Lárus Hallbjörnsson (1929-2002) vélstjóri Reykjavík

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Lárus Hallbjörnsson (1929-2002) vélstjóri Reykjavík

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.8.1929 - 9.2.2002

History

Lárus Hallbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1929.

Hann lést á líknardeild Landakots 9. febrúar 2002. Útför Lárusar fór fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. febrúar 2002, og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Legal status

Lárus lauk námi frá Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1946, Iðnskólanum í Reykjavík 1952, iðnnámi frá Vélsmiðjunni Héðni 1953 og vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1955 og rafmagnsdeild 1956.

Functions, occupations and activities

Hann vann hjá Togaraafgreiðslunni og á hvalbát að námi loknu, síðan hjá Eimskipafélagi Íslands hf. Hann var vélstjóri á skipum Hafskips hf. frá upphafi til enda þess félags, þ.e. árin 1959 til 1985, og var eini starfsmaðurinn sem náði því. Eftir það vann hann hjá Eimskip við eftirlit og viðhald frystigáma í Sundahöfn þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1997.

Mandates/sources of authority

Lárus var sæmdur gullmerki knattspyrnufélagsins Fram og var meðlimur í Oddfellow-stúkunni nr. 11, Þorgeiri.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Hallbjörn Þórarinsson 25. nóv. 1890 - 20. júní 1982. Trésmiður á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Trésmiður á Seyðisfirði og Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans; Halldóra Sigurbjörg Sigurjónsdóttir 1. apríl 1893 - 12. okt. 1955. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.

Systkini;
1) Þórarinn Hallbjörnsson 7. ágúst 1916 - 3. feb. 1978. Sendill á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Matreiðslumaður í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Sigurjón Hallbjörnsson 7. ágúst 1916 - 15. júlí 1989. Sendill á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Símvirki, síðast bús. í Reykjavík.
3) Ingi Hallbjörnsson 9. apríl 1919 - 28. jan. 1991. Var á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Sigurður Hallbjörnsson 25. des. 1917 - 12. des. 1982. Var á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Trésmiður og vörslumaður í Reykjavík.
5) Ólafur Hallbjörnsson 14. mars 1923 - 31. des. 1966. Prentari, síðast bús. á Akureyri.
6) Guðlaug Sigríður Hallbjörnsdóttir 14. apríl 1926 - 23. mars 2011. Var á Laugavegi 149, Reykjavík 1930. Matráðskona í Reykjavík

Kona hans 1.10.1953; Hrafnhildur Þórðardóttir 30. apríl 1931 - 19. jan. 2011. Var í Reykjavík 1945. Skrifstofustarfsmaður og síðar bókasafnsstarfsmaður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum.

Synir þeirra;
1) Þórður Georg Lárusson 29.12.1954, rafvirki og sölumaður, kvæntur Unni Kristínu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Hrafnhildi Láru, Guðleifi Eddu og Sigurð Svein.
2) Halldór Randver Lárusson 22.12.1957, auglýsingahönnuður, í sambúð með Guðlaugu Jónasdóttur og eiga þau tvö börn, Jónas og Ásdísi Lovísu.
3) Lárus Hrafn Lárusson 6.6.1961, kaupmaður, kvæntur Rósu Hallgeirsdóttur og eiga þau tvö börn, Hildi Dagnýju og Tinnu Gná, og eitt barnabarn, Aron Örn.

General context

Relationships area

Related entity

Reykjaskóli í Hrútafirði

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1945-1946

Description of relationship

nemandi þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07328

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 27.9.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places