Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Unnur Pétursdóttir Blönduósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
25.10.1894 -17.10.1968
History
Unnur Pétursdóttir f 25. október 1894 - 17. október 1968 Var á Bollastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ógift og barnlaus.
Laugardaginn 26. október 1968 var Unnur Pétursdóttir frá Bollastöðum borin til grafar að Bergsstaðakirkju í Svartárdal. Hún lézt í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi hinn 17. október. Nú nýtur hún þráðrar hvíldar í garðinum, þar sem gróa moldir foreldra hennar og systur.
Unnur var fædd 25. október 1894 á Bollastöðum í Blöndudal.
Unnur Pétursdóttir var kona gáfuð og Ijúflynd og svo þolgóð í raunum sínum, að aðdáunarvert mátti kalla. Ung varð hún fyrir sárum ástvinamissi, er hún með stuttu millibili sá á bak systur sinni og föður sjálf líkamlega vanheil þá og raunar æ síðan, en svo virtist sem þungbær reynslan hefði einungis þroskað kærleiksþel hennar til allra, sem hún taldi sig eiga gott að gjalda og aukið henni þakklætiskennd fyrir það, sem hún átti, þrátt fyrir allt, í stað þess að festa sjónir hennar við hitt, sem hún fór á mis við. Vitsmunir og eðlislæg hófstilling réð hér miklu, en þó ekki síður óbilandi trúartraust, sem bægði frá henni efasemdum um æðra réttlæti bak við allt það, sem gerðist. Viðsýni hennar átti sér einnig rætur í bókalestri.
Hún unni skáldmenntum einkum þó bundnu máli, sem hún bar gott skyn á, og hafði fest sér í minni margt hið bezta í íslenzkri ljóðagerð, tíleinkað sér það af sannri þörf. Orð hennar sjálfrar í bréfi, sem hún ritaði. seint á ævi, lýsa þessu bezt: „. . ljóð, sem maður Ies og lærir, hjálpa daglega til að láta birta í hug og hjarta, eru bókstaflega skilyrði til þess að hægt sé hægt að lifa“. Slík orð mælir sá einn er sótt hefur raunverulega hugbót í þau verk sem stundum eru kölluð varanleg andleg verðmæti.
Unnur frá Bollastöðum lifði hljóðlátu lífi, „handan storms og strauma" ef svo má til orða taka,lifði þar í heiðríkiu vonar os kærleika. Átthagatryggð hennar var hrein og frændrækni óbrigðul.
Unnur ólst upp á Bollastöðum við ástríki foreldra sinna. Allan barnalærdóm nam hún hjá föður sínum, því farskóli var þá enginn til í sveitinni. Hún gekk á Kvennaskólann á Blönduósi, og haustið 1913 var ráðgert, að hún færi á Kvennaskólann í Reykjavík, en sjúkleiki hindraði það, berklar sem hlaupið höfðu í gamalt fótatrmein. Lá hún fyrst nær tvö ár á sjúkrahúsi Sauðárkróks, síðan níu mánuði á Landakotsspítala, en hélt þá utan til Kaupmannahafnar og hlaut þolanlegan bata á ljóslækningastofnun Finsens. Áður en hún sneri heim, sótti hún (árið 1917) tvö þriggja mánaða námsskeiði hannyrðum við „Kunst flidskolen" í Höfn, en kom aftur á æskuslóðir sínar vorið 1918.
Meðan Unnur lá á Landakotsspítala, hafði systir hennar, María, sem var hálfu öðru ári yngri látizt úr berklum og haustið 1919 féll faðir hennar frá eftir fárra daga sjúkdómslegu. Vorið eftir leigði móðir hennar jörðina. Þær mæðgur sátu þó um kyrrt á Bollastöðum ef undan er skilið að veturna 1920—23 kenndi Unnur við Kvennaskólann á Blönduósi, aðallega hannyrðir, sömuleiðis við Barnaskóla Sauðárkróks um tíma þar á eftir.
Places
Bollastaðir: Brandsstaðir 1942: Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957 Húnabraut 7.
Legal status
Functions, occupations and activities
Kennari Kvsk á Blönduósi 1920-1923 aðallega hannyrðir, sömuleiðis við Barnaskóla Sauðárkróks um tíma þar á eftir:
Vorið 1927 tók Unnur við búsforráðum á Bollastöðum. Þá var móðir hennar orðin heilsuveil og lézt hún síðla árs 1930. Bjó Unnur því næst til 1938 á móti frænda sínum, Birni Jónssyni, síðar í Felli í Sléttuhlíð, og konu hans Sigurbjörgu Tómasdóttur, sem uppalin var á Bollastöðum, en síðar tók við búrekstrinum Pétur Pétursson (1920-1979) síðar í Péturshúsi, frændi Unnar, sem hún hafði tekið í fóstur ungan. Þau fóru búferlum að Brandsstöðum í Blöndudal árið 1942, bjó Pétur þar sjö ár,en settist þá að á Blönduósi og fylgdist Unnur með fjölskyldu hans þangað en árið 1963 fluttist hún suður og dvaldist síðustu ár sín að Reykjalundi. Hún var þá mjög farin að heilsu. Fótarmeinið gamla hafði bagað hana jafnan, og svo árum skipti þjáðist hún af öndunarsjúkdómi, var þó einkum af henni dregið síðasta æviárið
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru, Pétur Pétursson f. 23. júlí 1862 - 17. september 1919, bóndi og oddviti á Bollastöðum í Blöndudal, A-Hún. bónda þar, í Valadal Pálmasonar og Sigurbjörg María Guðmundsdóttir f. 2. október 1861 - 13. desember 1930, húsfreyja, bónda á Bollastöðum, Gíslasonar.
Stóðu því að henni kunnar og fjölmennar ættir um Skagafjörð og Húnaþing. Guðmundur á Bollastöðum var bændahöfðingi, mjög í minnum hafður, og kvæntur mikilhæfri konu Maríu Guðmundsdóttur frá Hvammi. Hélzt rausn og fyrirmennska Bollastaðaheimilis óskert í tíð Péturs og Sigurbjargar sem gengu í hjónaband árið 1892 og hófu þegar búskap á jörðinni. Pétur gegndi ýmsum opinberum störfum innanhéraðs, svo sem tengdafaðir hans hafði gert,og var mjög tregaður af sveitungum sínum, er hann féll frá á góðum aldri, enda valmenni að allra dómi sem gerst þekktu til.
Systir hennar
1) María Pétursdóttir f 27. janúar 1896 - 1. febrúar 1916 úr berklum, var á Bollastöðum, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1901.
Fóstursonur hennar:
1) Pétur Pétursson 23. mars 1920 - 13. janúar 1979 Var á Brúnastöðum, Knappstaðasókn, Skag. 1930. Bóndi á Brandsstöðum og síðar véla- og skrifstofumaður á Blönduósi. Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Þann 21. september 1941 kvæntist hann konu sinni, Bergþóru Önnu Kristjánsdóttur f.14.5.1918 -9.5.2011. Var á Köldukinn, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Péturs Péturssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og verslunarstarfsmaður á Blönduósi. Bjuggu þau fyrsta búskaparár sitt að Bollastöðum, en vorið 1942 festu þau kaup á jörðinni Brandsstöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau allt til vorsins 1949, en þá fluttu þau til Blönduóss. Reistu þau þar húsið Húnabraut 7, þar sem hann bjó til dauðadags.
General context
Unnur Pétursdóttir
Fædd 1894 dáinn 1968.
Foreldrar Unnar voru Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Pétur Pétursson frá Valadal. Sigurbjörg móðir Unnar var dóttir Guðmundar Gíslasonar stórbónda og sveitarhöfðingja á Bollastöðum og konu hans Maríu Guðmundsdóttir frá Hvammi í Svartárdal. Sigurbjörg móðir Unnar átti einn bróður Gísla sem féll útbyrðis af skipi á leiðinni frá Árósum á Jótlandi til Kaupmannahafnar 1884.
Faðir Unnar,Pétur Pétursson frá Valadal var bróðir Jóns Pétursson sem var langafi minn og okkar systkinana. Unnur amma og afi Pétur voru því bræðrabörn. Unnur átti eina systur Maríu fædda 1896 dáin 1916 úr berklum.
Unnur lærði allan sinn barnalærdóm heima á Bollastöðum undir leiðsögn föðurs síns. Veturinn 1913-1914 er hún við nám á Kvennaskólanum á Blönduósi. Veturinn eftir stóð til að hún færi til frekara náms við Kvennaskólann í Reykjavík, en sjúkleiki setti strik í reikninginn. Berklar hlupu í gamalt mar á fæti og þurfti hún að liggja á þriðja ár á sjúkrahúsi. Fyrst í um tvö ár á Sauðárkróki síðan á Landakoti í Reykjavík. Þaðan fer Unnur til Kaupmannahafnar og hefur meðferð hjá ljóslækningastofu Finsens. Fær hún nokkurn bata,en hafði ævilanga kvöl, í fætinum. Á meðan Unnur er í Kaupmannahöfn sækir hún námskeið við “Kunst flidskolen” í hannyrðum.
María systir hennar deyr 1916 úr berklum og faðir hennar 1919 úr garnaveiki. Þau deyja bæði meðan Unnur liggur á sjúkrahúsi eða er til lækninga í Kaupmannahöfn. Heimkoma Unnar er því dapurleg. Þær eru orðnar tvær eftir Unnur og Sigurbjörg móðir hennar. Þær farga fénu en halda hrossunum. Unnur fer að kenna hannyrðir fyrst við Kvennaskólann á Blönduósi 1920-1923 og síðan við Barnaskóla Sauðárkróks. Sigurbjörg deyr 1930 og þá tekur Unnur það ráðs að leigja frænda sínum Birni Jónssyni og uppeldissystur sinni Sigurbjörgu Tómasdóttur hálfa jörðina. Björn var bróðir afa Péturs og því miklir skyldleikar. Þannig standa mál fram til 1938 að Björn og Sigurbjörg flytja frá Bollastöðum og hefja búskap að Felli í Sléttuhreppi í Skagafirði.
Pabbi fóstursonur Unnar er þá orðinn 18 ára og hafði lokið búfræðinámi frá Hólaskóla. Úr verður að pabbi og Unnur kaupa allt sauðfé af Birni því hann mátti ekki hafa það sér til Skagafjarðar vegna garnaveikinnar. Pabbi og Unnur búa á Bollastöðum, ásamt mömmu sem kom alkomin í Bollastaði 1941,til hausts 1943 að þau ákveða að kaupa Brandstaði í sömu sveit. Á Brandstöðum búa þau til vors 1949 að þau flytja til Blönduóss. Fyrstu fjögur árin er Unnur búsett hjá foreldrum mínum á efri hæðinni á Sæbóli en frá 1953 að Húnabraut 7. Árið 1963 tekur Unnur síðan þá ákvörðun að flytja að Reykjalundi þar sem hún vann og bjó til æviloka.
Unnur var sérstaklega flink handavinnukonu og man ég sjaldan eftir henni en með eitthvað nýtilegt á milli handanna. Unnur var trúuð kona og oft mátti heyra hana á spjalli við Guð sinn. Unnur var vel lesin og kunni aragrúa af sögum og ævintýrum sem hún var dugleg að segja okkur krökkunum eins og t.d. Búkollu, Hlyna kóngsson og Átta barna faðir í álfheimum svo einhverjar séu nefndar. Þá var Unnur mjög ljóðelsk og kunni fjölda ljóða og sálma. Okkur systkinum öllum var hún sérstaklega góð og umhyggjusöm. Í einu bréfanna til pabba sem ég hef nú undir höndum segir hún á þessa leið “Ég hef það mjög gott elsku Pétur minn, vel hugsað um mig á allan máta og hef ekki undan neinu að kvarta, en hugurinn er alltaf fyrir norðan hjá ykkur”. Þessi orð lýsa henni svo vel hún var alltaf með hugann við velferð og líðan annarra en sjálfs síns.
Látum Hannes Pétursson skáld og frænda hafa síðasta orðið í minningargrein um frænku sína. “ Unnur frá Bollastöðum lifði hljóðlátu lífi “handan storma og strauma” ef svo má til orða taka, lifði þar í heiðríkju vonar og kærleika. Átthagatryggð hennar var hrein og frændrækni óbrygðul. Þakkarhugur margra skyldmenna og vina fylgja henni héðan úr heimi”.
Unnur lést 17. október 1968 og var jarðsett í Bergstaðakirkjugarði. Með henni hvarf síðasti hlekkurinn úr hinni fornu Bollastaðaætt.
Pétur Arnar Pétursson með góðfúsu leyfi, FB 24.9.2023
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the parent of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the cousin of
Unnur Pétursdóttir (1894-1968) Péturshúsi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 4.8.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
(Hannes Pétursson)
® GPJ ættfræði
Íslendingabók