Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

(1950)

History

Kálfshamars er fyrst getið í Sigurðarregistri frá 1525, þar talin með óbyggðum jörðum í eigu Þingeyrarklausturs. Í reikningum frá 1552 er jörðin í byggð og enn í eigu Þingeyrarklausturs.

Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.
Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.
Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.
Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.

Places

Skagi; Vindhælishreppur; Skagabyggð; Kálfshamarsnes; Saurar;

Legal status

Náttúrufar og jarðabætur. Í jarðabók frá 1708 segir að túninu spilli „grjótsuppgángur“ og vatn sem sígi á völlinn og éti rótina til stórskaða. Engjaheyskapur takmarkist við það sem hægt er að hirða í hagmýrum og votum brokflóum. Réttur til upprekstrar á afrétt tilheyrði ekki jörðinni en kvikfé sagt stafa hætta af mýrardýjum sem oft hafi hlotist skaði af. Til hlunninda er talin torfrista og stunga næg og móskurður til eldiviðar sömuleiðis. Þá er trjáreki sagður sæmilegur, en hvalreki tilheyri ekki jörðinni. Heimræði er sagt sæmilegt og lending góð og skip heimabónda hafi gengið eftir því sem hann kom því við en sjaldan fleiri en eitt. Uppsátur var áður leigt út einu skipi fyrir einn fisk af hverjum róðri (svonefndan lóðarfisk).

Functions, occupations and activities

Sauraundrin; Draugagangur:

Mandates/sources of authority

Byggðin 1910-1920
Þá urðu litlar breytingar á Kálfshamarsnesi, aðeins eitt hús var byggt. Var það >>Barnaskólahúsið<<, sem var fremur lítið timburhús, ein hæð með lágu risi. Hús þetta var stutt austan við Hátún og stendur enn, þegar þetta er ritað. Málfundafélag, sem um skeið starfaði í þorpinu, reisti þetta hús ásamt fleirum og gegndi það bæði hlutverki samkomuhúss og skólahúss.

Á þessum árum var eitt hús rifið á Nesinu, var það >>Karlsbúð<<. Í nágrenni Kálfshamarsness urðu líka nokkrar breytingar. Þá byggði Rögnvaldur Jónsson >>Steinsholt<<, fyrir sunnan Holt og við Tjörnina. Var það torfbær með timburgafli og timburhlið að framan. Voru þar herbergi á lofti fyrir sjómenn, en Rögnvaldur átti bát og var formaður. Hann drukknaði í júlí 1914 ásamt Valdimar syni sínum, Guðlaugi í Holti og Valdimar syni hans, og einnig Jens Steinsen, er hafði verið vinnumaður hjá föður mínum í níu ár. Það var hald manna að stórfiskar hefðu grandað þeim. Nokkru síðar var Steinsholt rifið og selt.

Malarland<< var byggt um svipað leyti og Steinsholt, það gerði Björn Arnason, faðir Boga Björnssonar og þeirra systkina. Malarland var torfbær með timburgafli að framan. Stóð það líka við malarkambinn eins og Bárubúð, en var nær enda Tjarnarinnar. Það var rifið nokkru eftir 1920.

Sigurjón Hallgrímsson byggði >>Nýjabœ 1912<<, en reif hann svo aftur 1914 eða 1915 og flutti burt, og byggði þá upp í Örlygsstaðaseli. Nýibær stóð í Kálfshamarslandi nokkru fyrir ofan Kálfshamar, upp við svonefndan Rinda. Var það torfbær með timburhálfgafli að sunnan. Þar hefur ekki verið byggt síðan.

Á manntalinu, sem tekið var í desember 1920, eru skráðir íbúar þessa svæðis við Kálfshamarsvík 37 manns í 9 húsum: Klöþp: Kristján Eiríksson, k.h. Guðrún Hannesdóttir og 1 sonur þeirra.

1) Hátún: Jóhann Helgason, k.h. Margrét Ferdinantsdóttir, Ástríður Jónatansdóttir og 2 sjómenn.
2) Iðavellir: Jóhannes Jóhannesson, k.h. Guðrún Guðjónsdóttir og 3 börn þeirra.
3) Ásbyrgi: Andrés Guðjónsson, k.h. Sigurborg Hallbjarnardóttir og 2 börn þeirra og 2 vinnuhjú.
4) Miðhús: Þorsteinn Þorsteinsson, k.h. Halldóra Guðmundsdóttir.
5) Framnes: Páll Benediktsson, búst. h. Kristín Bjarnadóttir og 3 börn þeirra.
6) Holt: Guðmundur Einarsson, k.h. Margrét Benediktsdóttir og 3 börn þeirra og 1 vinnustúlka.
7) Malarland: Stefán Þorsteinsson og búst. h. Guðrún Tómasdóttir.
8) Garðshorn: Sumarliði Sigurðsson, Ólöf Oddsdóttir og Sæmundur Ólafsson.

Byggðin 1920-1930
Á þessum árum urðu miklar breytingar á Kálfshamarsnesi og nágrenni. Sum hús rifin og önnur byggð.

Vorið 1920 kom ég fyrst til sjóróðra hjá Ara Einarssyni á Kálfshamarsnesi. Svaf skipshöfn Ara í Bamaskólahúsinu, en borðaði í Hátúni (Möngubæ). Um haustið þetta sama ár keypti Kaupfélagið á Skagaströnd hluta Höepfnersverslunar í jörðinni Kálfshamri, og þar með 3/5 af byggingalóðum á Nesinu. Vorið 1921 var Ásbyrgi rifið og flutt til Akureyrar, en Andrés Guðjónsson, sem þar hafði verslun, flutti burt með fjölskyldu sína til Harrastaða innar á Ströndinni. Um líkt leyti byggði Þorsteinn Þorsteinsson Lambastaði rétt fyrir vestan Miðhús, var það torfbær með timburhálfgafli að sunnan. Þá flutti Sigurður Ferdinantsson með fjölskyldu sína frá Kálfshamri í hús sitt á Nesinu, Miðhús.

Árið 1924 reif Sigurður Miðhús og byggði Klett með hjálp góðra manna. Var það torfbær, eitt herbergi með timburgafli að sunnan. Stóð sá bær á túni því er Benedikt Benediktsson ræktaði fyrir norðan Iðavelli. Við hliðina á Kletti var gömul heyhlaða, sem Benedikt hafði áður byggt, var gengið niður í endann á henni og hún höfð fyrir eldhús.

Á þessum árum fyrir 1930 komu „trillur" til sögu á Kálfshamarsnesi, það er opnir vélbátar. Þá komu þangað tvær skipshafnir að sunnan. Önnur með Albert Þorvarðarsyni frá Gróttu á Seltjarnarnesi, sem átti og var formaður á stórum trillubát. Byggði hann timburhús með skúrþaki á þeim grunni, er Ásbyrgi hafði verið, fyrir sig, skipshöfn sína og ráðskonu. Gekk það jafnan undir nafninu Albertshús. Hinn formaðurinn, sem kom með trillu og skipshöfn, hét Jón, ég held Árnason, hélt hann til á Kálfshamri. Var Jóhannes Einarsson með honum um sumarið, og keypti svo af honum bátinn, er Jón fór suður aftur um haustið. En Albert var hér tvö eða þrjú sumur og reif svo hús sitt, er hann fór héðan aftur. A þessum árum voru komnar vélar í alla opna báta, er gengu frá Kálfshamarsvík. Fyrir sunnan Albertshús byggði Ari Einarsson íbúðarhús sitt, er hann nefndi Hvamm. Það var timburhús með skúrþaki. Síðar keypti Haraldur Guðlaugsson þetta hús af Ara og bjó þar með móður sinni, þar til hún flutti suður til dóttur sinnar. Þá keypti Jóhannes Einarsson Hvamm, en húsið brann nokkrum árum síðar.

Eftir að Sigurður Ferdinantsson flutti aftur frá Kálfshamri, flutti þangað með fjölskyldu sína Lárus Frímannsson, er lengi hafði búið á Tjörn. Eftir nokkurra ára búskap á Kálfshamri slitu þau samvistum Lárus og Árnína kona hans. Fluttist Árnína þá niður á Kálfshamarsnes með þrjú börn sín og byggði sér lítið timburhús á hólnum fyrir austan Iðavelli. Var það hús jafnan kallað Árnínuhús. En ekki var hún þar nema fá ár, þá flutti Lárus til Dalvíkur og fór þá Árnína og börnin með honum þangað. En Árnínuhús stóð enn þegar ég fór að norðan 1933.

Árið 1928 stofnaði ég heimili á Kletti með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Næstu árin stækkaði ég húsið mikið og gat þá fengið þrjú herbergi og eldhús á sömu hæð. Bjuggum við þar fimm ár, þar til hún andaðist 17. júlí 1933, nýlega orðin 27 ára. Við vorum gift í tæp sjö ár og höfðum eignast þrjá syni er hún lést, var þá sé elsti fjögra ára.

Haustið 1933 fluttist ég alfarinn að norðan til Akraness.

Breytingar urðu líka á byggð í grennd við Kálfshamarsnes 1920 til 1930, sum kot fóru í eyði og önnur voru byggð. Þá fór Framnes í eyði. Sigurður Júlíusson byggði Ægissíðu um 1924, var það torfbær með timburgafli að sunnan og timburhlið. Stóð það hús á grunni Steinsholts Rögnvalds Jónssonar, sem áður er getið. Eftir um það bil áratug reif hann Ægissíðu og flutti timbrið til Skagastrandar og endurbyggði bæinn þar.

Þá byggði Sumarliði Sigurðsson torfbæ með timburhálfgafli að sunnan. Nefndi hann þann bæ Steinsholt, stóð hann nokkuð fyrir ofan Ægissíðu. En Malarland var rifið á þessum árum.

Fyrir ofan Garðshorn voru Blómsturvellir. Það var torfbær með timburhálfgafli að framan, þann bæ byggði Páll Benediktsson, sem áður bjó á Framnesi. Þá var Jaðar byggður nokkuð fyrir sunnan Garðshorn, þann bæ byggði Frímann Lárusson, var það torfbær með timburgafli að framan. Frímann hafði áður búið á Tjarnarlandi, fyrir neðan bæinn Tjörn.

Á manntalinu, sem tekið var í des. 1930, eru skráðir á þessu svæði við Kálfshamarsvík alls 67 manns í 14 húsum.

Á Kálfshamarsnesi voru þessi hús:
1) Klöpp: Ögmundur Björnsson, k.h. Guðrún Oddsdóttir og 3 börn þeirra.
2) Hátún: Jóhann Helgason, k.h. Margrét Ferdinantsdóttir og 1 sjómaður.
3) Iðavellir: Jóhannes Jóhannesson, k.h. Guðrún Guðjónsdóttir og 2 börn þeirra og 3 sjómenn.
4) Klettur: Bjarni Th. Guðmundsson, k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir og 2 börn þeirra. Sigurður Ferdinantsson og sonur hans Örn Fríðhólm.
5) Árnínuhús: Árnína Arnadóttir og 3 börn.
6) Lambastaðir: Þorsteinn Þorsteinsson, k.h. Halldóra Guðmundsdóttir.
7) Salthúsloft: Gísli Stefánsson, k.h. Ingibjörg Björnsdóttir, 2 stúlkur og Frímann Sigurðsson.
8) Hvammur: Ari Einarsson og Einar Sigurðsson.

Hús og íbúar í nágrenninu 1930:
1) Holt: Guðmundur Einarsson, k.h. Margrét Benediktsdóttir og 8 börn þeirra.
2) Steinsholt: Sumarliði Sigurðsson, k.h. Aðalheiður Ólafsdóttir.
3) Ægissíða: Sigurður Júlíusson, k.h. Guðbjörg Guðjónsdóttir og 2 börn þeirra.
4) Garðshorn: Lárus Guðmundsson, k.h. Una Frímannsdóttir og 4 börn þeirra.
5) Jaðar: Frímann Lárusson, k.h. Þóra Frímannsdóttir og 2 börn þeirra. Einnig Lárus Guðjónsson.
6) Blómsturvellir: Páll Benediktsson, búst. h. Kristín Bjarnadóttir og 4 börn þeirra.

Byggðin 1930-1940
Á áratugunum 1930 til 1940 urðu miklar breytingar á Kálfshamarsnesi og í næsta nágrenni. Þá voru mörg hús rifin og ekkert nýtt hús byggt. Á manntalinu, sem tekið var í desember 1940, eru skráðir íbúar byggðarinnar aðeins 19 í 5 húsum:
1) Hátún: Margrét Ferdinantsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
2) Klettur: Þorsteinn Þorsteinsson, k.h. Halldóra Guðmundsdóttir.
3) Hvammur: Jóhannes Einarsson.
4) Garðskorn: Lárus Guðmundsson, k.h. Una Frímannsdóttir og 7 börn þeirra.
5) Blómsturvellir: Páll Benediktsson, búst.h. Kristín Bjarnadóttir og 3 börn þeirra.

Eins og ljóst má vera, var saga þorpsins við Kálfshamarsvík nú senn öll. Fljótlega upp úr 1940 lagðist byggðin að heita má niður.

Internal structures/genealogy

Á Kálfshamarsnesi voru 38 manns í 6 húsum:
1) Klöpp: Felix Björnsson, k.h. Guðrún Tómasdóttir og Ólafur Guðmundsson.
2) Hátún: Jóhann Helgason, k.h. Margrét Ferdinantsdóttir, Ástríður Jónatansdóttir og 4 sjómenn.
3) Miðhús: Sigurður Ferdinantsson, k.h. Arnfríður Einarsdóttir, 3 börn þeirra og 1 sjómaður.
4) Iðavellir: Jóhannes Jóhannesson, k.h. Guðrún Guðjónsdóttir, 1 barn þeirra, Jóhanna Benónýsdóttir og Jón Ol. Benónýsson.
5) Benediktshús: Benedikt Benediktsson, k.h. Margrét Sveinsdóttir, eitt barn þeirra, 3 sjómenn og 2 vinnustúlkur.
6) Karlsbúð: Rögnvaldur Jónsson, k.h. Sigríður Ólafsdóttir, 2 synir þeirra og 5 sjómenn.
Í nágrenni Kálfshamarsness voru 37 manns í 4 húsum:
1) Framnes: Benedikt Pálsson, k.h. Svanhildur Jóhannesdóttir, 5 börn þeirra, Jóhannes Eiríksson og Þuríður Jónsdóttir.
2) Holt: Guðlaugur Eiríksson, k.h. Margrét Jóhannesdóttir og 5 börn þeirra.
3) Bárubúð: Sigurður Jóhannsson, Björn Árnason, k.h. Sólveig Benediktsdóttir, 3 börn þeirra og 10 sjómenn.
4) Garðshorn: Júlíus Jósefsson, bústýra hans Sigurlaug Jóhannesdóttir og 3 börn Júlíusar.

General context

Ábúð Kálfshamar var eins og áður sagði í eyði 1525 en í byggð 1552, þegar manntalið var tekið árið 1703 virðist jörðin aftur hafa verið komin í eyði4 og í jarðabók frá 1708 segir: „Þessi jörð hefur í eyði verið í næstu tvö ár.“ Árið 1835 voru 11 skráðir til heimilis á Kálfshamri og 16 þegar flest er árið 1890. Jörðin var í byggð fram til 1956 en eftir það nytjuð frá Saurum.

Árið 1855 voru þrír skráðir til heimilis á Kálfshamarsnesi sem skilgreint var sem þurrabúð en hennar er ekki getið í öðrum manntölum. Árið 1860 var Jón Guðmundsson, skráður tómthúsmaður, til heimilis í Kálfshamarsvík ásamt eiginkonu og 4 börnum en Kálfshamarsvíkur er ekki getið í öðrum manntölum. Á fyrri hluta 20. aldar byggðist upp lítið sjávarþorp á Kálfshamarsnesi við Kálfshamarsvík með um 100 íbúa þegar mest var á þriðja áratugnum, byggðin varði þó stutt og lagðist af uppúr 1940.

Sel Í jarðabók frá 1708 segir að Kálfshamar eigi selstöðu í Sviðningslandi „og hefur brúkast átölulaust oftlega meðan jörðin byggðist“ en í mót hafði Sviðningur skipsstöðu í Kálfshamarslandi.

Kálfshamarsvík/Kálfshamarsnes. Óvíst er um aldur elstu byggðar á Kálfshamarsnesi en þar voru fornar tóftir þegar Ólafur Olavius var á ferð undir lok 18. aldar, og hugmyndir um að þar væru verslunarhús sem Írar eða Hamborgarmenn hefðu rekið. Undir lok 19. aldar voru sett niður nokkur hús á nesinu og fljótlega upp úr aldamótunum tók að myndast þar töluverð byggð og var orðið að litlu sjávarþorpi með um 100 íbúa á milli 1920 og 1930 eins og fram hefur komið. Þegar mest var umleikis voru tvær bryggjur í víkinni og íshús. Viti var á nesinu ásamt 15-20 kotum og barnaskóla. Byggðin lagðist svo af uppúr 1940 og voru mörg húsanna rifin og flutt, sum á Skagaströnd en önnur að Blönduósi. Töluverð ummerki eru um þessa gömlu byggð, tóftir torfbygginga ásamt grjóthlöðunum og steyptum húsgrunnum og sökklum. Þessar minjar hafa allar verið merktar með nafni og ártali fyrir upphaf og enda byggðar. Engin uppistandandi hús eru nú í nesinu önnur en Vitinn og hreinlætisaðstaða fyrir ferðafólk en ein skemma stendur við víkina skammt frá gamla íshúsinu.

Jaðar stóð skammt austur af sumarbústaðnum sem stendur í túninu norðan afleggjarins niður að Kálfshamarsvík. Smá óræktar blettur er austan við bústaðinn og þar er steinn með upplýsingum um býlið Jaðar. Engar húsarústir eða byggingaleifar fundust á vettvangi 2010. Aðrar upplýsingar Á skiltinu segir að bærinn hafi verið byggður skömmu eftir 1920 af Lárusi Guðjónssyni en síðast hafi þar búið Frímann Lárusson ásamt konu og börnum fram til ársins 1934. Í örnefnaskrá segir: „Suður eða suðaustur frá Steinholtbrekkum er Húsabrún. Nafnið er dregið af fjárhúsum, sem voru þar; líklega eru enn fjárhús þar. Þar voru tómthúsmannabústaðir, Jaðar, Blómsturvellir og Garðshorn (fyrrnefnt), allt saman kot, sem öll eru löngu komin í eyði.

Í örnefnaskrá segir: „Bak við Vaðal er Steinholtsbrekka, þá Steinholt. Í suður frá Steinholtsbrekku er Húsabrún; á henni: Jaðar, Garðshorn og Blómsturvellir.“ (ÖK, 2). Upp á Steinholti eru nokkrar hleðslur og tóftir sem erfitt er að segja hvaða tilgangi hafa þjónað.

Tóftir Bárubúðar liggja við grjótfjöru (Kálfshamarsmöl) og er 10x21m að utanmáli. Veggir eru grasi grónir en rofnir og frá 10-150sm háir og mest um 2m á breidd. Tóftin er a.m.k. þrískipt. Aðrar upplýsingar Bárubúð var torfbær (Bjarni Th. Guðmundsson, 34). „Kálfshamarsmöl er á móts við Fláttu [grunnið á Kálfshamarsvík], frá Hól (sjá síðar) út að lendingunni. Malarland og Bárubúð (Bára) voru á mölinni inn af lendingunni. Þar eru nú Mallandstóftir og Bárutóftir.“ (ÖJB, 4). „Árið 1901 eða 1902 keypti Sigurður Jóhannsson Hafsstaðabúð (við Hafsstaðavík í Höskuldsstaðasókn) og reif hana og flutti á Kálfshamarsmöl og byggði þar; kallaði húsið þá Báru eða Bárubúð. Var búið þar í nokkur ár, stóð húsið síðan autt um tíma, en síðar var búið þar aftur. Loks var húsið rifið (Bárutóftir nú).“ (ÖJB, 4).

Malarland var torfbær með timburgafli að framan og rifið nokkru eftir 1920 (Bjarni Th. Guðmundsson, 36). „Kálfshamarsmöl er á móts við Fláttu [grunnið á Kálfshamarsvík], frá Hól (sjá síðar) út að lendingunni. Malarland og Bárubúð (Bára) voru á mölinni inn af lendingunni. Þar eru nú Mallandstóftir og Bárutóftir.“ (ÖJB, 4)

Austast á Kálfshamarsnesi er tvískiptur grunnur svonefnds Salthúss, 5m vestan hans eru tóftir svonefndrar Carlsbúðar
Salthús var byggt skömmu fyrir 1900 af Höepfnersverslun á Skagaströnd. Stórt tvílyft timburhús. Á neðri hæð var salt- og fiskgeymsla en á efri hæð sjómannaíbúðir og samkomusalur. Húsið var rifið skömmu eftir 1930.
Um 6m norðvestan tófta Carlsbúðar er skilti með upplýsingum um svonefndan Kjartansskúr, þar segir: „Kjartansskúr var byggður skömmu eftir 1930 af Kjartani Sveinssyni. Húsið var rifið 1944 og endurbyggt á Skagaströnd undir nafninu Valhöll.“
Benediktshús/Ásbyrgi/Grótta. Það sem eftir er þessara bygginga eru óljós og gróin veggjalög, grjóthlaðinn kjallari og hluti af steyptum tröppum. Húsið hefur verið um 8x6m að utanmáli og snúið norðaustur-suðvestur með forstofu fyrir miðjum suðausturvegg. Kjallarinn er í norðurhluta hússins, um 1m djúpur og 180x240sm á kant og snýr þvert á bygginguna

Um 18m austur af fjárhús tóft nr. 52 og 8m vestur af grunni Skólahússins eru tóftir býlisins Hátúns. Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Hátún var byggt 1906 af Jóhanni Helgasyni. Síðast bjó hér Jóhannes Einarsson útgerðarmaður 1961. Hann var síðasti íbúinn á Kálfshamarsnesi.“ Grunnur svonefnds Skólahúss er austan við tóftina, Skólahús fær ekki númer í fornleifaskránni þar sem minjarnar eru hvorki úr torfi og grjóti né nægilega gamlar til að teljast til fornleifa.

Um 6m norðvestur af tóftum Hátúns (nr. 53) eru tóftir Lambastaða og Miðhúsa fast norðaustan þeirra.
Lambastaðir eru ekki byggðir fyrr en 1921 og því ekki um eiginlegar fornleifar að ræða aldursins vegna en þar sem um torfhús virðist hafa verið að ræða eru tóftirnar mældar upp og skráðar. Tóftin er mjög sokkin og óljós um 9x8m í ummál og virðist hafa snúið norðvestursuðaustur. Um 10sm djúp lægð er í miðri tóftinni, um 2x4m (NV-SA). Húsið var rifið 1934 og veggleifarnar sem eftir standa eru um 1,3-3,4m breiðar og 10-30sm háar.
Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Lambastaðir voru byggðir 1921 af Þorsteini Þorsteinssyni sem bjó hér með konu sinni þar til 1934 að húsið var rifið.“

Miðhús; Tóftin er mest 6x7m að utanmáli og snýr norðvestur-suðaustur, engar dyr greinilegar. Húsið var rifið árið 1924 en eftir standa lágar og grónar veggjaleifar, 20-40sm að hæð og 70-140sm að breidd. Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Miðhús var byggt 1900-1910 af Sigurði Ferdinantssyni sem bjó í því með hléum til 1924. Húsið var rifið það sama ár.

Iðavellir; Um 6m norðaustur af tóftum Miðhúsa (nr. 55) eru leifar Iðavalla. Á skilti við minjarnar stendur: „Iðavellir voru byggðir á árabilinu 1900-1910 af Jóhannesi Jóhannessyni sem bjó þar með fjölskyldu sinni til 1937. Húsið rifið 1938 og flutt til Skagastrandar og endurbyggt þar.“
Um 6m austan við Iðavelli var annað hús, Árnínuhús, byggt árið 1925 og rifið 1934.

Klettur. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson 1951.“
Í örnefnaskrá segir: „Á Kletti var búið í stuttan tíma. Á Klöpp var fyrst búið um miðja síðustu öld, en hún féll úr ábúð. Þar var byggt aftur fyrir aldamót [1900] og búið þar fram um 1930-40, en þá lögðust Klöpp og Klettur og öll byggð á nesinu í eyði.“ (ÖJB, 4). Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klöpp var elsta bæjarhús á Kálfshamarsnesi, byggt 1880-1890 af Jóni Guðmundssyni. Síðast bjó hér Ögmundur Björnsson og fjölskylda 1933.“

Relationships area

Related entity

Hátún í Kálfshamarsvík (1906)

Identifier of related entity

HAH00420

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jóhann Jósefsson (1867-1909) Ósi og Kálfshamarsvík (24.5.1867 - 15.12.1909)

Identifier of related entity

HAH05486

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kálfshamarsviti (1940 -)

Identifier of related entity

HAH00344

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1942

Description of relationship

Related entity

Klettur í Kálfshamarsvík (1924 -)

Identifier of related entity

HAH00355

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1924

Description of relationship

Related entity

Anna Ingunn Björnsdóttir (1913-2003) frá Malarlandi í Kálfshamarsvík (2.7.1913 - 28.12.2003)

Identifier of related entity

HAH01022

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

frá Malarlandi

Related entity

Iðavellir Kálfshamarsvík ((1920))

Identifier of related entity

HAH00727

Category of relationship

associative

Dates of relationship

um1920

Description of relationship

Related entity

Samkomu og skólahús í Kálfshamarsvík (um 1905)

Identifier of related entity

HAH00346

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Saurar á Skaga ((1930))

Identifier of related entity

HAH00428

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Kálfshamar Kálfshamarsvík ((1930))

Identifier of related entity

HAH00423

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00345

Institution identifier

IS HAH-Nat

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 25.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places