Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Engjabrekka í Þverárhreppi V-Hvs
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
1917 -1936
History
Árið 1917 reisir
Björn Friðriksson (f. 1878) þar nýbýli er hann nefndi Engjabrekku. Er það í
grösugri engjahlíð beint á móti Þorgrímsstöðum og fékk hann til þess leyfi
Jóns Helgasonar biskups. Býlinu fylgdi allt fjalllendi afréttarinnar og virðist
sem að hann hafi þá eða stuttu síðar keypt allt landið.
Björn hætti búskap 1923. Sama ár tók býlið á leigu Annas Sveinsson,
Strandamaður að ætt, og bjó þar í nokkur ár eða þar til hann andaðist 1935.
Kona hans Helga Jakobsdóttir, og börn þeirra bjuggu þar svo í eitt ár, en fluttu
burt 1936. Síðan þá er jörðin í eyði og eru nú öll bæjarhús algerlega fallin og
horfin, en grænn nokkuð stór blettur og smá tóftarbrot þar sem býlið stóð.
Í maí 1926 keypti Þverárhreppur jörðina af Sigurbirni Björnssyni á 3.000
krónur þannig að greitt að 1.144 krónur voru í peningum en 1.856 krónur með
yfirtöku láns við Kirkjujarðasjóð sem sýnir að Björn hefur keypt jörðina af
sjóðnum.
Engjabrekka hefur síðan verið í eigu Þverárhrepps og notuð sem afréttarland
hreppsins, aðallega fyrir sauðfé. Undanfarin síðustu ár hefur lítið verið rekið
af fé þangað og sum ár ekkert.
Places
Legal status
Samkvæmt manntali í Hólasókn, þann 31. desember 1913, býr Björn Friðriksson og
fjölskylda hans, á öðru af tveimur býlum Ásbjarnarness.87
Samkvæmt manntali í Tjarnarsókn, þann 31. desember 1914, býr Björn
Friðriksson og fjölskylda hans, á öðru af tveimur býlum Tjarnar.88
Samkvæmt manntali í Tjarnarsókn, þann 31. desember 1915, býr Björn
Friðriksson og fjölskylda hans, á öðru af tveimur býlum Tjarnar.89
Samkvæmt manntali í Tjarnarsókn, þann 31. desember 1916, býr Björn
Friðriksson og fjölskylda hans, á öðru af tveimur býlum Tjarnar.90
Í fasteignamati Vestur-Húnavatnssýslu frá árinu 1916, segir eftirfarandi um
Engjabrekku í Þverárhreppi:
Engjabrekka í Þverárhreppi
Eigandi prestlaunasjóður, ábúandi Björn Friðriksson.
Jörð þessi er nýbýli. Bygt í eiðilandi á síðustu árum. Er því túnlaust.
Engjar eru sæmilega góðar mýraslægjur og heldur stutt í meiri hluta þeirra.
Má heyja í meðalári fulla 200 hesta.
Beitiland er gott, sæmilega rúmt, en heldur vetrarhart, því jörðin
liggur í dal til fjalla. Helsti ókostur er hve úrfella og þokusamt er þar
á sumrin.
Hús, sem landeigandi á eru:
Baðstofa, búr, eldhús, geymslukofi og fjós. Húsin öll heldur lítil,
bygð úr torfi og sæmilega vel gerð. Metin kr. 320,00.
Leiguliði á hús yfir 80 kindur, 4 hross. Mat kr. 80,00.
Jörðin með húsum metin kr. 1200,00.
Fr. Bjarnason, Ingþór Björnsson, Böðvar Þorvaldsson.
Ath. Ofanrituð jarðarvirðing er eptirrit af meðfylgjandi frumriti, er
Undirmatsnefndin hefir gleymt að innfæra í bókina og sem hefir
Borist yfirmatsnefndinni.
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Minimal
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 18.10.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul
Húnaþing III, (1989), bls. 209-211.
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/XZVUQ792/08A_2013-4_urskurdur.pdf