríður Tómasdóttir 18. september 1840 - 20. janúar 1923 Tökubarn í Selás, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Vinnukona, Miðhúsum, Þingeyrasókn, Hún. 1875 og 1880. Húsfreyja í Skálholtskoti, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Húsfreyja á Laufásvegi, Reykjavík. 1901. Skilin. Húskona í Reykjavík 1910.

Steinunn Bjarnadóttir (1869) kennari í Chicago

  • HAH06642
  • Einstaklingur
  • 14.11.1869 -

Steinunn Bjarnadóttir 14. nóvember 1869. Var í Þórormstungu, Grímstungusókn, Hún. 1870. Námsmey í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Kennslukona, fór til Vesturheims 1900 frá Þórormstungu, Áshreppi, Hún. Var í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1920. Var í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1930. Ekkja í Chicaco, Cook, Illinois, USA 1940.

Guðrún Teitsdóttir (1889-1978) Kringlu

  • HAH04456
  • Einstaklingur
  • 26.10.1889 - 17.6.1978

Guðrún Sigurlína Teitsdóttir 26. okt. 1889 - 17. júní 1978. Húsfreyja í Kringlu, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og ljósmóðir, síðast bús. í Höfðahreppi. Var í Árnesi, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Breiðabólsstaður í Vesturhópi

  • HAH00181
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (890)

Gamalt býli, getið í Sturlungu og Víga-Glúmssögu. Bærinn stendur á lágum brekkustalli vestan Vatnsdalsvegar vestri upp við hálsræturnar, þar sem dalurinn er breiðastur norðan Hnjúksins. Tún er upp frá Flóðinu vestur í hálshallann, ræktunarskilyrði góð. Víðlent beitiland á hálsinum vestur til Gljúfurár, engjar á óshólmum Vatnsdalsár. Fyrrum sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahreppa. Íbúðarhús byggt 1938 og annað eldra úr torfi og timbri. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Tún 14,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Breiðabólsstaður II er skipt úr Breiðabólsstað fyrir aldamótin 1900, þá helmingur og síðan notað frá Hnjúki. Beitiland óskipt. Fjárhús fyrir 50 kindur. Tún 14,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Eigandi 1975; Stefanía Steinunn Jósefsdóttir 21. ágúst 1886 - 16. des. 1977. Húsfreyja á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Barnakennari.

Magnús Gestsson (1909-2000) frá Ormsstöðum

  • HAH01732
  • Einstaklingur
  • 29.9.1909 - 29.9.2000

Magnús Gestsson, húsasmiður og kennari, fæddist á Ormsstöðum í Dalasýslu 29. september 1909. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 29. september síðastliðinn. Magnús Gestsson var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1985.
Útför Magnúsar Gestssonar fer fram frá Staðarfellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Magnús Konráðsson (1898-1986) verkfræðingur Reykjavík

  • HAH09531
  • Einstaklingur
  • 1.4.1898 - 23.1.1986

Magnús Konráðsson 1.4.1898 - 23.1.1986. Verkfræðingur á Sjafnargötu 8, Reykjavík 1930. Verkfræðingur við Vita- og hafnarmálaskrifstofunaí Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík. Blönduósi 1911 hjá Magnúsi Kaupmanni frá Flögu.

Stefán Magnússon (1838-1925) Flögu í Vatnsdal

  • HAH06490
  • Einstaklingur
  • 3.6.1838 - 11.6.1925

Var með foreldrum sínum í Grófargili í Glaumbæjarsókn, Skag. 1845. Bóndi á Flögu í Vatnsdal, Reykjavöllum á Neðribyggð, Skag. og víðar. Stefán og Ingibjörg áttu að auki börnin Rannveigu og Pétur sem bæði fæddust einhvern tímann á árunum 1875-1885 og létust kornung.

Skarð á Vatnsnesi

  • HAH00463
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900-1972)

Var áður talið afbýli frá Ánastöðum, er bændaeign. Skörp og nokkuð berangursleg klettabrún rís skammt frá sjó. Er undirlendi aðeins mjó ræma fram á gróna, skjólsæla sjávarbakka. Graslendi er mjög sundurslitið, enda er land yfrið klettótt. Í flæðarmáli er Skarðshver, allt að 83°C heitur með mörgum smá hitaaugum, mjög óvíða að finna heitar uppsprettur í svo nánu sambýli sjávar. Íbúðarhús asbestklætt byggt 1955, 254 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 225 m3. Tún 126 ha.

Bjarni Jóhannsson (1861) frá Vigdísarstöðum

  • HAH02679
  • Einstaklingur
  • 18.8.1861 -

Bjarni Jóhannsson f. 18.8.1861 Var í Dalkoti, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Fór til Vesturheims 1883 frá Skarði, Kirkjuhvammshreppi, Hún.

Helga Sölvadóttir (1855) Eiríksstöðum

  • HAH06714
  • Einstaklingur
  • 5.10.1855 -

Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún 1890 og 1910. Ytri-Löngumýri 1860, Guðlaugsstöðum 1870, Eiðsstöðum 1880

Brattahlíð í Svartárdal

  • HAH00155
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900 -

Bærinn stendur við þjóðveginn á bakka Svartár skammt norðan Eiríksstaða. Tún er ræktað af grýttum mó við erfiðar aðstæður. Svartárdalsfjall rís að baki túnsins afar hlíðabratt með all stóra og mjög djúpa tjörn við brekkuræturnar yst í Brattahlíðarlandi. Þar utar er sérkennileg kvos, kölluð Gróf sem skiptist á mill Brattahlíðar og Fjósa. Jörðin hét áður Eiríksstaðakot. Íbúðarhús byggt 1900 timbur og torf, fjós yfir 6 gripi, fjárhús yfir 120 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöðuður 20 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Páll Vídalín (1827-1873) alþm Víðidalstungu

  • HAH07100
  • Einstaklingur
  • 3.3..1827 - 20.10.1873

Páll Friðrik Vídalín Jónsson 3.3.1827 - 20.10.1873. Stúdent í Víðidalstungu. Var á Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, Hún. 1835. Bóndi á Þorkelshóli í Víðidal 1859—1860, í Víðidalstungu frá 1860 til æviloka.

Vellir á Vatnsnesi, Ytri og Syðri

  • HAH00987
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000)

Líkur benda til að hið forna Ávellingagoðorð hafi verið kennt við Velli á Vatnsnesi

Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi

  • HAH02100
  • Einstaklingur
  • 25.10.1894 -17.10.1968

Unnur Pétursdóttir f 25. október 1894 - 17. október 1968 Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift og barnlaus.
Laugardaginn 26. október 1968 var Unnur Pétursdóttir frá Bollastöðum borin til grafar að Bergsstaðakirkju í Svartárdal. Hún lézt í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi hinn 17. október. Nú nýtur hún þráðrar hvíldar í garðinum, þar sem gróa moldir foreldra hennar og systur.
Unnur var fædd 25. október 1894 á Bollastöðum í Blöndudal.
Unnur Pétursdóttir var kona gáfuð og Ijúflynd og svo þolgóð í raunum sínum, að aðdáunarvert mátti kalla. Ung varð hún fyrir sárum ástvinamissi, er hún með stuttu millibili sá á bak systur sinni og föður sjálf líkamlega vanheil þá og raunar æ síðan, en svo virtist sem þungbær reynslan hefði einungis þroskað kærleiksþel hennar til allra, sem hún taldi sig eiga gott að gjalda og aukið henni þakklætiskennd fyrir það, sem hún átti, þrátt fyrir allt, í stað þess að festa sjónir hennar við hitt, sem hún fór á mis við. Vitsmunir og eðlislæg hófstilling réð hér miklu, en þó ekki síður óbilandi trúartraust, sem bægði frá henni efasemdum um æðra réttlæti bak við allt það, sem gerðist. Viðsýni hennar átti sér einnig rætur í bókalestri.

Hún unni skáldmenntum einkum þó bundnu máli, sem hún bar gott skyn á, og hafði fest sér í minni margt hið bezta í íslenzkri ljóðagerð, tíleinkað sér það af sannri þörf. Orð hennar sjálfrar í bréfi, sem hún ritaði. seint á ævi, lýsa þessu bezt: „. . ljóð, sem maður Ies og lærir, hjálpa daglega til að láta birta í hug og hjarta, eru bókstaflega skilyrði til þess að hægt sé hægt að lifa“. Slík orð mælir sá einn er sótt hefur raunverulega hugbót í þau verk sem stundum eru kölluð varanleg andleg verðmæti.
Unnur frá Bollastöðum lifði hljóðlátu lífi, „handan storms og strauma" ef svo má til orða taka,lifði þar í heiðríkiu vonar os kærleika. Átthagatryggð hennar var hrein og frændrækni óbrigðul.
Unnur ólst upp á Bollastöðum við ástríki foreldra sinna. Allan barnalærdóm nam hún hjá föður sínum, því farskóli var þá enginn til í sveitinni. Hún gekk á Kvennaskólann á Blönduósi, og haustið 1913 var ráðgert, að hún færi á Kvennaskólann í Reykjavík, en sjúkleiki hindraði það, berklar sem hlaupið höfðu í gamalt fótatrmein. Lá hún fyrst nær tvö ár á sjúkrahúsi Sauðárkróks, síðan níu mánuði á Landakotsspítala, en hélt þá utan til Kaupmannahafnar og hlaut þolanlegan bata á ljóslækningastofnun Finsens. Áður en hún sneri heim, sótti hún (árið 1917) tvö þriggja mánaða námsskeiði hannyrðum við „Kunst flidskolen" í Höfn, en kom aftur á æskuslóðir sínar vorið 1918.
Meðan Unnur lá á Landakotsspítala, hafði systir hennar, María, sem var hálfu öðru ári yngri látizt úr berklum og haustið 1919 féll faðir hennar frá eftir fárra daga sjúkdómslegu. Vorið eftir leigði móðir hennar jörðina. Þær mæðgur sátu þó um kyrrt á Bollastöðum ef undan er skilið að veturna 1920—23 kenndi Unnur við Kvennaskólann á Blönduósi, aðallega hannyrðir, sömuleiðis við Barnaskóla Sauðárkróks um tíma þar á eftir.

Jóna Steingrímsdóttir (1930-2000) frá Höfðakoti á Skagaströnd

  • HAH01601
  • Einstaklingur
  • 5.5.1930 - 13.12.2000

Jóna Sigríður Steingrímsdóttir fæddist í Höfðakoti á Skagaströnd 5. maí 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 13. desember síðastliðinn. Fyrstu búskaparárin bjó Jóna í Neskaupstað og síðar í Grindavík þar sem hún vann m.a. við fiskvinnslu og sem matráðskona. Um 1980 flutti Jóna til Reykjavíkur og vann um tíma sem matráðskona í Hrauneyjarfossvirkjun og einnig á leikskólanum Hraunborg.
Útför Jónu verður gerð frá Grafarvogskirkju í 20. des. 2000 og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hótel Blönduós 1951

Ingimar Einarsson (1926-2022) Óspaksstaðaseli

  • HAH07326
  • Einstaklingur
  • 17.12.1926 - 12.11.2022

Ingimar Einarsson 17. des. 1926 - 12. nóv. 2022. Leigubílstjóri og rak gistiheimili um árabil. Var á Óspaksstaðaseli, Staðarsókn, V-Hún. 1930.
Fæddist að Óspaksstaðaseli í Hrútafirði. Hann lést á Sóltúni 12. nóvember 2022. Útför Ingimars var gerð frá Neskirkju 24. nóvember 2022, kl. 15.

Halla Einarsdóttir (1920-2009)

  • HAH04623
  • Einstaklingur
  • 11.2.1920 - 26.6.2009

Halla Inga Einarsdóttir 11. feb. 1920 - 26. júní 2009. Var á Óspaksstaðaseli, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja, sjúkrahússtarfsmaður, skólastarfsmaður og verkakona í Reykjavík.
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 26. júní 2009. Halla Inga var jarðsungin frá Fossvogskirkju 2. júlí 2009 og hófst athöfnin klukkan 15.

Lárus Hallbjörnsson (1929-2002) vélstjóri Reykjavík

  • HAH07328
  • Einstaklingur
  • 26.8.1929 - 9.2.2002

Lárus Hallbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1929.

Hann lést á líknardeild Landakots 9. febrúar 2002. Útför Lárusar fór fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. febrúar 2002, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir (1887-1967) Kristófershúsi, Blönduósi

  • HAH03025
  • Einstaklingur
  • 28.6.1887 - 12.5.1967

Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir 28. júní 1887 - 12. maí 1967 Var í Hofi, Hólasókn, Skag. 1890. Var á Hrappstöðum, Hólasókn, Skag. 1901. Húsfreyja á Blönduósi 1930. Var í Kristófershúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Þórir Sigvaldason (1925-1992) Stafni

  • HAH09541
  • Einstaklingur
  • 30. jan. 1925 - 11. júní 1992

Þórir Hólm Sigvaldason fæddist að Kúfustöðum í Svartárdal. Foreldrar hans hófu búskap þar 1923, en fluttu í Stafn 1934. Foreldrar Þóris voru Sigvaldi Halldórsson, dáinn 1979, og Steinunn Björnsdóttir sem enn býr í Stafni, komin á tíræðisaldur.
Þórir var næstelstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Sigurður, bjó einnig í Stafni, en lést 1981. Guðrún Halldóra býr í Kópavogi, maður hennar er Haukur Björgvnsson. Birna María býr ásamt manni sínum, Þorkeli Sigurðssyni, á Barkarstöðum. Erna Sólveig bjó í Eyjafirði, en lést 1985. Eftirlifandi maður hennar er Hreinn Gunnarsson. Yngstur er Jón Björgvin, búsettur á Sauðárkróki, kona hans er Guðríður María Stefánsdóttir.
Tvö eru þau til viðbótar sem tilheyra heimafólki og eru alin upp með fjölskyldunni í Stafni frá fæðingu og standa nú fyrir heimili og búi. Það eru Elsa Heiðdal, frænka þeirra og Sigursteinn Bjarnason, sonur Birnu Maríu.
Þórir Sigvaldason var heimakær maður. Hann ól allan sinn aldur í Svartárdal og þótti vænt um dalinn sinn og heiðina. Hann var áhugasamur bóndi, sinnti skepnum vel og hændi þær að sér. Ahugi hans náði þó langt út fyrir héraðið. Hann hafði yndi af að kynnast og fylgjast með mannlífi og landsvæðum, hlustaði mikið á útvarp og las mikið, ekki síst rit Ferðafélagsins. Af þeim lestri var hann vel kunnugur landi sínu.
Á yngri árum tók Þórir virkan þátt í starfi ungmennafélagsins og starf búnaðarfélagsins stóð honum ávallt nærri.
Börn voru iðulega mörg í Stafni og öllum þótti þeim vænt um Þóri. Þau hændust að honum, kunnu vel að meta kímni hans og glettni og fundii öryggi og frið í návist hans. Sérstakt tilhlökkunarefni var að komast með honum upp á heiði og helst sem allra fyrst á vorin. Þar þekkti Þórir hvern stein og hverja þúfu og fylgdist með gróðri og dýralífi. Þar fremra þarf líka oft að smala og þar var enginn betri gangnamaður en hann. Leitarmönnum þótti eftirsóknarvert að fá að fara með honum. Friður og ró dalsins og heiðarinnar endurspeglaðist í lífi Þóris. Ósjálfrátt veitti hann af þessuni fjársjóði til annarra.
Síðustu mánuðirnir einkenndust afsjúkleika og sjúkrahúsdvöl. Þórir Sigvaldason var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 19. júní.
Sr. Stína Gísladóttir

Bollastaðir í Blöndudal

  • HAH00075
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Bollastaðir er fremstibær í Blöndudal að austan gengt Eiðsstöðum. Bærinn stendur hátt við hálsbrúnina með útsýn norður Blöndudal. Í suðri eru Borgirnar norðan Rugludals, en Þrælsfell út og upp í hálsi. Blanda freyðir við túnfótinn í djúpu gljúfragili. Eldra túnið er mjög brattlent, en nýræktir eru á framræstum mýrum sunnan þess, meðfram ruddum vegi sem liggur til heiðar. Ræktunarskilyrði er góð og kostaland til beitar ásamt víðáttu. Íbúðarhús byggt 1955, vikursteypa 440 m3, Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 420 fjár, hesthús yfir 15 hross. Hlöður 1180 m3. Verkfærageymsla 323 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hallbera Jónsdóttir (1881-1962) Björnshúsi

  • HAH04628
  • Einstaklingur
  • 17.2.1881 - 14.4.1962

Hallbera Jónsdóttir 17. feb. 1881 - 14. apríl 1962. Var í Fróðholtshjáleigu, Oddasókn, Rang. 1890. Ljósmóðir á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1940-1967 og Langaskúr 1928-um 1930.

Jónas Reynir Jónsson (1926-2008) Melum Hrútafirði

  • HAH07356
  • Einstaklingur
  • 5.8.1926 - 22.2.2008

Hann fæddist á Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 5. ágúst 1926. Var á Melum, Prestbakkasókn, Strand. 1930. Bóndi á Melum í Bæjarhreppi, síðar húsvörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Reykjaskóla 1945-1946
Eftir að hjónin Elín og Jónas brugðu búi 1989 fluttu þau til Reykjavíkur og Jónas starfaði sem húsvörður í Landsbankanum allt til ársins 1995. Þar eignaðist hann góða félaga sem hann ræktaði samband við eftir að hann lét af störfum. Hann sinnti áhugamáli sínu að spila bridge og eignaðist góðan hóp kunningja í Sólheimunum. Síðustu árin naut hann góðs félagsskapar spilafélaga og vina í safnaðarheimili Langholtskirkju meðan kraftar leyfðu.
Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, föstudaginn 22. febrúar 2008. Jónas var jarðsunginn frá Langholtskirkju 29.2.2008 og hófst athöfnin klukkan 13.

Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)

  • HAH01551
  • Einstaklingur
  • 28.5.1916 - 10.5.2007

Jóhann Hjalti Jósefsson fæddist á Stórhól í Viðidal, V-Hún., 28. maí 1916. Hann lést 10. maí s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hjalti var í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps eitt kjörtímabil, var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Funa og gerður þar heiðursfélagi á áttræðisafmæli sínu, var í stjórn Ræktunarsambands Saurbæjar og Hrafnagilshrepps um árabil og sat mörg þing Landssambands Hestamanna svo eitthvað sé nefnt af félagsmálastörfum hans. Hjalti ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Stórhól, síðan Vatnshól í sömu sveit en 1926 fluttu þau að Bergstöðum í Miðfirði.
Hjalti var í Íþróttaskólanum í Haukadal veturinn 1937, eftirlitsmaður við sauðfjárveikivarnir á Kili sumrin 1937 og 1938. Vann hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga við afgreiðslustörf, við refahirðingu á Hvanneyri og önnur landbúnaðarstörf og fleira sem til féll. Hjalti og Pálína voru bændur á Melstað í Miðfirði 1947 til 1954 og á Hrafnagili í Eyjafirði frá 1954 til 1989, en fluttust til Akureyrar árið 2001. Hjalti dvaldi frá mars 2005 á Kjarnalundi og síðan Dvalaheimilinu Hlíð frá nóvember 2006.
Útför Hjalta var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 18. maí, í kyrrþey að ósk hins látna.

Niðurstöður 2101 to 2200 of 10353