Djúpivogur

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Djúpivogur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

1900-

History

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Á Djúpavogi voru íbúar 331 (1. janúar 2015).

Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs. Í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara.
Fljótlega eftir að landnám hófst á Íslandi munu norræn skip hafa komið af hafi til Berufjarðar til þess meðal annars að eiga viðskipti við fólk sem hafði tekið sér bólfestu um sunnanverða Austfirði. Bæði í Njálu og Fljótsdæla sögu er sagt frá verslunarstaðnum Gautavík við innanverðan Berufjörð. Þar versluðu Þjóðverjar á tímum Hansakaupmanna þar til þeir fluttu bækistöð sína suður yfir fjörðinn til Fýluvogs (Fúluvíkur) upp úr 1500. Rústir í Gautavík eru friðaðar og hefur hluti þeirra verið kannaður með fornleifauppgreftri.

Verslunin í Fýluvík var í höndum kaupmanna frá Bremen og starfaði í um 80 ár. Brimarar kölluðu staðinn Ostfiordt in Ostfiordt-süssel. Höfnin þar er nú lokuð vegna sandburðar og ekki sést lengur til verslunarhúsa. Kaupmenn í Hamborg fengu verslunarleyfi á Djúpavogi þann 20. júní árið 1589, með leyfisbréfi gefnu út af Friðriki 2. Danakonungi, og til þess tíma er rakið upphaf búsetu þar.

Einokun komst á 1602 þegar Kristján 4. konungur Dana veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkarétt til verslunar á Íslandi. Austurlandi var skipt niður í þrjú verslunarumdæmi. Kaupstaðir voru á Vopnafirði, í Reyðarfirði og á Djúpavogi, en þar var jafnframt eina verslunarhöfnin á öllu suðausturhorni landsins. Einokun var aflétt 1787 og öllum dönskum þegnum varð heimilt að stunda verslun við Íslendinga. Seinna var verslun gefin frjáls hverjum sem stunda vildi.

Danski kaupmaðurinn J.L. Busch rak verslun á Djúpavogi frá 1788-1818 en þá kom Verslunarfélagið Örum & Wulff til skjalanna og sá um Djúpavogsverslun í rúma öld, frá 1818 allt til 1920. Fyrirtækið hafði aðsetur í Danmörku og á þess vegum komu verslunarstjórar til Djúpavogs til að hafa umsjón með kaupskapnum. Árið 1920 var Kaupfélag Berufjarðar stofnað og keypti það eignir dönsku kaupmannanna. Þeirra á meðal voru verslunarhúsin sem enn standa við höfnina. Elst þeirra er Langabúð, bjálkahús frá öndverðri 19. öld, og er til vitnis um verslunarsögu sem hófst við landnám.

Places

Austurland;

Legal status

Functions, occupations and activities

Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hefur fólk við Berufjörð vafalaust dregið fisk úr sjó á sama hátt og lýst er í Íslendingasögum, og lifað af því sem land og sjór gaf. Frá miðöldum íslenskrar byggðar eru til sagnir um erlenda fiskimenn við Berufjörð, danska, hollenska og e.t.v. frá fleiri þjóðum. Á síðari hluta 19. aldar var blómleg útgerð frá Djúpavogi. Þaðan sigldu til veiða all stór þilskip (skútur) og veiddu hákarl, þorsk o.fl. Laust fyrir aldamót 1900 lagðist þessi útgerð niður og um skeið voru fiskiveiðar mest stundaðar á árabátum á grunnmiðum. Árið 1905 er talið að fyrsti vélbáturinn hafi komið til Djúpavogs og næstu árin komu svo fleiri litlir vélbátar, mest svokallaðar trillur.

Á árunum 1920-30 voru bátar frá Seyðisfirði, Norðfirði og Eskifirði gerðir út frá Djúpavogi. Upp úr 1940 eru keyptir stærri bátar til Djúpavogs, m.a. Papey o.fl. og um 1950 er keyptur 100 tonna bátur, Víðir frá Akranesi, síðar nefndur Mánatindur. Með komu hans var fiskur sóttur lengra og landað með nokkurra daga millibili, (útilegubátur). Um og upp úr 1960 bætast fleiri stór og góð skip við flotann og voru þá stundaðar togveiðar, netaveiðar og síldveiðar með hringnót. Árið 1981 er skuttogarinn Sunnutindur keyptur frá Noregi, einnig önnur togskip og nótaskip um svipað leyti. Á árunum 1970-80 var talsverð rækjuveiði í Berufirði. Handfæra- línu- og netaveiðar hafa verið stundaðar á minni bátum í áratugi og síðustu árin mest á hraðskreiðum vélbátum (hraðfiskibátum).

Góð náttúruleg höfn er á Djúpavogi. Verulegar hafnarframkvæmdir hófust ekki fyrr en 1947 er byggð var hafskipabryggja en áður voru þar nokkrar smábryggjur í eigu einstaklinga.

Allmikill landbúnaður var áður stundaður á Djúpavogi en nú hefur dregið nokkuð úr honum. Landsímastöð hefur verið á Djúpavogi frá 1915, sjálfvirk símstöð frá 1976 og póstafgreiðsla frá 1873.

Sýslumaður sat á Djúpavogi um hríð. Læknir settist þar að upp úr aldamótunum 1900. Kirkja var flutt til Djúpavogs frá Hálsi í Hamarsfirði árið 1894 og prestur hefur setið þar frá 1905. Til Djúpavogsprestakalls heyra kirkjur á Djúpavogi, í Berufirði, á Berunesi og Hofi í Álftafirði.
Almenn barnakennsla hófst á Djúpavogi 1888 og var fyrst kennt í Hótel Lundi. Skólahús var byggt 1912 og nýtt skólahús 1953. Þar starfar nú grunnskóli til og með 10. bekk.
Félagslíf hefur verið nokkuð blómlegt á Djúpavogi. Ungmennafélagið Neisti var stofnað 1919 og hefur meðal annars staðið fyrir íþrótta- og leikstarfsemi, einkum fyrr á árum. Kvenfélagið Vaka hefur starfað alllengi. Á Djúpavogi starfa Lionsklúbbur Djúpavogs, Slysavarnafélagið Bára, Skógræktarfélag Djúpavogs og fleiri félög.
Skammt innan við Djúpavog er viti, á Æðarsteini, reistur 1926.
Fyrrum var talið að á Djúpavogi væru að meðaltali 212 þokudagar á ári og komst það í bækur. Þetta reyndist þó síðar á misskilningi byggt en þokusamt er þar eigi að síður.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Fáskrúðsfjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00229

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eskifjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00222

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Papey ((1950))

Identifier of related entity

HAH00247

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Papeyjarkirkja (1904 -)

Identifier of related entity

HAH00248

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1904

Description of relationship

Related entity

Teigarhorn ((1950))

Identifier of related entity

HAH00250

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stefanía Andrea Guðmundsdóttir (1873-1918) Djúpavogi, Kvsk Ytri-Ey 1891 (28.3.1873 - 6.11.1918)

Identifier of related entity

HAH06763

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Jakobína Jakobsdóttir (1877-1960) Kennari Eyrarbakka (22.5.1877 - 18.11.1960)

Identifier of related entity

HAH05249

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Kennari þar

Related entity

Margrét Katrín Jónsdóttir (1874-1954) Djúpavogi, Vopnafirði og Reykjavík (31.12.1874 - 13.6.1954)

Identifier of related entity

HAH09181

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00234

Institution identifier

IS HAH-Aust

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.2.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places