Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Systrastapi á Síðu
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
874 -
History
Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.
Skaftá rennur rétt hjá Kirkjubæ og stendur einstakur steindrangur þverhníptur upp fyrir vestan hana og er aðeins einstigi upp á hann einumegin. Efst á honum er slétt flöt lítil og tvær þúfur á flötinni, og segja menn að þær þúfur séu leiði þeirra systra og þar hafi þær brenndar verið og sé önnur þúfan sígræn, en hin grænki aldrei, en á henni vex þyrnir. Af þessu er drangurinn kallaður Systrastapi.
Places
Systrafoss; Systravatn; Kirkjubæjarklaustur; Fossárgil; Fossasteinn; Kirkjubær;
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra í klaustrinu sem hafi verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar seku var gróðurlaust. Klifra má upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.
Systrafoss heitir fossinn þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur, ofan í Fossárgil. Neðarlega í gilinu er gríðarstór steinn, Fossasteinn, sem hrapaði úr fjallinu í miklu þrumuveðri um 1830. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni fossins og greið gönguleið er upp á fjallsbrúnina að Systravatni en ofan af brúninni er stórbrotið útsýni.
Þjóðsagan um staðina tvo hljómar svo í Þjóðsögum Jóns Árnasonar:
Fyrir ofan Kirkjubæ er fjallshlíð fögur og grasi vaxin upp undir eggjar og eggjarnar víða manngengar þó bratt sé. Uppi á fjalli þessu er graslendi mikið og fagurt umhverfis stöðuvatn eitt sem kallað er Systravatn af því nunnur tvær frá klaustrinu áttu að hafa lagt þangað leiðir sínar, annaðhvort báðar saman eða sín í hvoru lagi.
Það er sagt að gullkambur óvenju fallegur var réttur upp úr vatninu og fór önnur fyrst að reyna að vaða eftir honum, en vatnið varð henni of djúpt og fórst hún í því.
Hina er sagt að einnig hafi langað til að eignast kambinn, en ekki séð nein ráð til þess. Loksins kom hún auga á steingráan hest hjá vatninu og ræður það af að taka hann og ríða honum, en hann var svo stórvaxinn að hún komst ekki á bak honum fyrr en hann lækkaði sig allan að framan eða lagði sig á knén. Reið hún honum svo út í vatnið og hefur ekkert af þessu sést síðan, nunnan, hesturinn né kamburinn. Af þessu er vatnið kallað Systravatn.
Meðan Agatha Helgadóttir var abbadís á Kirkjubæjarklaustri urðu þar ýmsir hlutir undarlegir.
1336 heyrðust langan tíma sumarsins stunur miklar í svefnhússgólfi og borðstofugólfi á Kirkjubæ; en ekki fannst þó að væri leitað.
Árið sama og Agatha dó, 1343, kom út Jón Sigurðsson austur í Reyðarfirði með biskupsvígslu og byrjaði þaðan vísitasíu sína vestur um land sunnan megin og kom í þeirri ferð sinni að Kirkjubæ. Var þar þá brennd systir ein sem Katrín hét fyrir guðleysi og fleiri þungar sakir sem á hana voru bornar og sannaðar; fyrst sú að hún hefði bréflega veðdregið sig djöflinum, annað það að hún hefði misfarið með Krists líkama (vígt brauð) og snarað aftur um náðhússdyr, það hið þriðja að hún hefði lagst með mörgum leikmanni, og var það því dæmt að hana skyldi brenna kvika.
Sumir segja að það hafi verið tvær systur sem þá hafi verið brenndar, hin fyrir það að hún hafi hallmælt páfanum eða ekki þótt tala nógu virðulega um hann og því hafi hún verið brennd með Katrínu.
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH-Suðurl
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 5.3.2019
Language(s)
- Icelandic