Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)
Parallel form(s) of name
- Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007) Melstað
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
28.5.1916 - 10.5.2007
History
Jóhann Hjalti Jósefsson fæddist á Stórhól í Viðidal, V-Hún., 28. maí 1916. Hann lést 10. maí s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hjalti var í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps eitt kjörtímabil, var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Funa og gerður þar heiðursfélagi á áttræðisafmæli sínu, var í stjórn Ræktunarsambands Saurbæjar og Hrafnagilshrepps um árabil og sat mörg þing Landssambands Hestamanna svo eitthvað sé nefnt af félagsmálastörfum hans. Hjalti ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Stórhól, síðan Vatnshól í sömu sveit en 1926 fluttu þau að Bergstöðum í Miðfirði.
Hjalti var í Íþróttaskólanum í Haukadal veturinn 1937, eftirlitsmaður við sauðfjárveikivarnir á Kili sumrin 1937 og 1938. Vann hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga við afgreiðslustörf, við refahirðingu á Hvanneyri og önnur landbúnaðarstörf og fleira sem til féll. Hjalti og Pálína voru bændur á Melstað í Miðfirði 1947 til 1954 og á Hrafnagili í Eyjafirði frá 1954 til 1989, en fluttust til Akureyrar árið 2001. Hjalti dvaldi frá mars 2005 á Kjarnalundi og síðan Dvalaheimilinu Hlíð frá nóvember 2006.
Útför Hjalta var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 18. maí, í kyrrþey að ósk hins látna.
Places
Stórhóll í Víðidal: Vatnshóll: Bergsstaðir í Miðfirði 1926: Melstaður 1947-1954: Hrafnagil í Eyjafirði 1954-1989: Akureyri 2001:
Legal status
Íþróttaskólinn í Haukadal 1937-1938:
Functions, occupations and activities
Bóndi:
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hans voru Jósep Jóhannesson bóndi, frá Auðunnarstöðum í Víðidal V-Hún., f. 6.9. 1886, dáin 23.5. 1961, og Þóra Guðrún Jóhannesdóttir, húsmóðir, fædd 19.3. 1889, að Hofi í Hjaltadal í Skagafirði. Hún lést 5.2. 1973.
Systkinin voru 8 talsins; Jóhannes, Ingibjörg, Katrín, Hjalti, Zóphonías, Þóra Guðrún, Dýrunn og Aðalsteinn.
Hjalti kvæntist Pálínu Ragnhildi Benediktsdóttur frá Efra-Núpi í Miðfirði þann 29. mars 1947.
Þau eignuðust 5 börn, þau eru:
1) Bergur, f. 20.2. 1948, giftur Guðrúnu Júlíu Haraldsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík.
2) Þóra Guðrún f. 18.5. 1951, gift Sigurjóni Hilmari Jónssyni, búsett á Akureyri.
3) Ingibjörg f. 21.5. 1953, gift Þorsteini Péturssyni, búsett á Egilsstöðum.
4) Benedikt f. 11.8. 1961, gift Margréti Baldvinu Aradóttur, búsett á Hrafnagili og
5) Ragnhildur, f. 28.10. 1967, gift Alfreð Garðarssyni en þau eru búsett í Grímsey.
Afkomendurnir eru 24.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 26.6.2017
Language(s)
- Icelandic