Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

fyrir 874

History

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 196 íbúar 1. desember 2019. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli.

Kirkjubæjarklaustur hét upphaflega Kirkjubær á Síðu. Bærinn var landnámsjörð og bjó þar Ketill fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann var kristinn, en í Landnámu segir að áður hafi þar búið papar og heiðnir menn hafi ekki mátt búa á Kirkjubæ. Ekki er þess getið að Ketill hafi reist sér kirkju en þó kann svo að vera og hefur það þá líklega verið fyrsta kirkja á Íslandi. Þorlákur helgi dvaldist sex vetur á þessum stað á árunum 1162-1168.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ 1186 og var þar til siðaskipta 1542. Á Sturlungaöld var Ögmundur Helgason staðarhaldari í Kirkjubæ en var gerður héraðsrækur eftir að hann lét taka Sæmund og Guðmund Ormssyni af lífi skammt frá Kirkjubæ 1252.

Kirkja var á Kirkjubæjarklaustri til 1859 en þá var hún flutt að Prestsbakka. Þekktastur presta þar á síðari öldum er séra Jón Steingrímsson eldklerkur, sem margir trúðu að hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár við Systrastapa með eldmessu sinni 20. júlí 1783. Hann er grafinn í kirkjugarðinum á Klaustri. Minningarkapella um hann var reist á Kirkjubæjarklaustri og vígð 17. júní 1974.

Kirkjubæjarklaustur er í fögru umhverfi við Skaftá og eru þar margir þekktir ferðamannastaðir á borð við Systrastapa, Systrafoss, Stjórnarfoss og Kirkjugólfið. Þar hafa verið gerðar mannaðar veðurathuganir síðan 1926. Grunnskóli er á Klaustri og þar er læknir, dýralæknir og héraðsbókasafn. Þar er gistihús, sundlaug, veitingasala og allmikil ferðamannaþjónusta.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri vígð 1974 (17.6.1974 -)

Identifier of related entity

HAH00869

Category of relationship

associative

Type of relationship

Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri vígð 1974

is the associate of

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

Dates of relationship

17.6.1974

Description of relationship

Related entity

Systrastapi á Síðu (874 -)

Identifier of related entity

HAH00413

Category of relationship

associative

Type of relationship

Systrastapi á Síðu

is the associate of

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

Dates of relationship

1186

Description of relationship

Related entity

Austur-Skaftafellssýsla

Identifier of related entity

HAH00871

Category of relationship

associative

Type of relationship

Austur-Skaftafellssýsla

is the associate of

Kirkjubæjarklaustur í Austur-Skaftafellssýslu

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00870

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 12.5.2020

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places