Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Efra-Núpskirkja Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1900)
Saga
Efranúpskirkja er í Melstaðarprestakalli íHúnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur á hinum fornagóðbændagarði á Efri-Núpi er ævagamalt. Hér er efstabyggðarból í sveit (200m.y.s.), Fremri-Torfustaðahreppi, og sókn. Vorulöngum talin 14-15 býli í sókninni. Frá Efri-Núpier talinn 10 stunda gangur suður um Arnarvatnsheiði tilbyggða Borgarfjarðar. Var umferð mikil fyrrum og gjarnan gististaður á Efra-Núpi. Varð hér hinzti náttstaður Rósu Guðmundsdóttur skálds, sem er kennd við Vatnsenda í Vesturhópi, 28. sept. 1855. Árið 1965 komu húnvetnskar konur veglegum steini fyrir áleiði hennar.
Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni áEfra-Núp 1535 og úr fyrra sið er enn þá varðveittkirkjuklukka, 23 sm í þvermál og ber gotneskt letur, þar semgreinir á hollenzku, að steypt sé 1510. Hin klukkan er frá1734, nær 6 sm stærri og á hana letrað nafn GuðmundarJonassens. Í stað timburkirkju frá 1883 var reist steinsteypt kirkjuhús 1960. SigurðurJónsson, vinnumaður á Efra-Núpi, gaf allt sementið og mjögunnu sjálfboðaliðar að og margar gjafir gefnar íkirkjumunum, enda er kiekja, sem séra Sigurður Stefánssonvíglsubiskup á Möðruvöllum vígði hinn 20. ágúst 1961, prýðilega búin.
Húsið er 9,5 x 5,7 m að innanmáli í einu skipi undir járnþakimeð timburturni yfir kirkjudyrum. Á hvorum kirkjuvegg eru 3sexrúðugluggar undir rómönskum boga, en lítill einrúðugluggisinn hvorum megin við altari. Kirkjan er björt, hvítmálaðirmúrveggir og lýsing frá vænum kristalshjálmi og 8 ljósaliljum.Súðin er viðarklædd að mæni og panellinn lakkborinn sem breiðirkirkjubekkrinir, er rúma 60 í sæti. Altair er stórt, 1,8 x 0,7 smog grátur að framan en opið til hliða á kórgólfi, farfaðbrúnum lit eins og fimmstrendur predikunarstóllinn.
Hátt á kórgafli er trékross, en altaristaflan málverk Eggerts Guðmundssonar, er sýnir Jesú blessa börnin. Stjakar eru 4 og kaleikur og patína af silfri og með gyllingu innan, allt góðirgripir, sem og skrúði kirkjunnar. Hljóðfærið er gamaltSpartha-harmoníum frá Gera í Thüringen í Þýzkalandi og stendurí norðvesturhorni, þar sem rými er fyrir söngflokk. Kirkjunni erþjónað frá Melstað.
Efra-Núpskirkja að innan.
Efri-Núpur eða Efrinúpur er bær og kirkjustaður í Núpsdal, sem er einn Miðfjarðardala inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.
Efri-Núpur var áður í þjóðbraut því þaðan var gjarna farið upp á Arnarvatnsheiði og suður til Borgarfjarðardala og var þaðan talinn 10 klukkutíma gangur að efstu bæjum í Borgarfirði. Var algengt að ferðamenn tækju sér gistingu á Efra-Núpi, annaðhvort þegar þeir komu ofan af heiðinni eða áður en þeir lögðu á hana.
Kirkja hefur verið á Efra-Núpi frá fornri tíð og var þar sérstakt prestakall fram yfir siðaskipti en eftir það útkirkja frá Staðarbakka. Nú er kirkjunni þjónað frá Melstað. Núverandi kirkja var vígð 1961 og kom hún í stað gamallar timburkirkju sem þá var rifin. Enn er þar kirkjuklukka frá 1510
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Landamerkjaskrá fyrir heimalandi jarðarinnar Efranúps í Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu
Frá Núpsá að austanverðu ræður bein lína upp til svo nefndrar Rjúpnalágar (Rjúpnadældar), þá ræður Rjúpnalág merkjum upp Brekkur og sama stefna frá henni upp Merarhamra við Messuskarð, þeir eru hornmerki á norður og austur
horni landsins, milli jarðanna Neðranúps og Hnausakots. Frá Merarhornum ræður bein lína fram Steinheiði í þrjá steina, sem nefndir eru Bræður ræður bein lína fram hálsinn í Grjóthól við Þorvaldsá, sem nefndur er Kastali, hann er hornmerki að austan og sunnan milli heimalandsins og Efranúpsheiðar og jarðarinnar Bjargastaða. Frá Kastala ræður bein lína vestur á Kvíslavatnsás í stein, sem merktur er L.M. steinn þessi er hornmerki heimalandsins að sunnan og vestan milli Þverár, frá steini þessum ræður bein lína norður hálsinn í Hestvatn og Hestlækjarós, frá því ræður sama stefna norður hálsinn í Hestlæk fyrir sunnan Skollhólsflá, eptir það ræður Hestlækur til Þverárvatns og bein lína yfir vatnið í ósinn á Þverá, þá ræður Þverá merkjum í Núpsár. Að vestanverðu að Núpsá milli Fosskots og Efranúps ræður Kotlækur merkjum frá Núpsá upp á brún þaðan ræður bein lína merkjum vestur hálsinn í vörðu á melholti suður af Miðhæðum, frá nefndri vörðu ræður bein lína í stóra Kistuvatnshól, sem er hornmerki milli Efranúps, Fosskots, Lækjabæjarlands og Dalgeirsstaða, frá Kistuvatnshól ræður bein stefna norður hálsinn í Núpsvatn, sem er hornmerki milli Neðranúps og Efranúps, frá Núpsvatni ræður bein lína austur hálsinn merkjum milli Núpanna í Maratjörn, frá Maratjörn bein stefna í Áshólsgil, þá ræður Áshólsgil neðra merkjum niður til Núpsár
Samkvæmt gömlum máldrögum og nýgjörðum samningum Eru ítök þessi:
1) Efrinúpur á samkvæmt vísitatíu Steingríms biskups skólagjörð tveimur mönnum við Arnarvatn. Eða rúm í skála þar og eldivið sem þarf, og tveggja króka hald í vatni.
2) Samkvæmt dómi 14. júní 1724 upplesnum fyrir rjettinum, sem haldin var á Skriðnesenni, settu áreiðarþingi, af Orni Daðasyni, sömuleiðis í lögrjettu upplesinn þann 13. júlí 1726 af S. Sigurðssyni, á kirkjan fimm hdr. Í reka á Skriðnesenni við Bitrufjörð móti Staðarbakkakirkju til helminga skipta, milli Stigakletts og Rauðuskriðu. Sömuleiðis á Efrinúpur torfskurð í Neðranúps jörð, svo sem þarf, einnig tveggja mánaða beit fyrir geldfé milli Rjúpnalágar og Breiðulágar, sem er næsta dæld fyrir utan yzta Sandhól, þaðan rjettsýnis upp í borgir fyrir utan Messuskarð. Að vestanverðu við Núpsá eiga Núparnir sameiginlegt beitiland frá Áshólsgili neðra út á svo kallaðan Beinabakka við Núpsá, þaðan beina línu vestur á Seljafjall, enn aftur á móti þessu á Neðrinúpur upprekstur fyrir geldfé á Önundarfitjar á Núpsheiði, hvannskurð og grasaleitar.
3) Upprekstur á Efranúpsheiði hafa ábúendur þessara jarða mót síðarnefndri borgun:
a) Núpdalstunga, heiðartollur þaðan fyrir hvert ár 10 áln. b). Torfastaðir í Núpsdal 7 áln c). Haugur 7 áln d) Speni 6 áln e) Litlatunga 5 áln f) Þverá í Núpsdal 4 áln g) Fosskot 2 áln.
Efranúpi, 28. maí 1892.
Hjörtur Líndal, eigandi Efranúps og Hnausakots
Framanskráða merkjaskrá samþykkjum vjer undirskrifaðir hlutaðeigendur:
Sesselja Ingibjörg Jónsdóttir eigandi Bjargarstaða (handsall)
Jón Jónsson eigandi Fosskots.
Stefán Sveinsson eigandi Dalgeirsstaða.
Jón Hafliðason eigandi Neðranúps (handsal.)
Jósefína Jósefsdóttir eigandi Þverár í Núpsdal.
Guðfinna Jónsdóttir eigandi Núpdalstungu.
Jón Jónsson eigandi Torfustaða.
Jóhann Ásmundsson eigandi Haugs.
Lesið upp á manntalsþingi að Núpdalstungu, 7. júní 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 291, fol 155, 155b og 156
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Kir
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.2.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 291, fol 155, 155b og 156