Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)

Hliðstæð nafnaform

  • Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007) Melstað

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.5.1916 - 10.5.2007

Saga

Jóhann Hjalti Jósefsson fæddist á Stórhól í Viðidal, V-Hún., 28. maí 1916. Hann lést 10. maí s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hjalti var í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps eitt kjörtímabil, var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Funa og gerður þar heiðursfélagi á áttræðisafmæli sínu, var í stjórn Ræktunarsambands Saurbæjar og Hrafnagilshrepps um árabil og sat mörg þing Landssambands Hestamanna svo eitthvað sé nefnt af félagsmálastörfum hans. Hjalti ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Stórhól, síðan Vatnshól í sömu sveit en 1926 fluttu þau að Bergstöðum í Miðfirði.
Hjalti var í Íþróttaskólanum í Haukadal veturinn 1937, eftirlitsmaður við sauðfjárveikivarnir á Kili sumrin 1937 og 1938. Vann hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga við afgreiðslustörf, við refahirðingu á Hvanneyri og önnur landbúnaðarstörf og fleira sem til féll. Hjalti og Pálína voru bændur á Melstað í Miðfirði 1947 til 1954 og á Hrafnagili í Eyjafirði frá 1954 til 1989, en fluttust til Akureyrar árið 2001. Hjalti dvaldi frá mars 2005 á Kjarnalundi og síðan Dvalaheimilinu Hlíð frá nóvember 2006.
Útför Hjalta var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 18. maí, í kyrrþey að ósk hins látna.

Staðir

Stórhóll í Víðidal: Vatnshóll: Bergsstaðir í Miðfirði 1926: Melstaður 1947-1954: Hrafnagil í Eyjafirði 1954-1989: Akureyri 2001:

Réttindi

Íþróttaskólinn í Haukadal 1937-1938:

Starfssvið

Bóndi:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Jósep Jóhannesson bóndi, frá Auðunnarstöðum í Víðidal V-Hún., f. 6.9. 1886, dáin 23.5. 1961, og Þóra Guðrún Jóhannesdóttir, húsmóðir, fædd 19.3. 1889, að Hofi í Hjaltadal í Skagafirði. Hún lést 5.2. 1973.
Systkinin voru 8 talsins; Jóhannes, Ingibjörg, Katrín, Hjalti, Zóphonías, Þóra Guðrún, Dýrunn og Aðalsteinn.
Hjalti kvæntist Pálínu Ragnhildi Benediktsdóttur frá Efra-Núpi í Miðfirði þann 29. mars 1947.
Þau eignuðust 5 börn, þau eru:
1) Bergur, f. 20.2. 1948, giftur Guðrúnu Júlíu Haraldsdóttur. Þau eru búsett í Reykjavík.
2) Þóra Guðrún f. 18.5. 1951, gift Sigurjóni Hilmari Jónssyni, búsett á Akureyri.
3) Ingibjörg f. 21.5. 1953, gift Þorsteini Péturssyni, búsett á Egilsstöðum.
4) Benedikt f. 11.8. 1961, gift Margréti Baldvinu Aradóttur, búsett á Hrafnagili og
5) Ragnhildur, f. 28.10. 1967, gift Alfreð Garðarssyni en þau eru búsett í Grímsey.
Afkomendurnir eru 24.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Aðalsteinn Jósepsson (1930-2006) Bergstöðum Miðfirði (27.6.1930 - 10.6.2006)

Identifier of related entity

HAH07337

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Aðalsteinn Jósepsson (1930-2006) Bergstöðum Miðfirði

er systkini

Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)

Dagsetning tengsla

1930

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir (1925-2008) (21.7.1925 - 20.11.2008)

Identifier of related entity

HAH01819

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir (1925-2008)

er maki

Jóhann Hjalti Jósefsson (1916-2007)

Dagsetning tengsla

1947

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01551

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir