Landamerkjaskrá fyrir heimalandi jarðarinnar Efranúps í Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu
Frá Núpsá að austanverðu ræður bein lína upp til svo nefndrar Rjúpnalágar (Rjúpnadældar), þá ræður Rjúpnalág merkjum upp Brekkur og sama stefna frá henni upp Merarhamra við Messuskarð, þeir eru hornmerki á norður og austur
horni landsins, milli jarðanna Neðranúps og Hnausakots. Frá Merarhornum ræður bein lína fram Steinheiði í þrjá steina, sem nefndir eru Bræður ræður bein lína fram hálsinn í Grjóthól við Þorvaldsá, sem nefndur er Kastali, hann er hornmerki að austan og sunnan milli heimalandsins og Efranúpsheiðar og jarðarinnar Bjargastaða. Frá Kastala ræður bein lína vestur á Kvíslavatnsás í stein, sem merktur er L.M. steinn þessi er hornmerki heimalandsins að sunnan og vestan milli Þverár, frá steini þessum ræður bein lína norður hálsinn í Hestvatn og Hestlækjarós, frá því ræður sama stefna norður hálsinn í Hestlæk fyrir sunnan Skollhólsflá, eptir það ræður Hestlækur til Þverárvatns og bein lína yfir vatnið í ósinn á Þverá, þá ræður Þverá merkjum í Núpsár. Að vestanverðu að Núpsá milli Fosskots og Efranúps ræður Kotlækur merkjum frá Núpsá upp á brún þaðan ræður bein lína merkjum vestur hálsinn í vörðu á melholti suður af Miðhæðum, frá nefndri vörðu ræður bein lína í stóra Kistuvatnshól, sem er hornmerki milli Efranúps, Fosskots, Lækjabæjarlands og Dalgeirsstaða, frá Kistuvatnshól ræður bein stefna norður hálsinn í Núpsvatn, sem er hornmerki milli Neðranúps og Efranúps, frá Núpsvatni ræður bein lína austur hálsinn merkjum milli Núpanna í Maratjörn, frá Maratjörn bein stefna í Áshólsgil, þá ræður Áshólsgil neðra merkjum niður til Núpsár
Samkvæmt gömlum máldrögum og nýgjörðum samningum Eru ítök þessi:
1) Efrinúpur á samkvæmt vísitatíu Steingríms biskups skólagjörð tveimur mönnum við Arnarvatn. Eða rúm í skála þar og eldivið sem þarf, og tveggja króka hald í vatni.
2) Samkvæmt dómi 14. júní 1724 upplesnum fyrir rjettinum, sem haldin var á Skriðnesenni, settu áreiðarþingi, af Orni Daðasyni, sömuleiðis í lögrjettu upplesinn þann 13. júlí 1726 af S. Sigurðssyni, á kirkjan fimm hdr. Í reka á Skriðnesenni við Bitrufjörð móti Staðarbakkakirkju til helminga skipta, milli Stigakletts og Rauðuskriðu. Sömuleiðis á Efrinúpur torfskurð í Neðranúps jörð, svo sem þarf, einnig tveggja mánaða beit fyrir geldfé milli Rjúpnalágar og Breiðulágar, sem er næsta dæld fyrir utan yzta Sandhól, þaðan rjettsýnis upp í borgir fyrir utan Messuskarð. Að vestanverðu við Núpsá eiga Núparnir sameiginlegt beitiland frá Áshólsgili neðra út á svo kallaðan Beinabakka við Núpsá, þaðan beina línu vestur á Seljafjall, enn aftur á móti þessu á Neðrinúpur upprekstur fyrir geldfé á Önundarfitjar á Núpsheiði, hvannskurð og grasaleitar.
3) Upprekstur á Efranúpsheiði hafa ábúendur þessara jarða mót síðarnefndri borgun:
a) Núpdalstunga, heiðartollur þaðan fyrir hvert ár 10 áln. b). Torfastaðir í Núpsdal 7 áln c). Haugur 7 áln d) Speni 6 áln e) Litlatunga 5 áln f) Þverá í Núpsdal 4 áln g) Fosskot 2 áln.
Efranúpi, 28. maí 1892.
Hjörtur Líndal, eigandi Efranúps og Hnausakots
Framanskráða merkjaskrá samþykkjum vjer undirskrifaðir hlutaðeigendur:
Sesselja Ingibjörg Jónsdóttir eigandi Bjargarstaða (handsall)
Jón Jónsson eigandi Fosskots.
Stefán Sveinsson eigandi Dalgeirsstaða.
Jón Hafliðason eigandi Neðranúps (handsal.)
Jósefína Jósefsdóttir eigandi Þverár í Núpsdal.
Guðfinna Jónsdóttir eigandi Núpdalstungu.
Jón Jónsson eigandi Torfustaða.
Jóhann Ásmundsson eigandi Haugs.
Lesið upp á manntalsþingi að Núpdalstungu, 7. júní 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 291, fol 155, 155b og 156
«