Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Félagsheimilið Húnaver (1957)

  • HAH10110
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1957

Félagsheimilið Húnaver er staðsett á mótum Svartárdals og Langadals þar sem þjóðvegur 1 liggur upp Vatnsskarð. Húnaver var vígt 1957.
Í Húnaveri er boðið upp á margvíslega þjónustu við ferðamenn. Einnig er við Húnaver mjög góð tjaldstæði með rafmagni og snyrtingum.
Rekstraraðili Húnvers er Hagur verk.
Símanúmer Húnavers eru 452-7110 og netfang hunaverbb@gmail.com
Fulltrúar Húnavatnshrepps í Hússtjórn Húnavers:
Aðalmenn:
Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli
Magnús Sigurjónsson
Ragnhildur Haraldsdóttir
Varamenn:
Jóhanna Magnúsdóttir
Maríanna Þorgrímsdóttir
Óskar Eyvindur Óskarsson
Að auki eiga sæti í Hússtjórn Húnavers, fulltrúar frá Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Ungmennafélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.

Félagsheimilið Blönduósi

  • HAH00097
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1960)

„Það er áreiðanlega ósk og von okkar allra að leikstarfsemi megi eflast og þroskast hér í framtíðinni til skemmtunar og menningarauka fyrir héraðsbúa. Til þess að það megi verða er fyrsta og aðalskilyrðið það, að hér rísi upp fyrirhugað félagsheimili, með nægilega rúmgóðu leiksviði, búningsherbergjum og geymslum. Slík breyting á öllum aðstæðum mundi hvetja uppvaxandi æskufólk og starfandi leikfélaga til stærri átaka. Stærri og fjölbreyttari verkefni yrðu tekin til meðferðar, og þá mundi auðveldara að fá hingað hæfa leikstjóra og tjaldamálara en nú er. Með komu Þjóðleikhússins og síaukinna framfara á sviði leikhúsmála, hafa aukizt kröfur áhorfenda til þeirra, sem halda uppi leikstarfsemi úti á landi, og þessum kröfum er ekki hægt að fullnægja nema með bættum aðstæðum. Húnvetningar hafa alltaf sótt vel leiksýningar hér á Blönduósi og verið þakklátir fyrir veitta skemmtun. Efalaust hefur þreyttum leikendum líka fundist það nokkur laun fyrir erfiðið að fá góðar undirtektir og sanngjarna gagnrýni áhorfenda. Þeir, sem lengst hafa unnið að þessum málum hér, eru nú senn að hætta. Þeirra mörgu og góðu endurminningar eru tengdar litla leiksviðinu í gamla samkomuhúsinu og mörgum hugþekkum verkefnum og hlutverkum. Við tekur svo stórhuga æskufólk, sem vonandi starfar á nýju og stærra sviði við betri skilyrði.“

Til að hægt væri að sýna sjónleiki og halda dansskemmtanir varð húsnæði að vera til staðar. Veturinn 1929 var haldin samkoma í húsi C. Höepfners og var gróði af henni 73 krónur og 12 aurar. Þá var Hvöt þegar orðin eignaraðili að H/F Samkomuhúsi A-Húnvetninga á Blönduósi. Félagið var stofnað 20. mars 1925 og 19. nóvember 1927 var hlutur Hvatar 500 krónur. Byrjað var á húsinu 1926 og í fundargerð hjá ungmennafélaginu er talað um að láta raflýsa húsið á einhvern ódýran hátt. Margir einstaklingar og félög stóðu að byggingu hússins og fljótlega komu upp hugmyndir um að selja vegna erfiðleika með fé til framkvæmda. Ekki varð af því strax og notaði félagið húsið til margra ára fyrir fundi sína og skemmtanir. Tímarnir breyttust og félagið hélt sinn síðasta fund í Samkomuhúsinu árið 1960 en þá var hafin bygging á nýju samkomuhúsi er nefnt hefur verið Félagsheimili Blönduóss. Mikill hugur var í félagsmönnum í upphafí sjötta áratugarins, þá var rætt um að hefja undirbúning að byggingu félagsheimilis á Blönduósi og félagið tæki að sér forystu í málinu. Einnig vildu félagsmenn hefja uppbyggingu á nýju íþróttasvæði. Stofnfundur um byggingu Félagsheimilins var haldinn 1957 og átti Hvöt hlut í húsinu. Þó mikill áhugi og bjartsýni hafi ríkt um byggingu þess og Hvatarfélagar unnið mörg handtökin í sjálfboðavinnu, átti félagið erfitt með að standa við skuldbindingar sínar af svo viðamiklu verkefni jafnframt því að íþróttavöllurinn kom til sögunnar. Og nú er svo komið að ungmennafélagið á engan hlut í húsinu.

Fáskrúðsfjörður

  • HAH00229
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fáskrúðsfjörður (áður nefnt Búðir eða Búðakauptún) er þorp á Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 671 1. janúar 2015.

Verslun hófst á Búðum upp úr 1880 og tók fljótlega að myndast kauptún sem byggt er í landi jarðarinnar Búða. Fyrsti kaupmaður sem verslaði hér, hét Friðrik Wathne, en árið 1888 setti Carl D. C. Tulinius, kaupmaður á Eskifirði, upp útibú á staðnum.

Fyrir aldamótin 1900 og fram undir 1935 voru Búðir helsta bækistöð franskrar skútuútgerðar á Austfjörðum. Þar var franskur konsúll, franskt sjúkrahús og frönsk kapella. Franskur grafreitur er út með ströndinni norðanverðri, nokkru utan við bæinn, hjá Hölknalækjum.

  1. september 2005 var lokið við gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þetta hefur orðið til þess að mikið af nýjum húsum hefur verið reist í bænum og mætti helst rekja það við álversframkvæmdir Alcoa hinum megin fjalls.

Fagurhólsmýri í Öræfum

  • HAH00237
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fagurhólsmýri er bær í Öræfum. Þar er flugvöllur og leið út í Ingólfshöfða. Þar hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1903.

Í upphafi hétu Öræfi “Héraðið milli sanda” og vitnar heitið um stærð og auðsæld. Talið erað hún hafi verið með blómlegustu svæðum landsins þegar IngólfurArnarson tók land við Ingólfshöfða um árið 874, skammt frá Skafatafelli. Fyrsti landnámsmaður í héraðinu milli sanda var Þorgerður sem nam land allt frá Kvíá að Jökulfelli við Bæjarstaðaskóg. Öræfi skarta mörgum perlum, m.a. Skaftafelli en þjóðgarðurinn var stofnaður 23. ágúst 1968.

Sérstaða hans er ósnortin náttúra og sérkenni hennar var talin forsenda fyrir stofnun þjóðgarðs.
Í gegnum aldirnar hafa jöklar gengið fram eða hopað og við það hefur gróðurlendi rýrnað og verulega verið sorfið að byggðinni. Hesturinn var eina farartækiðyfir óbrúaðan sandinn en árnar á Skeiðarársandi voru helsti farartálminn allt þar til Skeiðarárbrú var vígð árið 1974 en þar með lauk tímabilieinangrunar.

Í Byggðasögu Austur–Skafftafellssýslu segir að elstu rituðu heimildir um Fagurhólsmýri munu vera sveitarlýsing sr. Gísla Finnbogasonar frá því um 1700 og jarðabók Ísleifs Einarssonar frá 1709. Þar kemur fram að Fagurhólsmýri sé hjáleiga byggð úr Hnappavallaheimalandi. Eins er sagt frá því að sveitin Öræfi liggi í boga undir hæstafjalli landsins; Öræfajökli og að hann skýli sveitinni fyrir norðanátt. Árið 1362 gaus Öræfajökull, sem þá var nefndur Knappafellsjökull,og lagði gosið byggðina í eyði.
(Sjá “Hérað milli sanda og eyðing þess” eftir dr. Sigurð Þórarinsson, Andvari 1957, bls. 35-47). Öræfajökull er megineldstöð með lögun eldkeilu og langstærsta virka eldfjallið hér á landi. Talið er að undanfari gossins hafi verið snarpur jaðrskjálfti, bæir hafi hrunið og manntjón orðið mikið. Jökulhlaup kom æðandi niður snarbrattar hlíðar fjallsins með vikri, stórgrýti, jökum og mikilli eðju sem sópaði bæjum í burtu. Var eldgos þetta með þeim mestu, sem sögur fara af, og má enn sjá stórar vikurdyngjur frá því gosi víða í Öræfum. Engar öruggar heimildir eru fyrir hendi umhversu mikið tjón varð áfólki eða búpeningi af völdum þessa eldgoss nema annálar, sem færðir voru í letur öldum seinna. Þó eru til heimildir er greina frá því að búpeningi var bjargað og eru því líkur á að eitthvað af fólki hafi einnig bjargast.

Fagranes í Langadal

  • HAH00208
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1937-

Fagranes í Langadal. Nýbýli úr Holtastaðalandi árið 1937. Býlið er landlítið. Lögferja var á Blöndu þar sem heitir Mjósund og var henni sinnt frá Holtastöðum. Íbúðarhús byggt 1936, endurbætt 1970 29 m3. Fjárhús fyrir 110 fjár, litlu austan vegar. Hlaða 140 m3. Veiðiréttur í Blöndu. Tún 15,3 ha.

Færeyjar

  • HAH00264
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 800

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ.e. norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.
Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Talið er að einsetumenn og munkar frá Skotlandi eða Írlandi hafi sest að í Færeyjum á 6. öld og líklega flutt þangað með sér sauðfé og geitur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í Færeyinga sögu fullbyggðust eyjarnar seint á 9. öld þegar norskir menn hröktust þangað undan Haraldi hárfagra. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var að sögn Grímur kamban. Hann á að hafa búið í Funningi á Eysturoy. Viðurnefnið er keltneskt og bendir til tengsla við Bretlandseyjar.

Eyvindarstaðir í Blöndudal

  • HAH00078
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Eyvindarstaðir er landnámsjörð Eyvindar sörkvis og stendur á háum bakka Blöndu andspænis hinu klettótta Gilsárgili, alllanga bæjarleið norðan Bollastaða. Tún er þar gott og samfellt út og suður frá bænum, að mestu ræktun af framframræslu. Landgott er á Eyvindarstaðahálsi og landið ágætlega gróið. Fyrrum fylgdi Eyvindarstaðaheiði jörðinni og greiddu menn Eyvindarstaðabónda lambtolla fyrir afnotin. Íbúðarhús byggt 1950, 570 m3. Fjós fyri 7 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús yfir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eyvindarstaðaheiði

  • HAH00018
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Eyrarbakki

  • HAH00868
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 985-

Eyrarbakki er lítið sjávarþorp á suðurströnd Íslands. Það tilheyrir sveitarfélaginu Árborg og íbúafjöldi var þar 540 manns árið 2019.

Á Eyrarbakka var mikil verslun og sóttu bændur á Suðurlandi til Eyrarbakka á meðan á einokun danska kóngsins stóð. Eyrarbakki varð einn stærsti bær á Íslandi og var á þeim tíma mun stærri en t.d. Reykjavík og leit lengi út fyrir að Eyrarbakki yrði höfuðborgin. Á Eyrarbakka hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1923. (Veður var þó athugað og skráð mun lengur á Eyrarbakka eða frá árinu 1880, en þá var P. Nielsen faktor með veðurathuganir fyrir dönsku veðurstofuna).

  1. janúar 1990 gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þjórsárhraunið mikla myndar ströndina við Eyrarbakka og skerin þar úti fyrir og nær mörg hundruð metra út.

Í byrjun síðustu aldar hófst tímabil útgerðar og fiskvinnslu á Eyrarbakka og störfuðu þar þrjú fiskvinnslufyrirtæki fram undir síðustu aldamót. Hafnleysi stóð útgerð þó alltaf fyrir þrifum og með tilkomu brúar yfir Ölfusárósa lagðist útgerð smám saman af. Eyrarbakki er nú vaxandi ferðamannastaður og gömlu húsin gjarnan nýtt sem sumarbústaðir.

Árið 985 sigldi Bjarni Herjólfsson, frá Eyrum, sem nú heita Eyrarbakki, áleiðis til Grænlands en villtist í þoku og norrænu þar til hann sá land sem við nú köllum Norður-Ameríku. Hann tók ekki land en snéri til Grænlands og seldi Leifi Eiríkssyni skip sitt.

Elsta hús í bænum er Húsið frá 1765, sem er elsta varðveitta timburhús á Íslandi. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri var stofnaður 1852 og mun vera sá elsti í landinu. Kirkjan á Eyrarbakka var reist 1890

Altaristöflu kirkjunnar málaði Louisa Danadrottning, eiginkona Kristjáns 9, konungs. Louisa var langalangamma Margrétar 2. Danadrottningar.

Eyrabakkakirkja

  • HAH00866
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.1890 -

Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890, en fram að því áttu Eyrbekkingar kirkjusókn í nágrannaþorpið Stokkseyri. Íbúar á Eyrarbakka voru 702 árið 1890 og var fólksfjölgunin ástæðan fyrir því að Stokkseyrarsókn var skipt í tvennt og ný kirkja reist á Eyrarbakka. Hún tekur 230 til 240 manns í sæti.

Kirkjan er teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni, en hann var helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880–90, en lést á meðan á byggingu kirkjunnar stóð.

Sögufrægasti gripur kirkjunnar er altaristaflan. Er það mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14) og stendur undir töflunni: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta.“ Tilurð hennar á sér sérstaka sögu. Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Gekk hann þá einnig á fund konungs og drottningar. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891. Drottning var listfeng í besta lagi og er kunnugt um altaristöflur eftir hana í þremur kirkjum í Danmörku; í kirkjunum í Gentofte, Klitmøller og Lundø.

Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru greinilega íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii til minningar um margra áratuga verslun Lefolii-fjölskyldunnar á Eyrarbakka.

Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar.

Viðamiklar endurbætur og lagfæringar á Eyrarbakkakirkju hófust árið 1977 og var þeim lokið í árslok 1979. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995.

Eylendi í Þingi

  • HAH00632
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Hnausaengjar þar hafði löngum verið mikil og góð grasspretta. 1922 var gerð þar áveita.
Engjarnar voru blautar fyrir, en grasið afar þétt og hátt, en eftir að áveitan kom þá var grasið miklu gisnara og lægra. Gamall maður sem var kunnugur Hnausaengjum, Jón Hjaltalín, sagði okkur að áveita passaði ekki fyrir þessar engjar, sökum mikils raka fyrir og flatlendis.

Seinna voru svo grafnir margir skurðir í engjarnar, til þess að þurrka þær upp, og hefði sennilega þeim kostnaði sem í þetta fór verið betur varið í túnrækt. Nú er svo komið að þessar fallegu engjar, sem heita Eylendi, og voru taldar með þeim bestu og stærstu á landinu, eru ekki slegnar lengur að heitið geti, en skurðirnir ógna skepnum sem á þeim ganga vor og haust.

Viðtal við Kristínu Pálmadóttur og Sveinbjörn Jakobsson á Hnausum

Eyjólfsstaðir í Vatnsdal

  • HAH00039
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (950)

Fornt býli og klausturjörð fyrrum. Túnið er ræktað á sléttri grun við rætur Vatnsdalsfjalls og hallar því lítið eitt mót vestri. Bærinn steindur því sem næst í miðju túni í mjög fögru umhverfi. Votlendi talsvert neðan túns og norður um merki. Síðan taka við breiðir, þurrir og sléttir bakkar Vatnsdalsár, mikið og gott heyskaparland. Lögferja var hér áður á Vatnsdalsá til skamms tíma. Hér ólst upp Sigurður Nordal prófessor. Íbúðarhús byggt 1914, 512 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 820 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Mjólkurhús, fóðurbætisgeymsla, smiðja og verkfærageymsla. Tún 45,4 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Eyjarkot Vindhælishreppi

  • HAH00227
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eyjarkot stendur á leiti rétt ofan þjóðvegar norðan Syðri-Eyjarlæks. Klettabásar neðar og sunnan bæjar. Íbúðarhús 1932 562 m3. Fjós yfir 10 kýr, fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 540 m3. Votheysgeymslur 95 m3, vélageymsla 160 m3. Tún 11,4 ha. Æðarvarp og hrognkelsaveiði.

Eyjarey Vindhælishreppi

  • HAH00226
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eyjarey sem er varphólmi liggur mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss út frá Ytri Ey, þar sem selirnir liggja makindalega ásamt kópum sínum. Lundinn er þar einnig í stórum stíl og í hömrunum eru híbýli fugla; máva, fýls, ritu og æðarfugls. Eyjarnes er litlu sunnar.
Eyjarey var eign Hafstaða. Æðavarp þar er friðlýst frá 1.1.2008.

Iðjuver; Gerir svæðisskipulagsáætlunin ráð fyrir um 50 ha iðnaðarsvæði við Eyjarey, sem er miðja vegu milli Skagastrandar og Blönduóss og í 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Möguleikar eru taldir á uppbyggingu hafnar þar og er styrkur svæðisins m.a. talinn felast í greiðum samgöngum, góðu náttúrufari, nálægð við verslunar- og þjónustukjarna og er landrými mikið. Jafnframt er vakin athygli á nálægð þessa staðar við Blönduvirkjun.

Eyjafjörður

  • HAH00887
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Fjörðurinn er langur og mjór, 60 km frá mynni að botni. Mesta breidd hans er 25 km á milli Sigluness og Gjögurtáar í mynni fjarðarins en yfirleitt er fjörðurinn á bilinu 6-10 km breiður. Tveir minni firðir ganga út úr Eyjafirði vestan megin, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður.

Fjörðurinn er umkringdur fjöllum á báða vegu, þó nokkuð hærri að vestanverðu í fjallgarði Tröllaskaga. Það er nánast ekkert undirlendi meðfram ströndum í utanverðum firðinum en þegar sunnar dregur breikkar láglendið, þó meira að vestanverðu.

Nokkrir dalir ganga inn frá Eyjafirði. Að vestan eru Svarfaðardalur, Þorvaldsdalur og Hörgárdalur þeirra mestir en að austan Dalsmynni. Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við Eyjafjarðardal). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.

Nokkrar ár renna í Eyjafjörð, þeirra stærstar eru Eyjafjarðará, Fnjóská og Hörgá en einnig Svarfaðardalsá.

Eyjafjallajökull

  • HAH00850
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, fjallið er 1.651 m hátt og jökullinn 1.666 m hár.[1] Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Lítið eldgos varð 2010 á Fimmvörðuhálsi, austan Eyjafjallajökuls, og stóð frá 21. mars til 13. apríl það ár. Fyrstu merki um gosið sáust kl. 23:58 20. mars og voru talin vera í Eyjafjallajökli.[2] Síðar kom í ljós að gossprungan var á Fimmvörðuhálsi.

Even Neuhaus (1863-1946) Amagertorv 19, Köbenhavn

  • HAH09269
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 6.2.1863 - 20.4.1946

ljósmyndari frá 29.4.1888-ca. 1902: Amagertorv 19 og ca. 1902-1938: Amagertorv 25.
þegar hann hætti störfum 1938, fluttist hann í Ljósmyndarahúsið í Rysgade

Eskifjörður

  • HAH00222
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eskifjörður er bær á norðurströnd samnefnds fjarðar sem liggur út frá Reyðarfirði norðanverðum. Íbúar Eskifjarðar voru 1026 þann 1. janúar 2015 og hefur íbúatalan haldist nokkuð stöðug síðustu árin.

Eskifjörður var verslunarstaður fyrr á öldum og var einn hinna sex staða á Íslandi, sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 við afnám einokunarverslunarinnar, en missti þau aftur síðar.

Árið 1798 reisti danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff verslunarhús í Útkaupstað, sem svo er kallaður, og hóf þar verslun. Það var þó ekki fyrr en Norðmenn hófu síldveiðar við Ísland á síðari hluta 19. aldar sem íbúum tók að fjölga verulega og árið 1902 voru íbúarnir orðnir 228.

Aðalatvinnuvegur íbúa Eskifjarðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla en verslun og þjónusta eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Á Eskifirði er Sjóminjasafn Austurlands í gömlu húsi sem Örum og Wulff byggðu um 1816 og þar má sjá minjar um sjósókn á Austfjörðum og byggðasögu og atvinnulíf á Eskifirði. Aðsetur sýslumannsembættis Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og þar er miðstöð löggæslu á Austurlandi.

Byggðin var gerð að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, árið 1907 en hafði fram að því tilheyrt Reyðarfjarðarhreppi. Hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á ný 22. apríl 1974. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifirði. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Eskifjarðarkaupstaður Reyðarfjarðarhreppi á ný og Neskaupstað að auki undir nafninu Fjarðabyggð.
Á Eskifirði er Steinasafn Sigurborgar og Sörens.

Enniskot Blönduósi

  • HAH00648
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917-

Byggt 1917 af Pétri Jónssyni. Lóðarsamningur frá 4.2.1919 milli Péturs og Sigurðar bónda í Enni, kveður á um 70 ferfaðma lóð. Takmörk lóðarinnar eru, að sunnan vegurinn, að vestan lóð Jóns Helgasonar [Skuld], að norðan marbakkinn, að austan 2 faðma austur fyrir kofann sem stendur framan í bakkanum. (Hér er áttum greinilega snúið. Skuld var sunnan lóðar Péturs og aðrar hliðar eftir því).

Enni á Refasveit í Engihlíðarhreppi.

  • HAH00641
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Syðsti bærinn á Refasveit. Bærinn stendur sunnanvert á breiðri ávalri bungu, þeirri sem hann hefur hlotið nafn af. Óvíða í Engihlíðarhreppi, er útsýn jafn víð og fögur og frá Enni. Sést þaðan vítt um hérað til allra átta, nema norðurs. Árið 1936 var land það norðan Blöndu, er nú tilheyrir Blönduósi, tekið eignarnámi af þáverandi bónda í Enni eftir harðar deilur. Jörðin hefur verið í ábúð sömu ættar frá árinu 1844 til 2018. Íbúðarhús byggt 1939 150 m3. Fjós fyrir 12 griði. Fjárhús fyrir 760 fjár. Hesthús fyrir 20 hross. Hlöður 750 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs

  • HAH00965
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 -1936

Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.

Engihlíðarhreppur (1000-2002)

  • HAH10080
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1000-2002

Engihlíðarhreppur var hreppur norðan Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Engihlíð í Langadal.
Engihlíðarhreppur sameinaðist Blönduósbæ 9. júní 2002, undir nafni hins síðarnefnda.

Engihlíðarhreppur

  • HAH00729
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Uppfrá Húnafirði austanverðum, milli Blöndu og Laxár á Refasveit liggja byggðarlög þau, og að nokkru afréttir sem tilheyra Engihlíðarhreppi. Ræður Blanda merkjum sveitar að sunnan og vestan nema neðst við ósinn þar sem Blönduós liggur sem áður tilheyrði Enni, en var lögð undir þorpið með eignarnámi 1936.
Víðidalur norðan skarðs að Grjótá liggur undir hreppinn en Grjótá og Víðidalsá skipta löndum milli Húnvetninga og Skafirðinga.

Landsvæði sem liggur að sjó er melsvæði láréttir gróðursnauðir en auðræktaðir, uppblásið land frá fornu fari. Frammi við sjó eru 3 bæir, í daglegu tali nefndir Bakkabæir eða Neðribyggð. Nokkuð austan Neðribyggðar standa 3 bæir í röð neðarlega í brekku höllum gróinnar hálsbungu, sem skorin er frá nyrstahluta Langadalsfjalls af daldragier Kaldbakur nefnist og opnast til suðvesturs ofan Björnólfsstaða en til norðausturs ofan Mýrarbæja.

Vestanhallt við norðuröxl þessar hábungu standa tveir bæir, allir þessir bæir nefnast Efribyggð, en svæðið allt Refasveit, sem þykir munntamara en hið raunverulega nafn, Refborgarsveit en nafnið er dregið af klettaborg í landi Síðu.

Laxá skiptir löndum milli Engihlíðarhrepps og Vindhælissveitar.

Á Laxárdal ná Húnvetnsk fjöll mestri hæð. Fjallið sunnan Vestárskarðs er 1052 m og Refsstaðahnjúkurinn 1052.

Engihlíð í Langadal

  • HAH00207
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Gamalt býli. Búsetu þar er getið í landnámu. Bærinn stendur undir hárri brekku, vestan þjóðvegar, örskotslengd frá bökkum Blöndu. Er bæjarstæðið sérkennilegt og skýlt. Hér er þingstaður sveitarinnar og er hreppurinn við hann kenndur. Jörðin er landþröng, en mestur hluti þess gróðurlendi og mjög grösugt. Jörðin er í eyði, en nytjuð af eiganda hennar Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi.
Engar byggingar eru uppistandandi lengur, utan hvað þinghús hreppsins stendur í túni Engihlíðar. Tún 5,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Í Engihlíð í Langadal var hálfkirkja fyrir 1360 og lá til Holtastaða. Hún var enn 1394.

Enghlíðingabrautarfélag (1927)

  • HAH10104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1927

Félagið sennilega stofnað 1927 en í fundagerðarbók félagsins frá 1927 er ekki stofnfundur þannig að kannski er til eldri gögn. Engihlíðar- og Vindhælishreppur stofnuðu félag sem sjá átti um vegamál hreppanna, s.s. Refsborgarsveitar, Laxárdals og Langadals.

Engey í Kollafirði

  • HAH00928
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Engey er næststærsta eyjan í Kollafirði á eftir Viðey. Þar er nú viti sem var reistur árið 1902 en áður fyrr var búið í eynni og var þar oft margbýli. Elstu heimildir um byggð í Engey eru í Njálu. Í eynni var kirkja frá 1379 til 1765. Eyjan varð hluti af Reykjavík árið 1978.

Á 19. öld voru skipasmiðir úr Engey þekktir og svokallað Engeyjarlag á bátum varð algengasta bátalagið um allan Faxaflóa. Fremstur þessara skipasmiða var Kristinn Magnússon, sem smíðaði 220 skip og báta á árunum 1853-1875. Hann þróaði einnig seglabúnað sem varð almennur á Faxaflóasvæðinu og stundaði þilskipaútgerð í félagi við Geir Zoëga og fleiri. Búið var í eynni til 1950. Öll hús í eynni voru brennd árið 1966, enda þá grautfúin og að falli komin.

Við eyjuna er kennd Engeyjarættin, afkomendur Snorra Sigurðssonar ríka, sem bjó mjög lengi í eynni og lést þar hátt á níræðisaldri árið 1841. Til hennar heyrir til dæmis Bjarni Benediktsson, sem var forsætisráðherra frá 1963 til 1970, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra.

Nokkrar hernaðarminjar eru í Engey en á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru þar reist virki til að verja innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn. Þar er meðal annars neðanjarðarstjórnstöð. Minjarnar þar eru betur varðveittar en víða annars staðar vegna þess að eyjan fór í eyði fljótlega eftir að stríðinu lauk.

Í sveig út frá suðurodda eyjarinnar liggur langt sker, Engeyjarboði, sem sjór rétt flýtur yfir á fjöru. Ljósbauja gegnt Reykjavíkurhöfn merkir enda boðans.

Síðasta fjölskyldan sem bjó í Engey var fjölskylda Valdemars Guðmundssonar og Öllu konu hans. Alla var gælunafn. Börnin þeirra eru Guðmundur Valdimarsson, Björn sonur Öllu, Haraldur sonur hjóna Ragna og Sigurður alsystkyn Halla.þau fluttu í land 1958 og varð Valdemar yfirfangavörður á Skólavörðustíg 9 fram yfir 1976. Þess má til gamans geta að Valdi lék í mynd Óskars Gíslasonar Bakkabræður ásamt Skarphéðni Össurarsyni föður Össurar.

Elliðaey við Vestmannaeyjar

  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 3000 árum fyrir okkar tímatal

Elliðaey er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja, (stundum nefnd Ellirey), og er 0,45 km² að flatarmáli. Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir sauðfé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en Surtseyjargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.

Graslendi þekur alla eyjuna og hefur gríðarlegur fjöldi lunda grafið sér holur þar. Í eyjunni er sauðfé beitt og lundaveiði er stunduð á sumrin.

Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið Ellirey sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, Hellisey.

Í bókinni Örnefni í Vestmannaeyjum segir að Elliðaey sé „[...] í tilliti til stærðar og frjósemi Heimaeyjunni næst. Hún liggur frá N. til S. og er breiðust að norðan, en mjóst að sunnan. Að vestan og norðan er eyjan afar há, og eru hamrarnir næstum þverhníptir. Þó eru hillur og bekkir hér og hvar í þeim, á hverjum rilla og svartfugl verpa.“

Austan til í eyjunni er hún mjög lág, og þar er uppganga í lítilli vík, sem kölluð er Höfnin.

Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. Fýll og langvía verpa mikið í Elliðaey, auk lunda.

Bólið í Elliðaey.
Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar lundaveiði á sumrin og eggjatöku á vorin. Í gamla daga var veiðihúsið kallað „ból“. Fyrsta bólið sem reist var í eynni stendur enn. Er það notað sem geymsla og stendur vestan við "Skápana“. Árið 1953 var nýtt ból reist við rætur Hábarðs því gamla húsið stóðst ekki tímans tönn. 1985 var hafist handa við að byggja nýtt veiðihús á tveimur hæðum sem var áfast húsinu sem byggt var 1953. Lokið var við þá byggingu 1987. 1994 kom í ljós að bólið frá 1953 var orðið það illa farið að ekki var hægt að nota það lengur. Var það þvi rifið og annað hús reist í staðinn á sama stað, lauk þeirri byggingu 1996. Á árunum 2000-2001 var reist lítið hús vestan við bólið sem hýsir gufubað Elliðaeyjarfélagsins.

Eldjárnsstaðir í Blöndudal

  • HAH00199
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Eldjárnsstaðir er fremsta byggða býlið í Blöndudal. Bærinn stendur á hallalitlum stalli skammt frá Blöndu. Er sá stallur allur ræktaður og tæplega er þarna um annað ræktanlegt land að ræða. Hlíðin upp frá bænum er allbrött, að mestu gróin en allgrýtt. Mikill hluti eyðibýlisins Þröm hefur verið lagður undir Eldjárnsstaði með landskiptum við upprekstrarfélag Auðkúluheiðar. Íbúðarhús byggt 1960, 455 m3. Fjós gamalt torfhús fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár og annað úr torfi yfir 230 fjár. Hesthús úr torfi yfir 12 hross. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Eldfell á Heimaey (1973)

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.1.1973

Eldfell er rétt rúmlega 200 m hátt eldfjall á Heimaey í Vestmannaeyjaklasanum. Það myndaðist í eldgosi sem hófst 23. janúar 1973 en lauk 3. júlí 1973, þetta eldgos er kallað Heimaeyjargosið.

Strax og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu, en hús tóku mjög fljótlega að hverfa undir hraun.

Einn maður dó í gosinu og var það af völdum koldíoxíðeitrunar - mikið af lífshættulegum lofttegundum kom upp úr jörðinni með vikrinum og gjóskunni. Mikil mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr, þar sem að sprungan kom upp rétt austan við austasta hús bæjarins (þó munaði ekki nema nokkrum metrum).

Um helmingur húsa bæjarins ýmist lenti undir hrauni eða á annan hátt eyðilagðist í gosinu, en uppbyggingin eftir gosið var mjög snögg.

Gosið í Heimaey byrjaði 23.janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Þetta er fyrsta gos sem hefst í þorpi á Íslandi. Það var loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason og vinur hans, Ólaf Granz, sem voru í sínum vanalega miðnæturgöngutúr þegar hinn tilkomumikla sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn frá Helgafellstoppi. Þar sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Strax var haft samband við lögreglu þar sem tilkynnt var að jarðeldur væri kominn upp austan við Kirkjubæ. Lögreglan tók upplýsingarnar ekki trúanlegar í fyrstu en fór strax að athuga hvað væri í gangi og þegar á staðinn var komið sáu þeir að gos var hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist hratt á fyrstu mínútunum. Kveikt var á brunalúðrum og á mjög skömmum tíma var allur bærinn vaknaður og fólk streymdi úr húsum sínum og niður á bryggju. Flestir þeir sem upplifðu gosið eru sammála um að klukkuna hafi vantað fimm mínútur í tvö þegar að gosið hófst.

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00157
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Bærinn er neðan vegar, langa bæjarleid norðan Bergsstaða. Af Eiríksstaðahorni nokkru sunnan bæjar opnast útsýn yfir miðhluta Svartárdals. Ræktuner að meirihluta af valllendi og nokkuð sundurslitin. Jörðin á víðáttumikið flálendi á Svartárdalsfjalli og gott beitiland í brekkum neðan brúna. Eiríksstaðahöfði heitir hæð ein áberandi á vesturbrún Svartárdalsfjalls nyrst í Eiríksstaðalandi. Íbúðarhús byggt 1938, 320 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1020 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Einbúi Skagaströnd

  • HAH00198
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Um 12 m hár og álíka að þvermáli, mjókkandi upp með grasi þöktum fleti efst og einstigi upp, aðeins að vestanverðu.

Landslagið umhverfis Einbúann hefur tekið miklum breytingum en hann er enn á sínum stað óhreyfður.
Aðrar upplýsingar í örnefnaskrá Ingibergs segir ennfremur: Nú er búið að fylla upp fyrir framan hann og standa þar hús SR. Áður á landamerkjum Höfðahóla og Spákonufells.
Þar var álfabyggð.“ (ÖIG: 4).

Einarsnes Blönduósi

  • HAH00096
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 - 1987

Sumarið 1878 var Sverri Runólfssyni steinhöggvara úthlutuð lóð sem þá nefndist Sverrishorn en síðar Einarsnes eftir að Einar Einarsson fór að búa þar. Hann náði þó ekki að koma yfir sig húsi áður en hann dó. Hann hafði þó viðað að sér efni sem var selt á uppboði eftir lát hans.

Sá fyrsti sem byggir á nesinu var Sigtryggur Benediktsson, sem settist þar að 1898 og bjó þar til 1903 er hann missti konu sínu og flutti burt. Dóttir þeirra var móðir Hannesar Péturssonar rithöfundar.
Húsið var rifið eða brennt 1987

Eiðsstaðir í Blöndudal

  • HAH00077
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Bærinn stendur miðhlíðis gegnt Bollastöðum og er í 250 metra hæð ys. Landrými er þar mikið og gnægð ræktanlegs lands. Fyrir nokkrum árum var jörðinn skipt í 2 sérmetin býli en fullkomin samvinna hefur þó jafnan verið með bræðrunum sem þar búa. Aðeins eitt íbúðarhús er á jörðinni. Í þessari lýsingu teljast báðir jarðarhlutarnir í einu lagi. Oft var skipt um ábúendur öldina á undan. Íbúðarhús byggt 1956, 405 m3. Torffjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár og torfhús yfir 380 fjár. Hesthús úr torfi yfir 14 hross. Hlaða 600 m3. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Gilsvatni.

Eiðar á Eiðaþinghá

  • HAH00197
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Eiðar á Eiðaþinghá, innmannasveit.
Í grennd við Eiða sem Fljótsdæla gefur til kynna að Selfljót hafi runnið í Lagarfljót. Í sveitarlýsingu Eiðaþinghár, sem liggur á mörkum Útmannasveitar, þar sem Selfljótið á upptök sín í Gilsá má lesa þetta: „Um og utan við Eiða einkennist landið mjög af vötnum milli lágra hæða, og ganga víða tangar í og eið á milli. Bæjarnafnið Eiðar skýrist af þessum staðháttum, myndað af eið á sama hátt og Hrísar af hrís.“ Sveitir og jarðir í Múlaþingi II bindi, bls. 219.

Benedikt Gíslason frá Hofteigi gerði að því skóna að allt landsvæðið frá núverandi Eiðastað, milli Lagarfljóts og Gilsá/Selfljóts alla leið út í Héraðsflóa hafi verið kallað á Eiðum. „Þetta land gæti heitið eiði á milli þessara vatna, og er þó ekki dæmi um það í landi hér, að svo mikið land sé nefnt eiði. En land þetta er ásland, og á milli þeirra er mikil fjöldi stöðuvatna og tjarna, og eitt hið stærsta Eiðavatn, snertispöl fyrir utan Eiða, og milli þess og Lagarfljóts er eiði, og vatnið þar að auki mjög vogskorið, svo nálega er eins og um fleiri vötn sé að ræða. Og á milli þessara vatna og fljótanna er fullt af eiðum á þessu landsvæði öllu saman, og svo, auk þess, á milli vatnanna sjálfra hér og þar. Það vaknar sú spurning, hvort í fyrndinni hafi ekki allt þetta landsvæði heitið á Eiðum.“ Eiðasaga bls.10

Eiði er er sagt vera í orðskýringum landbrú eða grandi, mjó landræma, sem tengir tvo stærri landmassa. Ætla má í því sambandi að Eiðar sé eiði í fleirtölu. Norður af Osló í Noregi er Eidsvoll (Eiðisvöllur)skilgreiningin á nafninu þar er sú að þjóðbraut sé umflotin vatnsfalli. Þegar fólkið á svæðinu í kringum Mjosavatn sigldi niður Voma ána og fólk frá Romerike sigldi upp sömu á, varð það að stoppa við Eidvoll sem er við Sundfossen. Eidsvoll varð því mikilvægur áningastaður þessa fólks, en ekki eiði í bókstaflegri meiningu þess orðs.
Því er þetta tiltekið hér, þar sem Eiðar eru u.þ.b. þar sem sagan segir að Selfljót/Gilsá hafi fallið í Lagarfljót. Hæðarpunktar á þessu svæði verða sérlega áhugaverðir í því sambandi. Eiðahólmarnir í Lagarfljóti eru 36 metra yfir sjávarmáli, Eiðavatn er sagt 41 mys enda hefur vatnsborð þess verið hækkað af manna völdum vegna virkjunar í Fiskilæk sem fellur úr því í Lagarfljót. Bærinn Straumur í Hróarstungu, sem stendur við Straumflóanum neðan við Eiða, þar sem Lagarfljót hefur auðsjáanlega grafið þröngan farveg í gegnum landið á leið sinni til sjávar er 41 mys. Bærinn Gröf austan Lagarfljóts rétt utan við Eiðavatn 39 mys og bærinn Hleinargarður rétt austan við Gilsá/Selfljót er 39 mys. Mýrarnar sem eru á milli Grafar og Hleinargarðs liggja á milli klapparása og virðast í svipaðri hæð og þessir tveir bæir.

Þriðja hæsta mannvirkið er langbylgjumastur á Eiðum sem er 220 m hátt. Senditíðni er 209 KHz.

Á Eiðum var rekinn Bændaskóli og síðar Alþýðuskóli auk barnaskóla. Á Eiðum hefur verið prestsetur.

Egilsstaðir á Völlum

  • HAH00236
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Stórbýlið Egilsstaðir stendur á fjölförnustu vegamótum Austurlands. Þar hefur ætíð verið mikill gestagangur og því ekki tilviljun að á staðnum var opnað gistihús, sem seinna varð Gistihúsið Egilsstöðum. Hefur það nafn lifað góðu lífi þrátt fyrir að Gistihúsið sé löngu orðið hótel og heiti nú Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir.

Saga gistingar á þessum stað nær allt aftur til ársins 1884, en þá taldi Eiríkur Halldórsson ábúandi á Egilsstöðum sig tilneyddan að hefja gjaldtöku fyrir gistingu sökum bágs efnahags. Þar með hófst í raun rekstur gistihúss á Egilsstöðum og hefur hann haldist svo að segja óslitinn fram á þennan dag.
Árið 1889 keyptu Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir jörðina Egilsstaði og er það upphafið að sögu ættar þeirra á þessum stað. Jón mun hafa lýst því yfir í heyranda hljóði að á Egilsstöðum yrðu vegamót og urðu það orð að sönnu. Í dag búa niðjar Margrétar og Jóns í sex húsum í landi Egilsstaða.

Grunnurinn lagður árið 1903
Elsti hluti þeirrar byggingar er hýsir Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir var reistur árin 1903-1904. Í tíð Margrétar og Jóns var þar boðin gisting í 2-3 herbergjum. Húsið var þá tvílyft með kjallara og með elstu húsum sem byggð voru úr steinsteypu á Fljótsdalshéraði. Það var svo stækkað um næstum helming, til norðurs, árið 1914 og lauk framkvæmdum 1920.

Eftir að Jón Bergsson lét af búskap tóku synir hans Pétur og Sveinn við búinu. Bjó Pétur ásamt konu sinni Elínu Stephensen í eldri hluta hússins, en Sveinn kvæntist Sigríði Fanneyju Jónsdóttur og bjuggu þau í nýrri hlutanum. Systur þeirra bræðra, Sigríður og Ólöf, héldu einnig heimili á Egilsstöðum og bjuggu í íbúð á efri hæð eldra hússins. Sveinn og Sigríður Fanney tóku við rekstri Gistihússins Egilsstöðum árið 1920. Í hálfa öld ráku þau Sigríður Fanney og Sveinn gistihúsið og mörkuðu varanleg spor í sögu Fljótsdalshéraðs með framfarahug og atorku.

Enn var byggt við og húsið lengt að norðanverðu árið 1947. Byggðir voru stigar frá kjallara upp í rjáfur, vatnssalerni tekin í gagnið og byggðir kvistir á ytri hluta hússins. Innréttuð voru tíu tveggja manna gistiherbergi. Starfsemin var fjölbreytt, því auk gistingar var í húsinu Verslun Jóns Bergssonar, matvæla- og korngeymsla, pósthús og símstöð, sem starfrækt var fram til ársins 1952. Þar fór í gegn fyrsta langlínusamtal Íslendinga um símstreng frá Seyðisfirði.

Tveir myndarlegir trjágarðar standa fljótsmegin hótelsins og eiga sér merka sögu. Sigríður Jónsdóttir gerði fagran skrúðgarð í kringum 1910 og þótti það nýlunda til sveita. Á rústum gamla torfbæjarins á Egilsstöðum byggði Sveinn Jónsson upp trjágarð um 1930. Var gerður utan um garðinn fallegur veggur úr steinsteyptum einingum og vakti einnig athygli.

Ásdís Sveinsdóttir, dóttir Sveins og Sigríðar, eignaðist Gistihúsið og tók við rekstri þess árið 1970. Hún lét mikið að sér kveða í gisti- og veitingarekstrinum og annaðist hann vakin og sofin í átján ár, eða fram til 1988. Næstu fimm árin önnuðust utan að komandi aðilar reksturinn og varð svo nokkurra ára hlé á honum.

Árið 1997 urðu vatnaskil. Þá keyptu hjónin Hulda Elisabeth Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson Gistihúsið. Gunnlaugur er sonur Margrétar Pétursdóttur, sonardóttur Jóns Bergssonar og Margrétar Pétursdóttur og þar með var hótelið á nýjan leik komið í hendur Egilsstaðaættarinnar.
Þau Hulda og Gunnlaugur gerðu á rúmlega áratug umfangsmiklar endurbætur á eldri hluta hótelsins. Þau lögðu alúð við umbæturnar og ríka áherslu á að halda hinum gömlu innviðum til haga, sem og virðulegum og umfaðmandi anda hússins.

Á fyrstu árum nýrrar aldar fóru hjónin að velta fyrir sér hvort stækka bæri hótelið og þá með hvaða hætti. Vandasamt getur verið að bæta nýju við gamalt þannig að samræmi haldist. Þau skoðuðu ýmsar hugmyndir og tillögur en í október árið 2013 var tekin skóflustunga að nýrri 1500 m2 byggingu sunnan við gamla húsið. Tekið var á móti gestum í nýrri gestamóttöku og gistiálmu hálfu ári síðar og verður það að teljast vel af sér vikið í svo stórri framkvæmd.
Auk móttökunnar í tveggja hæða byggingu voru byggðir tveir lyftuturnar og fjögurra hæða hús með 32 herbergjum. Fjögur þeirra eru lúxusherbergi og 6 eru hönnuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga. Á neðri hæð móttökuhússins er heilsulindin Baðhúsið – Spa, með heitri smálaug, köldum potti, sánu og hvíldaraðstöðu með útsýn yfir Lagarfljót. Að auki eru í nýbyggingunni þvottahús, starfsmannaaðstaða, snyrtingar, geymslu- og skrifstofurými.

Sem dæmi um hvernig reynt var að tengja anda gamla Gistihússins við hina nýju byggingu og skapa flæði á milli þeirra, má nefna að rauðar bárujárnsplötur af þaki gamals gripahúss, sem varð að víkja fyrir byggingarframkvæmdunum, voru m.a. nýttar í innréttingar í gestamóttöku. Eldri hluta hótelsins hefur einnig verið umbreytt að hluta, enda renna nú fallega saman eldri byggingin frá árinu 1903 og sú yngri frá 2014 og mætast í rauninni gömul öld og ný. Tré sem þurfti að fjarlægja vegna byggingarframkvæmda nýttust á fallegan hátt í borðplötur í veitingarými, sem kollar innan húss og utan og í ýmislegt fleira innanstokks. Voru þetta viðir af reyni, öspum og birki. Gamlir sexrúðugluggar með einföldu gleri voru varðveittir þegar gluggar voru endurnýjaðir og nokkrir settir í heilu lagi upp á veggi veitingastaðar hótelsins. Í stað þess að horfa fyrr á tíð út um þá til samtímans, má nú að vissu leyti horfa inn um þá, til fortíðar hússins. Á veggjum hanga einnig gamlar ljósmyndir og málverk sem tengjast staðnum og fólkinu sem þarna hefur búið og starfað frá öndverðu. Þá ber að halda því til haga að á frumbýlingsárum sínum á hótelinu nýttu Hulda og Gunnlaugur gamlan stiga milli hæða, sem þurfti að víkja, sem efnivið í gestamóttöku og bar og lukkaðist það frábærlega, enda hagleikssmiðurinn Frosti Þorkelsson þar að verki, sem og víðar í húsinu. Öll hönnun innanstokks hefur verið í höndum húsfreyjunnar Huldu, frá því að þau Gunnlaugur hófu hótelreksturinn og er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að þar gæti mikillar smekkvísi og jafnframt frumlegrar og virðingarverðrar nálgunar við gamla muni í nútímasamhengi. Gunnlaugur húsbóndi á síðan ófá handtökin við endurbætur eldri byggingarinnar sérstaklega og hefur verið vakinn og sofinn yfir rekstrinum líkt og fyrirrennarar hans áður.

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er svipmikið hótel með öllum nútímaþægindum en um leið er það hlýlegt og umvefjandi. Gestir geta valið um velbúin og rómantísk antík-herbergi í eldri hlutanum eða nýtískuleg og stílhrein herbergi yngri byggingarinnar. Sameiginlegt rými er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið – Restaurant, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oftast fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Austfirskar krásir og Beint frá býli eru þar í öndvegi.
Glæsileg heilsulind, Baðhúsið – Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi.
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er innan vébanda félagsins Ferðaþjónustu bænda. Starfsfólk er um 40 manns; einvalalið sem hefur vellíðan og ánægju gestanna í fyrirrúmi.

Gunnlaugur og Hulda ásamt börnum sínum bjóða þér að njóta gestrisni og góðs aðbúnaðar í fögru umhverfi við Lagarfljót og vona að þú njótir dvalarinnar.

Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps (1931)

  • HAH10136
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1931

Félagið heitir Eftirlits- og fóðurbirgðafélag Engihlíðarhrepps og nær yfir allan Engihlíðarhrepp í Austur Húnavatnssýslu. Félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um búfjárrækt, nr. 32, 8. september 1931, IV. kafla og starfa samkvæmt þeim.
Tilgangur félagsins er:
Að koma í veg fyrir fóðurskort á félagssvæðinu.
Að rannsaka hvernig fóðrun búpenings sé hagkvæmust og færa hana í það horf.
Að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnfóðurs, eftir því sem félaginu þykir henta.
Félaginu stýrir þriggja manna stjórn, tveir kosnir af aðalfundi félagsins en einn af hreppsnefnd.

Efri-Þverá í Vesturhópi

  • HAH00196
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á hól nokkuð háum, norðan Þverárinnar og er þar víðsýnt til allra átta. Íbúðarhús byggt 1968 124 m3, fjós yfir 22 gripi, Fjárhús yfir 180 fjár, hesthús yfir 16 hross. Hlöður 307 m3. Votheysgeymsla 98 m3. Tún 20,5 ha.

Efri-Mýrar á Refasveit

  • HAH00205
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1926 -

Íbúðar og peningahús standa ofarlega í flatlendu túni undir vesturöxl Norðurenda Langadalsfjalls sem þar rís allhátt í ávalri bungu sem nefnist Mýrarkúla. Beitiland er óskipt með Sturluhóli byggt út úr Efri-Mýrarlandi 1961. Íbúðarhús byggt 1926-1936 368 m3. Fjós fyrir 11 gripi, fjárhús yfir 390 fjár, hesthús fyrir 8 hross. Hlöður 854 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Seinna var þar rekið eggjabú. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Ytri Laxá

Efri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00195
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Efri-Harrastaðir stendur norðan við Harrastaðaá. um það mitt á milli fjalls og fjöru. Þar eru heimahagar grösugir og ræktunarskilyrði allgóð. Íbúðarhús byggt 1937, 1961 m3. Fjós 1952 fyrir 8 gripi. Hlaða 208 m3. Votheysgeymsla 24 m3. Geymsla úr asbest 72 m3. Tún 13 ha.

Efra-Núpskirkja Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu

  • HAH00576
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Efranúpskirkja er í Melstaðarprestakalli íHúnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur á hinum fornagóðbændagarði á Efri-Núpi er ævagamalt. Hér er efstabyggðarból í sveit (200m.y.s.), Fremri-Torfustaðahreppi, og sókn. Vorulöngum talin 14-15 býli í sókninni. Frá Efri-Núpier talinn 10 stunda gangur suður um Arnarvatnsheiði tilbyggða Borgarfjarðar. Var umferð mikil fyrrum og gjarnan gististaður á Efra-Núpi. Varð hér hinzti náttstaður Rósu Guðmundsdóttur skálds, sem er kennd við Vatnsenda í Vesturhópi, 28. sept. 1855. Árið 1965 komu húnvetnskar konur veglegum steini fyrir áleiði hennar.
Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni áEfra-Núp 1535 og úr fyrra sið er enn þá varðveittkirkjuklukka, 23 sm í þvermál og ber gotneskt letur, þar semgreinir á hollenzku, að steypt sé 1510. Hin klukkan er frá1734, nær 6 sm stærri og á hana letrað nafn GuðmundarJonassens. Í stað timburkirkju frá 1883 var reist steinsteypt kirkjuhús 1960. SigurðurJónsson, vinnumaður á Efra-Núpi, gaf allt sementið og mjögunnu sjálfboðaliðar að og margar gjafir gefnar íkirkjumunum, enda er kiekja, sem séra Sigurður Stefánssonvíglsubiskup á Möðruvöllum vígði hinn 20. ágúst 1961, prýðilega búin.
Húsið er 9,5 x 5,7 m að innanmáli í einu skipi undir járnþakimeð timburturni yfir kirkjudyrum. Á hvorum kirkjuvegg eru 3sexrúðugluggar undir rómönskum boga, en lítill einrúðugluggisinn hvorum megin við altari. Kirkjan er björt, hvítmálaðirmúrveggir og lýsing frá vænum kristalshjálmi og 8 ljósaliljum.Súðin er viðarklædd að mæni og panellinn lakkborinn sem breiðirkirkjubekkrinir, er rúma 60 í sæti. Altair er stórt, 1,8 x 0,7 smog grátur að framan en opið til hliða á kórgólfi, farfaðbrúnum lit eins og fimmstrendur predikunarstóllinn.

Hátt á kórgafli er trékross, en altaristaflan málverk Eggerts Guðmundssonar, er sýnir Jesú blessa börnin. Stjakar eru 4 og kaleikur og patína af silfri og með gyllingu innan, allt góðirgripir, sem og skrúði kirkjunnar. Hljóðfærið er gamaltSpartha-harmoníum frá Gera í Thüringen í Þýzkalandi og stendurí norðvesturhorni, þar sem rými er fyrir söngflokk. Kirkjunni erþjónað frá Melstað.

Efra-Núpskirkja að innan.
Efri-Núpur eða Efrinúpur er bær og kirkjustaður í Núpsdal, sem er einn Miðfjarðardala inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.
Efri-Núpur var áður í þjóðbraut því þaðan var gjarna farið upp á Arnarvatnsheiði og suður til Borgarfjarðardala og var þaðan talinn 10 klukkutíma gangur að efstu bæjum í Borgarfirði. Var algengt að ferðamenn tækju sér gistingu á Efra-Núpi, annaðhvort þegar þeir komu ofan af heiðinni eða áður en þeir lögðu á hana.
Kirkja hefur verið á Efra-Núpi frá fornri tíð og var þar sérstakt prestakall fram yfir siðaskipti en eftir það útkirkja frá Staðarbakka. Nú er kirkjunni þjónað frá Melstað. Núverandi kirkja var vígð 1961 og kom hún í stað gamallar timburkirkju sem þá var rifin. Enn er þar kirkjuklukka frá 1510

Dyrfjöll

  • HAH00851
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874) -

Dyrfjöll eru í Norður-Múlasýslu, hluti af fjallgarðinum milli Fljótsdalshéraðs og Borgafjarðar eystri. Fjöllin bera nafn af klettaskarði sem er í fjallgarðinum og kallast það Dyr og eru þær í 856 metra hæð. Hæsti tindur þeirra er í 1136 metra hæð yfir sjó og nefnist hann Innra-Dyrfjall. Dyrfjöll eru oft kölluð „útverðir Austurlands í norðri“.

Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað.

Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.

Dyngjufjöll

  • HAH00235
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Dyngjufjöll er fjallaþyrping mikil í Ódáðahrauni, 15 km norður af Vatnajökli, hér um bil mitt á milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Þar er eldvirkni og megineldstöðin Askja og Öskjuvatn. Dyngjufjöll ytri eru vestasti hluti Dyngjufjalla og aðskilin frá aðal fjallaþyrpingunni af Dyngjufjalladal. Hæsti tindurinn er Þorvaldstindur; 1510 metrar á hæð.

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Drekagili eru við Öskjuop austast í Dyngjufjöllum. Annað sæluhús er í Dyngjufjalladal.

Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni

  • HAH00095
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Kleifatúnið nær nú upp með neðri Lyngmóum, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf. Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Þarna voru útihús Agnars Braga Guðmundssonar.

Dritvík á Snæfellsnesi

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Dritvík var forn verstöð á Snæfellsnesi. Talið er að útræði þaðan hafi byrjað um miðja 16. öld og haldist í þrjár aldir. Talið er að allt 600 til 700 manns hafi stundað sjósókn í Dritvík þegar mest var. Dritvík er umlukin hraunum á þrjá vegu. Mjög stutt var að róa á fengsæl fiskimið úr Dritvík og víkin var skjólgóð.

Nafnaskýringu á örnefninu Dritvík er að finna í Bárðar sögu Snæfellsáss:
Bárður Dumbsson lagði sínu skipi inn í lón það sunnan gengur í nesið og þeir kölluðu Djúpalón. Þar gekk Bárður á land og hans menn og er þeir komu í gjárskúta einn stóran þá blótuðu þeir til heilla sér. Það heitir nú Tröllakirkja. Síðan settur þeir upp skip sitt í vík einni. Þar á lóninu höfðu þeir gengið á borð að álfreka [1] og þann sama vallgang [2] rak upp í þessari vík og því heitir það Dritvík.
Dritvík er í landi Hólahóla. Landleiðin þangað var löngum torsótt og þurfti að fara yfir úfið hraun. Af Djúpalónssandi er hægt að komast í víkina meðfram sjó en annars þarf að fara yfir úfið og illfært hraun.

Helgafellsklaustur eignaðist Hólahóla árið 1364 þegar Halldóra Þorvaldsdóttir gaf klaustrinu upp í próventu sína þrjár jarðir. Dritvík kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum árið 1530 í skjali þar sem segir að skreiðarafgjöld Helgafellsklausturs eigi að afhenda þar.

Bátar lentu annað hvort á Mölinni eða Pollinum sem myndaðist milli Bárðarskips og Dritvíkurkletts.

Á 17., 18. og framan af 19. öld var Dritvík ein stærsta verstöð á Íslandi. Í 18. aldar heimild segir að til forna hafi gengið þar 70 - 80 skip en á 18. öld voru bátar í víkinni oft 40 - 50. Á 19. öld fór að draga úr sjósókn úr Dritvík og útræði þaðan lauk árið 1861. Bátar sem réru úr Dritvík voru flestir áttæringar og minni skip en sexæringar munu ekki hafa gengið þaðan. Fátt er nú í Dritvík sem sýnir að þar hafi 500-600 vermenn hafist við á hverjum vetri. Engar búðarleifar eru þar því menn höfðust við í tjöldum sem voru þannig að tóttir voru hlaðnar og tjaldað yfir. Í vertíðarlok voru tjöldin tekin niður. Örfáar þurrabúðir voru í Dritvík en flestir dvöldu þar aðeins meðan þeir réru til fiskjar.

Drekagil í Ódáðahrauni

  • HAH00193
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Austan í þeim er Drekagil og fyrir gilkjaftinum stendur Dreki, skáli Ferðafélags Akureyrar, sem var reistur 2004. Gamli skálinn, frá 1968 var rifinn. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti). Öskufall þess á Austurland lagði m.a. byggð á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Eftir Öskjugosið 1875 fluttu fjöldi Íslendinga til Vesturheims.
(Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa)
Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun 2,2 ferkm.), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun). Gos varð í Öskjuopi árið 1961 (Vikraborgir; Vikrahraun). Vegur liggur yfir nýja hraunið á löngum kafla að bílastæði í Öskjuopi.

Þaðan er síðan gengið inn að dýpsta vatni landsins, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.

Sunnan og suðaustan Drekagils er dyngjan Vaðalda. Milli hennar og Dyngjufjalla er grunnt stöðuvatn, Dyngjuvatn. Það er stærst, u.þ.b. 6 km langt, eftir vorleysingar, en getur horfið í þurrkatíð. Þarna var ekki vatn fyrir miðja 19. öld, en árið 1875 sáu landleitarmenn þarna smápolla. Þorvaldur Thoroddsen sá þarna stórt stöðuvatn 1884 og taldi, að það hefði verið mun stærra. Líklega varð það til eftir vikurfallið í gosinu 1875.

Suðvestan Vaðöldu rennur lindáin Svartá undan sandöldu meðfram dygnjunni sunnanverðri út í Jökulsá á Fjöllum. Í henni er fallegur foss, sem hefur fengið nafnið Skínandi.

Dómkirkjan í Reykjavík

  • HAH00192
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1796 -

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar Lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið. Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Lítið var gert í henni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári.

Skírnarfonti Bertels Thorvaldsens var komið fyrir í kirkjunni árið 1839 og árið eftir eignaðist hún orgel. Kirkjan var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku. Teikningar að endurbyggingunni gerði L. A. Winstrup og danskir iðnaðarmenn voru fengnir til verksins. Kirkjan var að mestu viðhaldslaus næstu árin, þannig að ráðast þurfti að nýju í miklar endurbætur árið 1879 (Jakob Sveinsson, snikkari) og þá var kirkjunni komið í það horf, sem hún er í nú og tekur rúmlega 600 manns í sæti.

Þakið var upprunalega skífuklætt en núverandi koparþak var sett á kirkjuna um miðja 20. öldina. Kirkjan var friðuð 1973 og var gerð upp í áföngum árin 1977, 1985 og 1999 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

Djúpivogur

  • HAH00234
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1900-

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Á Djúpavogi voru íbúar 331 (1. janúar 2015).

Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs. Í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara.
Fljótlega eftir að landnám hófst á Íslandi munu norræn skip hafa komið af hafi til Berufjarðar til þess meðal annars að eiga viðskipti við fólk sem hafði tekið sér bólfestu um sunnanverða Austfirði. Bæði í Njálu og Fljótsdæla sögu er sagt frá verslunarstaðnum Gautavík við innanverðan Berufjörð. Þar versluðu Þjóðverjar á tímum Hansakaupmanna þar til þeir fluttu bækistöð sína suður yfir fjörðinn til Fýluvogs (Fúluvíkur) upp úr 1500. Rústir í Gautavík eru friðaðar og hefur hluti þeirra verið kannaður með fornleifauppgreftri.

Verslunin í Fýluvík var í höndum kaupmanna frá Bremen og starfaði í um 80 ár. Brimarar kölluðu staðinn Ostfiordt in Ostfiordt-süssel. Höfnin þar er nú lokuð vegna sandburðar og ekki sést lengur til verslunarhúsa. Kaupmenn í Hamborg fengu verslunarleyfi á Djúpavogi þann 20. júní árið 1589, með leyfisbréfi gefnu út af Friðriki 2. Danakonungi, og til þess tíma er rakið upphaf búsetu þar.

Einokun komst á 1602 þegar Kristján 4. konungur Dana veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkarétt til verslunar á Íslandi. Austurlandi var skipt niður í þrjú verslunarumdæmi. Kaupstaðir voru á Vopnafirði, í Reyðarfirði og á Djúpavogi, en þar var jafnframt eina verslunarhöfnin á öllu suðausturhorni landsins. Einokun var aflétt 1787 og öllum dönskum þegnum varð heimilt að stunda verslun við Íslendinga. Seinna var verslun gefin frjáls hverjum sem stunda vildi.

Danski kaupmaðurinn J.L. Busch rak verslun á Djúpavogi frá 1788-1818 en þá kom Verslunarfélagið Örum & Wulff til skjalanna og sá um Djúpavogsverslun í rúma öld, frá 1818 allt til 1920. Fyrirtækið hafði aðsetur í Danmörku og á þess vegum komu verslunarstjórar til Djúpavogs til að hafa umsjón með kaupskapnum. Árið 1920 var Kaupfélag Berufjarðar stofnað og keypti það eignir dönsku kaupmannanna. Þeirra á meðal voru verslunarhúsin sem enn standa við höfnina. Elst þeirra er Langabúð, bjálkahús frá öndverðri 19. öld, og er til vitnis um verslunarsögu sem hófst við landnám.

Djúpidalur í Skagafirði

  • Fyrirtæki/stofnun

Djúpidalur er bær í Blönduhlíð í Skagafirði og stendur í mynni Dalsdals, sem gengur inn til austurs sunnan við fjallið Glóðafeyki. Dalurinn greinist um Tungufjall (eitt af þremur með því nafni í Blönduhlíðarfjöllum) og ganga álmurnar langt inn í fjallgarðinn. Um dalinn fellur Djúpadalsá eða Dalsá og er í djúpu og allhrikalegu gili í dalsmynninu. Hún hefur myndað víðáttumiklar eyrar á láglendinu sem eru nú að gróa upp. Þar á eyrunum var Haugsnesbardagi háður 1246. Kirkja eða bænhús var í Djúpadal fyrr á öldum en lagðist af snemma á 18. öld.

Mera-Eiríkur Bjarnason, sem var bóndi í Djúpadal frá 1733, var frægur fyrir hrossaeign sína og átti í útistöðum við Skúla Magnússon sýslumann á Stóru-Ökrum, sem reyndi að sanna á hann tíundarsvik en tókst ekki. Frá Mera-Eiríki er Djúpadalsætt og búa afkomendur hans enn í Djúpadal.

Djöflasandur við Búrfjöll

  • HAH00191
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.

Oddnýjarhnjúkur er nokkuð brattur en þó auðveldur uppgöngu. Hann er álíka hár og Rauðkollur og útsýnið líkt en héðan sést yfir nyrsta hluta þess svæðis sem hér er fjallað um. Graslendi eins og Seyðisárdrög, Beljandatungur, Biskupstungur og Tjarnadalir breiða úr sér í norðaustri og austri. Gufan á Hveravöllum er beint í austri og sýnir afstöðu til vel þekktra staða í nágrenninu.
Miklu nær í sömu stefnu sést niður eftir stóru gili sem nær alveg vestur undir hnúkinn. Það heitir Oddnýjargil og segir sagan að það sé kennt við stúlku sem villtist í þoku á grasafjalli að vori og hafðist þarna við um sumarið. Hún lifði á grösum, berjum og mjólk úr á sem henni tókst að ná og tjóðra með sokkabandinu sínu. Neðan við gilið og þar í grennd er mikið af fjallagrösum og með tilliti til þess getur sagan verið sönn.
Litla-Oddnýjargil er svolítið sunnar og nær aðeins upp að austurbrún fjallanna. Sunnan þess er sauðfjárvarnargirðing vestur yfir fjöllin og í átt að jökuljaðrinum. Markalínan milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu er um hesta hnúk á austurbrún sunnanverðra fjallanna og þaðan í Oddnýjarhnjúk. Áfram liggur hún í sömu stefnu að vatnaskilum í Hundadölum. Norðan Oddnýjarhnjúks er lítill nafnlaus hnjúkur en uppi á honum, í rúmlega 1000 m. hæð, er vænn brúskur af hreindýramosa. Ljós litur hans sker sig skemmtilega frá grjótinu og dökkum mosa sem þarna er víða að finna.
Háfjall er móbergshnjúkur nokkru norðar og er hæst á nyrsta hluta Þjófadalafjallanna. Hér er reyndar komið eina 5 km. frá dölunum þeim og hafa því ugglaust ýmsir efasemdir um að rétt sé að kenna þennan hluta fjallgarðsins við þá. Móbergið er hér áberandi og sums staðar fallega rauðbrúnt. Það er víða í brúnum Hvannavallagils sem sker austurhlíðina. Á þeim slóðum er víða vöxtugur gróður; lyng, víðir blóm og gras. Þarna er í giljunum gott skjól, móbergið fremur laust í sér og víða nægur raki.
Á vestanverðum fjöllunum er heldur kuldalegra en samt má þar í lægðum finna á miðju sumri, auk smávaxins mosa, grasvíði, maríustakk og lambagras svo eitthvað sé nefnt, og yfirleitt er einhver blóm að finna á melunum uppi á fjöllunum þó að þar virðist í fljótu bragði auðn. Jafnvel litlar burnirótarplöntur eru þar á milli steinanna. Hér er líka annars konar líf því að gæsir eru bæði uppí á fjöllunum og niðri í Hundadölum. Eflaust finna þær hér friðland til að endurnýja flugfjaðrir sínar og koma ungum sínum á flug.
Af nyrsta hluta fjallanna sést vel yfir svæðið þar fyrir norðan, Djöflasand, Hundavötn, Búrfjöll og Seyðisárdrög. Norðan við fjöllin rennur Dauðsmannskvísl úr Hundadölum. Hún fellur um Dauðsmannsgil niður af Djöflasandi og sameinar Hvannavallakvísl skömmu síðar. Litlir lækir koma úr norðurhlíðinni og mynda litlar gróðurvinjar sem eru áberandi í auðninni. Þeir geta bæði svalað þorsta göngufólks og glatt augu þeirra er gróðri unna.

Dimmuborgir

  • HAH00190
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Dimmuborgir eru einstæðar hraunmyndanir við austanvert Mývatn. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Dimmuborgir á ári hverju.
Hraunið sem rann þegar Dimmuborgir mynduðust kom frá eldgosi í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir um 2000 árum og er það mesta hraungos sem orðið hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Dimmuborgir eru staðsettar í lægð og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í þessa lægð og smám saman fyllt hana af bráðnu hrauni. Á meðan á þessu stóð tók yfirborð hraunsins að storkna og sumstaðar storknaði það til botns og myndaði þá hraunstólpa sem fólk sér þegar það gengur um svæðið í dag. Storkið hraunið myndaði nokkurskonar þak ofan á bráðinni kvikunni en á endanum braust hraunið fram og tæmdist undan þakinu. Við þetta veiktist þakið svo að það hrundi niður og eftir varð það einstæða landslag sem flestir þekkja í dag sem Dimmuborgir.
Sumar hraunmyndanir í Dimmuborgum eru þekktari en aðrar. Þeirra þekktust er tvímælalaust Kirkjan, hraunhvelfing sem opin er í báða enda og heitir svo vegna þess að lögun hennar minnir á kirkju.

Digrimúli á Skaga

  • HAH00988
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1930-1940

Digrimúli, grágrýtisás, það­an mjög góð útsýn til Stranda­­­fjalla. Þar lögðu kon­ur hellulagðan veg sem enn er hægt að skoða og þar er minnismerki um þessa vega­­gerð.

Dettifoss

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 45 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.

Dettifoss er hluti af sýslumörkum Norður- og Suður-Þingeyjarsýslna.

Danmörk

  • HAH00189
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Danmörk (danska: Danmark; framburður (uppl.)) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.

Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Esbjerg, Randers, Kolding, Horsens og Vejle á Jótlandi.

Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Blekinge og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest. Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.

Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkur og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinn Danir eða konunginn Dan, og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengt þýska orðinu Tenne „þreskigólf“, enska den „ hellir“ og sanskrít dhánuṣ- (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga í Suður-Slésvík, kannski svipað nöfnunum Finnmörk, Heiðmörk, Þelamörk og Þéttmerski. Í fornnorrænu var nafnið stafað Danmǫrk.

Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er á Jalangurssteininum, sem eru rúnasteinar taldir hafa verið settir upp af Gormi gamla (um árið 955) og Haraldi blátönn (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, í þolfalli . „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og í eignarfalli „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum.

Danmörk á aðeins landamæri að Þýskalandi og er lengd landamæranna 140 km. Strandlengjan er 7 314 km. Hæsti punktur er Møllehøj, á mið-austur Jótlandi, 171 (170,86) metra hár. Flatarmál Danmerkur er 42 434 km2. Danmörk á ekki verulegt hafsvæði og bætist innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43 094 km2. Stöðuvötn þekja 660 km2.

Búið hefur verið í Danmörku síðan um það bil 12.500 f.Kr. og eru sannindamerki um landbúnað frá 3600 f.Kr. Bronsöldin í Danmörku var frá 1800–600 f.Kr. og þá voru margir haugar orpnir. Í þeim hafa fundist lúðrar og Sólvagninn. Fyrstu Danir komu til landsins á rómversku járnöld (1–400 e.Kr.). Þá var verslun milli Rómaveldisins og ættflokka í Danmörku og rómverskir peningar hafa fundist þar. Ennfremur finnast sannindamerki um áhrif frá Keltum, meðal annars Gundestrup-potturinn.

Frá 8. öld til 11. aldar voru Danir meðal þeirra sem þekktir voru sem Víkingar. Víkingar námu Ísland á 9. öld með viðkomu í Færeyjum. Frá Íslandi sigldu þeir til Grænlands og þaðan til Vínlands (líklega Nýfundnalands) og settust þar að. Víkingar voru snillingar í skipasmíðum og gerðu árásir á Bretlandi og Frakklandi. Þeir voru líka mjög lagnir í verslun og viðskiptum og sigldu siglingaleiðir frá Grænlandi til Konstantínusarborgar um rússneskar ár. Danskir víkingar voru mjög virkir á Bretlandi, Írlandi og í Frakklandi og settust að í sumum hlutum Englands og náðu þar völdum (þ.e. Danalög).

Dalsfoss í Vatnsdalsá

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Vatnsdalsá er á sem rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Áin er dragá sem safnar í sig vatni af Haukagilsheiði og Grímstunguheiði og þar sem hún rennur niður í Vatnsdal í miklum gljúfrum eru í henni allmargir fossar. Efstur þeirra er Skínandi og neðar Kerafoss og Rjúkandi. Neðar í ánni eru Dalsfoss og Stekkjarfoss. Við hann er laxastigi. Aðrar ár og lækir renna í Vatnsdalsánna eins og til dæmis Tunguá, Álka og Kornsá.

Vatnsdalsá er ein besta laxveiðiá landsins og þar er einnig mjög góð silungsveiði. Mikið er um stórlaxa í ánni en stangveiðar hófust þar 1936; áður var eingöngu stunduð netaveiði í ánni. Besti veiðistaðurinn er Hnausastrengur. Eingöngu er veitt á flugu í Vatnsdalsá.

Vatnsdalsá rennur í stöðuvatnið Flóðið, sem myndaðist við skriðuföll í Vatnsdal árið 1720, en áin sem úr því rennur nefnist Hnausakvísl.

Dalatangi

  • HAH00188
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1895 og 1908 -

Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum Flatafjalli milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Þar rétt hjá eru sýslumörk Norður- og Suður-Múlasýslu. Á Dalatanga var fyrst reistur viti árið 1899 og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1938.
Á staðnum eru tveir fallegir vitar. Dalatangviti, skærgulur að lit, var byggður árið 1908 er enn í notkun. Í vitahúsinu er jafnframt gamall hljóðviti sem var gerður nýlega upp og fær að hljóma á sunnudögum á sumrin gestum til heiðurs.
Eldri vitinn, er ekki síður falleg bygging. Hann er frá árinu 1895 og var gerður upp fyrir nokkru. Athafnamaðurinn Otto Wathne hafði forgöngu um gerð þeirra beggja.
Þá er á Dalatanga samnefndur bær þar sem vitavörður býr og er þar einnig rekið gistiheimili á sumrin. Hér hafa einnig farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.
Vegurinn út í Dalatanga er á köflum seinfarinn, en er ferðalagsins virði fyrir þennan einstaka stað, sem er bókstaflega á ystu nöf. Hér endar Mjóafjarðarvegur. Lengra austur verður ekki haldið. Útsýnið yfir nærliggjandi firði er að sama skapi stórbrotið, en við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Chr Neuhaus Amagetorv 19 Köbenhavn K, ljósmyndastofa / Christian Rasmus Neuhaus (1833-1907)

  • HAH09270
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1862 - 1894

Christian Neuhaus stod i glarmesterlære, men skiftede ca. 1858 til fotografien, idet han gik i lære hos og derpå arbejdede for Rudolph Striegler (HER) , der var ved at tjene en formue på sine visitkortfotos.
Foråret 1862 etablerede Christian Neuhaus sig i en åben gård i Nyboder med et halvtag af lærred til at beskytte kunderne og sit apparat. I slutningen af dette år flyttede han til Købmagergade 14 og virkede der til 1894, hvorpå hans mangeårige medhjælper Oluf W. Jørgensen videreførte firmaet i fem år som Christian Neuhaus' efterfølger.
Christian Neuhaus portrætoptagelser er sobert, men ret traditionelt arbejde; i første halvdel af 1860'erne mest helfigurs, stående, med en stol som støttemøbel og kanten af en portiere som dekoration, derpå overvejende brystbilleder, indtil begyndelsen af halvfjerdserne vignetterede, senere mest ovalt afmaskede.

Chicago Illinois USA

  • HAH00964
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.8.1833 -

Um miðja 18. öld var svæðið fyrst og fremst byggt af Potawatomi ættbálknum. Fyrsti landneminn í Chicago var Haítíbúinn Jean Baptiste Pointe du Sable en hann settist að um 1770 og giftist Potawatomi konu. Hann stofnaði þar fyrstu vöruskiptastöðina á svæðinu. Árið 1803 byggði Bandaríkjaher virkið Fort Dearborn, sem var lagt í rúst árið 1812 í Fort Dearborn fjöldamorðunum. Ottawa ættbálkurinn, Ojibwa ættbálkurinn og Potawatomi ættbálkurinn gáfu landið eftir til Bandaríkjanna með St. Louis samningnum árið 1816. Þann 12. ágúst 1833 var bærinn Chicago skipulagður með 350 íbúum og sjö árum síðar voru íbúar orðnir 4000 talsins.

Chicago fékk borgarréttindi þann 4. mars 1837.

Chicago var ein af mest ört vaxandi borgum heims á fyrstu öld sinni. Íbúafjöldin komst upp í eina milljón fyrir 1890.
Frá árinu 1848 hefur borgin verið mikilvægur tengihlekkur milli austur- og vesturhluta Bandaríkjanna, þá fyrst með opnun Galena & Chicago Union Railroad, fyrstu járnbraut Chicagoborgar, sem og Illinois og Michigan skipaskurðsins sem leyfði gufuskipum og seglskipum að fara af mikluvötnum að Mississippi í gegnum Chicago. Sístækkandi efnahagur laðaði að borginni marga nýja íbúa frá sveitahéröðum og írsk-amerískir, pólsk-amerískir, sænsk-amerískir og þýsk-amerískir innflytjendur fluttust til borgarinnar í hrönnum. Árið 1880 bjuggu um 299 þúsund manns í borginni en um aldamótin 1900 voru þeir orðnir 1,7 milljónir.

State Street árið 1907
Eftir mikinn eldsvoða árið 1871 sem eyðilagði þriðjung borgarinnar, þar með talið viðskiptahverfið eins og það lagði sig, upphófst mikil uppsveifla tengd endurbyggingunni. Það var á þessum endurreisnarárum sem fyrsti skýjakljúfurinn var byggður með stálgrind (1885). Árið 1893 var haldin í borginni Word's Columbian Exposition hátíðina í mýrinni þar sem nú er Jackson Park. Hátíðin dró að sér 27,5 milljón gesti. Einu ári fyrr hafði Chicago Háskóli verið stofnaður á þessum stað.

Borgin var upphafsstaður verkalýðsdeilna á þessum árum, sem fól meðal annars í sér Haymarket óeirðirnar 4. maí 1886. Áhyggjur af félagslegum vandamálum meðal fátækari stétta borgarinnar leiddu til stofnunnar Hull House árið 1889.

Árið 1855 byrjaði Chicago að byggja fyrsta heildstæða skolpkerfi Bandaríkjanna, en til þess þurfti að hækka margar götur miðborgarinnar um allt að þremur metrum. Með þessu fór skolp og iðnaðarúrgangur beint út í Chicago á og þaðan í Michiganvatn og mengaði þar með vatnsbólið sem borgarbúar fengu drykkjarvatn sitt úr. Borgaryfirvöld brugðust við með því að leggja göng um þrjá kílómetra út í vatnið en rigningar á vorin báru skolpið út að inntaksrörunum. Loks var brugðið á það ráð að leysa vandann með því að snúa straumstefnu Illinois-ár við.

Á þriðja áratug 20. aldar varð borgin víðfræg fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Glæpónar á borð við Al Capone börðust hver við annan á meðan að bjórbannið átti sér stað. En á sama tíma var mikil uppbygging í iðnaði ásamt því sem að þúsundir blökkumanna fluttust til Chicago og annarra norðlægra borga á þessum tíma.

Þann 2. desember 1942 var fyrsta stýrða kjarnahvarfið framkvæmt í háskólanum í Chicago, sem var einn af upphafspunktum Manhattan verkefnisins.

Á sjötta áratugnum fluttust margir efri- og millistéttaríbúar úr miðborginni í úthverfin og skildu eftir sig fjölmörg fátæk hverfi. Árið 1968 hýsti borgin Landsþing Bandaríska Demókrataflokksins og byrjaði byggingu á Sears turni (sem árið 1974 varð hæsta bygging heims) og O'Hare flugvellinum.

Árið 1983 varð Harold Washington fyrsti blökkumaðurinn til þess að gegna embætti borgarstjóra eftir einn krappasta kosningaslaginn í sögu borgarinnar. Frambjóðandi Repúblikanaflokksins, Bernard Epton, auglýsti framboð sitt með slagorðinu „áður en það er um seinan“, sem talið var skýrskotun til kynþáttafordóma.

Á síðasta hluta 20. aldar varð mikil breyting á borginni og mörg hverfi sem áður höfðu verið mestmegnis yfirgefin hafa tekið sér líf að nýju.

Árið 2019 var Lori Lightfoot fyrsta svarta konan til að vera kosin borgarstjóri og fyrsta samkynhneigða manneskjan til að gegna stöðu borgarstjóra í stórri bandarískri borg.

Charach Photo Studio 264 Portage Ave. Winnipeg

  • HAH09413
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1904-

David Samuel Charach júlí 1888 – 1969. Fæddur Dubna (útborg Moskvu) Rússlandi. Fluttist til Winnipeg í Kanada og starfaði þar sem ljósmyndari. Stofnaði Victory Photo Studio 1904, síðar Charach & Bernstein Winnipeg 576 Main Street árið 1910 og síðar undir eigin nafni. Starfaði við ljósmyndum í næstum 65 ár. Frumkvöðull að nýjum ljósmyndaaðferðum og stílum [pioneered new photographic methods and styles].

Victory Photo Studio 1904
Charach & Bernstein Winnipeg [576 Main Street] 1910
Undir eigin nafni frá um 1915
Charach Studios [Barney Charach] Winnipeg [264 Portage Avenue] 1947-
Barney Charach (1922-2013) Winnipeg 1947-2007

Calgary, Alberta Kanada

  • HAH00831
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1873 -

The Calgary area was inhabited by pre-Clovis people whose presence has been traced back at least 11,000 years. The area has been inhabited by the Niitsitapi (Blackfoot Confederacy; Siksika, Kainai, Piikani), îyârhe Nakoda, the Tsuut'ina First Nations peoples and Métis Nation, Region 3.

As Mayor Naheed Nenshi (A'paistootsiipsii; Iitiya) describes, "There have always been people here. In Biblical times there were people here. For generations beyond number, people have come here to this land, drawn here by the water. They come here to hunt and fish; to trade; to live; to love; to have great victories; to taste bitter disappointment; but above all to engage in that very human act of building community."

In 1787, cartographer David Thompson spent the winter with a band of Peigan encamped along the Bow River. He was a Hudson's Bay Company trader and the first recorded European to visit the area. John Glenn was the first documented European settler in the Calgary area, in 1873.

In 1875, the site became a post of the North-West Mounted Police (now the Royal Canadian Mounted Police or RCMP). The NWMP detachment was assigned to protect the western plains from US whisky traders, and to protect the fur trade. Originally named Fort Brisebois, after NWMP officer Éphrem-A. Brisebois, it was renamed Fort Calgary in 1876 by Colonel James Macleod.

When the Canadian Pacific Railway reached the area in 1883, and a rail station was constructed, Calgary began to grow into an important commercial and agricultural centre. Over a century later, the Canadian Pacific Railway headquarters moved to Calgary from Montreal in 1996. Calgary was officially incorporated as a town in 1884, and elected its first mayor, George Murdoch. In 1894, it was incorporated as "The City of Calgary" in what was then the North-West Territories.[36] The Calgary Police Service was established in 1885 and assumed municipal, local duties from the NWMP.

The Calgary Fire of 1886 occurred on November 7, 1886. Fourteen buildings were destroyed with losses estimated at $103,200. Although no one was killed or injured,[38] city officials drafted a law requiring all large downtown buildings be built with Paskapoo sandstone, to prevent this from happening again.

After the arrival of the railway, the Dominion Government started leasing grazing land at minimal cost (up to 100,000 acres (400 km2) for one cent per acre per year). As a result of this policy, large ranching operations were established in the outlying country near Calgary. Already a transportation and distribution hub, Calgary quickly became the centre of Canada's cattle marketing and meatpacking industries.

By late 19th century, the Hudson's Bay Company (HBC) expanded into the interior and established posts along rivers that later developed into the modern cities of Winnipeg, Calgary and Edmonton. In 1884, the HBC established a sales shop in Calgary. HBC also built the first of the grand "original six" department stores in Calgary in 1913; others that followed are Edmonton, Vancouver, Victoria, Saskatoon, and Winnipeg

Byggingarfulltrúi Skagafjarðar og Austur Húnavatnssýslu (1959)

  • HAH10137
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1959

Starf byggingarfulltrúa fyrir Norðurland vestra hefst árið 1959 ráðinn er Ingvar Gígjar Jónsson og starfar hann til ársins 1986.
Aðstoðarmaður er ráðinn til embættisins á árunum 1973-1975, ekki alveg vitað hvaða ár og er það
Guðmundur Karlsson, húsasmíðameistari og bóndi á Mýrum í Hrútafirði.

Byggðatrygging hf. (1961-1972)

  • HAH10084
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1961-1972

Byggðatrygging var stofnuð í byrjun maí 1961 en starfar sem umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. árið 1972 og starfar ekki sjálfstætt eftir það.

Byggðasafnið á Reykjum

  • HAH00186
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955 -

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Burstarfell í Vopnafirði

  • HAH00184
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á Bustarfelli er Þuríðarvatn. Jörðin er allstór, talsvert skógi vaxin og að hlutatil friðuð.

Sama ættin hefur setið jörðina síðan 1532. Þá keypti Árni Brandsson, prestsonur frá Hofi Bustarfell. Kona hans var Úlfheiður Þorsteinsdóttir. Legsteinn þeirra hjóna er varðveittur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremristofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá1877. Það var búið í honum til 1966.

Frægasti ábúandi Burstafells var vafalítið Björn Pétursson (1661-1744), sýslumaður, sem var svo mikill fyrir sér í skapi, vexti og kröftum, að öllum stóð ógn af honum. Hann fór sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði en var raungóður, þegar í nauðirnar rak hjá fólki. Hann lét taka hollenzka duggu, búta hana í sundur og áhöfnina húsa Bustarfellsbæ með viðunum.

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemssonríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við. Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn. Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins. Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því. ÞjóðminjasafnÍslands hefur umsjá með því.

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Búnaðarfélag Vindhælishrepps (1886)

  • HAH10098
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1886

Fyrstu tildrög að stofnun Búnaðarfélags Vindhælishrepps voru þessi:
Árið 1847 lögðu 10 menn í Vindhælishreppi fram 20 ríkisdali til sjóðmyndunar og skyldi sjóður sá verða til gagns fyrir búendur í hreppnum. Hinn 5. maí 1848 voru svo eftirfarandi samþykktir gjörðar:

  1. Félagið heitir Vindhælishrepps vinafélag og eignir þess Vinafélagssjóður.
  2. Árgjöld voru ákveðin 2 ríkisdalir á félagsmann.
    Eftirtaldir menn skipuðu stjórn félagsins:
    Oddviti Arnór Árnason sýslumaður, Ytri-Ey
    Varaoddviti Sigurður Árnason bóndi, Höfnum
    Féhirðir Jósep Jóelsson bóndi, Spákonufelli
    Varaféhirðir Björn Þorláksson bóndi, Þverá
    Ritari sr. Jón Blöndal, Hofi
    Vararitari sr. Björn Þorláksson
    Félag þetta starfaði til ársins 1855, undir sama nafni.
    Árið 1855, 23. apríl, var nafni félagsins breytt og var þá kallað Vindhælingafélag, hélst svo til ársins 1886, en þá voru ný lög samin og nafni félagsins breytt í Búnaðarfélag Vindhælishrepps.
    Árið 1939 var hinum forna Vindhælishrepp skipt í þrjú sveitarfélög og þá einnig búnaðarfélaginu og urðu eignarhlutföll þessi: Vindhælishreppur 3/8, Skagahreppur 3/8 og Höfðahreppur 2/8. Gengið var að fullu frá skiptingu félagsins 8. febrúar 1941 og kom í hlut hins nýja Búnaðarfélags Vindhælishrepps kr. 3.454,95.
    Stofnfundur núverandi Búnaðarfélags Vindhælishrepps var haldinn 15. júní 1940 og lög þess samþykkt 24. nóv. sama ár. Í stjórn voru kjörnir:
    Magnús Björnsson, Syðra-Hóli
    Guðmundur Guðmundsson, Árbakka
    Björn Jónsson, Ytra-Hóli

Búnaðarfélag Húnavatnssýslu (1864-1870)

  • HAH10093
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1864-1870

Árið 1864 var stofnað Búnaðarfélag Húnavatnssýslu, er starfaði til 1870, og lét mjög til sín taka, styrkti ræktun og húsabætur, keypti búnaðaráhöld handa bændum og veitti Torfa Bjarnasyni styrk til búnaðarnáms erlendis, en hann stofnaði síðar fyrsta búnaðarskóla hér á landi.

Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps (1884)

  • HAH10138
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1884

Félagið var stofnað árið 1884 og voru stofnfélagar:
Árni Á. Þorkelsson, Frímann Björnsson, Jósafat Jónatansson, þeir mynduðu undirbúningsstjórn, Eggert Eggertsson, Halldór Konráðsson, Einar Þorkelsson, Árni Hannesson og Jón Stefánsson. Stofnfundurinn var haldinn í þinghúsi hreppsins, sem þá var í Engihlíð. Þeim Árna, Frímanni og Jósafat var falið að semja lög fyrir félagið, og var frumvarp þeirra samþykkt með litlum breytingum á næsta fundi félagsins, sem haldinn var 26. apríl sama ár. Á þeim fundi var jafnframt kosin formleg stjórn:
Forseti, Árni Á. Þorkelsson, skrifari, Jósafat Jónatansson, féhirðir, Frímann Björnsson, allir með 7 atkvæðum.
Formenn félagsins frá upphafi voru:
Árni Á. Þorkelsson 1884-1902. 1903-1906.
Stefán Eiríksson á Refsstöðum 1902-1903.
Jónatan Líndal 1906-1933.
Hilmar Frímannsson 1933-1960.
Sigurður Þorbjarnarson 1960-1962.
Jakob Sigurjónsson í Glaumbæ 1962-1969.
Valgarður Hilmarsson 1969-1973.
Árni Jónsson 1973-1983.
Ágúst Sigurðsson 1983-
Komið var á fót félagsræktun á Neðri-Lækjardalsmelum árið 1979. Starfsvettvangur félagsins hefur verið viðfeðmur og margbreytilegur. Ljóst er að Búnaðarfélag Engihlíðarhrepps hefur markað greinileg og varanleg spor í búnaðarsögu sveitarinnar.

Búnaðarfélag Áshrepps (1882)

  • HAH10066
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1882

Búnaðarfélag Áshrepps var stofnað 21. júní 1882, en þá var haldinn
fyrsti aðalfundur félagsins „sem stofnað var á manntalsþingi síðastliðið vor", eins og þetta er orðað í fundargerðinni. Virðist eftir þessu
orðalagi að félagið hafi raunverulega verið stofnað á manntalsþingi í
Áshreppi árið 1881, þótt ekki sjáist um það neinar heimildir.
Stofnendur félagsins voru 18 bændur i Ashreppi, allir tilgreindir
með nöfnum og heimilisfangi. Þeirra á meðal voru þeir sr. Hjörleifur
Einarsson á Undirfelli og sýslumaður Húnvetninga, Lárus Blöndal á
Kornsá, og undirrituðu þeir fyrstu fundargerðina. Lárus sýslumaður
var á fundinum kosinn fyrsti formaður félagsins, kallaður forseti, sr.
Hjörleifur skrifari og Hannes Þorvarðarson, bóndi á Haukagili féhirðir.
Félagslögin eru í 17 greinum og mjög ýtarleg. Tel ég rétt að tilfæra

  1. grein félagslaganna, sem speglar þau sjónarmið, sem bændur í
    Vatnsdal höfðu fyrir 100 árum, en hún er svohjóðandi:
    „ Það er tilgangur félags þessa að efla framfarir og velmegun búenda í
    hreppnum, einkum meðþvíað slétta tún, gjöra vörslugarða um rœktaðajörð,
    veita vatni á engjar, skera fram afvœtumýrar, plœgja og herfa til gras- og
    matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og
    hagtéra hann vel, grafa brunna, fœra að grjót til bygginga og byggja
    heyhlöður, leggja stund á fjárrœkt og kynbœtur."
    Þá var gert að skyldu hverjum félagsmanni, að vinna vissa dagsverkatölu árlega, einyrkjum 6 dagsverk, en öðrum bændum 12 dagsverk, nema forföll bönnuðu. Var mjög fast eftir því gengið að þessi
    skylduvinna væri unnin.
    Arið 1902 voru lög félagsins endursamin og kemur þá fram að
    jarðabætur skulu metnar til dagsverka, samkvæmt gildandi reglum.
    HÚNAVAK A 71
    fyrir veitingu styrks úr Landssjóði „en þeim jarðabótum, sem ekki eru
    enn teknar upp í þær reglur skal leggja þannig í dagsverk:
    Aðgrafa brunna og hlaða úrgrjóti 2fet niðurjafnt og eitt dagsverk. Eigi
    skal þó taka til greina fyrstu 4 fetin niður.
    Aðfinna nýiilegt mótak skal metið til 5 dagsverka.
    Heyhlöðukjallari úr tómu grjóti 4 ferálnir ívegg teljist dagsverk. "
    Mönnum var greiddur styrkur á unnin dagsverk ef að þeir framkvæmdu skylduvinnu sína, af því fé, sem Amtsráð veitti til félagsins og
    var því veitt á dagsverkatöluna. Var sú upphæð árið 1883 krónur 284,
    en ekki nema 160 krónur árið 1894. Það ár skýrði forseti frá því að
    hann hefði ráðið Bjartmar nokkurn Kristjánsson til vinnu og skyldi
    hann fá 4 krónur á dag fyrir að plægja með tveim hestum, en 3 krónur
    ella. Af þessu kaupi Bjartmars áttu félagsmenn sjálfir að greiða 2
    krónur fyrir hvert dagsverk í plægingu, en 1 krónu ella.
    I fundargerð og reikningum ársins 1884 kemur fram að fært er til
    tekna af peningum hins forna búnaðarfélags krónur 50 og af peningum hins forna lestrarfélags krónur 25,79. Hvergi hef ég séð annað um
    þessi félög, eða heyrt hvenær þau störfuðu, en líklegt er að saga þeirra
    hafi verið stutt.

Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)

  • HAH10115
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1963-2003

Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.

Búðir á Snælfellsnesi

  • HAH00185
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikiðaðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegundahávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafist var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur,tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.

Búðardalur í Dalasýslu

  • HAH00820
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1899 -

Búðardalur er þorp í Dölum, við botn Hvammsfjarðar. Þorpið er nú hluti af sveitarfélaginu Dalabyggð og er stjórnsýslumiðstöð þess. Íbúar Búðardals voru 274 árið 2015.

Í Laxdælasögu er Búðardalur nefndur og sagt frá því að Höskuldur Dala-Kollsson lenti skipi sínu fyrir innan Laxárós þegar hann kom úr Noregsferð og hafði ambáttina Melkorku með sér: „Höskuldur lenti í Laxárósi, lætur þar bera farm af skipi sínu en setja upp skipið fyrir innan Laxá og gerir þar hróf að og sér þar tóftina sem hann lét gera hrófið. Þar tjaldaði hann búðir og er það kallaður Búðardalur. Síðan lét Höskuldur flytja heim viðinn og var það hægt því að eigi var löng leið.“

Verslun hófst í Búðardal árið 1899 er Bogi Sigurðsson, kaupmaður, byggði þar fyrsta húsið, sem var bæði íbúðar- og verslunarhús. Þetta hús var síðar flutt á Selfoss og stendur þar enn. Um aldamótin hóf Kaupfélag Hvammsfjarðar verslunarrekstur í Búðardal og var þar nær allsráðandi uns það varð gjaldþrota 1989.

Brúsastaðir í Vatnsdal

  • HAH00038
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1500)

Bærinn stendur á sléttum balarétt neðan brekkna. Túninu hallar mót aaaustri. Víðáttumikið ræktunarland er neðan brekkna sumt mýrelent en þurrir valllendisbakkar meðfram ánni. Beitiland til hálsa stórt og gott. Í túninu sunnan og afan við bæinn er Brúsahóll. Þjóðsagan segir að fé sé fölgið í honum og hafa tilraunir verið gerðar að grafa eftir því, en þá hafi þeim, er að unnu ætíð sínst Þingeyrarkirkja standa í björtu báli og því hætt. Íbúðarhús byggt 1958, 423 m3. Fjárhús yfir 300 fjár og nautgripi í hluta. Hesthús yfir 10 hross. Hlöður 1116 m3. Votheysgryfja. Véla og verkfærageymsla 109 m3. Braggi til geymslu. Tún 44,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Brunnárdalur í Vindhælishreppi

  • HAH00920
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874-

Brunnárdalur í Vindhælishreppi is a valley and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 306 metres.

Brún í Svartárdal.

  • HAH00495
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin hefur verið í eyði frá 1947. Var nytjuða af Eiríksstöðum í rúmlega 20 ár. Eigandinn rekur þar nú hrossabú. Jörðin er vestan Svartár gegnt Eiríksstöðum. Stóð bærinn á háum hól á gilbarmi að sunnan og bar þar hátt. Túnið er töluvert bratt, en ræktunarskilyrði góð, bæði á mýrlendi í hálsinum og eyrum við Svartá. Landið er að mestu samfellt graslendi. Brúnarskarð liggur til Blöndudals í vestur frá flóanum ofan við túnið. Fjárhús fyrir 180 fjá. Haða 500 m3. Tún 11ha. Veiðiréttur í Svrtá.

Brúarvellir á Svínadal

  • HAH00538
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1955 -

Brúarvellir er nýbýli samþykkt 1955. Það er 43 ha lands úr Grundarlandi næst Svínadalsárbrúar. Einnig beitarréttur í Svínadalsfjalli. 1/13 á móti Grundarbæjum. Ábúendur eru engir en tún og hús notuð af Holti og Geithömrum. Hlaða 1350 m3, hluti hlöðunnar notaður sem fjárhús. Tún 18 ha.

Eigandi; Jakob Björgvin Þorsteinsson 14. okt. 1920 - 23. jan. 2009. Leigubifreiðastjóri á BSR. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

Brúarland 1936- Guðmundarbær 1911

  • HAH00646
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911-

Brúarland. Líka kallað Efstibær og Vegamót, en önnur hús gengu síðar undir sömu nöfnum.
Bærinn er byggður 1911 af Guðmundi Hjálmarssyni á túnlóð Jóns Konráðssonar sem leigir Guðmundi 170 ferfaðma part af lóðinni 12.4.1912.

Brúarhlíð í Blöndudal

  • HAH00156
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Jörðin hét áður Syðra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð hátt í hlíðinni norðan Blöndudalshóla. Blöndubrú fremri er í túnfætinum að sunnan og liggur vegur um hana til Bugs og Kjalvegar. Skammt er frá bænum upp í knappa brekku í Skeggstaðaskarð, en Tunguhnjúkur rís að norðan. Jörðin er landlítil en notagott býli. Íbúðarhús byggt 1952 396 m3. fjós fyrir 10 gripi, fjárhús yfir 270 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 790 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Brúará

  • Fyrirtæki/stofnun
  • 874 -

Brúará er næst-stærsta lindá Íslands, og rennur um mörk Biskupstungna og Grímsness. Upptök sín hefur áin í Laugardalsfjöllum, Úthlíðarhrauni og á hálendinu þar fyrir innan, í svokölluðum Brúarskörðum. Skörðin eru í raun gil þar sem vatnið seytlar úr berginu beggja megin og myndar litla fossa ofan í ána, sem þó telst bara lækur á þessum stað. Þann 20. júlí árið 1433 var Jón Gerreksson biskup settur í poka og drekkt í Brúará.

Brúará dregur nafn sitt af steinboga sem lá yfir hana. Fólk gat gengið yfir bogann, sem myndaði þannig eins konar náttúrulega brú. Sögusagnir segja þó að vinnumaður í Skálholti hafi brotið bogann niður svo umrenningar ættu ekki eins auðvelda leið að höfuðbólinu.

Ágætis fiskgegnd er í ánni og vinsælt er að veiða í henni rétt fyrir ofan Spóastaði.

Brúará rennur loks í Hvítá milli Skálholts og Sólheima, á móts við Vörðufell á Skeiðum.

Brimnes á Skagaströnd

  • HAH00183
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Brimnes 145 m2 og 600 m2 sjávarlóð.

Brekkukot í Þingi

  • HAH00499
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur á brekkubarði austan þjóðvegar vestnorðvestur af Axlaröxl skammt frá hlíðarrótum en engi er vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er nokkuð til fjalls, austur með því og í norðurhlíð þess, til skamms tíma sameiginlegt með Brekku. Brekkukot var þjóðjörð til 1915, áðurfyrr klaustusjörð. Íbúðarhús byggt 1934, 440 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Tún 21,3 ha.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Brekka í Þingi

  • HAH00498
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fornt býli, þjóðjörð til 1915, fyrr meir klausturjörð. Bærinn stendur á lágum brekkuhjalla, vestan þjóðbegar norðvestur af Axlaröxl. Engjar að mestu ósléttar en grasgefnar, lágu vestur frá túni, nú að mestu ræktaðar. Dálitla aðild á Brekka að Áveitu Þingbúa. Beitiland er til austurs frá bænum meðfram norðurenda Vatnsdalsfjalls að mynni Sauðadals og í honum, það eru melöldur, flóar og fjallshlíðar. Beitarhús eru á Geitabóli og áður fyrr var þar stundum föst búseta. Íbúðarhús byggt 1923, 580 m3. Fjós fyrir 23 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 960 m3. Vothey 460 m3. Forn torfhús. Tún 37,7 ha.

Syðri-Brekka stendur á lágum hólkolli spölkorn vestan þjóðvegar, suðvestur frá Brekku. Tún og engjar liggja vestur frá bænum að Árfarinu og á býlið nokkurt land að áveitu. Beitiland er sameiginlegt með Brekku og vísast til þess. Jörðin er nýbýli úr Brekkulandi og byggt af þeim. Íbúðarhús byggt 1959, 533 m3. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 870 m3. Tún 40 ha.

Breiðdalsvík

  • HAH00233
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1889 -

Breiðdalsvík er þorp í Fjarðabyggð og stendur það við samnefnda vík á Austfjörðum. Íbúar voru 128 árið 2015.

Víkin Breiðdalsvík er á milli Kambaness og Streitishvarfs og stendur þorpið við hana. Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er sjávarútvegur, svo og þjónusta við og ferðamenn sem er vaxandi grein.

Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul. Gránufélagið lét reisa þar vörugeymslu um 1889 og árið 1896 reisti Brynesverslun á Seyðisfirði hús efst á Selnesi. Það brann tíu árum síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins.

Í gamla Kaupfélaginu er nú jarðfræðisetur og þar er minningarstofa við Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem var úr Breiðdal. Í gömlu símstöðinni er Steinasafn Breiðdals. Í þorpinu er hótel sem er opið allan ársins hring og þar er einnig skóli og sundlaug, verslun og bílaverkstæði.

Breiðdalsvík er einn af fáum stöðum á Íslandi sem hefur orðið fyrir loftárás en að morgni 10. september 1942 réðist þýsk herflugvél á íbúðarhúsið Hamar og var skotið á það sprengikúlum úr vélbyssu. Níu götu komu á húsið en enginn slasaðist þótt fólk væri inni í húsinu.

Breiðavað í Langadal

  • HAH00204
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Langadal. Bæjar og peningahús standa uppi undir brekkurótum, í fallegu láréttu túni. Vestan túns er lítt gróið melsvaæði, sem nær um þvert land jarðarinnar og nefnast Breiðavaðsmelar. Í melum þessum að kalla beint vestur af íbúðarhúsi er lítil tjörn í alldjúpri kvos, sem heiti Gullkista. Þar er sagt að fjársjóður sé falinn. Utan og neðan túns er önnur tjörn sem Grafarvatn nefnist og er þar silungur til nytja. Ekki er nú vitað hvar vað það var á Blöndu, er jörðin tók nafn sitt af, en tvö vöð ery fyrir landi jarðarinnar og heiti hið syðra Hrafnseyrarvað en hið nyrðra Strákavað. Íbúðarhús úr steini, gyggt 1940 kjallari og hæð 343 m3. Fjós fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hesthús fyrir 9 hross. Hlöður 623 m3. Votheysgeymsla 48 m3. Vélageymsla 129 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Grafarvatni.

Á Breiðavaði í Langadal var hálfkirkja fyrir 1394 og lá til Holtastaða.

Breiðabólsstaður í Vesturhópi

  • HAH00181
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (890)

Gamalt býli, getið í Sturlungu og Víga-Glúmssögu. Bærinn stendur á lágum brekkustalli vestan Vatnsdalsvegar vestri upp við hálsræturnar, þar sem dalurinn er breiðastur norðan Hnjúksins. Tún er upp frá Flóðinu vestur í hálshallann, ræktunarskilyrði góð. Víðlent beitiland á hálsinum vestur til Gljúfurár, engjar á óshólmum Vatnsdalsár. Fyrrum sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahreppa. Íbúðarhús byggt 1938 og annað eldra úr torfi og timbri. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Tún 14,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Breiðabólsstaður II er skipt úr Breiðabólsstað fyrir aldamótin 1900, þá helmingur og síðan notað frá Hnjúki. Beitiland óskipt. Fjárhús fyrir 50 kindur. Tún 14,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Eigandi 1975; Stefanía Steinunn Jósefsdóttir 21. ágúst 1886 - 16. des. 1977. Húsfreyja á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Barnakennari.

Breiðabólsstaðarkirkja

  • HAH00575
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1893 -

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkja að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

Breiðabólsstaður er mikill sögustaður og nægir í því sambandi að geta fyrstu lagaritunar í tíð Hafliða Mássonar veturinn 1117­18 og þátt hans að því er Hólar í Hjaltadal urðu staðurinn undir biskupsstóli á Norðurlandi. Merkilegasti kafli í sögu Breiðabólsstaðar er þó án efa saga prentverksins í tíð Jóns sænska Matthíassonar en þar var prentuð elsta bók sem enn er til, á íslensku, Passio, eftir A. Corvinus árið 1559.

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskarkirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Kirkjurnar aðVesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nústendur, var vígð árið 1893.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilurleiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Breiðabólstað, í Þverárhreppi, sem er eign Breiðabólstaðarkirkju, ásamt hjáleigum hennar:
Fossi og Bjarghúsum.

Að sunnan ræður merkjum Grundará upp eptir Heydal, vestur á fjall, eins og vötn að draga og ofan í Reiðarlæk, þaðan (frá ármótunum) ræður Reiðarlækur suður eptir að syðra Mómelahorni, þaðan bein lína austur í Óspakshelli vesta í Bjarghúsabjörgum, að austan ræður merkjum norður eptir brún þessara bjarga og, er þeim sleppir, þá bein lína úr hæstum björgum norðaustur á mel þann á Síðutagli er Nýpukotsvegurinn liggur um, og þaðan hæst taglið út í Faxalækjarós. Að norðan ræður merkjum Vesturhópsvatn, og upp frá því neðri Kýrlág, en er henni sleppir, þá bein lína frá vörðu, er stendur efst í láginni upp í vörðu, er stendur sunnaní Lágabergi, úr þessari vörðu aftur bein lína í efri Kýrlág og upp úr henni bein lína í Sótafellskúlu norðanverða, frá kúlunni ræður há fellið vestur í Þröskuld milli Heydals og Ormsdals, og úr vestanverðum Þröskuldinum bein lína í vörðu vestanvert á Þrælfellshala. Að vestan ræður Þrælfellshali og hæst fjall.

Breiðabólstað, 30. maí 1892.
G.J. Halldórsson prestur Breiðabólstað.
P.J. Halldórsson eigandi að Klömbrum og ábúandi.
Bjarni Bjarnason eigandi og ábúandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 31. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 289, fol. 154.

Brautarland í Víðidal

  • HAH00623
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1936-

Nýbýli byggt úr landi Galtarness árið 1936. Land er fremur lítið en nær frá Víðidalsá og vestur á Bjargabrún. Ræktunarland er gott. Íbúðarhús byggt 1936, 214 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 170 fjár. Hlöður 400 m3. Votheysgryfja 56 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá.

Eigendur; Benedikt Steindórsson 18. júlí 1939. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957 og Ingólfur Arnar Steindórsson 9. ágúst 1942. Var í Brautarlandi, Þorkelshólshr., V-Hún. 1957.

Niðurstöður 901 to 1000 of 1161