Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Langidalur

  • HAH00364
  • Corporate body
  • (1950)

Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.

Langadalsfjall

  • HAH00782
  • Corporate body
  • 874 -

Langadalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu og liggur austan við endilangan Langadal, en austan við fjallið er svo eyðidalurinn Laxárdalur fremri.

Fjallið nær frá mynni Laxárdals í norðri suður að mynni Svartárdals við Bólstaðarhlíð og er um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð á milli dalanna. Ýmsir hlutar fjallsins heita svo sérstökum nöfnum eftir bæjum sem undir því standa, svo sem Bólstaðarhlíðarfjall og Holtastaðafjall upp af Holtastöðum.

Landsvirkjun (1965)

  • HAH10069
  • Corporate body
  • 1965

Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.

Landsendahvammur

  • HAH00363
  • Corporate body
  • (1950)

Blöndugil
Best er að ganga gilið frá suðri til norðurs. Farið er að gilinu við haug þann er Þramarhaugur er nefndur. Fyrst er komið að Landsenda og Landsendahvammi, en þar eru tölverðar leifar af birkiskógi. Síðan er gengið með Gilinu til norðurs.

Landmannalaugar

  • HAH00362
  • Corporate body
  • (1950)

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Úfið hraun í Landmannalaugum
Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og þar er skálavörður að sumri. Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 metra hæð við jaðar Laugahrauns og þar nálægt eru heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða.
Skálar eru á þessum stöðum leiðinni milli Landmannalauga og Skóga:
Álftavatn
Botnar í Emstrum
Fimmvörðuháls
Hrafntinnusker
Hvanngil
Þórsmörk

Landakotskirkja Reykjavík (1929)

  • Corporate body
  • 23.6.1929 -

Árið 1859 komu fyrstu kaþólsku prestarnir hingað til lands eftir siðaskiptin. Það voru þeir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin og keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík og settust þar að. Faðir Baudoin reisti litla kapellu við þetta hús 1864. Hún var síðar leyst af hólmi af timburkirkju við Túngötu, nálægt prestsetrinu. Þessi kirkja var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina hófu Montfortprestar, sem höfðu tekið við trúboðinu í Íslandi árið 1903, að leggja drög að byggingu nýrrar kirkju. Ýmsar teikningar voru gerðar en loks var ákveðið að smíða kirkju í nýgotneskum stíl. Hornsteinninn var lagður 1927. Árið 1929 var kirkjan fullreist.

Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna kirkjuna. Sameinaði hann í teikningum sínum gotneskan stíl við séríslensk einkenni, og má einkum greina það í ytri burðarsúlum kirkjunnar, sem minna á stuðlaberg í fjallshlíð. „Landakotskirkja sýnir að enn má yrkja í stein, og að Íslendingar hafa nokkuð fram að leggja í þeirri grein hinna fögru lista,“ sagði Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í jólablaði Tímans árið 1927. Jens Eyjólfsson, byggingameistari bæjarins, sá um að reisa kirkjuna. Breyttist hún nokkuð í meðförum hans, og var til dæmis hætt við að reisa turnspíru ofan á turn kirkjunnar.

Lengi var hún stærsta kirkja landsins. Kirkjan var vígð þann 23. júlí 1929. Það gerði sérstakur sendimaður Píusar XI, William kardínáli van Rossum CssR, yfirmaður stjórnardeildar Páfagarðs "De Propaganda Fide". Kardínálinn kom til Íslands til að lýsa yfir stofnun postullegrar trúboðskirkju á Íslandi og til að vígja til biskups postullegan stjórnanda hennar, Martein Meulenberg.

Athöfnin hófst klukkan hálfníu um morguninn á því að Willem van Rossum kardínáli, og einn helsti hvatamaður að hinni nýju kirkju, gekk til gömlu kirkjunnar, og var þar haldin stutt messa. Að því loknu voru helgir dómar kirkjunnar bornir úr gömlu kirkjunni og yfir í þá nýju. Meulenberg, sem nú var prefekt kirkjunnar, gekk með helgidómana einn hring í kringum kirkjuna og fylgdi skrúðfylking á eftir. Þegar inn í hina nýju kirkju var komið var altarið vígt.

Í kjölfarið fylgdu ýmsar helgiathafnir sem kardínálinn v. Rossum framkvæmdi, ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. Að vígslu lokinni var haldin messa. Messugerðinni lauk á því að kardínálinn söng Te Deum úr hásæti sínu, en söfnuður og aðkomufólk stóð upp. „Gengu klerkar síðan með kórdrengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni.“

Dómkirkjan ber nafn Krists konungs í heiðursskyni við Krist, Drottin alheimsins. Kirkjan er undir verndarvæng hinnar sælu Maríu meyjar Guðsmóður, sankti Jósefs og tveggja helgra, íslenskra manna, Jóns Ögmundarsonar og Þorláks Þórhallssonar. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, Maríu mey og heilögum Jósef.

Árið 1956 var sett upp orgel í kirkjunni sem smíðað var hjá Fröbenius-smiðjunni í Kaupmannahöfn. Kirkjan og orgelið hafa verið endurnýjuð nokkrum sinnum, síðast 1999-2000.

Á hægri hlið við innganginn í kirkjuna stendur tréstytta frá miðöldum af Maríu mey með barninu. Talið er að hún sé frá 14. öld. Líklega var hún í sveitakirkju á árum áður en eftir siðaskiptin tók bóndinn á Reykhólum hana í hús sitt. Hún var gefin Landakotskirkju árið 1926 og þar er hún tignuð sem „Reykhóla-María“. Jóhannes Páll páfi II krýndi styttuna þegar hann heimsótti Ísland í júní 1989.

Í tilefni af hátíðinni „Kristni í 1000 ára á Íslandi“ var dómkirkjan heiðruð og fengin nafnbótin „basilika“, hin eina í löndum Norður-Evrópu. Hinn 1. júlí 2000 lýsti Edward Idris Cassidy kardínáli þessari nafngjöf yfir við hátíðlega messu í dómkirkjunni.

Til hægri fyrir dyrum úti er brjóstmynd af Marteini Meulenberg biskupi (1872-1941) en hann stóð fyrir byggingu kirkjunnar. Hann var fyrsti kaþólski biskupinn á Íslandi eftir siðaskiptin.

Til vinstri við kirkjuna var þann 17. september 2000 afhjúpuð stytta af konu og nefndist hún „Köllun“. Hana gerði listakonan Steinunn Þórarinsdóttir til minningar um mannúðarstörf Jósefssystra sem störfuðu á Íslandi í meira en eina öld.

Landakirkja Vestmannaeyjum (1774)

  • Corporate body
  • 1774 -

Smíði kirkjunnar hófst árið 1774 en talið er að henni hafi ekki lokið að fullu fyrr en 1780. Þá voru íbúar í Eyjum um 200. Þjónaði hún báðum kirkjusóknunum uns sameinaðar voru árið 1837 í prestskapartíð séra Jóns Austmanns að Ofanleiti en hann þjónaði Vestmannaeyjum 1827 til 1858.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Landakirkju í aldanna rás. Upphaflega var hún turnlaus, sneitt af burstum og engin forkirkja, látlaus og einföld í sniðum, laus við tískuprjál rokokkó-stílsins sem þá var ríkjandi byggingarstíll. Fyrir vesturgafli var sett upp klukknaport en þar voru höfuðdyr. Auk þeirra voru dyr á norðurhlið í kór.

Þrennar breytingar eru veigamestar, einkum þær, sem gerðar voru á dögum Kohls sýslumanns (1853-1860). Var þá reistur turn á kirkjuna og klukkurnar fluttar þangað. Predikunarstóll stóð hægra megin í kórdyrum en var fluttur yfir altarið og er það fátítt hérlendis. Skilrúm með útskornum myndum af postulunum tólf, sem var milli kórs og kirkju, var fjarlægt og svalir settar fyrir vesturenda og fram með langveggjum og ýmsar aðrar breytingar gerðar. Nokkru áður, um 1820, hafði farið fram umfangsmikil og dýr viðgerð á timburverki kirkjunnar.

Árið 1903 stóð Magnús Ísleifsson trésmíðameistari fyrir allmikilli viðgerð á kirkjunni. Voru gluggar stækkaðir niður, dyr á norðurhlið í kór voru teknar af og reist forkirkja úr timbri. Hvelfingu, blámálaðri með gylltum stjörnum, var breytt, svalir breikkaðar um helming og söngpallur stækkaður að mun.

Þriðja veigamesta breytingin var gerð á árunum 1955-1959. Reist var ný forkirkja og turn og jafnframt sæti og gólf endurnýjað. Var kirkjan endurvígð eftir þá breytingu 4. október 1959. Teikningar gerði Ólafur Á. Kristjánsson bæjarstjóri.

Árið 1978 var sett eirþak á Landakirkju. Þá voru pottgluggar frá því um aldamót teknir úr kirkjunni og nýir harðviðargluggar með tvöföldu gleri settir í staðinn. Á aðalsafnaðarfundi 6. september 1987 var samþykkt að hafist yrði handa við að koma upp safnaðarheimili á kirkjulóðinni. Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin 1. maí 1988 og safnaðarheimilið vígt 17. júní 1990 í tengslum við 210 ára afmæli Landakirkju. Páll Zóphóníasson teiknaði safnaðarheimilið. Frá siðaskiptum hafa 38 prestar gegnt prestsþjónustu í Vestmannaeyjum. Árið 1924 fannst skammt frá Kirkjubæ legsteinn sr. Jóns Þorsteinssonar píslarvotts sem Tyrkir vógu 1627. Er steinninn varðveittur í Þjóðminjasafni. Eftirlíkingu steinsins, sem var yfir moldum sr. Jóns, varð naumlega bjargað undan jarðeldunum 1973. Árið 1977, á 350. ártíð sr. Jóns, var steinninn reistur aftur í Eldfellshrauni á þeim stað þar sem áður var Kirkjubær. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, næst á eftir Hóladómkirkju í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763, og Viðeyjarkirkju frá 1774.

Lagarfljót - Lögurinn

  • HAH00361
  • Corporate body
  • (1950)

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Corporate body
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Læknabústaðurinn Aðalgata 5 Blönduósi

  • HAH00081
  • Corporate body
  • 1903 -

Húsið var byggt sem læknisbústaður af Júlíusi Halldórssyni héraðslækni árið 1903. En 1906 tekur við af honum Jón Jónsson (Jón pína). Hann lét af störfum 1922 og kaupir sýslunefnd AusturHúnavatnssýslu húseignir hans við Aðalgötu og fleiri eignir, eins og sagt er frá í inngangi, í því skyni að hýsa þar læknisbústað héraðsins með hæfilegum viðbyggingum og sjúkrahús. Gegndi húsið því hlutverki fyrir Blönduóshérað til 1955, þegar starfsemin var flutt í Héraðsheimilið. Lyfjabúð var um árabil í kjallara hússins. Á tímabili eftir 1955 var það nýtt sem skrifstofuhúsnæði á vegum Húnfjörðs hf. Skáksamband Íslands var stofnað í því 1925. Húsið er nú nýtt til íbúðar, og skilgreint sem parhús í fasteignamati.

Hinn hluti parhússins er Aðalgata 7 (gamli spítalinn). En húsin standa á sameiginlegri lóð.

Lækjarhlíð í Svartárdal

  • HAH00376
  • Corporate body
  • 1979-

Áður en girt var utanum safnið í Lækjarhlíð 1979 var féð passað af nokkrum mönnum. Sáu Lýtingar aðallega um það. Voru það fremur erilsöm og illa þökkuð skil. Allir þeir sem í göngum höfðu verið voru skyldugir að hjálpa til við yfirreksturinn. Var oftast farið að reka féð úr hlíðinni um klukkan sex að kvöldi. Á þeim tíma sem féð var flest tók yfirreksturinn langan tíma.

Sama haustið og slysið varð við Stafnsrétt 1976 var sett upp færanleg brú á hjólum. Síðan hún kom er yfirrekstur fjárins allur annar og auðveldari. Þegar safnið var komið í nátthagann var það á ábyrgð vökumanns þar til dráttur hófst að morgni.

Var svo lengi mælt fyrir í fjallskilaseðlum að dráttur skyldi hefjast er markljóst var orðið. Hinn fyrri Stafnsréttardagur er nú að kvöldi kominn. Við höfum séð safnið steypast ofanaf dalbrúninni við Fossa, séð alla fjárbreiðuna í Lækjarhlíðinni og fylgst með stóðdrætti. Allt stórkostlegt sjónarspil.

Lækjardalur á Refasveit [Efri og Neðri]

  • HAH00216
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrstur bæja í Efribyggð. Bæjarhús stands sem næst í miðju láréttu túni. Bærinn er gamall úr timbri og torfi, með járnþaki. Peningahús úr sama efni. Jörðin er landlítil og nokkuð stór hluti hennar uppblásnir melar, sem ná til sjávar í vestri, en við Laxá í norðri. Á melasvæði þessu alllangur og djúpur dalur sem ekki sést fyrr en að er komið og er hann allgróinn, skjólsæll og haggóður. Af dal þessum munu lækjardalsbæirnir draga nöfn sín. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr blönduðu efni. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús fyrir 150 fjár. Hesthús fyrir 12 hross. Hlöður 150 m3. Votheysgeymsla 25 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Jörðin var í eigu Árna Jónssonar á Sölvabakka og Friðgeirs Kemp í Efri-Lækjardal 1975, að jöfnu.

L Szacinski Ljósmyndastofa Carl Johansgade 20 Christiania (Osló)

  • HAH09279
  • Corporate body
  • 1867 - 1916

Hann fæddist í Suwalki í Pólandi 16.4.1844 - 8.7.1894
Hún fæddist í Christiania Noregi 16.9.1845 - 4.2.1922
Hulda Szaciński øket firmaets samling av medaljer og utmerkelser. Da hun deltok på Bergensutstillingen i 1898 averterte hun: «Grundlagt 1867. Medaljer i Wien 1873, Drammen 1873, Paris 1874, Filadelfia 1876, Kristiania 1883, Stockholm 1898». Hun fikk også medaljer i Bergen i 1898, i Paris i 1900 og i Christiania i 1905.

Kverkfjöll

  • HAH00690
  • Corporate body
  • (1950-)

Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

  • HAH00614
  • Corporate body
  • 1879 -1901

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Kvennaskólinn á Hverabökkum

  • HAH0990
  • Corporate body
  • 1936-1956

Árný Filippusdóttir byggði húsið Hverabakka og rak þar kvennaskóla 1936-56.

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

  • HAH00115
  • Corporate body
  • 1901 - 1974

Byggður fyrst 1901 (eldra húsið). Vísast í afmælisrit skólans um byggingasögu þess. Yngra húsið er teiknað af Einar Ingiberg Erlendssyni 15. okt. 1883 - 24. maí 1968. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Byggingameistari í Skólastræti 5 b, Reykjavík 1930. Fyrsta steinsteypta húsið sem hann teiknar.

Kvenfélagið Vaka Blönduósi (1928)

  • HAH10053
  • Corporate body
  • 1928

Kvenfélagið Vaka var stofnað þann 8. janúar 1928 og voru stofnendur 12 talsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þær Jóhanna Hemmert, formaður, Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri og Láretta Stefánsdóttir, ritari. Allt frá stofnun félagsins hefur það jafnan reynt að fylgja 1. lagagrein félagsins í því að vinna að líknar- og menningarmálum. Á fyrstu starfsárunum, kreppuárunum, voru ýmsir hjálpaþurfi og reyndi félagið að bæta hag þeirra eftir mætti. Þá var einnig reynt að styðja þá, sem urðu yfir sérstökum áföllum. Þá gerðist félagið einnig þátttakandi í framkvæmdum í byggðarlaginu, s.s. byggingu Héraðshælisins og síðar Félagsheimilisins. Snemma var hugað að fegrun og ræktun í þorpinu og hvamminum þar sem vinnu við ræktun var fyrst getið í gerðabókum 1936. Hvammurinn fékk snemma nafnið Kvenfélagsgarðurinn en á seinni árum var honum gefið nafnið Fagrihvammur. Það var von kvenfélagskvenna að hreppsbúar létu sér annt um garðinn og nytu þess næðis og gróðursældar sem þar var.

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Kúskerpi á Refasveit

  • HAH00214
  • Corporate body
  • 1935

Byggingar standa allhátt, kippkorn frá vegi á hólahjalla ofarlega í hallandi túni. Í landi Kúskerpis eru örnefni sem til þess bendir að þar hafi fyrrum verið skógur, Skógargötur, en örnefni kennd til skóga eru fátíð í hreppnum og raunar héraðinu öllu.
Íbúðarhús byggt 1935, viðbygging 1969 182 m3. Fjós fyrir 7 gripi, fjárhús fyrir 280 fjár, hesthús fyrir 12 hross. Vorheysgeymsla 80 m3. Tún 18,6 m3.

Kúfustaðir í Svartárdal

  • HAH00695
  • Corporate body
  • [1500]

Kúfustaðir í Svartárdal eru vænni bæjarleið norðan Stafns. Þar er ekki íbúðarhús og bóndinn heimili sitt í Stafni. Nokkuð er þar harðlent og aðkreppt af Svartárdalsfjalli. Túnið ræktað á vallendisgrund og að nokkru uppgróinni skriðu. Flálendi gott er til fjalls. Fjárhús 270 fjár. Hlaða 458 m3. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Krókssel á Skaga

  • HAH00360
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stendur við Heylæk skammt sunnan Fossár, en drjúgan spöl frá sjó, Þar er beitarland nærtækt og dágott.
Íbúðarhús byggt 1941 úr blönduðu efni 187 m3. Hlaða byggð 1948 úr asbesti 100 m3. Fjós byggt 1964 yfir 6 gripi úr asbesti. Fjárhús byggt 1950 úr asbesti fyrir 250 fjár. Votheysgeymsla byggð 1952 32 m3. Geymsla byggð 1958 úr asbesti 160 m3. Hlaða með súgþurrkun járnklædd 200 m3. Tún 16,6 ha.

Króksbjarg á Skaga

  • HAH00258
  • Corporate body
  • (1950)

Nokkru norðan við bæinn Hof á Skagaströnd hefjast 40-50 m há björg við sjóinn og ná þau út undir Kálfshamarsvík, um 10 km leið. Syðst heitir þar Króksbjarg, Skriðbjarg, Bjargabjörg og Bakkar nyrst. Nokkuð er af sjófugli í björgunum þó aðallega fýl.

Í nyrsta hluta Króksbjargs fellur Fossárfoss til sjávar.

Kristskirkja í Landakoti

  • HAH00397
  • Corporate body
  • 23.7.1929 -

Landakotskirkja, Basilíka Krists konungs eða Kristskirkja er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur í Landakoti.

Nafn kirkjunnar, Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, er til heiðurs Drottni allsherjar, Guð og manni, en sérstök hátíð Krists konungs var sett á stofn árið 1925 af Píusi XI. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929. Turn kirkjunnar var aldrei fullgerður. Vilhjálmur van Rossum, kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa XI, vígði hana og Guðjón Samúelsson teiknaði hana. Hún þykir brautryðjendaverk, því hún var byggð úr steinsteypu, sem var nýung í byggingu gotneskra mannvirkja.

Kirkjan er helguð og eignuð Jesú Kristi, eilífum Guði og konungi, undir vernd alsællar Guðsmóður Maríu meyjar, hins helga Jósefs, hins heilaga Jóns Holabiskups Ögmundssonar og Þorláks helga Skálholtsbiskups.

Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Þetta er frummyndin og er hún skorin út í sedrusvið. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum, því listamaðurinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla, sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Hún sýnir kaþólsku kirkjuna, hina almennu kirkju, kalla þjóðir heims saman og leiða þær, þar sem María mey heldur á syni sínum, Jesú, yfir hvolfþaki Péturskirkjunnar. Listaverkið var gert í borginni Bozen í Tíról og var sérstök gjöf til páfa, en í tíð hans efldist trúboðsstarf kirkjunnar.

Kristófershús Blönduósi

  • HAH00113
  • Corporate body
  • 1907 -

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Kringla Torfalækjarhreppi

  • HAH00557
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur skammt ofan við þjóðveginn undir víðáttumikilli bungu. Túnið er að mestu ræktað á mel og lyngmóum, en hið efra er landið mýrlendara og grasi vafið. Land Kringlu og Skinnastaða mætist á melunum miðja vegu á milli bæjanna, en suðurmörk eru við Þúfnalæk, sem er vinsæll tjaldstaður. Íbúðarhús byggt 1954, 403 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 460 fjár. Hlöður 925 m3. Tún 26,4 ha.

Krákur á Sandi

  • HAH00358
  • Corporate body
  • (1950)

Krákur á Sandi (1167m; móberg), rétt sunnan Stórasands, er stór og fagur. Af honum er mikið útsýni á góðum degi, enda sést hann víða að. Krákshali með gígaröð gengur til norðurs frá honum. Þaðan er Krákshraun, fornt helluhraun, líklegast runnið.

Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er hann milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær, enda liggur hinn forni Skagfirðingavegur um þau. Fjallvegafélagið lét ryðja þar braut og varða á árunum 1831-34. Grettishæð er áberandi strýta á Sandinum. Hún er e.t.v. Grettisþúfa, sem kunn er úr Grettissögu, þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis. Einnig er til sögn um að Grettir hafi barizt þar við óvini sína.

Víða eru uppsprettur meðfram Stórasandi og vatnið fellu til norðurs til Vatnsdals- og Víðidalsár og einngi til suðurs í Fljótsdrög (Norðlingafljót). Krákur (1167m), norðan Langjökuls, er mesta fjallið við Stórasand.
Skagfirðingar stunduðu skreiðarferðir um Sand til 1890. Þeir litu til Mælifellshnjúks til að átta sig á færðinni um Sandinn. Þar má sjá stóra fönn, sem líkist hesti í lögun. Þegar hún var gengin í sundur um bógana var Sandurinn orðinn fær.

Krabbameinsfélag Austur Húnavatnssýslu (1968)

  • HAH10125
  • Corporate body
  • 1968

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.
Stjórn kosin á aðalfundi 2. maí 2018

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Brekkubyggð 11, 540 Blönduósi, S: 452 4528 og 862 4528, sveinfridur@simnet.is
Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir, Tindum, 541 Blönduósi
Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir, Hólabraut 9, 545 Skagaströnd
Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir, Árbraut 18, 540 Blönduósi
Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir, Árbraut 12, 540 Blönduósi

Kotstrandarkirkja í Ölfusi

  • HAH00357
  • Corporate body
  • 14.11.1909 -

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.
Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kotagil í Norðurárdal Skagafirði

  • HAH00231
  • Corporate body
  • (1950)

Kotá hefur smám saman sorfið út mikið gljúfur sem sker í sundur þykkan hraunlagastaflann. Hraunlög og millilög eru áberandi. Gljúfrið er hrikalegt og djúpt og innst í því er hár foss.
Sérstaklega er áhugavert að sjá í neðstu hraunlögunum (og jafnframt þeim elstu) holrúm eftir mikla trjáboli úr fornaldarskógi. Veðurfar á Íslandi var töluvert hlýrra þegar þessi tré uxu fyrir um 5 milljónum ára.

Á grasi grónum höfða niðri við Norðurá alllangt vestan við gilið er steinn sem álitin er úr sama lagi og þar sem holrúmin eru eftir trjábolina. Í gegnum stein þennan eru tvær fremur grannar rásir sem gætu verið eftir trjágreinar. Steinninn er píramídalaga og er um einn metri á hæð. Hann hefur fengið nafnið Skeljungssteinn og kemur hann fyrir í þjóðsögu. Lesa þjóðsögu.

För eftir trjáboli, svonefndar trjáholur, eru allvíða þekktar í tertíera basaltstaflanum, en hafa ekki verið kortlagðar kerfisbundið. Þegar hraun rann frá eldstöð yfir skógi vaxið land féllu trén um koll en stundum stóðu þau keik eftir. Hraunkvikan umlukti trjábolinn sem brann oftast upp til agna og skildi eftir sig trjáholu. Seinna hafa sumar slíkar holur fyllst þegar eldumbrot endurtóku sig nærri holunni og bergkvika náði að þrengja sér inn í farið eftir trjábolinn.
Einna þekktastur fundarstaður trjáhola er í Norðurárdal, þar sem heitir Kotagil og er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á leið um Norðurland. Þegar staðið er á gömlu brúnni yfir gilið, má sjá ef vel er að gáð, nokkrar holur neðst í hraunlögum tertíera basaltstaflans.

Kornsá í Vatnsdal

  • HAH00051
  • Corporate body
  • (1950)

Gamalt höfuðból og sýslumannssetur um skeið. Bærinn stendur á sléttri túngrund nokkuð neðan við Kornsána og dregur nafn af henni. Áin á upptök sín í Kornsárvatni suður af Víðidalsfjalli. Undirlendi jarðarinnar er mikið, sumt mjög votlent, en árbakkar þurrir, sléttir og grasgefnir. Hér bjó lengi Lárus Blöndal sýslumaður og seinna Björn Sigfússon alþingismaður um skeið. Íbúðarhús byggt 1885, 572 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hlöður 1608 m3. Tún 42,6 ha. Vélaskúr. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.
Kornsá II. Nýbýli 3/10 úr jörðinni Kornsá. Húsið stendur í túninu spöl frá gamla húsinu. Fyrrum áttur jarðirnar svokallaðar Kornsárkvíslar, þe. land það, er liggur á milli Kornsár og Gljúfurár og náði fram og vestur í Bergárvatn. Nú liggur þetta land undir Þingeyrar. Oft flæða árnar, Vatnsdalsá og Kornsáin yfir undirlendið og bera frjóefni, en líka stundum leir og möl til skemmda. Merkileg vatnsuppspretta er rétt norðan við túnið og heitir Kattarauga, nú friðlýst. Íbúðarhús byggt 1958, 350 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 335 fjár. Hlöður 739 m3. Votheysgryfja 40 m3. Tún 21,1 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Kornsá.

Kór Blönduósskirkju (1945)

  • HAH10112
  • Corporate body
  • 26.06.1945

Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.

Kolugljúfur í Víðidal

  • HAH00624
  • Corporate body
  • (874)

Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.

Kolugljúfur er gljúfur Víðidalsár í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur niður í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar.

Gljúfrin eru víðast hvar ógeng en þykja falleg og stórbrotin. Þau eru sögð kennd við tröllskessuna Kolu, sem sagt er að hafi grafið þau og átt þar síðan bústað. Bærinn Kolugil stendur við ána, rétt ofan við þar sem hún rennur ofan í gljúfrin, og ýmis örnefni tengd Kolu tröllkonu eru þar og í gljúfrunum.

Það er afar áhrifamikið að aka út á brúna yfir gljúfrið og sjá hina friðsælu á steypast fram í svo mikilfenglegum fossum. Sýn sem lætur engan ósnortinn.

Kolugil í Víðidal

  • HAH00809
  • Corporate body
  • 1394 -

Kolugils er fyrst getið í máldögum Pétur Nikulássonar biskups á Hólum frá 1394 og er jörðin þá komin í eigu Víðidalstungukirkju. Í máldaga kirkjunnar segir að kirkjubóndi eigi að taka
lýsis-, heytolla og tíund af Kolugili eins og öðrum kirkjujörðum.

Í máldaga kirkjunnar frá 1461 stendur að húsfrú Sólveig Þorleifsdóttir gefið kirkjunni jarðirnar Kolugil, Hávarðsstaði og Hrafnsstaði til fullrar eignar.
Sólveig er enn að sýsla með jörðina 1479 en þá gefur hún syni sínum Jóni Sigmundssyni Víðidalstungu í Víðidal með kirkjujörðum þar í dalnum, þar á meðal Kolugil. Fær hún í staðinn frá Jóni jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Kolugil var að fornu 16 hundruð en með nýju jarðamati 1861 var það hækkað í 19,3 hundruð.
Í jarðabók frá 1706 segir „Munnmæli eru að í þessarar jarðar landi hafi til forna gerði verið, kallað Njálsstaðir. Enginn veit rök til þess og engin sjást til þess líkindi.“

Í þætti um eyðibýli í Húnaþingi segir að Njálsstaðir muni hafa verið nyrst í túninu á Hrappstöðum (Hrafnsstöðum) þar sem síðar stóðu fjárhús Hrappsstaðabænda (bls. 320).
Bærinn dregur nafn sitt af Kolugljúfri eða Kolugili sem er nokkuð niður frá bænum. Eftir því rennur Víðidalsá.

Kolufossar í Víðidal

  • HAH00795
  • Corporate body
  • 874-

Neðan við bæinn Kolugil rennur Víðidalsá niður í stórbrotið gljúfur sem er á annan kílómeter að lengd og allt að 40-50 metra djúpt. Áin fellur í Kolugljúfur í tveimur tilkomumiklum fossum er nefnast Kolufossar og eru kenndir við tröllkonuna Kolu. Laut í vestanverðu gljúfrinu, rétt við brúna var svefnstaður skessunnar og kallast Kolurúm. Góðar gönguleiðir eru meðfram gilinu sitthvoru megin, fara verður þó með varúð og hætta sér ekki of nærri gilinu. Þvergil lokar leið að vestanverðu svo ekki er hægt að ganga hringleið niður á Víðidalsbrúna.

Kollslækur í Hálsasveit Borgarfirði

  • Corporate body

Rauður hét maður, er nam land (hið syðra) upp frá Rauðsgili til Gilja og bjó að Rauðsgili; hans synir voru þeir Úlfur á Úlfsstöðum og Auður á Auðsstöðum fyrir norðan á, er Hörður vó. Þar hefst (af) saga Harðar Grímkelssonar og Geirs.

Grímur hét maður, er nam land hið syðra upp frá Giljum til Grímsgils og bjó við Grímsgil; hans synir voru þeir Þorgils auga á Augastöðum og Hrani á Hranastöðum, faðir Gríms, er kallaður var Stafngrímur. Hann bjó á Stafngrímsstöðum; þar heitir nú á Sigmundarstöðum. Þar gagnvart fyrir norðan Hvítá við sjálfa ána er haugur hans; þar var hann veginn.

Þorkell kornamúli nam Ás hinn syðra upp frá Kollslæk til Deildargils og bjó í Ási. Hans son var Þorbergur kornamúli, er átti Álöfu elliðaskjöld, dóttur Ófeigs og Ásgerðar, systur Þorgeirs gollnis. Börn þeirra voru þau Eysteinn og Hafþóra, er átti Eiður Skeggjason, er síðan bjó í Ási. Þar dó Miðfjarðar-Skeggi, og er þar haugur hans fyrir neðan garð. Annar son Skeggja var Kollur, er bjó að Kollslæk. Synir Eiðs (voru) Eysteinn og Illugi.

Úlfur, son Gríms hins háleyska og Svanlaugar, dóttur Þormóðar af Akranesi, systur Bersa, hann nam land milli Hvítár og suðurjökla og bjó í Geitlandi.

Hans synir voru þeir Hrólfur hinn auðgi, faðir Halldóru, er átti Gissur hvíti, þeirra dóttir Vilborg, er átti Hjalti Skeggjason.

Annar son hans var Hróaldur, faðir Hrólfs hins yngra, er átti Þuríði Valþjófsdóttur, Örlygssonar hins gamla; þeirra börn voru þau Kjallakur að Lundi í Syðradal, faðir Kolls, föður Bergþórs. Annar var Sölvi í Geitlandi, faðir Þórðar í Reykjaholti, föður Sölva, föður Þórðar, föður Magnúss, föður Þórðar, föður Helgu, móður Guðnýjar, móður Sturlusona.

Þriðji son Hrólfs var Illugi hinn rauði, er fyrst bjó í Hraunsási; hann átti þá Sigríði, dóttur Þórarins hins illa, systur Músa-Bölverks. Þann bústað gaf Illugi Bölverki, en Illugi fór þá að búa á Hofstöðum í Reykjadal, því að Geitlendingar áttu að halda upp hofi því að helmingi við Tungu-Odd. Síðarst bjó Illugi að Hólmi innra á Akranesi, því að hann keypti við Hólm-Starra bæði löndum og konum og fé öllu. Þá fékk Illugi Jórunnar, dóttur Þormóðar Þjóstarssonar af Álftanesi, en Sigríður hengdi sig í hofinu, því að hún vildi eigi mannakaupið.

Hrólfur hinn yngri gaf Þorlaugu gyðju dóttur sína Oddi Ýrarsyni. Því réðst Hrólfur vestur til Ballarár og bjó þar lengi síðan og var kallaður Hrólfur að Ballará.

Kollafjarðarnes á Ströndum

  • HAH00356
  • Corporate body
  • (1950)

Kollafjörður er stuttur fjörður á Ströndum. Bændur þar lifa á sauðfjárrækt. Grunnskóli var rekinn á Broddanesi frá 1978 fram til ársins 2004, en hætti þá um haustið og skólabörnum er nú ekið til Hólmavíkur. Skólabyggingin er nú notuð í ferðaþjónustu, en þar er farfuglaheimili. Hún er teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt.
Næsti fjörður norðan við Kollafjörð er Steingrímsfjörður og næsti fjörður sunnan við er Bitrufjörður. Úr botni Kollafjarðar liggur vegur nr. 69 yfir í Gilsfjörð um Steinadalsheiði.
Utarlega í Kollafirði norðanverðum standa tveir steindrangar í fjöruborðinu, í Drangavík. Sagan segir að þeir séu tröll sem dagaði þar uppi eftir að hafa gert tilraun til að skilja Vestfirði frá meginlandinu. Kjálkann ætluðu þau að hafa fyrir tröllaríki. Stærri drangurinn er kerlingin og sá minni er karlinn. Þriðja tröllið sem tók þátt í þessari vinnu er drangurinn sem Drangsnes er kennt við.
Á Kollafjarðarnesi er kirkja, byggð úr steinsteypu árið 1909. Það er elsta steinsteypta hús á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Á sveitabænum Felli var um tíma rekin sumardvöl fyrir fatlaða einstaklinga.
Erfið siglingaleið er inn á fjörðinn vegna skerja. Þjóðsagan segir að kerlingin Hnyðja hafi lagt á fjörðinn að þar myndi aldrei drukkna maður og heldur aldrei fást þar bein úr sjó, eftir að synir hennar tveir drukknuðu í fiskiróðri.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Klömbrur í Vesturhópi

  • HAH00828
  • Corporate body
  • um1880

Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja íbúðarhúsið að Klömbrum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær húsið var byggt, né hver hinn snjalli steinsmiður var, en líklega hafa byggingarframkvæmdir hafist laust eftir 1880 og þeim lokið um 1885.

Húsið er einlyft með risi, á háum kjallara. Útveggir eru hlaðnir úr lítt tilhöggnu grjóti, sem flutt var úr Nesbjörgum. Veggir eru einfaldir og veggjaþykkt er um 50 cm. Þeir voru múrhúðaðir að utan með sementsblöndu, sem einnig var notuð sem bindiefni.

Íbúðarhús Júlíusar héraðslæknis þótti afar glæsilegt og húsakynni öll hin ríkmannlegustu. Í húsinu var bæði stássstofa og dagstofa sem þiljaðar voru innan með brjóstþili og strekktum striga á útveggjum en standandi þili á milliveggjum. Auk þess var apótek og sjúkrastofa í húsinu. Á rishæðinni var meðal annars korn- og mjölgeymsla og í kjallara var eldhús í miðju húsi, þar sem var stór eldavél, og búr með bekkjum og skápum.

Þegar hafist var handa við endurbætur á húsinu í lok síðustu aldar hafði ekki verið búið í húsinu í um hálfa öld en þykkir steinveggir, auðar gluggatóttir og fúið tréverk báru vitni um stórhug og vandvirkni.

Klettur í Kálfshamarsvík

  • HAH00355
  • Corporate body
  • 1924 -

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Klettakot í Reykjavík (Vesturgata 12, baklóð)

  • HAH00827
  • Corporate body
  • um1850 - 1887

Klettakot var hjáleiga frá Merkisteini, byggt upp úr 1850 og rifið árið 1887. Tryggvagata 18, Á þessu svæði voru allnokkrir torfbæir um miðja 19. öld. Þeir voru auk Sjóbúðar, Hóll, Helluland, Merkisteinn, Klettakot og Jafetsbær.
Dúkskot og Gróubær voru á sömu slóðum við Garðastræti.

Kleppsspítali

  • HAH00354
  • Corporate body
  • 1907 -

Kleppur eða Kleppsspítali, er geðspítali sem tilheyrir geðsviði Landspítalans. Kleppur er einnig örnefni í Reykjavík

Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af konungi þann 20. október 1905 (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið 1907. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af landlækni og aðila sem stjórnarráðið skipað

Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru engan veginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið 1901 var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið 1880 reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét Guðmundur Björnsson þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu og að veita fólki margvíslega meðferð, sem er haldið geðröskunum eða talið vera að veikjast af þeim -- til dæmis geðklofa, geðhvarfasýki, þunglyndi, fíkn eða persónuleikaröskun. Á Kleppsspítala eru nú göngudeild, þrjár endurhæfingargeðdeildir, öryggisgeðdeild og réttargeðdeild.

Kleifarbúinn á Kleifaheiði (1947)

  • Corporate body
  • 1947

Sumarið 1947 reistu vegavinnumenn minnisvarðann á Kleifaheiði milli Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps hinna fornu. Varðan sem er hlaðin úr grjóti hefur gengið undirnafninu Kleifabúi eða Kleifakall.

Þetta er ein stærsta varða sem reist hefur verið hérlendis. Hún hefur staðið óhögguð öll þessi ár en lítillega þurfti að laga höfuðið fyrir nokkrum árum.

Það var vinnuflokkur undir stjórn Kristleifs Jónssonar frá Höfða í Þverárhlíð sem vann við vegalagningu yfir heiðina. Þegar þeir nálguðust háheiðina þótti þeim viðeigandi að reisa myndarlega vörðu. Einar Einarsson og Guðjón Jóhannesson hlóðu vörðuna og Kristján Jóhannesson gerði höfuðið. Vinnuflokkurinn sá svo um efnisöflun en gnægð er af grjóti á þessum slóðum.

Eiður Thoroddsen hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að fjöldi fólks stoppi við Kleifabúann á hverju sumri og langflestir sem þar fari um í fyrsta skipti stansi og skoði hana. Við vörðuna er rúmgott plan og þaðan er víðsýnt.

Kleifar Blönduósi

  • HAH00112
  • Corporate body
  • 1952 -

Kleifar standa á vesturbakka Blöndu gengt Hrútey. Kristinn Magnússon byggði þar upp 1952, en áður var þar Klifakot. Íbúðarhús 1952 492 m3, fjós fyrir 12 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Tún 15,5 ha.

Kjötpottur landsins skopteikning 1911

  • Corporate body
  • 1911

Árið 1911 létu fjandmenn Björns teikna skopmynd af honum og hans félögum og var myndinni dreift um allt land. Enginn var skráður fyrir myndinni en hún hefur fengið heitið „Kjötpottur landsins“ enda stendur það á henni miðri.

Myndin er mjög ítarleg og augljóslega mikið lagt í hana. Víða er myndmál og ýmsar tölur sem hægt er að rýna í og túlka. Við kjötpott landsins stendur ráðherrann Björn í líki skepnu og ofan í hann hella landsmenn sínum sköttum. Úr pottinum útdeilir Björn gæðunum til vina sinna sem einnig eru í dýrslíki. Má þarna sjá þingmennina Bjarna Jónsson frá Vogi sem gölt og Björn Kristjánsson sem hrút. Einnig skáldið Einar Hjörleifsson Kvaran sem kött. Fjöldi annarra skepna og tákna eru á myndinni og fyrirtaks gáta til að spreyta sig á.

Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)

  • HAH10121
  • Corporate body
  • 2002

Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson

Kjölur

  • Corporate body
  • 874 -

Kjölur er landsvæði og fjallvegur (Kjalvegur) á miðhálendi Íslands, austan Langjökuls en vestan við Hofsjökul. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin vera við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar Hvítá Kjöl. Kjölur er nú afréttarland Biskupstungna en tilheyrði áður bænum Auðkúlu í Húnaþingi.

Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem Hrútfell (1410 m) og Kjalfell (1000 m). Þar eru líka gróin svæði, einkum í Hvítárnesi og í Þjófadölum. Áður var Kjölur mun meira gróinn. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið Hveravellir, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Kerlingarfjöll eru við Kjalveg og er þar að finna veitinga- og gistiaðstöðu ásamt því að Hveradalir eru eitt stærsta háhitasvæði Íslands

Nyrst á Kili er Dúfunefsfell, 730 m hátt, og sunnan við það eru sléttir melhjallar sem talið er að geti verið Dúfunefsskeið, sem nefnt er í landnámu, í frásögninni af Þóri dúfunef landnámsmanni á Flugumýri og hryssunni Flugu.

Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í Landnámu af landkönnun skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll Eiríks í Goðdölum, sem fann Kjalveg. Vegurinn var fjölfarinn fyrr á tíð og raunar helsta samgönguleiðin milli Norður- og Suðurlands. Í Sturlungu eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka.

Seint á 18. öld létu Reynistaðarbræður og förunautar þeirra lífið við Beinahól á Kili og er sagt að enn sé reimt þar í kring. Eftir það fækkaði ferðum um Kjöl en þær lögðust þó aldrei alveg af. Fjalla-Eyvindur hélt einnig til á Kili á 18. öld og reisti kofa á Hveravöllum.

Kjalvegur er um 165 km frá Eiðsstöðum í Blöndudal suður að Gullfossi og er fólksbílafær á sumrin. Á síðustu árum hefur mikið verið rætt um að leggja heilsársveg um Kjöl. Kjalvegur hinn forni liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur.

Kjalarland

  • HAH00687
  • Corporate body
  • (1800 - 1975)

Eyðijörð. Eigandi 1975; Elínborg Margrét Kristmundsdóttir 10. okt. 1909 - 15. jan. 1996. Starfsmaður hjá Pósi og síma. Síðast bús. í Vindhælishreppi. Ógift.
Elstu rituðu heimildir er geta Kjalarlands er jarðabók frá 1686. Í manntali frá 1703 eru fjórir skráðir til heimilis en tólf þegar flest er árið 1860. Árið 1708 var jörðin í eyði „og hefur í eyði legið síðan í næstu fardögum. [...] Þessi jörð hefur lagst í eyði vegna fólkfæðu síðan bólusóttina, aftur má hana byggja ef fólk til fengist. Enginn brúkar þessa jörð þetta ár til neinna gagnsemda.

Um jörðina segir í jarðabók frá 1708 „Torfrista næg, stúnga lök. Lýngrif og hrísrif til eldiviðar bjarglegt. Túninu grandar sandfok úr melholti, sem nálægt er túninu. Engjar öngvar.“ Jörðin er svo metin í Fasteignamati frá 1916-1918: „Túnið er talið 9-10 dagsl. Það er í góðri rækt og grasgefið, en þó nokkuð harðlent, að mestu slétt eða greiðfært. Mætti auka það út að nokkru. [...] Engjar litlar og reitingslegar á dreif um bithaga, að nokkru votlendar, óvéltækar. Hey holl, en fremur létt. Stutt á engjar og vegur ekki slæmur. Má ætla að heyja megi í meðalári um 200hb. Engjar ógirtar. “

Í sóknalýsingu frá 1873 segir að á Brunnárdal hafi verið Hafursstaðasel hið gamla og hið nýja og Kjalarlandssel í Selhvammi, skammt norðan Brunnár.

Gamli bærinn stóð syðst í gamla túninu og fjós sambyggt. Búið er að rífa bæinn en þó sér móta fyrir dældum í túninu og einhver gróður skil eru þar sem bærinn stóð. Dældirnar eru um 20sm djúpar. Þess ber að geta að tún var óslegið þegar skráning fór fram sumarið 2011. Á túnakorti frá 1920 er bær og fjós syðst í túni. Um bæjarhús segir í fasteignamati 1916-1918: baðstofa er alþiljuð með skarsúð og heilþilstafni en að öðru leyti eru torfveggir og torfþak. Húsið er sagt gott og nýtt. „Önnur bæjarhús og geymsluhús lítilfjörlega torfhús, flest gömul, en ekki óstæðileg.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://handrit.is/. Skoðaður þann 10.02.2012. Fasteignamat 1916-1918 undirmat; A-Húnavatnssýsla. Kjalarland nr. 264). Kvíaból var sunnan túns, nú orðið töðuvöllur.

Norðaustur af Dokkaflóa heita Krókar, vestan við þá heita Krókamelar, þar vestur af Veituhólar, vestur af þeim er Veita, þar vestur af Kattarhóll [...].“

Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)

  • HAH10134
  • Corporate body
  • 1978

Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins

Kista á Blönduósi

  • HAH00642
  • Corporate body
  • 1913 -

Kista á Blönduósi. Sjúkraskýli 1913-1915. Guðmundarhús í Holti 1940.
Húsið dró nafn sitt af lögun þaksins sem þótti minna á líkkistu.

Kirkjuhvammur í Miðfirði

  • HAH00579
  • Corporate body
  • 1318 -

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Kirkjuhvammskirkja á Vatnsnesi

  • Corporate body
  • 1882 -

Kirkjuhvammskirkja ofan við Hvammstanga var byggð árið 1882 og hefur verið friðuð kirkja í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 1976. Mikil viðgerð fór fram á kirkjunni á árunum 1992-1997. Kirkjan er úr timbri með bindingsverki og veglegum turni og var smíðuð af Birni Jóhannssyni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

  • HAH00870
  • Corporate body
  • fyrir 874

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 196 íbúar 1. desember 2019. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli.

Kirkjubæjarklaustur hét upphaflega Kirkjubær á Síðu. Bærinn var landnámsjörð og bjó þar Ketill fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann var kristinn, en í Landnámu segir að áður hafi þar búið papar og heiðnir menn hafi ekki mátt búa á Kirkjubæ. Ekki er þess getið að Ketill hafi reist sér kirkju en þó kann svo að vera og hefur það þá líklega verið fyrsta kirkja á Íslandi. Þorlákur helgi dvaldist sex vetur á þessum stað á árunum 1162-1168.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ 1186 og var þar til siðaskipta 1542. Á Sturlungaöld var Ögmundur Helgason staðarhaldari í Kirkjubæ en var gerður héraðsrækur eftir að hann lét taka Sæmund og Guðmund Ormssyni af lífi skammt frá Kirkjubæ 1252.

Kirkja var á Kirkjubæjarklaustri til 1859 en þá var hún flutt að Prestsbakka. Þekktastur presta þar á síðari öldum er séra Jón Steingrímsson eldklerkur, sem margir trúðu að hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár við Systrastapa með eldmessu sinni 20. júlí 1783. Hann er grafinn í kirkjugarðinum á Klaustri. Minningarkapella um hann var reist á Kirkjubæjarklaustri og vígð 17. júní 1974.

Kirkjubæjarklaustur er í fögru umhverfi við Skaftá og eru þar margir þekktir ferðamannastaðir á borð við Systrastapa, Systrafoss, Stjórnarfoss og Kirkjugólfið. Þar hafa verið gerðar mannaðar veðurathuganir síðan 1926. Grunnskóli er á Klaustri og þar er læknir, dýralæknir og héraðsbókasafn. Þar er gistihús, sundlaug, veitingasala og allmikil ferðamannaþjónusta.

Ketilholuflá á Grímstunguheiði

  • HAH00276
  • Corporate body
  • (1950)

Hún liggur í keri, marflöt og mjög blaut. Uppsprettulækur, talsvert vatnsmikill, rennur bakkafullur í gegnum hana norðanverða og yfir lágan ás, sem heldur vatninu uppi. Hann er blátær. Annar minni og miklu styttri kemur sunnan úr flánni og má heita tær. Mýravatn virðist því ekki renna svo neinu nemi úr flánni. í tungunni milli lækjanna voru nýjar rústir og klaki í kolli þeirra á nálægt 15 cm dýpi. Ein rústin var mjór, svartur hryggur, mikið sprunginn að endilöngu, hinar hálfkúlulaga og mjóar sprungur í þeim öllum. Engin þeirra líktist venjulegum þúfum. Ég kom aftur að rústunum í seinni göngum um haustið. Þá litu þær eins út, nema hvað flestar stóðu að meira eða minna leyti í vatni, því að mikil votviðri höfðu gengið að undanförnu. Mér er ekki kunnugt hvaða ár rústirnar risu, en sumarið 1968 gekk ég yfir þetta svæði án þess að koma auga á nokkur nývirki í flánni.

Kerlingin í Drangavík

  • HAH00356b
  • Corporate body
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.
Kollafjarðarnes.
Kerlingin í Drangavík.

Kerlingarfjöll

  • HAH00350
  • Corporate body
  • (1950)

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1477 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir dranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum.

Kerið í Grímsnesi

  • HAH00029
  • Corporate body
  • (1950)

Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatnsstöðu, hún er 7 til 14 m djúp.
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs. Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 6500 árum og mynduðu Grímsneshraun.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít).
Kerið er eign Kerfélagsins, sem tekur aðeins gjald af þeim ferðamönnum sem koma með rútum að skoða það.

Kerafossar í Víðidal

  • Corporate body
  • 874 -

Víðidalur, breiður og grösugur. Vestan að honum lágir hálsar og heið­ar en hátt, tindótt fjall að austan, Víðidalsfjall. Víðidalsá, um 65 km löng, kem­ur sunnan af heiðum, mikil lax­veiðiá. Í hana fellur Fitjaá, í henni eru Kerafossar, góður veiði­staður. Upptök Fitjár er á Stórasandi.

Keldunúpur á Síðu

  • HAH00348
  • Corporate body
  • 1860 -

Fyrir austan Breiðabólstað er Keldunúpur. Eru þar háir hamrar í brúnum. Þar stendur bærinn Keldunúpur vestanhalt við núpshornið. Keldunúpur var áður Kristfjárjörð ,,gefin af Bjarnhéðni og Ögmundi", en óvíst hvenær. Sú kvöð fylgdi búinu, að þar skyldi ávalt vera „kvengildur ómagi, sem kann að fara i föt sín og úr". Er þetta samkvæmt afriti frá 1652 af Kirkjubæjarskjölum. Í Vilkinsmáldaga segir enn fremur: „Þar skal gefa málsverð jóladag, páskadag, Hvítdrottinsdag og nyt fjár þess skal gefa að morgunmáli Pjeturs messu og lamb úr stekk og gefa um haustið ef aftur kemur."

Vestast í Keldunúpi eða rjett vestan við hann, er einstakur klettur, sem Steðji heitir. Ber hann nafn með rentu, því að hann er tilsýndar eins og gríðar mikill steðji, mjög við hæfi vætta þeirra, sem hjer búa. Framan í núpnum, hátt uppi i sljettu bjarginu, er hellir með viðum munna. Er hátt upp í hann og ilt að komast þangað. Í þessum helli er sagt að Gunnar Keldugnúpsfífl hafi haft bækistöð sina. Sagði sagan, að inst í hellinum væri djúp tjörn og í hana hefði Gunnar kastað gullkistum. — Hellirinn er nefndur Gunnarshellir. Það freistaði ungra manna að reyna uppgöngu í hellirinn, að gullið var þar. — En þeir fyrstu, sem þangað komu, gripu í tómt. Þar var hvorki tjörn nje gull að finna. Þegar Árni Gíslason var sýslumaður í Skaftafellssýslu, kleif Þórarinn sonur hans i hellinn, og þótti það frækilega gert. Hann fann þar ekkert heldur. En í vor rjeðust menn þar til uppgöngu og komust í hellinn. Sáu þeir þá að í bergið var markað stórt krossmark. Um uppruna þess og tilgang veit enginn neitt, því að enginn vissi að það er til. En það er svo stórt, að glögt má sjá það af veginum fyrir neðan núpinn.
Vegurinn liggur nú austur fyrir Keldunúp og opnast þar annar dalur, Hörgsdalur. Inni í honum stendur samnefndur bær i grænum hvammi undir háum brúnum. Þarna var einn af fjórum holdsveikraspítölum landsins á sinni tíð, stofnaður árið 1652. En sennilega hefur verið minna um holdsveiki á þessum slóðum en annars staðar, því að árið 1756 voru aðeins 2 sjúklingar í spítalanum. Þegar spítalinn lagðist niður átti afgjald jarðarinnar að samsvara haldi eins kvengilds ómaga. — Utan við bæinn gengur fram hár múli og undir honum stendur bærinn Múlakot. Þar eru háir klettar í hlíðarbrúnum austur með og heitir Háaheiði þar fyrir ofan.

Kelduland á Skaga

  • HAH00347
  • Corporate body
  • (1930)

Á Keldulandi er gralendi mikið og gott. Bærinn stendur skammt frá þjóðvegi móts við Bakka, áður stóð hann nær fjallinu. Íbúðarhú byggt 1972, 183 m3. Fjós byggt 1971 járnklætt yfir 5 gripi. Fjárhús byggt 1971 yfir 120 fjár. Hlaða byggð 1974 úr járni og timbri 221 m3. Geymsla byggð 1974 247 m3.
Tún 8,2 ha.

Kaupfélag Húnvetninga (1895-2002)

  • HAH10057
  • Corporate body
  • 1895-2002

Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, var stofnað 16. desember 1895 í „vertshúsinu" á Blönduósi. Fyrsta stjórn: Þorleifur Jónsson, alþm., Syðri-Löngumýri, form., Benedikt G. Blöndal, umboðsm., Hvammi, Árni Á. Þorkelsson, hreppstjóri, Geitaskarði. Félagið gekk í Samb. 1917. Félagið rak umfangsmikla verzlun á Blönduósi, í aðalverzlun þess voru seldar matvörur, byggingavörur og vefnaðarvörur og auk þess rak það vörugeymslu, þar sem seld var sekkjavara, timbur o. fl. Líka rak félagið eitt verzlunarútibú á Blönduósi og einnig söluskála sem einkum þjónaði ferðamönnum og líka sá það um vöruflutninga innan héraðs og á leíðinni til Reykjavíkur. Þá var félagið aðaleigandi Vélsmiðju Húnvetninga, ásamt búnaðarsambandinu í héraðinu, en það fyrirtæki rak bílaverkstæði á Blönduósi. Á Skagaströnd rak félagið tvær verzlanir. Fastir starfsmenn voru 65, en félagsmenn 669.

Kaupfélag Húnvetninga stofnað 1896 [1895 skv auglýsingu í Sjómannadagsblaðinu 1 tbl 1941 og Auglýsing í Húnavöku 1971]. Haldið var uppá 50 ára afmælið 7.7.1946.
STARFRÆKJUM: Útibú innan Blöndu, Kornmyllu, Benzínsölu, Bifreiðaakstur, Samvinnutryggingar, Eggjasölusamlag, Skipaafgrreiðslu, Saumastofu, Innlánadeild,

Mjólkursamlag (þurrmjólkurvinsla) tekur væntanlega til starfa næsta sumar [1947] á vegum S. A. H. Væntir félagið þess, að Húnvetningar standi fast saman um þetta fyrirtæki, því aðeins mun það koma að fullum notum, og uppfylla þær vonir, sem við það eru tengdar.
SÍMI 10 (2 LÍNUR). SAMBAND FRÁ SKIPTIBORÐI VIÐ: Skrifstofu framkv.stjóra. Almenna skrifstofu. Sölubúðina. Vörugeymslu. Saumastofu. Sláturhús. Jón S. Baldurs heima. Tómas R. Jónsson heima Sími 2: a. Útibúið innan Blöndu b. Kristinn Magnússon heima [Auglýsing Tíminn 24.12.1946].

Kattarauga í Vatnsdal

  • HAH00341
  • Corporate body
  • (1950)

Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tjörnin Kattarauga er alldjúpur pyttur sem í eru tveir fljótandi hólmar sem reka undan vindi. Mikið og stöðugt rennsli er í gegnum tjörnina. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glittir á þegar logn er og bjartur dagur. Af lindarauganu dregur tjörnin nafn sitt. Gróður á svæðinu er dæmigerður íslenskur mýrargróður.
Stærð náttúruvættisins er 0,01 ha.

Karlsminni Höfðakaupsstað

  • HAH00452
  • Corporate body
  • 1875 -

Karlsminni sem stóð á túninu upp af víkinni milli Lækjarbakka og Strandgötu 10.
Á þessum stað hóf F.H. Berndsen beykir verslunarrekstur 1875 mitt á milli verslanna á Hólanesi og á Skagaströnd (við Einbúann). Var hún rekin þarna fram að 1887 en þá brunnu þáverandi hús til grunna í miklu mannskaðaveðri.
Eftir það var verslunin færð inn á Hólanes og starfrækt þar af Carli Berndsen, syni F.H. Berndsen, fram að fyrra stríði.
Karlsminni var þá orðin þurrabúð eða venjulegt heimili þar sem ekki var skepnuhald. (heimild: Byggðin undir Borginni).

Karlakórinn Húnar

  • HAH06192
  • Corporate body
  • 1944

Árið 1944 stofnuðu nokkrir menn á Blönduósi karlakór, tvöfaldur kvartett fyrst og hét þá Áttungar. Eftir tvö ár 1946 hafði fjölgað í hópnum og hlaut kórinn þá nafnið Karlakórinn Húnar. Stjórnandi kórsins í 11 ár var Guðmann Hjálmarsson.

Kárdalstunga í Vatnsdal

  • HAH00050
  • Corporate body
  • (950)

Kárdalstunga stendur neðst í tungunni milli Vaglakvíslar og Hólkotskvíslar nokkru neðar en Vaglar. Kvíslar þessar eiga upptök sín á ýmsum stöðum fram á hálsum og eru vatnslitlar. Heita svo Tunguá eftir að saman falla rétt fyrir neðan Kárdalstungu. Landið, sem hallar til norðurs og vesturs, er lítið og hrjóstrugt og erfitt til ræktunar. Til forna var hjáleiga eða býli suður í Kárdalstunguhólum. Einnig var sel er Árnasel hét við Selbrekkur. Tungusel var austan við Hólkotskvísl allmiklu sunnar. Íbúðarhús byggt 1960, 410 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 186 fjár. Hlaða 490 m3. Votheysgryfjur 80 m3. Geymsla, bílskúr og verkstæðishús 291 m3. Tún 44,5 ha. Veiðiréttur í Tunguá. Kirkjujörð:

Kárastaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00424
  • Corporate body
  • [1300]

Kárastaðir eru Eyðijörð síðan 1956. Hún liggur næst sunnan við Ása. Beitiland er þar sæmilega gott og ágætt ræktunarland á flatlendinnu norður frá gamla túninu, en Blanda liggur þar með miklum þunga og ógnar með landbroti. Sandeyrar meðfram Blöndu, gegnt Auðólfsstöðum, hafa gróið vel upp á síðari árum. Þar var borinn í tilbúinn áburður með ágætum árangri síðustu árin sem jörð var í byggð og stundum síðan. Vegasamband er slæmt að gamla bæjarstæðinu. Vel mætti endurreisa býlið ofar í hlíðinni í sömu hæð og Ásar eru. Þar er gnægð ræktunarlands og Ásavegur þyrfti aðeins að framlengjast um 1 km. Eigandi jarðarinnar er Sigurjón E Björnsson á Orrastöðum. Síðan þá hefur hann nytjað jörðina annars lánað hana Ás mönnum þar slægjur og beit, Gömul torfhús yfir 100 fjár. Tún 4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kambur (fjall) í Staðarsveit

  • HAH00885c
  • Corporate body
  • 874 -

Kambur tindóttur hryggur austan við gönguleiðina á Helgrindur fyrir ofan Kálfárvelli.

Kambhóll í Víðidal

  • HAH00897
  • Corporate body
  • (1400)

Forn eyðijörð, hefur legið í auðn lángt yfír 200 ár. Jarðardýrleiki óviss, því engin gelst hjer tíund af. Eigandinn Víðidalstúngukirkja og proprietarius þar til. Landskuld er hjer nú engin, en hefur oft híngað til verið ljeð Neðrifitjamönnum fyrir xx álnir, sem goldist hafa í öllum landaurum heim til landsdrottins. Nú er það brúkað til hrísrifs fyrir þá sem landsdrottinn leyfir. Laxveiðivon hefur lítil verið í Fitjá en nú í margt ár að öngvu gagni. Grasatekjuvon er nokkur. Túnstæðið foma er mestan part af brotið af Kambá, og því óbyggjandi nema bærinn væri færður í annan stað, og óvist hvört það erfiði vildi kostnaðinn betala.

Kambakot

  • HAH00340
  • Corporate body
  • (1950)

Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.

Kálfshamarsviti

  • HAH00344
  • Corporate body
  • 1940 -

Árið 1913 var fyrst reistur viti á Kálfshamarsnesi. Það var áttstrent norsksmíðað ljóshús úr steypujárni sem nú er á Straumnesvita í Sléttuhlíð.

Núverandi Kálfshamarsviti var byggður árið 1940 en ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1942 þar sem ekki tókst að afla ljóstækja í hann fyrr. Ljóstækin voru keypt frá Englandi og einnig ljóshúsið. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1973 að hann var rafvæddur, magnað með 500 mm linsu.

Kálfshamarsviti er meðal vitaturnanna sem byggðir voru í fúnkisstíl eftir 1939 samkvæmt teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings sem sótti fyrirmyndir til vita sem Guðjón Samúelsson húsameistari hannaði og til stóð að reisa í Þormóðsskeri á Faxaflóa en aldrei var byggður. Vitinn er 16,3 m að hæð, ferhyrndur steinsteyptur turn sem lagður er innfelldum lóðréttum böndum. Greinileg litaskipti vitans voru kölluð fram með svartri hrafntinnuhúð á böndin sem kölluðust á við ljósa kvarshúðaða veggfleti. Nú hefur vitinn verið kústaður með svörtu þéttiefni á dökku flötunum en hvítri sementsblöndu á þá ljósu.

Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes

  • HAH00345
  • Corporate body
  • (1950)

Kálfshamars er fyrst getið í Sigurðarregistri frá 1525, þar talin með óbyggðum jörðum í eigu Þingeyrarklausturs. Í reikningum frá 1552 er jörðin í byggð og enn í eigu Þingeyrarklausturs.

Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.
Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.
Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.
Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.

Kálfshamar Kálfshamarsvík

  • HAH00423
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stóð á hól fyrir miðju gamla túninu og var fjós sambyggt honum (Túnakort frá 1921). Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).

Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).

Þar eru nú engin bæjarhús. Bærinn stóð áður norðaustan við samnefndan hamar við sunnanverða Kálfshamarsvík. Á Kálfshamri er sæmilega gott til ræktunar og fjárbeit góð til lands og sjávar. Útræði ágætt. Hlaða byggð 1976, grunnur steyptur, á honum stálgrindarhús 1770 m3. Tún 12,1 ha.

Kálfárvellir í Staðarsveit á Snæfellsnesi

  • HAH00265b
  • Corporate body
  • (1200)

Kálfárvellir (tv) 30 hundruð að dýrleika með hjáleigum, 1850. Konungsjörð sem féll undir Arnarstapaumboð. Frá 1870 var afgjald jarðarinnar lækkað um 2 vættir og 10 fiska (4 rd 85 sk)
Var í eyði 1925-1935, en þá byggð upp bæði íbúðar og skepnuhús. 1852 býr þar Páll Melsted „í rjett laglegu timburhúsi, sem kaupmannafólkið á, en jörð hef jeg leigt — sem kongur á“ eins og annað hjer í sýslu. — 1662 var Búðakaupsstaður fluttur í land Kálfsárvalla þar sem skipalægi var betra reistur þar nýr kaupsstaður og var um skeið aðal kaupstaður Snæfellinga. Í janúar 1799 gerði ógurlegt sjávarflóð í Faxaflóa sem jafnan gengur undir nafninu Básendaflóðið, en þá tók líka af verslunarstaðinn austan við Hraunhafnarós., Þá var verslunar staðurinn fluttur aftur og ná að Búðum.

Kálfafellskirkja í Fljótshverfi á Síðu

  • HAH00343
  • Corporate body
  • 1898 -

Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.

Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar ger gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Kaldrani á Skaga

  • HAH00339
  • Corporate body
  • (1850) - 1938

Kaldrani fór í eyði 1938.

Kaldakinn Torfalækjarhreppi

  • HAH00556
  • Corporate body
  • (1250)

Kaldakinn 1. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum um 1 km frá þjóðveginum. Ræktun gengur til norðurs meðfram Blöndu og í Köldukinnarkatla, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis. Ævafornt eyðibýli, Skildibrandsstaðir var þarna fyrir ofan Katlana. Jarðsælt er og ræktunarmöguleikar góðir. Mikið berjaland er í Kötlunum og einnig vestan í hálsinum. Íbúðarhús byggt 1948, 426 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 635 m3. Geymsla 430 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.


Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.

Kagaðarhóll á Ásum

  • HAH00338
  • Corporate body
  • (1350)

Bærinn stendur á hól snertispöl frá Kagaðarhólsberginu, sem rís nokkru hærra. Gamla túnið liggur vestan í hæðinni hallandi við Svínvetningabraut. Land jarðarinnarnær austan frá Blöndu vestur að Fremri-Laxá. Sunnan bær það ó Hólsdal og um Hafratjörn í Fremri-Laxá, en norðan beint í Blöndu um Flathamar í Laxárvatn. Merking nafnsins mun vera útsýnishóll / sjónarhóll.

Íbúðarhús byggt 1952, 555 m3. Fjós byggt 1974 yfir 36 kýr og 20 geldneyti með mjaltabás og mjólkurhúsi, áburðarkjallara og geymslu, fjárhús byggð 1955 yfir 225 fjár. Hesthús fyrir 10 hross, hlöður 1500 m3. Votheysturn 40 m3, búvélaskemma 44 m3. Tún 34,1 ham veiðiréttur í í Fremri-Laxá og Laxárvatni.

Jörundarfell í Vatnsdalsfjalli (1038 mys)

  • Corporate body
  • 874 -

Jörundarfell er hæsti toppur Vatnsdalsfjalls í Austur-Húnavatnssýslu og er 1038 m hátt. Vatnsdals-fjall er nær 30 km langur fjallgarður sem liggur frá norðri til suðurs og er líklega þekktast fyrir að úr því mun hafa fallið skriðan sem myndaði Vatnsdalshólana sem eru eitt af þremur náttúrufyrirbærum á Íslandi sem sögð eru óteljandi. Af Jörundarfellinu er gríðarlega gott útsýni í allar áttir í góðu skyggni; í suðri sést inn á jökla og í Kerlingarfjöll, í vestri Strandafjöllin, í norður Skagi og Húnaflói og í austurátt blasa við fjöll Skagafjarðar og jafnvel Kerling í Eyjafirði. Gengin verður hringleið á fjallið, lagt upp frá eyðibýlinu Másstöðum og haldið beint á brattann. Þegar upp á fjallið kemur er haldið til suðurs upp á Jörundarfellið sjálft. Niður verður farið venjulega leið úr Mosaskarði og komið niður hjá Hjallalandi.

Results 501 to 600 of 1161