Identity area
Type of entity
Corporate body
Authorized form of name
Dyrfjöll
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
(874) -
History
Dyrfjöll eru í Norður-Múlasýslu, hluti af fjallgarðinum milli Fljótsdalshéraðs og Borgafjarðar eystri. Fjöllin bera nafn af klettaskarði sem er í fjallgarðinum og kallast það Dyr og eru þær í 856 metra hæð. Hæsti tindur þeirra er í 1136 metra hæð yfir sjó og nefnist hann Innra-Dyrfjall. Dyrfjöll eru oft kölluð „útverðir Austurlands í norðri“.
Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað.
Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.
Places
Legal status
Dyrfjöll má kalla konung borgfirskra fjalla en þó greinir menn oft á um hvort t.d. Staðarfjall eða Dyrfjöll séu fallegri. Ég tel þó að flestir geti verið sammála um að Staðarfjall er litfegurra en Dyrfjöllin tígulegri en þetta er hlutlægt mat hvers og eins. https://www.borgarfjordureystri.is/is/ferdathjonusta/gongusvaedid-viknaslodir/stiklad-um-viknaslodir/dyrfjoll
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Sögur herma að Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari og silfurmethafi á Ólympíuleikunum 1956, hafi við annan mann klifið annan tind Dyrfjalla og gert sér lítið fyrir og staðið þar á höndum. þegar ég innti hann um þá sögu vildi hann hvorki játa né neita, brosti í kampinn og sagði að sagan væri góð hjá Steinþóri. En Steinþór Eiríksson (1915-1998) sagði mér þessa sögu sjálfur. [GPJ]
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 6.5.2020
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Guðmundur Paul https://www.east.is/is/east/places/nature/dyrfjoll